Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Page 8
Laugardagur 22. mars 1997 - VIII MINNINGARGREINAR Jlagur-^terimt ANDLÁT Anna Sigurbjörg Lárusdóttir frá Vaðli á Barðaströnd, síðast til heimilis að Austurbrún 6, lést á heimili sínu þann 3. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Davíð Sigurjón Vigftksson Lónabraut 20, Vopnafirði, lést miðvikudaginn 12. mars. Ebba Sigurbjörg Eðvarðsdóttir lóst á Landspítalanum að kvöldi 17. mars. Eyþór Jón Kristjánsson Borgarbraut 65 A, lést í Sjukra- húsi Reykjavíkur 14. mars. Guðmundur Þóroddsson tollvörður, Kleppsvegi 128, and- aðist 13. mars. Guðrún Jónsdóttir Tunguvegi 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 17. mars. Guðrún Ólafsdóttir Austurbrún 6, lést á heimili sínu 3. mars síðastliðinn. Útför- in hofur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar iátnu. Guðrún Þorbergsdóttir Deildarási 6, Reykjavík, lóst á hjúkrunarheimilinu Eir mánu- daginn 17. mars. Gyða Árnadóttir áður til heimilis á Kleppsvegi 134, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 15. mars. Gylfi Bjarnason lést á sjúkrahúsi í Nuuk á Grænlandi mánudaginn 3. mars sl. Útförin hefur farið fram frá Berufjarðarkirkju. Hulda Valdimarsdóttir Skipholti 18, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala 6. mars. Út- fórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Inga Jenný Þorsteinsdóttir frá Ölverskrossi, síðast til heim- ilis í Hraunbúðum, Vestmanna- eyjum, andaðist mánudaginn 10. mars. Ingvar Einarsson lést 17 mars. Ingvar Ragnar Ingvarsson frá Hvítárbakka, Bergholti í Biskupstungum, lést á heimili sínu 12. mars. Jón Eyjólfur Guðmundsson bóndi, Þorfinnsstöðum, Þverár- hreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, lést á Sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga sunnudaginn 16. mars. Jósep Hannesson Álfaskeiði 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 16. mars. Júlíus Bjarnason prentari andaðist að kvöldi mánudagsins 10. mars. PáU Garðar Andrcsson Vesturbergi 94, lést af slysför- um þann 9. mars. Rannveig Jóna Elíasdóttir Hjarðarholti 8, Akranesi, lést miðvikudaginn 12. mars. Sigmar Sigurbjörnsson frá Syðstu-Grund undir Eyja- íjöllum andaðist á heimili sínu í Seattle, USA, 13. mars. Sigríður Bjarnadóttir er látin. Stefán Guttormsson Mánagötu 12, Reyðarfirði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. mars. Stefán Thoroddsen Laugarnesvegi 102, andaðist á heimili sínu laugardaginn 15. mars. Valtýr Sæmundsson frá Stóru-Mörk, Hjallabraut 33, Reykjavík, lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 12. mars. Þorvaldur Guðmundsson prentari, Nóatúni 29, andaðist á heimili sínu 11. mars. Þórarinn Guðmundsson lést á elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 2. mars. Útförin hef- ur farið fram. Hrólfur Ámason fráÞverá í Reykjahreppi, S-Þing Sú kynslóð, sem kennd er við aldamótin síðustu, er nú nær horfin af vettvangi h'fsins, en hefur skihð eftir sig djúp spor í sögu landsins. Þessi kynslóð átti hugsjónir, sem hún barðist fyrir af fórnfýsi og dug og gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, en ekki annarra. Við, sem á eftir komum eigum þessari kynslóð ómælda þökk að gjalda. Hrólfur Árnason fyrr- um bóndi að Þverá í Reykja- hverfi, sem nú er látinn í hárri elli, var dæmigerður fulltrúi þessarar kynslóðar, enda alinn upp í ströngum aga og við mikla vinnu. Hrólfur var fríðleiksmaður og góðu atgerfi gæddur til sálar og líkama, enda af styrkum stofnum kominn beggja megin í ættir fram. Ungur að árum stundaði hann nám í Hvanneyrarskóla og útskrifaðist þaðan sem bú- fræðingur. Hann hafði skarpa greind og var námsmaður góð- ur. Námið á Hvanneyri nýttist honum því vel, er hann gerðist forsjármaður búskaparins á Þverá við andlát föður síns árið 1938, en auk þessa náms var hann búinn góðu fararnesti úr foreldrahúsum, sem vel reynd- ist á hfsins leið. Búskapinn stundaði hann af áhuga og trúmennsku eins og allt annað, sem hann tókst á hendur. Hann var raunar hneigður til búskapar og jafnan hollur bændastéttinni. Sjálfur hefði hann kosið að stunda bú- skap meðan kraftar leyfðu, en örlög réðu að svo varð ekki, því árið 1957 varð hann fyrir þeirri þungbæru Iífsreynslu að missa konu sína eftir aðeins 8 ára sambúð. Það fór því svo, að þrem árum síðar brá hann búi og lá leið hans þá til Húsavíkur og átti þar dvalarstað æ síðan. Á Húsavík starfaði Hrólfur jafn- an á vegum bæjarfélagsins og naut alltaf