Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Síða 1
Ílítgur-Sltnmiti
Laugardagur 22. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 57. tölublað
Póstur og frímerki
Það er hversdagslegur við-
burður, þegar bréf og blöð
og annað efni detta inn
um bréfalúgu okkar og
vel getur verið að sumum
finnist að slíkt hafi viðgengist
frá alda öðb. En það er nú síður
en svo, því að póstþjónusta eins
og við þekkjum er tiltölulega ný
af nálinni. Að vísu höfðu kóngar
og keisarar þegar í fomöld sér-
stakar stofnanir til að koma
skipunum sínum og fyrirmælum
á framfæri við embættismenn
sína. Voru þá settar upp póst-
stöðvar við helstu leiðir út frá
höfuðborgum þessara valdhafa
og hraðboðar fóru síðan ríðandi
eða hlaupandi frá einni stöð til
annarrar og náðu ótrúlegum
hraða. Slík póstþjónusta náði
hvað mestri fullkomnun í Róma-
veldi á tímum keisaranna, en í
fornöld var þetta aðeins gert í
þágu valdhafa og stjórnenda, en
almennir borgar nutu þar
einskis góðs af. Skiptistöðvar
sendiboðanna á tímum Róm-
verja nefndust á latínu
positiones og mun þar að finnan
rótina að alþjóðaheitinu póstur.
Eftir að Rómaveldi leið undir
lok var lítið skeytt um póstþjón-
ustu, nema hvað einstakir vald-
hafar, klaustur, háskólar og aðr-
ar stofnanir höfðu á eigin veg-
um sendiboða til að flytja póst-
sendingar sínar frá einum stað
til annars. En undir lok miðalda
og í upphafi nýaldar tóku menn
að hugleiða nauðsyn þess að
koma á almennri póstþjónustu.
Þá var það sem Karl V. keisari
fól aðalsljölskyldunni Thurn
und Taxis halda uppi umfangs-
mikilli póstþjónustu í þýska
keisararíkinu. Fyrst í stað sá
þessi þjónusta helst um ríkis-
póst og önnur opinber gögn, en
frá árinu 1574 var einnig opnað
fyrir almennar póstsendingar. í
öðrum löndum Evrópu var upp
úr þessu tekið að stofna póst-
þjónustu og þá á vegum hins
opinbera eða ríkisstjórnanna. í
Frakklandi hófst shk póstþjón-
usta árið 1576, í Englandi 1590,
í Danmörku 1624, í Rússlandi
1630 og síðan íylgdi hvert land-
ið á eftir öðru. Póstburðargjald
fór bæði eftir þyngd og vega-
lengd og var jafnan svo hátt að
bréfaskriftir voru helst stundað-
ar af efnafólki, enda var skrift-
arkunnátta ekki beinh'nis al-
menningseign í þá daga. Venju-
lega borgaði fólk undir bréf sín
að hluta við afhendingu, en síð-
an varð viðtakandinn að borga
það sem á vantaði um leið og
hann fékk það í hendur.
Var þessi póstþjónusta bæði
dýr og tafsöm, þótt notast væri
við hana. Öðru hverju reyndu
menn að brydda upp á nýjung-
um, en engin úrræði voru þó
varanleg fyrr en frímerkið kom
til sögunnar. Það var enskur
maður, Rowland Hill að nafni,
sem setti fram hugmynd sína
um frfmerki árið 1837. Hann
leit svo á að burðargjald undir
bréf skyldi aðeins fara eftir
þyngd og vera það sama innan
hvers póstsvæðis eða lands,
hvort sem vegalengdin væri
stutt eða löng. Enska þingið
samþykkti þessa hugmynd árið
1840 og sama ár komu út fyrstu
penny frímerkin í Englandi og
brátt fór þessi uppgötvun sigur-
för um heimin. TQkoma frí-
merkja greiddi mjög fyrir allri
póstþjónustu og til að samræma
og auðvelda skipulag hennar í
alþjólegum samskiptum var
fyrst stofnað Almenna póstsam-
bandið 1874 sem var síðan
breytt í Alþjóðapóstsambandið
1878. Hefur þetta samstarf eflst
og margfaldast og gert póst-
þjónustuna sífellt betri og skil-
virkari.
Lengi vel urðu íslendingar
lítið varir við póstþjónustu, en
þó hreyfði Landsnefndin svo-
kallaða því 1770, að nauðsyn-
legt væri að koma skipun á
póstsamgöngur milli íslands og
Danmerkur og einnig innan
lands. En allt gekk hægt í þá
daga, svo að það var loks árið
1776 sem út kom konungleg til-
skipun um að í tengslum við
póstskipið skyldu teknar upp
þrjár fastar póstferðir frá
Bessastöðum til hinna ýmsu
embættismanna úti um landið.
Þessar ferðir hófust þó ekki fyrr
en 1782 og voru þær lengi harla
stopular, en fór fjölgandi með
tímanum. Menn voru ráðnir til
póstferðanna og fóru þeir oft
gangandi milli landshluta og
voru lengi í förum. Við þetta
ástand mála var unað langt
fram á 19. öld. En árið 1872 var
gefin út ný tilskipun um póstmál
á íslandi. Var þá fyrst skipaður
sérstakur póstmeistari sem var
Óli P. Finsen. Upp úr því ijölgaði
mjög póstferðum og póstaf-
greiðslur og bréfhirðingar voru
stofnsettar á mörgum stöðum. Á
þessum tímamótum rann upp
gullöld landpóstanna sem fóru
eftir tilteknum leiðum með
klyfjaðar póstlestir og blésu í
póstlúðra á viðkomustöðmn.
Héldu þessir starfsmenn póst-
þjónustunnar velli, þar til nýir
samgönguhættir með tilkomu
strandferðaskipa, bíla og flug-
véla leystu þá af hólmi, þegar
nokkuð kom fram á 20. öld.
Jafnframt þessum umbótum
voru settar upp skrár fyrir póst-
burðargjöld og reglur um hvað-
eina sem flytja mætti með pósti.
Skömmu síðar eða 1873 voru
svo gefin út fyrstu íslensku frí-
merkin. Það voru skildingsfrí-
merki og kostaði þá tvo skild-
inga undir bréf innan sveitar,
Qóra skildinga innan lands og
átta skildinga til Danmerkur.
Með nýju myntkerfi 1875, þar
sem krónur og aurar tóku við af
ríkisdölum og skildingum,
breyttust einnig frímerkin í
krónu- og auramerki sem síðan
hafa verið við lýði. Aðalpóst-
þjónustan í Reykjavík hafði
lengi vel ekki fast aðsetur og
var til húsa á ýmsum stöðum.
Ráðin var bót á þessu, þegar
reist var myndarlegt pósthús
árið 1914 á horni Pósthússtræt-
is og Austurstrætis sem hefur
dugað með ágætum til þessa
dags.
Bréfberar flokka póst í Pósthúsinu í Reykjavík.