Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 2
Laugardagur 22. mars 1997-11
iDagur-ÍCtnrám
H U S I N
B Æ N U M
mmmlmsmmmmM
Freyja Jónsdóttir
skrifar
Um miðja nítjándu öld
var úthlutað landi, 25
x 16 álnir til Jónasar
Helgason járnsmiðs. Um
1859 fær hann leyfi til að
byggja á lóðinni hús undir
smiðju, 8x7 álnir. Lóðin þá
tahn vera Ingólfsbrekka 2.
Árið 1867 koma fram at-
hugasemdir frá yfirmönnum
bæjarins um að ekki sé búið
að girða lóðina og í febrúar
1871 fellur Jónas Helgason
frá öllu tilkalli til hennar.
Lóðinni var þá úthlutað til
Ólafs Porkelssonar snikkara,
og segir segir svo í skjölum
bæjarins frá 15. febrúar
1871. „Ólafur snikkari Þor-
kelsson hefur fengið útmælt
fyrir norðan Loftsbæ í fimm
álna íjarlægð frá norðurvegg
bæjarins og í þriggja álna
Jjarlægð frá þvergötu þeirri
sem hggur suður úr Bakara-
stígnum og í níu álnir fjar-
lægð frá stígnum." Ekki mun
Ólafur hafa fengið alla lóðina
sem búið var að mæla út
handa Jónasi Helgasyni járn-
smið og var lóð Jónasar talin
vera 21 x 13 álnir. En Ólafur
fékk byggingarleyfið á lóðinni
fyrir stærra húsi en Jónas, 9
x 8 álnir. Líklegt er að hann
hafi byggt þarna timburhús
sem síðar var kennt við Vig-
dísi Waage sem eignaðist
húsið og bjó þar með dóttur
sinni Önnu Þorsteinsdóttur.
Seint um sumarið 1872
selur Ólafur Þorkelsson
snikkari, Halldóri Jónatans-
syni söðlasmið eignina.
Anna Þorsteinsdóttir erfði
húsið eftir móður sína Vigdísi
Waage og afhendir syni sín-
um, Einari Sigfússyni Ey-
mundsen alla eignina.
í maí 1892 er eignin seld,
þá skráð á dánarbú Önnu
Þorsteinsdóttur. Kaupandi
var Jón Þórðarson kaupmað-
ur, sem lét rífa húsið sama ár
og byggði á lóðinn hús úr
steinsteypu sem enn stendur.
í gegnum tíðina hefur lengst
af verið stundaðxn- verslunar-
rekstur á fyrstu hæð hússins
ásamt öðrum atvinnurekstri
en búið á báðum hæðunum.
Lóðaviðbót fær Jón, ræmu
meðfram Þingholtsstræti, jafn
langa eldri lóð sinni í maí
1893.
í september 1993 var
byggði hann timburskúr á
lóðinni, 4 1/4x3 3/4 álnir.
Jón Þórðarson fær í maí
1897 leyfi til að stækka aust-
urhlið hússins (lengja húsið )
í 12 1/2 x 12 3/8 álnir í stað 9
x 8 1/4 álnir.
Fyrsta brunavirðingin var
gerð í desember 1897 og er
húsinu lýst á eftirfarandi hát:
Það er 20 álnir á lengd, 12
álnir á breidd og 10 álna
hátt, byggt af steini og tví-
lofta, með brotnu þaki, járn-
klæddu á súð með pappa í
milli. Niðri í húsinu er sölu-
búð sem skipt er í tvennt,
með hillum, skúffum, skáp-
um og borðum allt þiljað og
málað með tvöföldum loftum.
Þingholtsstræti 1
Þar eru einnig tvö geymslu-
herbergi þiljuð en ómáluð.
í sölubúðinni er einn ofn.
Uppi eru fjögur herbergi og
eldhús. Allt þiljað og málað,
með þreföldum loftum. Þar
eru tveir ofnar og ein eldavél.
Á efsta lofti eru fimm her-
bergi öll þiljuð og máluð, þar
er einn ofn. Kjallari er undir
öllu húsinu hólfaður í tvennt.
