Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Qupperneq 10
22 - Miðvikudagur 2. apríl 1997 IDagur-(Etnmm RADDIR FOLKSINS Vondir staðir í slæmum niáluni Enn einu sinni erum við minnt á það ófremdar- ástand sem ríkir í málefn- um fanga á íslandi og martröð margra sem þar lenda. Hvað veldur? Jú, aðstandendum of- býður og segja hingað og ekki lengra. Takið eftir, aðstandend- ur. Það eru semsagt ekki endi- lega þeir sem upplifa af eigin raun einangrunina, lítilsvirð- inguna, afskiptaleysið, niður- læginguna og mér liggur við að segja mannvonskuna sem hér viðgengst í fangelsum, heldur aðstandendurnir sem óbeint upplifa aðstæðurnar sem eru í aðstöðu til að tjá sig opinber- lega eða treysta sér tU þess. Staðreyndin er nefnilega sú að flestallar umkvartanir innan fangelsismúranna fara inn um eitt og út um annað hjá þeim sem ábyrgð eiga að bera á rekstrinum og þurfa sífellt að hlusta á „jaml og juð“ fanganna sem koma og fara, flestir eftir stutta viðdvöl. Það virðist sem sagt varla ástæða til að gera veður út af málum sem hægt er að hundsa í svo og svo langan tíma, jafnvel þó þau komi reglulega upp aftur og aftur með nýjum föngum. Það virðist sem kaldhæðni úttektarfangelsi hér á landi get- ur talist mannlegt og ólíklegt til mannskemmda. Er hér átt við Kvíabryggju, sem er einskonar sveitasetur þar sem menn geta stundað launaða vinnu, holla hreyfingu undir berum himni og búið við það sem kalla mætti þokkalegar og heimilislegar að- stæður miðað við stöðu sína. Á þennan stað fara hinsvegar að- eins menn með það sem kallað er lengri dóma. Skítt með hina. Allir í einum graut Til marks um ástandið má t.a.m. geta þess, að í fangelsinu á Akureyri eru nú vistaðir í ein- um graut óharðnaðir unglingar innan við tvítugt, menn að taka út einhverjar vikur vegna sekta, forhertir barnanauðgarar og gæsluvarðhaldsfangar. Hvernig getur það staðist í nútíma þjóð- félagi að menn í sektarúttekt, varðhaldi, gæsluvarðhaldi, 30 daga úttekt eða t.d. 8 mánaða fangelsi búi allir við nákvæm- lega sömu aðstæður innan múr- anna í einum graut hafandi ekkert fyrir stafni annað en að velta sér upp úr vandamálum hvers annars. Vera síðan læstir inni í klefum sínum í 10 klst. á sólarhring í daunillri og ryk- hluta til verið lýst hér að fram- an, þó margt verði auðvitað ósagt í svo stuttri grein sem þessari. huga. Á sama tíma og stjórn- kerfið bruðlar með almannafé í þessum málaflokki, búa full- frískir, Meiri steypa Fangelsisyfir- völd eru auðsjá- anlega höfuð- laus, úrræða- laus og metnað- arlaus her illra íjárfesta á veg- um almennings í þessu landi. Meiri steypa, öflugri rimlar, hærri veggir, fleiri fangaverð- ir og stjórnend- ur, sérfræðing- ar sem aldrei sjást nema úr neyð er örugg- lega ekki það sem í þessum málaflokki vantar, heldur aukin áhersla á mannlega þátt- inn. íslensk fangelsi eru úrelt, mannskemmandi fyrirbæri sem verður bókstaflega að endur- skoða með framtíðarmarkmið í vinnu- _ T , i , , fúsir einstak- lSU, hvevt getct pct lingar læstir í búrum, bjarg- arlausir og engum til gagns, síst af öllu sjálfum sér. Fleiri