Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Qupperneq 5
iOagur-Œmróm Miðvikudagur 2. apríl 1997 - 17 VIÐTAL DAGSINS Sagan að fara á öskuhaugana Hópur áhugafólks í bj örgunar sveitum um landið vilja koma á fót Björgun- arminjasafni til að sagan fari ekki á öskuhaugana eins og forkólfur hópsins orðar það. Ingi Þór Þorgrímsson er tals- maður hópsins sem hefur biðlað til 11afn arfj arðarbæj ar um Hðsinni við að útvega geymsluhúsnæði undir muni tengda björgunarsögunni og að- stöðu til að setja upp sýningar. Elstu björgunarsveitir lands- ins eru komnar um áttrætt en til hvers Björgunarminjasafn? „Við viljum búa til afdrep þar sem hægt er að halda utan um þessa gömlu muni, varðveita þá fyrir komandi kynslóðir að sjá hver þróunin hefur verið,“ segir Ingi Þór. Hann segir sveitirnar sitja uppi með heilmikið af minjum sem tengist starfinu og þær liggi undir skemmdum og nefnir sem dæmi tvo gamla björgunarbfla sem voru í essinu síniun fyrir 30-40 árum, gamla snjóbfla, myndir frá björgimarstarflnu, fatnað og ijarskiptabúnað. „Þetta er allt frá áttavitum upp í skótau og hlífðarfatnað. Okkur hefur þótt sem sagan væri bara að fara á öskuhaugana því hlutum sem ekki eru í notkun er hent. Við viljum grípa þarna inn í því plássleysið er allsráðandi Þessi hálfrar aldar gamli Wiesel snjóbíll er einn af þeim bílum sem björgunarsveitamenn vilja koma fyrir á safni en það eru um 8 ár síðan hann var tek- inn úr notkun. „Þetta er einn af bílunum sem komu frá hernum á stríðsárunum og voru notaðir í allar meiriháttar ferðir á Vatnajökul hér áður fyrr. Hann er í aldursflokki með frumherjum snjóbílanna." hjá þessum sveitum...“ - Hver hefur þróimin verið í björgunarstarfinu? „Ja, þegar flugbjörgunar- sveitin sem ég stýri í dag var stofnuð voru menn á Her- Willys um og gömlum Bedford vörubflum frá stríðsárunum, í klossum, þykkum ullarfatnaði og loðfóðruðum ullarúlpum á tréskíðum, íjarskiptalausir með það sem við köllum manndráps- bakpoka. í dag eru menn í cor- tex göllum [sérstakt öndunar- efni], plastskóm með fullkominn Ijarskiptabúnað, gervitungla- samband og jafnvel með stað- setningartæki á sér.“ Árangursríkt hug- sjónastarf - Af hverju viljið þið komast í Hafnaríjörð? „Það er talsvert komið af söfnum í Hafnaríjörð og okkur þótti kannski líklegt að þeir yrðu jákvæðir ef þeir hefðu hug á því að hafa þetta eins konar safnabæ.“ - Er einhver ástæða til að taka björgunarstarfið sérstak- lega út. Ætti þetta ekki allt eins heima á Þjóðminjasafninu? „Já, það er ástæða til þess vegna þess að saga björgunar- starfsins á íslandi á sér hvergi sinn lfka í heiminum. Ef þú ert að fara á hálendið í dag á jeppa þá er sjálfsagt að þú sért á breiðum dekkjum, breyttum bfl og með GPS staðsetningarbún- að. Þetta hefur í rauninni allt verið þróað í gegnum þessi björgunarsamtök. Þau byrja á þessum bflabreytingum og leið- sögutækni á landi. Það hefur átt sér stað mjög metnaðarfullt starf, drifið innan frá af svoköll- uðum áhugamönnum, sem hef- ur skilað meiri árangri en það sem hefur verið gert á faglegum grundvelli. Þetta er hugsjóna- starf sem er einstakt á heims- vísu.