Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.02.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.02.1997, Page 3
Jlagur-Œmmm Föstudagur 21. febrúar 1997 -15 MATARLÍ FIÐ í LANDINU „Það verður engrnn svangur hjá mér“ María er portúgölsk kona sem fluttist til Patreksjjarðar Jyrir um 10 árum. Hún er al- veg bit á því hvernig íslendingar sóa mat og hversu dýrt þeir elda. Því hejur hún tekið sig til og œtlar að halda námskeið í að elda ódýrt með portúgölsku ívafi... Sojakjöt En hver er galdurinn við að elda ódýrt? í fáum orðum má segja að ráð Maríu séu á þá leið að leita uppi það sem ódýrt er, drýgja rétti með ódýrum vörum eins og lauk, frystu grænmeti og slíku, nýta alla afganga og gæta þess að koma mat fyrir í frysti áður en hann fer að skemmast. María segist einnig nota sojakjöt mikið. Hægt sé að kaupa 300 gramma poka af S Eg get komist af með að eyða 10.000 kr. í mat á mánuði, með drykkjum og hreinlætisvörum," sagði María við blaðamann þegar hann steig inn í ilmandi eldhús- ið. „Og það verður enginn svangur hjá mér,“ sagði hún og brosti með öllu andlitinu þegar hún sá vantrúarsvipinn á blaðamanni - sem reyndar átti alveg rétt á sér því María á 3 syni og alla á matfrekum aldri, 2 rétt rúmlega tvítuga og einn 6 ára. María hefur aðlagað sig að íslensku vöruúrvali og í stað þess að býsnast yfir verði á t.d. grænmeti þá talar hún um að fólk eigi að nýta betur það sem til er. Hún segist t.d. hafa farið og hirt forláta rófukál eitt sinn hjá fólki sem var að taka upp rófur en ætlaði að henda kálinu. „íslendingarnir hlógu og hlógu að mér.“ María hefur verið að halda námskeið í því að elda ódýrt og ætlar að halda því áfram þótt hún æth að fara sér hægt til að byrja með enda nýstigin upp úr aðgerðum vegna bak- veiki. Hún hefur einnig selt matsölustað á Rauðarár- stígnum saltfisksrétti og hafa þeir runnið út. En til þess að Í;eta eldað fyrir slendinga hef- ur hún þurft að laga sig að matar- venjum ís- lendinga sem hún segir býsna ólíka Portúgölum. íslendingar þurfi að hafa allt svo fínt og hún segist hreinsa saltfisk- inn mun betur hér en heima í Portúgal. „íslendingar eru vanir að hafa allt svo tilbúið." Nemendur Maríu á námskeiðinu smjöttuðu á matnum og hrósuðu öllum réttum. sojakjöti á 100-200 kr. og einn slíkur dugi í 7 máltíð- ir fyrir 4ra manna fjöl- skyldu, þ.e. í staðinn fyrir kjöt í ýmis konar rétti. En þá þurfi líka að krydda réttinn hressilega því sojakjötið sjálft sé bragðlaust. Og ólíklegt er að hún fái leið á sojakjötinu því hún segist eiga mörg hundruð upp- skriftir með í kollinum. „Ég elda aldrei sama matinn." „Efnið er svo dýrt á íslandi og fólk er biíið að vera svo blankt. En það er hægt að borða ódýran en hollan og góðan mat á íslandi,“ sagði Mar- ía. Það virð- ist ekki vera okkur ís- lendingum eðlislægt, því 40-50 þús. króna matarreikningar heyrast mun oftar en 10.000 kr. Vilji menn læra af henni Maríu þá geta þeir skráð sig á næsta námskeið í s: 562-1585. lóa María notar ferskt grænmeti ekki mikið hér á landi en hafði það sem með- læti til hátíðabrigða á námskeiðinu. Hún segist nota mikið af alls kyns kryddum, m.a. kúmen sem sé mikið notað í portúgalskri matargerð. sojakjöti María notaði stórar