Kvía- bryggjur, eða skapandi vinnustaðir hljóta hljóta að vera framtíðin, enda örugg- lega margvís- legir möguleik- ar fyrir hendi hvað varðar að snúa bruðli og niðurrifi í vinnu og upp- byggingu öllum til góðs. Ef þú eign- ast hvolp, 2ja fangar sem saeta illri meÖferÖ skotiÖ sínum mdlum. Jú, til almennings- dlitsins, enda kannski betur til þess fallnir en hundarnir, sem mallausir eru bara skotnir fyrir óceskilega hegÖun. til 3ja mán. gamlan og ætlar að gera úr honum glaðan og gefandi fjöl- skylduvin, þá byrjar þú varla á að loka hann afskiptalausan inni í 2 fermetra búri fyrsta æviárið, enda yrðir þú senni- lega lögsóttur fyrir athæfið af dýraverndarsamtökunum. Nú, hvert geta þá fangar sem sæta illri meðferð skotið sínum mál- um. Jú, til almenningsálitsins, enda kannski betur til þess fallnir en hundarnir, sem mál- lausir eru bara skotnir fyrir óæskilega hegðun. Búið mál. Því miður virðist ekkert benda til þess að raunhæft sé unnið að úrbótum til lengri tíma litið. Þeir sem upphfa eymdina af eigin raun tjá sig ekki af ýmsum ástæðum, og hinir sem aldrei kynnast kerfis- skítnum og telja sig þar af leið- andi enga ábyrgð bera á honum og nenna því engan veginn að moka út. Hér vantar hrausta menn með öflugar skóflur, sem láta verkin tala. Meira seinna. „Moli.“ Séð inn í fangaklefa í Ríkisfangelsinu á Akureyri. örlaga eða bara óopinber stefna yfirvalda, að þeir sem taka út stystu dómana eru verst settir hvað úrbætur varðar. Það er ekkert fyrir þá gert og enn síður á þá hlustað. Það virðist ekki taka því. Þessir einstak- lingar eru vistaðir í nánast ein- angrun, með enga útivistar eða líkamsræktar kosti, enga fé- lagslega eða fjárhagsiega að- stoð, enga aðstöðu til náms eða námskeiða, semsagt enga iðju eða starfsmöguleika. Og þeir sem sitja af sér sektardóma sem geta verið nokkrir mánuðir fá ekki einu sinni þessar skitnu 300 kr. pr. dag sem fangar al-. mennt annars fá. Til hvers og af hverju 300 krónur á dag? Kannski svo hægt sé að segja að menn séu á opinberu fram- færi og skuli bara halda kjafti, liggja á meltunni og horfa upp í loft í svo og svo marga mánuði eftir atvikum. Þeir sem til þekkja, geta bor- ið vitni um það að aðeins eitt mettaðri grjótholu, með margra mánaða gömul, slitin og götótt rúmföt og eina bjöllu til að hringja ef eitthvað bjátar á, og algerlega undir hælinn lagt hvort verðinum á vakt þóknast að fylgja manni á hlandskálina áður en neyðin sendir allt í ruslafötuna eða þaðan af verra. Þeir sem kvarta yfir svefnleysi fá bara pillur og þeim mun fleiri sem hávaðinn úr öflugum hljómtækjum ágerist því auðvit- að hefur hver sinn smekk svo allt endurkastast í ærandi sí- bylju um hljóðbært og tómlegt grjótið, allan sólarhringinn. Maturinn er yfirleitt góður. Búið. Finnst mönnum það rétt- læta eitthvað. Á sama tíma og 90% fanga bæði geta og vilja vinna að einhverju er ekkert gert með það. Hvað skyldi hver fangi svo kosta þjóðfélagið t.d. á mánuði í úttekt. Örugglega einhver 3-400 þúsund með öllu. Og hvað er svo fengið fyrir þessa peninga. Jú, því hefur að * & Fimm barna faðir á Akureyri hringdi