Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Page 5
IDitgur-©mtmt Laugardagur 8. mars 1997 - 5 Sjóprófín Reykjavíkurborg Reyndu að prútta við Landhelgisgæsluna Kvenna- athvarfið fær mest Styrkir fyrir 70 milljónir kr. Aðeins spurning um tíma hvenær ákvarðanir skip- stjórans verða að lögreglumáli. Saksóknari óskaði í gær eft- ir aðstoð Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna hugs- anlegrar refsiábyrgðar skip- stjórans á Vikurtindi. Dómarinn vísaði því frá en ákvað að veita skipstjóranum réttargæslu- mann. Saksóknari taldi að rannsaka þyrfti hvort brot hefðu verið framin á siglinga- og aimennum hegningarlögum, auk hugsanlegra brota á um- hverfis- og mengunarvarna- reglugerð. Sjópróf standa yfir og leiddu í gær m.a. í ljós að útgerð skips- ins kannaði síðdegis á miðviku- dag hvort hægt væri að semja við Landhelgisgæsluna um fast verð fyrir björgunaraðgerðir. Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Hafsteinn Hafsteinsson, sagði það ekki hægt, enda andstætt siglingalögum. Skipstjóri og stýrimaður á Vikartindi höfðu ekki komið áð- ur til íslands og var tæknilegri þekkingu þeirra um ankerið ábótavant. Misræmi var hjá yfirmönnum skipsins og hlutað- eigandi íslendingum um viðvar-- anir Landhelgisgæslunnar. Sögðu Gæslumenn að ítrekað hefði verið varað við hættunni en stýrimaður Vikurtinds sagð- ist hins vegar ekki hafa fengið viðvaranir. Björgunaraðgerðir eru ekki hafnar, en í gær jukust skemmdir skipsins og fór olíu- leki vaxandi. Ákveðið hefur ver- ið að aðgerðir heíjist ekki fyrr en eftir helgina og sætir sú ákvörðun gagnrýni. Fulltrúar Brak úr skipinu. „Ekkert annað en handvönun“ staða þeirra er, hver beri skaðann af tjóninu, hvort um sé að ræða heildartjón sem fellur á tryggingafélag skipsins, eða farmtryggingin fyrir þá sem hana hafa haft,“ sagði Stefán Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaup- manna, í gær. Stefán sagði að FÍS mundi huga að réttarstöðu sinna félagsmanna, sem hafa margir orðið fyrir tjóni, ekki síst þeir sem voru að flytja innn árstíðabundna vöru til páskanna, eða að birgja sig upp fyrir væntan- leg verkföll. Lögmaður stór- kaupmannafélagsins mun fá það verkefni að kanna rétt- arstöðu,innflytjendanna. Halldór Teitsson, deildar- stjóri hjá Sjóvá-Almennum, sagði allt fremur óljóst enn sem komið væri varðandi tjón af strandinu. Enginn vissi hversu stórt tjónið yrði á endanum. -JBP Fjölmargir inn- flytjendur kunna að sitja eftir með sárt ennið eftir skipsskaðann við Þjórsárósa. Talsverð brögð munu vera að því að vöru- sendingar séu ótryggðar. Hjá Sjóvá-Al- mennum höfðu í gær 20-25 tilkynnt um vöru sem þeir eiga eða áttu um borð í Vik- artindi og er tryggð af félag- inu. En ekki höfðu allir var- ann á, margir eru með ótryggða farma. „Það er töluvert um það að menn hafi samband við okkur vegna þess að þeir hafa verið með ótryggðan farm. Menn vilja vita hver Sjópróf hófust í gær og verður framhaldið um helgina. Alvarlegt um- hverfisslys ef 300 tonn af svartolíu fara í sjóinn. tveggja björgunarfyrirtækja mátu aðstæður í gær og er talið ólíklegt að hægt sé að bjarga skipinu, en mögulegt að bjarga megninu af farminum og fjar- lægja svartolíuna. Um ræðir 300 tonn af svartolíu og gæti orðið alvarlegt umhverfisslys ef það magn fer í sjóinn. Skipið ásamt farmi er metið á um tvo milljarða króna. Samþykktar styrkveitingr