bökunarkart- öflur í Portúgalska saitfiskinn. Saltjisklasagne (fyrir 6) i. 1 smátt skorinn laukur 3-4 pressuð hvítlauksrif Z dós af niðursoðnum tómötum 3 msk. aftómatsósu 1-2 súputeningar Kryddað með 3 msk. af karríi og hnífsodd af eftirfarandi: papriku, pipar, Taza Masala, Schlaschlik, kúmeni, múskati og negul. Hráefnið er steikt í blöndu af ólífuolíu og matarohu, laukurinn fyrst. Þegar laukurinn er orðinn glærgulur er ríflega hálfu glasi af vatni helt útí pottinn. II. Slurkur af ólífuolíu '/ skorinn laukur 1 pressað hvítlauksrif 400 g beinlaus saltfiskur Laukarnir steiktir á vægum hita í olíunni. Því næst er fiskurinn settur út í. Blandið saman 1 msk. af hveiti og rúmum dl af mjólk og hrærið út í fiskinn. Bætið við dáh'tið af ferskri stein- selju. III. Hvíta sósan: 1 glas af mjólk l’/ msk hveiti/maizena mjöl smá pipar 1 dl rjómi Fiskurinn, rauða sósan og lasagneplöturnar settar til skiptis í eldfast mót í 3 lög. Hvítu sósunni hellt yfir efsta lagið. Bakað í 200 gráðu heitum ofni í tæpan klukkutíma. Nokkrum mínútum áður en rétturinn er tilbúinn skal setja ostsneiðar yfir lasagne- að. Appelsínugul grœnmetissúpa 2kartöflur 300 q qrasker l-2rófur 1 laukur 3 pressuð hvítlauksrif Soðið í potti fullum af vatni í um 15 mínútur. Þegar grænmetið er orðið meyrt er það maukað niður í mixara eða með svokölluðum töfra- sprota. Nú, ef eldhúsið er afar frumstætt má líka notast við stöppu. Þeg- ar súpan er orðin fagurlega appebmulituð, með engum kekkjum, er 2 msk. af ólöuolíu bætt við, 1 msk. af ósoðnum hrisgijónum, rófukáli (þessu græna ofan á róftmum) og tveimur súputeningum. Súpan er lát- in malla í nokkrar máiútur en svo borðuð. Girnilegur sojakjötsréttur i. 100 g sojakjöt sett í bleyti og látið liggja yfir nótt. II. Sósa með kjötinw 1 glasAB-mjólk kryddað með dálitlu afi negul, túrmerik, múskati, papriku, pipar, pikles-kryddi, schaschlik og kúmeni. Sósunni hellt yfir sojakjötið og geymt þannig meðan verið er að útbúa heitu sósuna. III. Ólífuolía 1 laukur 3 hvítlauksrif Z dós af tómötum 3 msk tómatsósa 3 súputeningar AB-sósan með kryddblöndunni 1 -2 lárviðarlauf gaf sojakjötinu afar gott bragð. Laukurinn er steiktur í olíunni og því næst er tómötum, tómat- sósu og teningum bætt við. Þegar sósan hefur mallað í dálitla stund er sojakjötinu bætt út í ásamt rúmlega hálfu glasi af vatni og glasi af frosnu blönduðu grænmeti. Soðið í um 40 mín. og borið fram með hrísgrjónum. Portúgalskur saltfiskur i. Fjórar bökunarkartöflur skornar ífernt og steiktar þar til gull- inbrúnar í smá olíu. Geymdar. II. Ólífu- og matarolía 2 laukar skornir í skífur 4 pressuð hvítlauksrif Mikið af papriku-kryddi Dálítill pipar Steikja í um 5 mfn. Saltfiskur í roðflettum flökum er skorinn í stykki og stykkin eru lögð ofan á sósuna í pottinn. Lokið er lagt ofan á pottinn og fiskurinn er soðinn í gufunni í 10-15 mín. á lágum hita. Þá er steiktu kartöflunum raðað ofan í pottinn, upp með hliðunum. Potturinn hafður á hellunni í 5 mín. í við- bót en þá settur á kalda hellu. Niðurskorinni steinselju dreift yfir. Leyfa lokinu að sitja á pottinum í um 10 mín. í viðbót. Borið fram með glóðarsteiktum paprikum og grænmeti.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.