og vildi koma á framfæri meinlegum staðreyndum um ferðamannabæinn sem Akureyri er sagður vera. Hann vakti til að mynda máls á þeirri staðreynd að hvorki í kaffisölunni á flugveUinum né í sundlaug bæjarins væri hægt að greiða með de- bet-korti. Það væri óviðunandi þjónusta. „Síðan er afskaplega slæmt að Leikfélagið sé ekki með neinar sýningar um páskana. Ég á von á gestum að sunnan - og gaman væri að geta boðið þeim á leiksýningu. Þetta árið er LA með engar páskasýningar, sem eðlilegt væri,“ sagði hann. Og meira til. „Ég er sjálfur steinhættur að fara á skíði upp í Hlíðarfjalli. Það er helmingi dýrara að renna sér í brekkunum hjá ívari, en til að mynda í Bláfjöllum Reykvíkinga. Úr þessu þarf að bæta - og þetta er ekki til vegsauka fyrir ferðamannabæinn Akureyri," sagði viðmælandi okkar. Böminog ástarlífið Tölvupóstur er til ýmissa hluta nytsamlegur. Sér- staklega er hann hentugur fyrir blaðamenn sem þurfa að skrifa pistla af þessu tagi því af og til detta inn á pósthólfið brandarar eða gullkorn sem gengið hafa frá manni til manns og jafnvel frá landi til lands. Ekki er annað hægt en að brosa að ályktunum bandarísku barnanna sem segja sína skoðanir á hin- um ýmsu hliðum ástarlífs- ins: - Hvaða kosti þurfa þeir að hafa sem vilja vera góð- ir elskhugar? „Eitt sem er mikilvægt er að kimna að skrifa ávísun. Því jafnvel þó ástin sé heit þarf samt að borga fullt af reikningum." Ava, 8 ára. - Hvaða leiðir eru bestar til að fá manneskju til að verða ástfangna af þér? „Segðu henni að þú eigir fullt af nammibúðum." Del, 6 ára. „Ein leiðin er að bjóða stúlku út að borða. Þú verður að vera viss um að henni þyki maturinn góður. Mín reynsla er að frönsku kartöflurnar virki best.“ Bart, 9 ára. - Hvenær er í lagi að kyssa einhvern? „Það er aldrei í lagi að kyssa strák. Þeir slefa yfir þig alla. Þess vegna hætti ég því.“ Tammy, 7 ára. Líf sreglumar tíu Annað sem laumaði sér ný- lega inn á pósthólf undir- ritaðrar eru lífsreglurnar sem hér fylgja. Það verður nú að viðurkennast að já- kvæðari lífsviðhorf hafa sést en þetta er sjálfsagt ein leiðin til að sigla í gegnum erfiðleikana. Regl- urnar eru eftirfarandi: 1. Ekkert er eins auðvelt og það virðist vera. 2. Allt tekur lengri tíma en búist er við. 3. Ef eitthvað getur farið úr- skeiðis mun það gerast - á versta mögulega tíma. 4. Þegar eitthvað virðist vera farið að ganga vel er næsta víst að eitthvað hefur gleymst. 5. Ekkert er ómögulegt fyrir þann sem þarf ekki að sjá sjálfur um framkvæmdina. 6. Þegar búið er að klúðra hlutunum leiða tilraunir til að bjarga málunum til enn meira klúðurs. 7. Það er alltaf erfitt að gera flókna hluti einfalda. 8. Það er hinsvegar auðvelt að gera einfalda hluti llókna. 9. Sérfræðingurinn lærir sí- fellt meira og meira um minna og minna og veit á endanum allt um ekkert. Hinn almenni fræðimaður lærir hinsvegar minna og minna um meira og meira þar til hann veit ekkert um allt. 10. Það er sama hvað gerist. Alltaf er einhver sem vissi að svona myndi fara. Umsjón: Auöur Ingólfsdóttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.