í júní 1904 kaupir Jón
Þórðarson 60 álna stóra lóð-
arspildu af Magnúsi Gunn-
arssyni Þingholtsstræti 3 til
viðbótar við sína lóð. Hann
fær síðan leyfi í nóvember
1905 til að byggja á lóðinni
skúr, 9 1/2x5 álnir að stærð.
Árið 1905 var ræma tekin
af lóðinni til breikkunnar
Þingholtsstrætis.
Árið 1907 fær Jón leyfi til
að byggja íbúðarhús, 11x11
álnir við Þingholtsstræti.
Eignin öll er tekin til
brunavirðingar í nóvember
1907 og er byggingu eldra
hússins lýst eins og í fyrra
mati, en tekið fram að í búð-
inni sé peningakassi sem sé
virtur á krónur tvöþúsund.
Uppi hafa orðið nokkrar
breytingar og eru þar fimm
herbergi og gangur í stað
íjögurra áður. Þrjú herbergin
eru með striga og pappa á
veggjum og striga og pappa í
loftum, allt málað. Þar eru
tvær eldavélar og einn ofn. Á
þriðja gólfi eru fimm íbúðar-
herbergi, eldhús, gangur,
tveir geymsluklefar og þrír
fastir skápar, allt þiljað og
málað. Þar eru þrjár eldavél-
ar. Kjallari með steinsteypu-
gólfi er undir öllu húsinu,
tvær álnir á hæð.
Við suðurhlið er inn - og
uppgönguskúr með skúrþaki,
byggður úr bindingi. Klæddur
utan með járni og allur þilj-
aður að innan.
Sunnan við húsið er tvflyft
viðbygging með skúrþaki (
nýja húsið ), byggð úr bind-
ingi, klædd að utan með
plægðum 1“ borðum og járni.
Þakið er járnklætt á 1“
plægðri borða súð og með
pappa í milli. Eldvarnargafl
er að sunnanverðu. Innan á
binding er pappi og milligólf í
báðum bitalögum. Niðri í
húsinu eru þrjú íbúðarher-
bergi, eldhús, gangur og tveir
fastir skápar. Herbergin og
gangurinn eru með striga og
pappa á veggjum og loftum,
allt málað. Þar er einn ofn og
ein eldavél. Kjallari, 2 3/4
álnir á hæð, er undir allri út-
byggingunni með stein-
steypugólfi og hólfaður í
tvennt. Við austurhlið er skúr
byggður af bindingi og með
járni á hliðum og þaki. Eld-
varnarveggur er að sunnan-
verðu. í skúrnum eru þrjú
klósett og ein geymsla.
í húsinu ( steinhúsinu ) var
stofnuð fyrsta verslun fyrir
austan Læk. Ártalið 1892 er
letrað fyrir ofan glugga á
horni hússins á mótum Þing-
holts - og Bankastrætis og í
gluggann var letrað með
gullninn stöfum „Verslun
Jóns Þórðarsonar."
Jón Þórðarson var braut-
ryðjandi í íslenskri verslun og
mikill áhugamaður um iðnað.
Hann kom á fót pylsugerð og
niðursuðu og reisti fyrsta
sláturhúsið í Reykjavík, en
það var í Þingholtsstræti 1.
Samkvæmt íbúaskrá frá
árinu 1901 voru til húsa í
Þingholtsstræti 1: Jón Þórð-
arson, húsbóndi, kaupmaður
og útgerðarmaður, 47 ára,
fæddur í Stóruvallasókn; Þor-
björg Gunnlaugsdóttir, kona
hans, 44 ára, fædd í Breiða-
bólstaðarsókn í Fljótshlíð;
Guðrún Runólfsdóttir, fóstur-
dóttir hjónanna, 9 ára, fædd
Lágafellssókn; Guðrún Gunn-
laugsdóttir, vinnukona, 43
ára, fædd í Breiðabólstaðar-
sókn; Halldór Kjartansson,
hjú, 21 árs, fæddur á Siglu-
firði og Gunnar Brynjólfsson,
leigandi, 16 ára, fæddur
Kirkjuvogssókn.