mikils trausts og trúnaðar í sambandi við alt, sem honum var falið. Löngum stjórnaði hann hópum ung- menna og fórst það vel úr hendi, enda var hann maður barngóður og hafði gott lag á börnum og unglingum. Öll börn og ungmenni, sem hjá honum dvöldust að Þverá bundust hon- um ævilöngum vináttuböndum og var það honum tU gæfu og mikillar ánægju er á ævina leið. Hrólfur var maður glaðsinna og oft skemmtilegur þótt var- lega beitti hann skopskyggn- inni, því engan vildi hann meiða. Heiðríkjan hvarf aldrei úr svip hans, enda trúmennska og strangur heiðarleiki hans aðalsmerki frá vöggu tU grafar. Ég þori að fullyrða að allir, sem hann þekktu að einhverju marki, hefðu óttalausir trúað honum fyrir aleigu sinni og vel- ferð, ef þurft hefði. Slíkir menn eru ekki á hverju strái og því minnisstæðir. í eðli sínu var hann maður félagslyndur og naut sín vel innan um fólk, en skyldurækni hans við heimili sitt og búannir ollu því, að hann blandaði sér minna í félagsmál, en hann og margir aðrir hefðu kosið. Eigi að síður var honum margs konar trúnaður falinn af sveitungum og samferðamönn- um. Hann var m.a. deildarstjóri KÞ-deildar Reykjahrepps um ára raðir og gegndi því af alúð og fór ekki dult með, að sam- vinnumaður var hann af hug- sjón. Þá var hann stjórnarfor- maður Garðræktarfélags Reyk- hverfinga í hálfa öld og segir það nokkuð um það traust, sem til hans var borið. Félag þetta bar hann mjög fyrir brjósti og vann því vel, því öll sín hlutverk tók hann alvarlega. Þegar kraftar þurru hætti Hrólfur störfum og vistaði sig á heimili aldraðra að Hvammi á Húsavík þar sem hann átti frið- sælt ævikvöld sáttur við lífið og óttalaus við komu dauðans. „Dauðinn er bara lögmál," sagði hann eitt sinn við mig. Hrólfur var maður bók- hneigður og fylgdist alltaf vel með öllu, sem fram fór í um- hverfinu og utan þess. Hann var ótrúlega harðfylginn að fylgjast með Qölmiðlum, þótt sjón og heyrn dvínuðu mjög, en það var hans mesta fötlun á seinni árum. Sú fötlun hafði þó ekki áhrif á skaplyndi hans, því alltaf var hann glaður og reifur er hann fékk heimsóknir vina og kunningja að Hvammi. Mér varð stundum hugsað til þess á seinni árum, hver væri hans gleðigjafi, en það er ef til vill gömlum mönnum nóg til gleði að hafa aldrei sagt ósatt orð né nokkuð gert, sem stríðir gegn samviskunni og eiga sér enga óvini heldur aðeins vini. í hinni helgu bók Biblíunni stendur eitthvað á þessa leið: „Gott þú dyggi og góði þjónn, yfir htlu varst þú trúr og yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Þessar setningar koma mér í hug, er ég minnist Hrólfs. Hann var trúr yfir smáu og stóru og slíkir menn hljóta að eiga góð fararefni til hinstu farar. Um leið og ég þakka Hrólfi kærar stundir og kynni góð óska ég honum yndis á ókunnri strönd handan hins mikla djúps, sem aðskilur lifendur og dauða. Ég og kona mín Sigríður Atladóttir sendum vinum hans og vandamönnum hugheilar samúðarkveðjur. Vigfús B. Jónsson HAGYRÐINGAR Frétt barst um að kona mataðist á kútmagakvöldi hjá Lions- klúbbi í fyrsta sinn. Flest okkar karlanna vígi og völd virðast núfalla sem óðast. Því munu varla nein kútmagakvöld kvenmannslaus alla tíð bjóðast. Samgönguráðherra neitar að gefa Alþingi upplýsingar um kjör æðstu yfirmanna hlutafélagsins Pósts og síma. Veist getur erfið hin árlega glíma við íslensku fjárlögin, ef neita sumir hjá Pósti og sína að sýna í umslögin. Sigurður Jónsson, tannlæknir. Áfram Aiþýðublað Það er okkar aðalvon, að Alþýðublaðið dafhi, og hann Mundi Mundason mörgum krónum safni. Krati Kratason. Ekki er hægt að una því að mörlandar framleiði slakara ung- viði en mongólar, eða lélegri reiknibækur. Þunga raun í raun og veru reynir þjóðin, fýld og súr. Klárir mjög í kolli eru krakkarnir í Singapúr. Samt er ekki vert að vera vonlaus, bráðum rœtist úr. Nýjar bœkur börnin gera, betri en þau í Singapúr. Forvitni þingmanna Inná póstogsímasvið setja klókir háeffið, það mun lœkka launaskrið, en líka hressa toppgengið. Efstu gœja gróðahlið gefur hnýsnum engan frið, en Dóri segir „Þegið þið, þetta kemur engum við. “ Samkvæmt nýlegum heimildum eru frændur vorir Danir í miklum vanda staddir. Billi Klinton væntanlegur í heimsókn, haldinn ofnæmi fyrir tóbaksreyk, svo miklu, að hann verður að hafa hausinn út um glugga ef reykt er í návist hans. Öllum kœr, af engum nídd ógnar Klinta sœlu Magga drottning, dyggðum prýdd, með danskri reykjarbrœlu. Búi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.