Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Qupperneq 8
8 - Laugardagur 8. mars 1997 PJÓÐMÁL íDagLt':-®htmtit JDagur-®ímttm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Harmur útvarpsráðs í fyrsta lagi Ilvað fyndist mönnum um það að Alþingi fjallaði um teiknimyndafígúruna Bogga blaðamann eða spaugar- ann Ragnar Reykás? Eitthvað þarfara að gera? Já, og það hafa fulitrúar Alþingis í æðsta dagskrárráði Ríkis- útvarpsins líka. En þeir koma saman og harma einum rómi Dagsljóssþátt af því að þar var gert grín að menntamálaráðherra. Maður á erfltt með að ímynda sér alvöruríki, sem vill kenna sig við vitsmunalíf, þar sem fulltrúar þjóðþingsins í helstu menningarstofnun hafa ekkert þarfara að gera. Hvað er í gangi? Það sem er í gangi er botnlaus misskilningur á nánast öllu sem viðkemur fjölmiðlun, opinni umræðu, hlut- verki útvarpsráðs og dagskrárgerð. Við sem horfum á sjónvarp erum alveg fullfær um að meta dómgreind og skort á henni í Dagsljósi - og höfum satt að segja oft látið álit okkar á þeim þætti í ljós hér í blaðinu. Það er líka gert í öðrum fjölmiðlum og kaffistofum landsins. Og það gera þeir sem harma sinn hlut, sjálf- ir, til dæmis á heimasíðunni sinni. Mjög margt í Dags- Ijósi einkennist af húmors- og dómgreindarleysi, en þá fyrst gerir útvarpsráð athugasemd þegar gert er grín að sjálfum menntamálaráðherranum! Hugsið ykkur, sjálfum menntamálaráðherranum! Búum við virkilega í landi þar sem æðstu ráðamenn njóta sér- stakrar grínverndar? í þriðja lagi Grínvernd ríkisins? Á maður að trúa því að ráðherra og vinir hans í flokknum hafi komið saman til að ræða þetta alvörumál, og fengið ráðið allt til að taka það föstum tökum að fluttur var í sjónvarpi lélegur brandari? Eigum við von á því að í framtíðinni sinni útvarpsráð því hlutverki að vernda okkur fyrir léleg- um bröndurum í sjónvarpinu? Eða ekki réttri tegund af húmor? Eða ekki vel staðsettu glensi? Miðað við dagskrána að undanförnu hefur útvarpsráð nóg að gera á næstunni. Við heimtum svör við þessari spurn- ingu: hverjum má herma eftir í sjónvarpi, hvenær og í hvaða tilgangi? Ekki verður öðru trúað en allir lands- menn njóti jafnræðis af hálfu hollustueftirlitsins. V. Stefán Jón Hafstein. _______________________J Er eðlilegt að færa völd til Landhelgisgæslu þannig að hún megi og eigi að taka völd, þegar sjávarháski vofir yfir? Gunnar Tómasson forseti SVFÍ Löggjafinn á að hafa völd til að grípa inní í íslenskri lög- sögu þegar almannaheill krefur, hvort heldur er á sjó eða landi. Sævar Gunnarsson formaður Sjómanna- sambands íslands S g tel að heimildir eigi að vera fyrir því að taka völd af skipstjórnarmönnum, en hvort það á að vera Land- helgisgæslan eða einhver annar, til dæmis sam- gönguráðuneyti, skal ég ekki segja um. Gæslan getur verið beinn liags- munaaðili, vegna björg- unarlauna. Erlendum skipstjórum hættir til að vanmeta aðstæður, eins og gerðist við Þjórsárósa. ♦ ♦ Ragnhildur Hjaltadóttir form. Rannsókna- nefndar sjóslysa Það er enginn færari um að meta hvort skip er statt í hættu en skipstjórinn. Þetta er mikil ábyrgð, en hana á skipstjórinn að bera. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Vald skipstjóra er ótvírætt, sam- kvæmt lögum. En hitt er annað að vanda- mál skapast eins og í þessu atviki við Þjórsár- ósa. Það kemur vissulega til greina að auka völd Landhelgisgæslunnar, í málum sem þessum. Sagtvwu~ Sirkusstjórar „Sjálfum er mér nokk sama hvort Jón í Skífunni eða einhver banka- stjóri á Manhattan í Nýju Jórvík stjórnar sirkusnum á Lynghálsi og rekur þar fleiri menn en hann ræður .... Ég hef hins vegar áhyggjur af því að rekstrargrund- velli litlu sjónvarpsstöðvanna úti á landi, sé nánast kippt burtu og engin fyrirsjáanleg samkeppni eða framþróun er í sjónvarpsmál- um vegna gleypigangs og yfir- gangs markaðsráðandi afla.“ - Leiðari Fjarðarpóstsins. Barmafullur ríkissjóður „Nú stöndum við frammi fyrir því að þjóðarsáttarárin eru orðin sjö en áttu aldrei að verða nema tvö eða þrjú; að hagnaðurinn hefur margfaldast miðað við það sem búist var við. Nú er svo komið að það flóir meira segja út úr ríkiskassanum á íjóra vegu. Þeir eru í vandræðum með hvað þeir fá mikið inn í hann, en þeim dettur samt ekki í hug að hækka skattleysismörkin ....