Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Síða 3
Laugardagur 22. mars 1997 - III
LENDINGAÞÆTTIR
Höfðingi frá Langanesi
Friðrik Guðmundsson frá Syðra-Lóni áttræður
Sóma- og ævintýramaðurinn
Friðrik Guðmundsson, fyrrver-
andi yfirtollvörður á Keflavík-
urflugvelli, er áttræður í dag,
22. mars. Friðrik er fæddur og
alinn upp á stórbýlinu Syðra-
Lóni á Langanesi. Hann tilheyr-
ir þeirri kynslóð íslendinga sem
fæddist í torfbæ og þar bjó
hann ásamt foreldrum sínum,
Guðmundi Vilhjálmssyni, bónda
og kaupfélagsstjóra, og Her-
borgu Friðriksdóttur, og systk-
inum fram til 1924 að steinhús
var byggt á Syðra-Lóni. Friðrik
er fimmti í röð tólf systkina og
man hann vel eftir h'finu í
gamla torfbænum enda sjö ára
gamall þegar nýja húsið var
byggt.
„Það voru ógurlegir ranghal-
ar og draugalegir en hlýtt,“ hef-
ur hann sagt um gamla
bæinn. Nýja húsið var
byggt á sama stað og það
gamla nema baðstofan
var látin standa og eld-
húsið meðan húsið var
byggt. Heimilisfólkið svaf
að mestu leyti í baðstof-
unni. í tómri hlöðu var þó
slegið upp rúmbálkum og
þar var vinnufólkið látið
sofa. Friðrik svaf þar líka
og fannst ljómandi gott.
Friðrik gekk í Barna-
skóla Þórshafnar og lauk
Héraðsskólanum að
Laugarvatni 1936. Hann
tók próf frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavík á
einum vetri og útskrifað-
ist 1938. Hann hóf fljót-
lega störf hjá Tollgæsl-
unni og starfaði í Reykja-
vík 1938-1942 og fór þá
til Vestmannaeyja. Þar
lauk hann minna vél-
stjóraprófi samhliða
starfi sínu í Tollgæslunni í
Eyjum. Frá 1943 starfaði
hann í Tollinum í Hafnar-
firði og á Keflavíkurflug-
fyrsti kaupfélagsstjórinn. Þau
hjónin, Elín og Friðrik, hafa
sýnt framsóknarstefnunni
stuðning sinn í verki, unnið fyr-
ir flokkinn í Hafnarfirði og ekk-
ert kippt sér upp við stríðni
tengdadóttur um síðustu fram-
sóknarfuglana þar í bæ.
Var með í stofnun
naglaverksmiðju
Friðrik á sér gnægð áhuga-
mála enda er hann víðfróður
maður og fróðleiksfús með af-
brigðum og getur romsað upp
úr sér stökum, tilvitnunum og
kvæðum við ólíkustu tækifæri.
Hann hefur alltaf lesið mikið og
sótt einkum bækur til Bóka-
safnsins í Hafnarfirði en þar
stolið. Þeir urðu þó
mjög sárir eitt vor-
ið þegar allur há-
karhnn hvarf - það
fannst þeim gróft -
og hættu þá að
verka hákarl um
nokkurt skeið. Eftir
að Sigtryggur dó
verkaði Friðrik
nokkrum sinnum
hákarl á Álftanesi í
samvinnu við aðra.
Friðrik kom ná-
lægt ýmsu öðru,
skytteríi og versl-
unarrekstri ásamt
konu sinni, um
tíma stóð hann í
flutningum og eitt
sinn keypti hann
hús á Keflavíkur-
Friðrik Guðmundsson, fyrrverandi yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, er áttræður í dag,
22. mars. Hann kvæntist Elínu Kristbergsdóttur verslunarmanni 29. mars 1956 og eiga
þau því brúðkaupsafmæli eftir viku.
Friðrik hóf störf í Tollinum fijótlega eftir að hafa lokið samvinnuskólaprófi og sinnti þeim störf-
um fram á eftirlaunaaldur. Hann hafði þó ríka athafnaþörf og kom nálægt ýmsu, var til dæmis
með í stofnun naglaverksmiðju við Borgarnes á sjötta áratugnum, útgerð báta frá Keflavík og
Vestmannaeyjum og verslunarrekstri svo nokkuð sé nefnt.
flugvelli, lét rífa það
og seldi timbrið til
að geta greitt skuldir
sínar, svo eitthvað sé
nefnt.
Sjórinn togaði
Sjórinn átti ahtaf
sterk ítök í Friðriki
og langaði hann til
að verða sjómaður
þó að hann segi nú
að það hafi hann
ekki getað orðið
vegna sjóveiki. Ára-
tugum saman átti
hann þó trillu, með
einhverjum hléum,
og var það draumur
hans að geta sinnt
trilluútgerð á eftir-
launaárum sínum.
