Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Síða 1
LIFIÐ I LANDINU
Miðvikudagur 2. apríl 1997 - /0. og 81. árgangur - 61. tölublað
„LEITAAÐ EINNI LJÓS-
HÆRÐRIMEÐ KVÓTA"
Kristján Eldjárn
Þorgeirsson, átj-
án ára Selfoss-
búi, áhugasamur
um að taka við
búskap af afa og
ömmu í Skógs-
nesi í Flóa. Hann
stundar nám á
Hvanneyri og er
genginn í Fram-
sóknarflokkinn.
„Ég var til í það
þegar mér var
sagt að þetta
væri Bændaflokk-
ur íslands.“
að þarf að gera ungu fólki
auðveldara um vik að
hefja búskap,“ segir
Kristján Eldjárn Þorgeirsson,
ungur bændaskólanemi frá Sel-
fossi. Ifann hefur allt frá íjög-
urra ára aldri tíðum dvalist hjá
ömmu sinni og afa, sem búa á
bænum Skógsnesi í Gaulverja-
bæjarhreppi. Kristján og afi
hans, sem er þremenningur við
3. forseta lýðveldisins, eru al-
nafnar, en amma hans er Guð-
ný Magnúsdóttir. Þau hafa búið
í Skógsnesi í um hálfa öld og
fer búskaparferill þeirra því nú
að styttast í hinn endann.
Kristján Eldjárn, hinn yngri, er
fullur ákafa að hcfja búskap í
þeirra stað. „Þetta snýst þó allt
um peninga," segir hann.
Vídeó-börnin vita það
ekki
„Ég hef alltaf haft áhuga á bú-
skap og verið hér öllum lausum
stundum. Ég tel að allir krakk-
ar hafi gott af því að vera í
sveit, eigi þau þess einhvern
kost. Það er ekki verra að vita
hvaðan ullin og mjólkin koma
og ég óttast að vídeó-börnin séu
ekki lengur alveg með það á
hreinu," segir Kristján. Hann
bætir því og við að sér finnist
kannski ákveðin skylda hvfla á
sér að halda uppi merki bú-
skapar í Skógsnesi.
Norðlendingar stefna
hærra
„Við afi erum jú alnafnar og
eigum meira að segja sama af-
mælisdag, 20. september. Ég er
fæddur 1978 en afi 1922,“ segir
hinn ungi búhöldur, sem í vet-
ur stundaði nám við Bænda-
skólann að Hvanneyri í Borg-
arfirði. Eftir áramót fór hann
síðan í verknám við Tilrauna-
stöðina að Möðruvöllum í
Hörgárdal. „Það er mikill mun-
ur á búskap og búskaparhátt-
um á Suðurlandi og fyrir norð-
an. Yfirleitt er umgengni við
bæi fyrir norðan mun betri og
kannski stefna Norðlendingar
hærra en við fyrir sunnan. Að
því leyti finnst mér gott að hafa
farið í verknám fyrir norðan og
fengið samanburðinn með þeim
hætti. En hinn flatlendi Flói
heillar mig. Þar þekki ég hverja
þúfu og eins er þetta hérað vel
til búskapar fallið. Fyrir norð-
an eru ekkert nema íjöll,“ segir
hann.
Massey Ferguson stendur alltaf fyrir sínu. Kristján stendur hér við þann burðuga dráttarjálk og í baksýn er íbúð-
arhúsið í Skógsnesi. Myndir: - sbs.
Jarðabréf eru góð
hugmynd
í Skógsnesi er búið með 17 kýr,
sem hýstar eru í torffjósi - sem
byggt var um miðbik aldarinn-
ar. Eftir því sem best er vitað er
torfijósið í Skógsnesi það eina
hérlendis þar sem enn er
stunduð mjólkurframleiðsla.
Kristján yngri, segir að nauð-
synlegt sé að húsa jörðina
uppá nýtt.
„Allt snýst þetta um peninga
og það er afar dýrt að byggja
allt uppá nýtt. Stjórnvöld þurfa
að finna einhverjar leiðir til
þess að ungu fólki sé auðveld-
ara að byrja búskap. Þær
aðstæður sem nú eru í Skógs-
nesi gera slíkt ekki beinlíns
auðvelt. Því finnst mér vel
koma til greina, einsog til
dæmis var nefnt á fundi hjá
Búnaðarsambandi Eyjaijarðar
nú á dögunum, að gefin yrðu
út jarðabréf sem væru til dæmis
til fjörutíu ára. Væru þessi
jarðabréf þá byggð upp með
svipaðri hugmyndafræði og til
dæmis húsbréfin," segir hann.
í Bændaflokki íslands
Það er kannski afstætt, þegar
talað er um landbúnað, að
ganga út frá því að stórar og
grasgefnar jarðir séu þær sem
best henta til búskapar. Eðli-
legra er að velta upp þeirri
spurningu hvort jörðinni fylgir
ríflegur kvóti. „Maður þarf að
finna sér eina ljóshærða - sem
er frá jörð sem fylgir einhver
kvóti að ráði,“ segir Kristján.
Og hann heldur áfram:
„Það gekk einn skólafélagi
minn uppá Hvanneyri á mig í
vetur og spurði mig hvort ég
vildi ganga í Framsókn-
arflokkinn. Ég var til í það þeg-
ar mér var sagt að þetta væri
Bændaflokkur íslands. Fyrir
alla muni vil ég beita mér í
þágu bænda, þótt framtíðin
verði náttúrlega að skera úr
um það hvort ég verði þing-
maður. Eins og sakir standa
stefni ég að verða bóndi í sveit
og það hlutverk heillar mig,“
segir Kristján, hinn yngri, í
Skógsnesi. -sbs.
— — -W
.
Kristján og hundurinn Hvatur.
Nafnarnir tveir fyrir utan gamla torffjósið í Skógsnesi. „Það þarf að gera
ungu fólki auðveldara um vik að hefja búskap.“