“ - Pétur Sigurðsson í Alþýðublaðinu. Tölfrœðihugsunin „Það er merkilegur andskoti hvað ýmsar ómerkilegar tölur geta orðið stórar ef þær eru teknar saman í lengri tima. Þannig getur skeð að það sem engum óx í augum, verður allt í einu óyfirstíganlegt ef þú asnast til að hugsa tölfræðilega um mál- in.“ - Jonni á Uppsölum í Degi-Tímanum í gær. Mjólkurlaus börn við Dagsbrún Islensk verkalýðsbarátta hefur staðið í þrjá aldarfjórðunga og stöðugt færast fleiri launþegar undir fátækramörkin. Land hinna mörgu tækifæra borgar víða Iægri laun en Suður-Evrópa og brátt sigl- ir Austur-Evrópa sjálfsagt fram úr íslend- ingum líka. Verkalýðsforystan heldur samt sínu striki og boðar áfram verkföll eins og í gamla daga. Verkföll eru úrelt þing og arfur liðins tíma. Svisslendingar lærðu fyrir löngu að verkföll borga sig ekki en íslensk verkalýðsforysta þekkir því miður ekki annan rétt en hnefarétt- inn. Nútíminn gerir hins vegar kröfur um þroskaðri hugsun í kjaramálum og samn- ingamenn leysi verkfallsverði af hólmi. Nútíðin veit líka að samtíðin mun brátt skammast sín fyrir fortíðina. En fortíðin lifir góðu lífi í kjarabarátt- unni. Sorglegt dæmi um fortíðardýrkun eru boðuð verkföll hjá Dagsbrún og Eramsókn á næstu vikum. Áfram er ráð- ist á garðinn þar sem hann er lægstur: Ráðist á lítil börn. Fyrsta verkfallið er boðað hjá Mjólkursamsölunni til að skrúfa fyrir mjólkina til barnanna í Reykjavík. Verkfallsverðir á landsbyggð- inni ætla svo að stöðva allar tilraunir Reykvíkinga til að sækja mjólk út fyrir borgarmörkin. Hvað hefur barnæska Reykjavíkur gert þessu fólki? Pistilhöf- undur er þess fullviss að litlu börnin mundu fúslega samþykkja hærri laun til Dagsbrúnarmanna ef þau mættu ráða. Samt ráðast þeir á börnin í borginni. Af hverju Dagsbrún, og fyrir hvern? Pistilhöfundur hef- ur jafnan staðið með þeim sem lægst hafa launin þegar kjara- mál eru á dagskrá. En í verkföllum skilja leiðir. Verkalýðsfor- ystan verður að þekkja sitt hlutverk að halda fullri vinnu fyrir alla hvað sem tautar og raular. Það gerist ekki með því að leggja niður vinnu. Fólk býr sér ekki í haginn með því að laska vinnustað sinn og atvinnu- grein. Ekki heldur með því að um- kringja önnur fyrirtæki og banna þeim allar bjargir. Á meðan fyrirtækin eru umsetin þiggja verkfallsmenn svo bætur úr alþjóða sjóðum og leita að annarri vinnu. í vinnustöðvun gerir andinn á bakvið verkfallið hins vegar ráð fyrir að hvorugir starfi: Starfsfólkið vinni ekki og fyrirtækin opni ekki fyrir viðskipti. Verkíoll eru hreint og klárt ofbeldi við atvinnureksturinn. IJjól og stegla á þjóð- félagið og verða engum manni að gagni. En vilji íslensk verkalýðsfélög halda áfram að dýrka fortiðina með hjóli og steglu sæmir þeim betur að takast á við sína eigin vinnuveit- endur og hlífa börn- um Reykjavíkur. Byrja á vinnustöðum sínum í stafrófsröð eða eftir launatöxtum eða einhverju öðru forriti. Mest yrði þeim sæmdin að slást við þá vinnuveit- endur sem þora að taka á móti og berja frá sér. Dagsbrúnarmenn ættu að um- kringja vinnustaði sem kalla ekki allt ömmu sína og taka Lögregluna í Reykja- vík úr umferð eða Varnarliðið á Kefla- víkurvelli. Ekki bara Mjólkursamsöluna. Félög sem ráðast með ofbeldi á þjóðfé- lagið verða að sýna bæði þrek og þor og mega ekki einblína á mjólkurlaus börn í leikskólum. Menn sem vilja stöðva heiminn verða að hafa tímann fyrir sér. Alþýðusamband íslands er ekki sam- nefnari fyrir alþýðu manna í landinu frekar en Þjóðviljinn speglaði vilja þjóð- arinnar á sínum tíma. Almenningur landsins er hinn borgaralegi meirihluti þjóðarinnar og enginn annar: Fólkið sem þvinganir verkfalla beinast að og bitna á. Gæfa verkfallsmanna hefur löngum verið að borgarastéttin er sein- þreytt til vandræða og hefur alltaf litið á oíbeldi sem fastan hð í vinnudeilum. Eins konar náttúrulögmál sem ekki tjóar að fást um. En viðhorf til ofbeldis eru að breytast í heiminum eins og rétt- arhöldin gegn níðingum á Balkanskaga bera vott um. Einn góðan veðurdag kann því að fara svo að alþýða manna berji í borðið og segi: Hingað og ekki lengra, piltar! Verkfallsmenn Dagsbrúnar ættu að ná sáttum við æsku Reykjavíkur áður en foreldrar í borginni staðfesta að þeir eru hvorki of feitir til að flýja eða of latir til að berjast. Uógel-t Matweá

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.