Á öðru heimili í húsinu
voru; Jón Lúðvíksson, hús-
bóndi og verslunarmaður, 22
ára, fæddur í Kirkjuvogssókn;
Lúðvík Jónsson, faðir hans,
daglaunamaður, 61 árs,
fæddur í Dalssókn, flytur til
Reykjavíkur frá Vallarhúsum
í Höfnum; Margret Þórðar-
dóttir, kona Lúðvíks, 51 árs,
fædd í Stóruvallarsókn og
Guðrún Jónsdóttir, leigjandi
og saumakona, 35 ára, fædd í
Staðarsókn;
í aprfl 1910 fékk Jón Þórð-
arson leyfi til að byggja hús,
15 3/4 x 14 1/2 álnir við
Bankastræti milli Þingholts-
strætis 1 og Bankastrætis 10.
Jafnframt voru rifnir niður
tveir skúrar sem voru byggð-
ir 1892 og 1893.
Laust fyrir aldamótin síð-
ustu var að mestu hætt að
flytja kornið inn ómalað. Þá
kaypti Jón kaupmaður korn-
myllima í Bankastræti og
notaði hana fyrir geymslu.
Myllan var rifin 1902.
í september 1915 voru
settar dyr í vestur þar sem
áður var verslunargluggi.
Gluggum á götuhlið hússins
var breytt 1941 bæði Þing-
holts - og Bankastrætismeg-
in.
Viðbygging úr steini 8
fermertar var byggð 1937,
geymsla bakatil við húsið.
í brunamati frá nóvember
1946 segir að verslunar og
íbúðarhús sé óbreytt frá mati
1946. En íbúðar - og hár-
greiðsluhús, tvflyft sambygg-
ing, sem reist var 1907, sé
óbreytt að öðru leyti en því
að nú sé hárgreiðslustofa á
neðri hæðinni, en uppi eru
tvö herbergi, eldhús, snyrting
og gangur. Þvottahús er í
kjallara. f þessu mati var
geymsluskúr með skáþaki
óbreyttur frá mati 1944.
Jón Þórðarson þótti vand-
aður og prúður maður. Hann
lést um aldur fram árið 1911.
Ekkja hans, Þorbjörg Gunn-
laugsdóttir, bjó áfram í hús-
inu þar til hún lést 1931.
Sonur þeirra, Þórður Jóns-
son, tók við verslunarrekstr-
inum og öðrum rekstri sem
faðir hans hafði verið með.
Kona hans var Þóra Jóns-
dóttir frá Skipholti í Reykja-
vík. Þau hjón bjuggu í húsinu
ásamt fjölskyldu sinni. Sonur
þeirra, Jón Þórðarson og
kona hans Margrét Sæ-
mundsdóttir, tóku síðan við
rekstrinum. Jón og Margrét
bjuggu einnig í húsinu til árs-
ins 1967, þar til reksturinn
var fluttur inn á Laugaveg.
Eftir það voru afkomendur
Jóns Þórðarsonar eldri, ekki
lengur með atvinnurekstur
né heimili í Þingholtsstræti 1.
Ekki verður rakið hér
hverjir áttu húsið næstu árin
á eftir. En fyrir nokkrum
árum keyptu þeir bræður
sem báðir eru veitingamenn,
Eyþór og Kári Þórissynir,
eignina og komu á fót veit-
ingastað á fyrstu hæðinni. Á
meðan húsið var í eigu þeirra
byrjuðu þeir á endurbótum á
því. En áður en þeim var lok-
ið seldu þeir eignina Valdi-
mar Jónssyni sem þarna rek-
ur veitingastaðinn Caruso.
Núna er verið að gera upp
hæðirnar og búið er að
byggja gluggastofu Banka-
strætismegin, þaðan hafa
gestir Caruso gott útsýni yfir
Bankastræti.
í viðbyggingunni Banka-
strætismegin er núna rekin
snyrtivöru - og tískuverslun.