Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Blaðsíða 4
16 - Miðvikudagur 26. febrúar 1997 ÍDagur-'ClIímmn Er velferðamkið öfugmæli? s grein sinni „Að hugsa á ís- lensku" bendir Þorsteinn Gylfason heimspekingur m.a. á afleiðingar þess að gera of mikinn greinarmun á notkun vísindamáls og hversdagsræðu einkum í fræðigreinum á borð við hagfræði og félagsfræði. Hann tekur m.a. dæmi um hag- fræðina, en hann telur að tungutak hennar eða svokallað vísindamál geti hæglega leitt af sér háskalegan stéttarmun, þar sem hann torveldi almenningi alla skoðanamyndun um efna- hagsmál. Vísindamál hagfræð- innar og annarra félagsfræða auðveldar mönnum ekki að hugsa, öðru nær: „Tilgangur þess er að líkindum einkum fé- lagslegur: að heija hina skóla- gengnu sérfræðinga á háan hest svo að þeir geti þyrlað ryki í augu almennings á þeysireið um víðan völl fræða sinna og verið kóngar um stund.“ Að hvíla sig í kúknum á Benidorm Þetta held ég að eigi aldrei bet- ur við en einmitt núna á okkar tímum, þegar kjaramál og kjaradeilur eru í algleymingi. Fulitrúum atvinnurekenda hef- ur um árabil tekist að þyrla ryki í augu almennings og hefur talið honum trú um að ekki sé hægt að breyta skammarlegum kjörum hans, nema að því til- skildu að hagkerfið steypist kollhm'sa og yfir okkur dynji verðbólgugrýlan ógurlega. Allt er þetta stutt með svo „viturleg- um“ hagfræðirökum að engin venjuleg alþýðumanneskja fær reist nokkur rök á móti. Alþýð- una skortir nefnilega tungumál- ið sem hún þarf til að tefla fram gegn hagfræðivísindunum. Eng- um dylst þó að ekki verður lengur unað við það óréttlæti, tvískinnung og neðanjarðar- launakerfi sem er í gangi í okk- ar þjóðfélagi. Niðurlæging Qöl- skyldufólks í láglaunastéttunum er alger í stanslausri vinnu sinni til að ná endum saman. Forsætisráðherra afneitar fá- tækt, trúir að einkavæðing rík- isfyrirtækja leysi íjárlagahall- ann, bankar og lánastofnanir bjóða meiri lán og binda fólk eins og þræla á galeiðu Iangt fram á næstu öld. Til að sætta fólk endanlega við þennan ófögnuð hins svokallaða vel- ferðarríkis (sem nú er farið að hljóma eins og öfugmæh) þá koma ferðaskrifstofukóngarnir og ætla sér að redda vinnulú- inni alþýðu með því að bjóða henni að liggja í kúknum á Benidorm í 14 daga með rað- greiðslum fram að aldamótum. Lénsherrar nútímans Getur verið að velferðarríkið sé bara lénsskipulagið í dular- gervi? Hvað hefur svo sem breyst, í stað lénsherranna eru- komnir fjármagnseigendur og bankastjórar sem eiga leigulið- ana. fslenskri alþýðu er enda- laust talin trú um að launakröf- ur hennar séu absúrd, samt á hún að geta lifað í velmegun, ef hún bara tekur gylliboðum allra þeirra sem vilja lána henni fyrir óráðsíunni og eyðsl- unni. Hún þarf að vísu að hafa fyrir því og vinna meira, þeyt- ast um allan bæ eða allt land, sjá helst ekki börnin sín fram að lögaldri nema sofandi, hætta að elska maka sinn, fara bara út að skemmta sér um helgar, detta í það og gleyma galeið- unni um stund. Ef eitthvað fer úrskeiðs, er alltaf hægt að taka lán til að bjarga sér. Þversagn- irnar ríða ekki við einteyming. