Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Blaðsíða 5
Jlagur-Œmrám
Miðvikudagur 26. febrúar 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Eldflallafræðmgur í Ejjirni
Loksins hafa Vestmanna-
eyingar fengið eldfjalla-
frœðing til starfa sem
mun sinna eldfjallarann-
sóknum í Vestmannaeyj-
um. Það er dr. Ármann
Höskuldsson, nýráðinn
forstöðumaður Náttúru-
stofu Suðurlands. Innan
nokkurra ára vonast
hann til að nokkrir nátt-
úrufrœðingar verði
komnir til starfa hjá
Náttúrustofunnl
s
Armann er fæddur og upp-
alinn í Reykjavík. Hann
segist vera mikill útivist-
armaður. Aðallega eru það fjöll-
in sem hafa heillað hann og því
kom ekki á óvart að hann skyldi
fara í jarðfræði við Háskóla ís-
lands. Að loknu fjögurra ára
námi vann hann á vegum Nor-
rænu eldfj allastöðvarinnar í tvö
ár en hélt þá til Frakklands, til
Clermont-Ferrand. í Frakklandi
var hann í doktorsnámi í
eldfjallafræðum. Rannsóknar-
verkefni hans var eldfjall í
Mexíkó þar sem hann dvaldi
um hríð við rannsóknir.
Hér hefur fólk
kynnst eldgosi
Fyrir tveimur árum lauk Ár-
mann doktorsprófinu og fór til
Bristol á Englandi þar sem
hann vann við rannsóknir á
eldgosi undir jökli á vegum
menntamálaráðuneytisins og
ESB. Óhætt er að segja að það
hafi verið „himnasending" fyrir
Ármann þegar fór að gjósa í
Vatnajökli í haust. Hann segir
að ekkert í eldgosinu hafi kom-
ið á óvart. Eldgosið hafi í raun
staðfest niðurstöður rannsókna
hans í Bristol og hann hafi get-
að miðlað upplýsingum til vís-
indamanna heima á íslandi.
Nú er hann ásamt fjölskyldu
sinni sestur að á eldíjalli, eins
og hann kemst sjálfur að orði,
með tveimur opum. Ármann
segist hafa sótt um forstöðu-
mannsstarfið hjá Náttúrustofu
Suðurlands þar sem ekki bjóð-
ist mörg atvinnutækifæri fyrir
jarðfræðinga úti á landsbyggð-
inni.
„Óhætt er að segja að ég hafi
komið til Vestmannaeyja fullur
eftirvæntingar og tilhlökkunar
en jafnframt bar ég ugg í
brjósti. Um leið og stofnanir eru
færðar frá Reykjavík og út á
land óttast margir að skilningur
heimamanna sé ekki nægur.
Mér fannst freistandi að koma
hingað af því þetta er einn af
fáum stöðum þar sem fólk veit
hvað eldgos er eftir að hafa
kynnst náttúruhamförunum
1973. Eftir stutta dvöl hér lýst
mér mjög vel Vestmannaeyinga,
ég hef alls staðar mætt velvilja
fólks."
Ýmis rannsóknastörf
framundan
„Vestmannaeyjabær sér núna
um Náttúrustofima en þegar
önnur sveitarfélög á Suðurlandi
uppgötva að hér verða náttúru-
fræðingar með sérþekkingu á
sínum sviðum vænti ég að þau
komi meira inn í þetta. Enda er
það hlutverk okkar að sinna
öllu Suðurlandi," segir Ármann.
Prátt fyrir að Surtseyjargosið
1963 og Heimaeyjargosið 1973
og þá vitneskju að Vestmanna-
eyjar eru á eldvirku svæði, hef-
ur eldfjallafræðingur aldrei áð-
„Óhœtt er að segja að
ég hafi komið til Vest-
mannaeyja fullur eftir-
vœntingar og tilhlökk-
' unar enjafnjramt bar
ég ugg í brjóstl “
ur verið með aðsetur hér til
rannsókna. „í dag hafa Vest-
mannaeyjar algjöran forgang
hjá mér. Ég mun þróa rann-
sóknaverkefni og þrýsta á að
hér fari fram rannsóknir ofan-
sjávar og neðan. Jarðfræðikort-
lagning af Heimaey er mjög
gróf og þar er verk að vinna,
svo dæmi sé tekið. En til að
byrja með fer mikill tími í að
móta starfið og koma upp að-
stöðu til rannsókna.
Góður stuðningur af
Náttúrugripasafninu
Ármann vonast eftir góðu sam-
starfi við Náttúrugripasafnið í
Eyjum. Hann bendir réttilega á
að ein af ástæðunum fyrir því
að Náttúrustofan kom til Eyja
sé tilvist Náttúrugripasafnsins.
Það sýni áræðni Eyjamanna að
hafa upp á sitt einsdæmi byggt
upp gott Náttúrugripasafn. Það
er ósk Ármanns að Náttúru-
stofa Suðurlands fái að
blómstra í framtíðinni og að hér
verði náttúrufræðingar komnir
til starfa eftir nokkur ár.
