Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Page 3
jEagur-'SIímtra:
Laugardagur 8. mars 1997 - 3
Kynferðisafbrot gjgH m Þykkvibær
Algengt að ungir
piltar beiti sér yngri
börn kynferðis-
ofbeldi.
Um 260 einstaklingar leit-
uðu aðstoðar Stígamóta í
fyrsta skipti á sl. ári, eða
einn að jafnaði hvern virkan
dag ársins. Frá 1990 hafa rúm-
lega 2.200 einstaklingar komið
til Stígamóta, yfirgnæfandi
meirihluti konur á aldriniun
10-50 ára. Lætur nærri að 1 af
hverjum 40 konum, eða 2,5%
allra kvenna á þessum aldri séu
í hópnum. Um 80% þeirra
komu vegna kynferðislegs of-
beldis sem þær voru beittar á
barnsaldri, langílestar 5-10
ára. Rúmur helmingur tilfell-
anna átti sér stað á landsbyggð-
inni. Töluverður hluti ofbeldis-
mannanna er „mjög mikilvirk-
ur. í sumum fjölskyldum er
slóðin af börnum eftir þá,“
sagði Guðrún Jónsdóttir, for-
maður Stígamóta, á fundi með
fréttamönnum.
Til marks um afleiðingarnar
nefndi hún að undanfarin 2 ár
eða svo hafa komið 20-30 ung-
Stígamótakonur glugga í skýrslu um kynferðisofbeldi.
ar stúlkur sem
leiðst hafi út í
fíkniefnanotkun,
til að deyfa sárs-
aukann eftir kyn-
ferðisofbeldi í
æsku og síðan
leiðst út í vændi til
að fjármagna fíkn-
ina. Fjallað verður
um þetta á mál-
þingi um kynferð-
isofbeldi í Há-
skólabíói í dag. Þá
kom fram að um
15% þeirra sem
leita til Stxgamóta
höfðu gert tilraun
til sjálfsvígs.
Athygli vekur
að kringum sjötti
hver oíbeldis-
maimanna var á
aldrinum 10-16
ára. „Það virðist
því næsta algengt
að ungir piltar
beiti sér yngri
börn ofbeldi af
kynferðislegum
toga. Vert er að taka fram að
hér er ekki um að ræða mein-
lausa „lækrúsleiki" barna. Þol-
endur upplifa það sem ógnandi
og meiðandi,“ segir í ársskýrslu
Stígamóta. Þar er jafnframt
vakin athygli á að aðeins um
6% oíbeldismannanna voru þol-
endunum ókunnugir. Stærsti
hópurinn (37%) voru vin-
ir/kunningjar, íjölskylduvinir
(11%), frændur (11%), bræður
Mynd: EÓÍ.
(9%), feður (5%), stjúpar (4%)
og afar (4%). Af öllum nauðgur-
unum voru t.d. meira en 70%
vinir/kunningjar og 11% eigin-
menn en bara 15% „ókunnugir
karlar." - HEI
„Mjög mikilvirkir“
kynferðisofbeldismeim
Far-
bann
umflör-
urnar
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
hefur barrnað umferð óvið-
komandi um Þykkvabæjar-
og Háfsfjörur, sem hefur verið
síðustu daga vegna strands
flutningaskipsins Vikartinds.
Bannið nær einnig til landeig-
enda. Þeim sem ekki eiga erindi
um svæðið verður vísað á brott
af lögreglu, sem íjarlægir fólk
fari það ekki sjálfviljugt.
Bannið nær ekki til björgun-
arfólks. Á því hefur borið síð-
ustu sólarhringa að fólk sé á
ferð um fjörurnar að nauð-
synjalausu og það jafnvel haft á
brott með sér verðmæti úr skip-
inu. „Við ætlum að koma í veg
fyrir að þetta verði helgarbíl-
túrinn hjá fólki," sagði lög-
reglumaður á Ilvolsvelli í sam-
tali við Dag-Tímann.
Talsvert af lausum munum
úr skipinu liggur á Þykkavbæj-
ar- og Háfsfjörum og einnig
hefur þá rekið á Landeyja- og
Eyjafjallafjörur. Þessar íjörur
hafa verið gengnar vegna leit-
arinnar að Elíasi Erni Krist-
jánssyni, bátsmanni, sem tók út
af varðskipinu Ægi. -sbs.
Mjólkursölumál
Auknar líkur á verkfalli. Þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni í gær.
Mynd:EÓI.
Mjólk frá Akureyri til
Reykjavíkur í verkfalli?