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV líkti nýlega í leiðara lána- starfsemi í íslensku þjóðfélagi við fíkniefnavanda. Ekíd svo vit- laust, þjóðfélagið allt þrífst meira og minna á fíknum, sem hugmyndaríkir peningamenn geta gert sér góðan mat úr. Þannig hafa þeir fólk að féþúfu, gleypa launaumslagið með húð og hári um hver mánaðamót. Og alltaf heldur fólk áfram að vinna og vinna, því vinnangöfg- armanninn og gerir hann frjáls- an. Er það ekki? Vinnufíknin verður dyggð sem klappað er fyrir. Þannig er fólkinu haldið við efnið allan dagsins hring og fær aldrei ráðrúm til að hugsa. Það er nefnilega búið að inn- ræta almenningi eftirfarandi hugsunarvillu, sem Þorsteinn bendir á í sömu grein og ég nefndi hér í byrjun: „Allt sem hugsað er af viti er torskilið, og þar sem þessi sömu fræði eru næstum óskiljanleg hljóta þau að vera með afbrigðum vitur- leg.“ Sem sagt, alþýðan á ekki að hugsa. Bara vinna og þegja. Já, þessi nútíma velferð okkar er keypt dýrum dómum og skil- ur h'tið eftir sig nema afborgan- ir og vexti. Kínversk-íslensk smásagnagerð Alþýðublaðið minnist Deng Xiaoping í gær með því að halda uppi „maóískum" bókmennta- heíðum ’ í skrifum og frétta- flutningi. Lengi vel fólust öll bókmenntaátök í kínverskum sósíalrealisma í því að ein- hver ungin- maður í sveitaþorpi fór að efast um kenningar og „hugsun Maó Tse Tung“. Þetta olli miklu uppnámi í fjölskyldunni og meðal nágranna sem örvæntu vegna villuvegar unga mannsins. Oftast var fenginn einhver reyndur öldungur til að bjarga mál- unum og spyrja unga mann- inn út í fræðin og leiða hon- um fyrir sjónir mikilvægi hinnar réttu hugsunar. Hin kínversku bókmenntaátök enduðu jafnan, eins og Hollyvúdd kvikmyndir, vel. Ungi maðurinn sér að sér og fer að tala af framsækinni skynsemi í anda Maós. Garri minnist þess að hafa lesið smásögur sem þessar í heft- um sem fengust fyrir lítið í kínverska sendiráðinu og hétu „Contemorary Chineese litterature". Sannast sagna urðu þær dálítið leiðgjarnar ef þær komu margar saman - heldur tilþrifah'tið tilbrigði við stef. Smásaga Alþýðublaðsins Hins vegar kom Alþýðublað- ið skemmtilega á óvart í gær þegar það birti eina sams konar smásögu, þó í sögu Al- þýðublaðsins hafi raunar hugtakið um sameiningu jafnaðarmanna verið búin að leysa „hugsun Maó Tse Tung“ af hólmi. í smásögu Alþvðublaðsins er það Krist- ín Astgeirsdóttir kvennalista- kona sem er í hlutverki unga ráðvillta mannsins. Frést hefur um heimsþorp jafnað- armennskunnar að þessi jafnaðarsinnaðasta kvennal- istakona sé að íhuga að ganga í framsókn! (bók- menntadrama hefst). Þetta er vitaskuld hið alvarlegasta mál og sameinaðir jafnaðar- menn vita fátt skelfilegra en að þessi ágæti þingmaður sé kom- inn á síkar villu- brautir. Sagan magnast síðan þeg- ar Össur Skarpéð- insson (reyndi öld- ungurinn) gefur sig á tal við þingmann- inn og fer að spyrja hann út í máhð og telja henni í leiðinni hug- hvarf. Íslenskt-kínverskt Hollývúdd Kínversku skáldin hefðu látið öldunginn segja eitthvað á þessa leið: „Vissirðu að rétt- ar hugmyndir falla ekki af himni ofan heldur eru þær sprottnar í þjóðfélagslegu starfi mannanna eins og hugsun Maó Tse Tung?“ í Al- þýðublaðinu er hins vegar spurt: „Væri draumastaðan kannski sú að félagshyggju- fólk myndi sameinast með virkri þátttöku Kvennalist- ans?“ En það er sama hvor útgáfan er, í báðum tilfellum endar allt vel eða í það minnsta sæmilega. Kínverski drengurinn snýr frá villu síns vegar og það gerir Kristín Ástgeirsdóttir líka. Hún af- neitar algerlega Framsókn- arflokknum og gefur samein- ingu jafnaðarmanna séns, þó hún segist raunar vera orðin ósköp þreytt á þeirri um- ræðu. En lokaorð hennar gefa heimsþorpi jafnaðar- manna þó von um að inn- byrða þennan týnda sauð: „Fyrst er að reyna að gera málefnasamning (um sam- starf jafnaðarmanna), þá fyrst er hægt aö meta hlutina á raunhæfan hátt“. Garri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.