Ármann er kvæntur Sylvie
Achard en hún er frönsk og er
með masterspróf í jarðfræði og
upplýsinga- og skjalafræði. Hún
kemur frá einu af stærri fyrir-
tækjum í sínum heimalandi,
Michelin dekkjaframleiðandan-
um, en þar stjórnaði hún upp-
lýsinga- og skjalavörslu. Hún er
að leita sér að vinnu í Eyjum í
sínu fagi. Hjónin eiga eina 20
mánaða dóttur. ÞoGuÆyjum
V '
Ármann Höskuldsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, kona hans, Sylvie Achard, og 20 mánaða gömul
dóttir þeirra. Mynd: þogi
Reykingar, Hitler og Björk
r IJH Hlynur Þór
Magnússon
Baráttan gegn reykingum
er ekki ný bóla. Á íjórða
áratug þessarar aldar var
í Þýskalandi Hitlers hrundið af
stað áróðursherferð gegn reyk-
ingum, sem átti engan sinn líka
í veröldinni. Aðrar athafnir og
önnur frægari baráttumál nas-
istanna, sem ekki stuðluðu
beinlínis að langlífi og góðri
heilsu tiltekinna hópa í samfé-
laginu, svo sem Gyðinga,
kommúnista og vangefins fólks,
hafa á hinn bóginn valdið því,
að þetta ágæta framtak hefur
að mestu legið í þagnargildi í
meira en hálfa öld.
Á árunum fyrir fyrra stríð
bjó í Vínarborg fátækur ungur
Austurríkismaður, Adolf Hitler
að nafni, og framfleytti sér á
því að mála póstkort og smá-
myndir úr borgarlífinu og selja
vegfarendum. Hann reykti, eins
og listamanna var siður á þeim
tímum, en einn góðan veðurdag
henti hann síðasta vindlingnum
í Dóná, eins og hann sagði oft
frá síðar á ævinni, og var upp
frá því stakur (og stækur) bind-
indismaður, bæði á tóbak og
áfengi.
Aðeins liðlega tveimur ártug-
um síðar var ungi listmálarinn
orðinn einræðisherra í Þýska-
landi og beitti sér gegn reyking-
um og annarri óhollustu af
þeim eldmóði sem jafnan ein-
kennir sjálfskipaða mankyns-
lausnara. Þýska þjóðin skyldi
verða heilbrigð og hrein, laus
við tóbak, áfengi og Júða.
Baráttan gegn reykingum
var hluti af hugmyndafræði
nasismans. Reykingar voru víða
bannaðar á almannafæri og
slagorð samin („þýskar konur
reykja ekki“). Stofnað var sér-
stakt áróðurstímarit gegn reyk-
ingum, Reine Luft (Hreint loft).
Æskulýðsleiðtogi nasista, Bald-
ur von Schirach, þreyttist ekki
á því að benda uppvaxandi kyn-
Þegar strompar lík-
brennslustöðvanna í
Auschwitz og Treblinka
reyktu nótt sem nýtan
dag (öfugt við foringj-
ann), þegar púðursvœla
styrjaldarinnar var svo
þétt í borgum Evrópu að
reykingamenn gátu
sparað sér sígaretturnar,
lét Hitler í Ijós þá
skoðun, að hugsanlega
hefði honum ekki lukkast
að frelsa mannkynið á
þessum örlagatímum ef
hann hefði reykt.
slóð á fordæmi foringjans
mikla. Jafnframt þótti tilvalið,
þegar kom fram á síðustu ár
Þriðja ríkisins, að bera saman
hina þrjá miklu leiðtoga heims-
fasismans, Ilitler, Mussolini og
Franco, sem allir voru stakir
bindindismenn, og hina þrjá
spilltu leiðtoga bandamanna,
Churchill, Roosevelt og Stalín,
sem allir voru stórreykinga-
menn.
í ávarpi til þýsku þjóðarinnar
í mars 1942, þegar stromp-
ar líkbrennslustöðvanna í
Auschwitz og Treblinka reyktu
nótt sem nýtan dag (öfugt við
foringjann), þegar púðursvæla
styrjaldarinnar var svo þétt í
borgum Evrópu að reykinga-
menn gátu sparað sér sígarett-
urnar, lét Hitler í ljós þá
skoðun, að hugsanlega hefði
honum ekki lukkast að frelsa
mannkynið á þessum örlaga-
tímum ef hann hefði reykt.
Reykingar hlutu í munni
Hitlers og áróðm-sfræðinga
hans hina skemmtilegu nafngift
„hefnd rauða mannsins". Þar
var átt við, að frumbyggjar Am-
eríku hefðu leitt reykingaplág-
una yfir hvíta kynstofninn í
hefndarskyni fyrir áfengisbölið,
sem Kólumbus og kjölfarar
hans fluttu vestur um haf á sín-
um tíma.
Þjóðverjar hafa löngum haft
mætur á hinum kynhreinu og
heilbrigðu frændum sínum í
norðrinu og þekkt betur til
fornmenningar íslendinga en
flestar aðrar þjóðir. Eitthvað
virðast þeir þó farnir að ryðga í
frændseminni, ef marka má
klausur í þvskum blöðum upp á
síðkastið. I myndskreyttri um-
fjöllun (Björk í baði) í einu
helsta tímariti Þýskalands í
fyrri viku er „íslenska söngkon-
an Björk“ t.d. nefnd „Eskimóa-
konan sæta“ eins og ekkert sé
sjálfsagðara.
Eitthvað hefði Adolf frændi
haft við þetta að athuga, ef ég
þekki hann rétt...