“ lóa BREF FRA GRENIVIK SvoMð raus um fyllerí Björn Ingólfsson skrifar Þessa dagana, eins og stundum áður, er mikið rætt mn vímuefnanotkun unglinga og ekki að ástæðu- lausu. Reykvíkingar hafa setið og rætt um vímulausan grunn- skóla og Akureyringar haldið ráðstefnu um vímuvarnir. Sýslumaður Eyfirðinga hefur boðað harðara aðhald á sam- komunni IJalló Akureyri ef haldin verður, Húsvíkingar hafa haldið borgarafund um vímu- efnavarnir. Svo mætti lengi telja. Öll þessi málþing hafa að meira eða minna leyti snúist um eitt. Þjóðarlöst íslendinga, drykkjuskap í óhófi, hversu börnin okkar eru dugleg að til- einka sér hann og hvernig hann getur snúist upp í neyslu miklu hættulegri efna. Eitthvað meira en lítið er að og tímabært að bretta upp ermar þegar lands- menn finna sig knúna til að hrinda af stað sérstöku verkefni með yfirskriftinni: Vímulaus grunnskóli. Án þess að hafa hugmynd um hvernig umræðin- hafi verið grunar mig að á þessum mál- þingum hafi ekki verið eytt of miklu púðri í að ræða aðal- ástæðuna fyrir sukki ungling- anna okkar, foreldrafylliríin. Það eru ekki unglingar sem velta blindfullir út af öldurhús- unum um þrjúleytið á nóttunni og æla eða míga upp við næsta húshorn. í þeim skrautlegu sög- um sem við heyrum eða sjáum í blöðum af drykkjuskap Islend- inga um allan heim, allt austan frá Kamtsjatka vestur til Hali- fax eru ekki unglingar sem koma við sögu. Meðan þeim sem eiga að teljast fullorðnir þykir ekkert athugavert við að drekka sig fulla, tala jafnvel um nauðsyn í því efni, þá getum við ekki búist við að þeir yngri sleppi því. Við erum fyrirmynd þeirra og getum ekki skotið Meðan fyrirmynd- irnar sem blessuð börnin hafa eru ekki betri en raun ber vitni verður unglingadrykkja vandamdl. Þrátt fyrir allar ráð- stefnur og mdlþing. okkur undan því. Fyllirí hefur verið þjóðar- íþrótt okkar allt frá landnáms- öld. Þegar frægasta kappa í þeirri íþróttagrein, Agli Skalla- grímssyni, var orðið bumbult í veislunni hjá Ármóði skegg gekk hann til gestgjafan síns, rétt sisona, tók hann upp á öxl- unum og „þeysti upp úr sér spýju mikla“ beint framan í hann. Síðan settist hann niður aftur og bað að gefa sér að drekka. Þó að menn hafi svosem ekki gert sér beinlínis far um að leika þessar aðfarir Egils eftir hefur allt frá dögum hans heyrt til afreka að geta drukkið mik- ið. Þess vegna hafa margir sett jafnaðarmerki milli fylliríissögu og frægðarsögu. Hver kannast ekki við svona upphrópun?: „Já, mikið rosalega var ég full- ur maður! Það var nú lika ekk- ert smáræði sem maður drakk!“ Síðan fylgir stórkalla- legur hlátur eins og viðkomandi þykist hafa unnið eitthvert stór- afrek. Annað hvort er þá ber- serkurinn búinn að gleyma því, eða að hann vill ekki vita það, að áður en hann dó og var dreginn út í bfl til að koma hon- um heim hafði hann velt um stólum og borðum, sullað víni yfir nokkrar konur meðan hann slefaði inn í eyrað á þeim, ælt síðan yfir gólfið í baðherberg- inu og brotið hurðina á sturtu- klefanum þegar hann datt. Daginn eftir lá hann í rúminu sárkvalinn af höfuðverk og ælu- pesti sem einhver hafði lfldega smitað hann af í veislunni. Meðan fyrirmyndirnar sem blessuð börnin hafa eru ekki betri en raun ber vitni verður unglingadrykkja vandamál. Þrátt fyrir allar ráðstefnur og málþing. Ég legg til að næsta ráðstefna verði ekki um ung- lingafyllirí heldur foreldrafyllirí og hvað sé til ráða í þeim efn- um. Síðan má halda aðra ráð- stefnu um málefni unglingaima. Ekki til að býsnast yfir því sem þeir gera af sér heldur til að ræða hvernig við getum hjálpað þeim á heilbrigðan hátt að kljást við vandamálið að vera maður og ijalla um áhugamál þeirra sem vilja læra eitthvað þarflegra af þeim fullorðnu en brennivínsþamb og pilluát.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.