Koma kann til mjólk-
urskorts á höfuð-
borgarsvæðinu ef
verkfall brestur á næsta
sunnudagskvöld. Rætt hefur
verið um að flytja mjólk
suður frá mjólkursamlögum
á landsbyggðinni, en nokk-
ur ótti hefur gripið um sig
að til mjólkurskorts kunni
að koma, og ekki verði t.d.
til nægur rjómi um páska-
helgina, sem er mikil „ferm-
ingarvertíð".
Þórarinn E. Sveinsson,
mjólkursamlagsstjóri Mjólk-
ursamlags KEA, segir að
fyrirtæki sem eru með
verslanir víða um land geti
væntanlega keypt mjólk
gegnum verslanir fyrirtæk-
isins á landsbyggðinni og
flutt hana suður á höfuð-
borgarsvæðið. „Við munum
ekki grípa inn í þá þróun,
við getum ekki neitað nein-
um um viðskipti ef úttektin
er staðgreidd. Það hafa ver-
ið óvenju stórar pantanir
frá Hagkaupi á Akureyri
síðustu daga.“
Svo kann að fara að
mjólkursala verði það mikil
að það dragi úr vinnslu á
öðrum afurðum en neyslu-
mjólkin hefur alltaf forgang.
Þórarinn segir að verkalýðs-
hreyfingin hafi haft það stór
orð um flutninga af lands-
byggðinni að hann eigi ekki
von á mikilli mjólkursölu til
Reykjavíkur. GG
Kjaramál
Fyrstu verkföllin um helgina
hafi sanmingar ekki tekist
Vérkamannasamband ís-
lands áréttaði framlagða
kröfugerð sína frá því sl.
haust í 14 hlaðsíðna svari sínu
við tilboði VSÍ í gær. Björn Grét-
ar Sveinsson, formaður VMSÍ,
Ieggur áherslu á að kröfugerð
sambandsins og annarra lands-
sambanda ASf séu skilyrtar að-
komu ríkisins um skattabreyt-
ingar.
í dag, laugardag, eru fulltrú-
ar Dagsbrúnar boðaðir til fund-
ar í Karphúsinu og einnig full-
trúar Rafiðnaðarsambandsins.
Á þessum fundum verður trú-
lega reynt til þrautar að ná
samningum til að koma í veg
fyrir boðuð verkföll í Mjólkur-
samsölunni og hjá borgarfyrir-
tækjum á morgun 9. mars.
í atkvæðagreiðslu um verk-
fallsboðun félagsmanna Rafiðn-
aðarsambandsins hjá RARIK
samþykktu 95.5% að fara í
verkfall 16. mars hafi samning-
ar ekki tekist fyrir þann tíma.
Þá er reiknað með að yfirvinnu-
bann Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja í loðnubræðslum
skelli á 10. mars nk. að
óbreyttu.
í svari VMSÍ til VSÍ er þess
krafist að lægstu laun hækki í
65 þúsund krónur frá 1. febrú-
ar sl. og um fimm þúsund krón-
ur 1. janúar 1998. Tekjuhærri
hópar fá tvisvar sinnum fimm
þúsund króna launahækkun á
samningstímanum sem er til
mars 1999. Hinsvegar hafnaði
VMSÍ kröfu VSÍ um lækkun yfir-
vinnuálags úr 80% í 70% og
ákvæði um sveigjanlega vinnu-
tíma frá 07-19. -grh
Mjólkursamsalan
Verslanir hamstra mjólk
- ekki skortur í bráð
Neytendur virðast
rólegir.
Mjólkurkaup verslana
hafa aukist um allt að
30% í vikunni vegna
yfirvofandi verkfalls Dagsbrún-
ar í Mjólkursamsölunni á morg-
un, 9. mars. Hins vegar hefur
ekki enn orðið vart við aukin
mjólkurkaup almennings. Þetta
hefur leitt til tafa á mjólkur-
pökkun hjá MS vegna skorts á
mjólkurvögnum sem standa
fullhlaðnir í verslunum.
Pétur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri framleiðslusviðs
hjá MS, segir að unnið verði í
dag, laugardag, við að pakka
eins mikið af mjólk og hægt
verður. Hann gerir ekki ráð fyr-
ir að mjólkurskorts fari að gæta
fyrr en seinnihluta næstu viku,
ef til verkfalls kemur. Þá ræðst
það mikið af innkaupum al-
mennings og lengd hugsanlegs
verkfalls hvenær fer að gæta
skorts á öðrum mjólkurafurð-
um.
Baráttuglaðir Dagsbrúnar-
menn hjá MS settu í gær einhliða
og tímabundið afgreiðslubann á
Hagkaupsbúðir. Með því vildu
þeir sýna Hagkaup mátt sinn og
megin, auk þess sem þeim
gramdist hvað verslanirnar
hömstruðu mikið af mjólk. -grh