Hann var nýbúinn
að láta af störfum og
búinn að fjárfesta í
litlu útgerðarhús-
næði við höfnina í
Hafnarfirði ásamt
félögum sínum þeg-
ar hann fékk blóðtappa og varð
að flytjast á hjúkrunarheimilið
Sólvang. Minna varð úr útgerð-
inni en efni stóðu til. Synir Frið-
riks og barnabörn hafa þó erft
ást hans á sjónum og stunda
siglingar þegar tækifæri gefast
til.
Friðrik hefur átt stóran
kunningjahóp gegnum tíðina
enda hefur hann laðað að sér
fólk, yngra sem eldra, gegnum
áhugamál sín og aðra fram-
takssemi. Friðrik hefur átt góða
vini í bræðrum sínum, mágum
og öðru skyldfólki enda hafa
systkinin frá Syðra-Lóni og fjöl-
skyldur þeirra haldið saman
gegnum þykkt og þunnt og hist
reglulega tvisvar á ári með af-
komendur sína. Þar hefur Frið-
rik ekki látið veikindi hindra sig
á neinn hátt. Þá hefur Friðrik
eignast vini og kunningja gegn-
um störf sín og áhugamál út um
allt land.
Friðrik verður heima á af-
mælisdaginn og tekur á móti
gestum milli klukkan 16 og 19.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
velli frá 1947 til 1987 að hann
lét af störfum vegna aldurs.
Brúðkaupsafmæli
eftir viku
Friðrik kvæntist Eh'nu Krist-
bergsdóttur á afmælisdegi son-
ar hennar, Kristjáns Skúla Sig-
urgeirssonar lögfræðings, 29.
mars 1956 og eiga þau því
brúðkaupsafmæli eftir viku.
Saman áttu þau tvö börn, Frið-
rik Friðriksson arkitekt, fæddan
21. desember 1956, og Her-
borgu Friðriksdóttur, fædda 23.
febrúar 1960. Friðrik gekk
Kristjáni í föðurstað og var það
því samheldin og sterk fjöl-
skylda sem alla tíð bjó að
Sunnuvegi 9 í Hafnarfirði, hús-
inu sem Friðrik byggði ásamt
félaga sínum, Jóni Finnssyni
hæstaréttarlögmanni. Þar komu
þau hjónin sér upp fallegu
heimili og hafa alltaf verið
höfðingjar heim að sækja.
Friðrik hefur alla tíð haft
áhuga á þjóðmálum og fylgst
vel með fréttum og umræðum í
þjóðfélaginu. Hann er fram-
sóknarmaður mikill af hug og
hjarta og skiptir þar eflaust
miklu uppeldið á Langanesi þar
sem faðir hans var einn af
stofnendum Kaupfélags Norð-
ur-Þingeyinga um aldamótin og
var hann í stjórn um skeið. Síð-
ustu árin hafa íslendingasög-
urnar höfðað mikið til hans og
annar þjóðlegur fróðleikur.
Friðrik er náttúrubarn, hann
hefur alltaf haft ákaflega gam-
an af veiðiskap, sat lengi í
stjórn Stangaveiðifélags Hafn-
arfjarðar og er þar nú heiðurs-
félagi.
Friðrik hefur ríka athafna-
þörf og það hefur hann sýnt á
ýmsan hátt, til dæmis með því
að taka þátt í stofnun nagla-
verksmiðju við Borgarnes á
sjötta áratugnum. Friðrik var
hluthafi í fyrirtækinu og átti
þátt í því að keypt var ný vél frá
Austur-Evrópu og aðrar notað-
ar vélar hér innanlands. Þá
stofnuðu bræðurnir Friðrik,
Baldur og Jón Erlingur heitinn
fyrirtækið Keflvíking hf. ásamt
Birni mági sínum og gerðu út
ijóra talsvert stóra báta frá
Keflavík og Vestmannaeyjum í
nokkur ár.
Verkaði hákarl
Friðrik verkaði líka hákarl
ásamt öðrum bróður sínum,
Sigtryggi heitnum, í samvinnu
við ýmsa aðra. Þeir bræðin-
gáfu þriðjung hákarlsins, hirtu
sjálfir þriðjung og voru mjög
sáttir við að þriðjungi hans væri
GAMLA MYNDIN
Hver kannast
við fólkið?
Ef lesendur Dags-Tímans þekkja einhverja
á þeim myndum ssem hér birtast eru þeir
vinsamlega beðnir að snúa sér til
Minjasafnsins á Akureyri, annað hvort
með því að senda bréf í pósthólf 341, 602
Akureyri aða hringja í síma 462 4162 eða
461 2562 (símsvari).