Iþrótta- og tómstundaráðs, félagsmálaráðs og fræðslu- ráðs á þessu ári nema samtals rúmlega 70 milljónum króna. Fjárhagslegar styrkveitingar félagsmálaráðs til félags- og heilbrigðismála nema tæpum 35 milljónum króna. Hæsti ein- staki styrkurinn í ár kemur í hlut Kvennaathvarfsins, eða 7,7 milljónir króna. Þrjár umsóknir bárust hinsvegar of seint og var þeim vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar. Þar á meðal var umsókn Leigjendasamtak- anna sem fóru fram á hálfa milljón króna í styrk. Hjá ÍTR var samþykkt að út- hluta styrkjum til íþrótta- og æskulýðsfélaga fyrir rúmar 20 milljónir króna. Hinsvegar er heildarijárveiting til styrkja samkvæmt íjárhagsramma ÍTR um 30 milljónir króna á þessu ári. Hæsta styrkinn hjá ÍTR fékk Skátasamband Reykjavíkur vegna skátastarfs í hverfum borgarinnar, eða 4,5 milljónir króna. Styrkveitingar fræðsluráðs nema um 15,7 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlýtur Tónlistarskólinn Do Re Mi, eða 3,5 milljónir króna. -grh Börnin heim „Tyrkir farnir að skammast sín“ Aukin bjartsýni eftir að Halim Al var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Halim A1 var í gær dæmd- ur í sakadómi í Istanbul í tæplega fjögurra mánaða fangelsi vegna brota á um- gengnisrétti Sophiu Hansen. Þetta er í annað skipti sem Ha- lim A1 hlýtur dóm og á enn eftir að taka fyrir tvær ákærur fyrir sömu sakir. Sophia er bjart- sýnni en áður eftir dóminn. „Ég hef enga sérstaka ánægju af að koma Halim á bak við lás og slá, það verður erfitt fyrir börnin að sjá á eftir for- eldri sína bak við rimlana. En ég er mjög glöð yfir að við höf- um náð árangri og fengið tyrk- neska réttarkerfið til að virka. Ég er tvímælalaust bjartsýnni núna en oft áður. Bæði vona ég að framhaldið verði betra og svo gæti dómurinn haft áhrif á ákvörðun Hæstaréttar. Ég von- ast til að fá að hitta dætur mín- ar og vera með þeim. Og ég vona að Halim sjái jafnvel að sér og hætti þessum eltingar- Ieik.“ Sophia átti að lútta dætur sínar í gær, en kom að tómum kofunum. Frábærar fréttir „Þetta eru frábærar fréttir,“ sagði Sigurður Pétur Harðar- son, stuðnings- maður Sophiu í samtökunum Börnin heim. „Hann fer í fang- elsi og Hæstiréttur hefur beðið með að taka ákvörðun um að bíða þangað til niðurstaðan í þess- um málum liggur fyrir. Við eigum jafnvel von á að forræðisúrskurður- inn verði endurskoðaður og þetta sýnir að með þrautseigju er hægt að koma málum í gegn- um þetta þunga og mikla kerfi,“ sagði Sigurður Pétur. Áhugi fjölmiðla Fjölmiðlar í Tyrklandi eru farn- ir að sýna málinu mikinn áhuga og voru aðilar frá um 30 ijöl- miðlum viðstaddir réttarhöldin í gærmorgun. Sophiumálið var ríkjandi fréttaefni í Tyrklandi í gær og kom Sophia m.a. fram í beinni útsendingu í kvöldfrétta- tíma. Aðspurður um skýringar á því hvers vegna fréttastofur sýndu máli aukinn áhuga svar- aði Sigurður Pétur: „Þeir skammast sín bara fyrir að vera Tyrkir. Hvernig hægt er að láta einn mann komast upp með þessi brot.“ Hann segir jafnframt að rétt- arkerfið í Týrklandi sé í brenni- depli sem stendur, herinn hafi krafist þess að spillingu yrði ýtt út úr réttarkerfinu og staðið faglega að meðferð sakamála. BÞ Sophia Hansen móðir „Ég hef enga sérstaka ánœgju af að koma HalimAl bak við lás og slá. Það verður erjitt fyrir börnin. En ég er mjög glöð. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.