Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Side 11
jDagur-'Eímrmt Miðvikudagur 2. apríl 1997 - 23 FINA OG FRÆGA FOLKIÐ Ég er bestur Áhangendur kvik- mynda eru nýj- ungagjarnt fólk og hafa lítið gaman af að fantasera um kyntákn gærdags- ins. Nýjabrum bransans um þess- ar mundir er grá- upplagður í hlut- verkið, hrokafullur, kynþokkafullur, mislyndur, afbrýðis- samur og með al- varlegan snert af karlrembu. Stephen Dorff er 23ja ára og á góðri leið með að verða griðarlegt númer. Hinn nýi Brad Pitt. Dorff lék ný- Þrátt fyrir öll villingaeinkennin gætir Dorff þess að hafa stjórn á frama sín- um í kvikmyndabransanum. Skýringin gæti legið í bakgrunninum því hann kemur frá góðu heimili, gekk í einkaskóla. Með kærustunni, Georgina Gren- ville, sem hann segist elska út af lífinu en þau hættu við að búa saman, slík voru spennan og rifr- ildin. lega í kynörvandi tryllimynd, Blóð og vín, á móti Jack Nichol- son, og urðu þeir góðir félagar meðan á tökum stóð. Svo góðir að áður en Jack yfirgaf Miami eyddu þeir 3 mánuðum í að slarka á börum og klúbbum borgarinnar - með eina til tvær blondínur í taumi. Dorff er nefnilega nánast jafn hrifinn af konum (sérstak- lega ljóshærðum, leggjalöngum og fyrirsætugrönnum) og sjálf- um sér. Það er erfitt að mæla hroka en til að gefa dæmi um hans þá segir hann eftirfarandi um leikhæfileika sína: „Ég er bestur og get ekkert að því gert.“ CLötcwfápð Teitur Þorkelsson skrifar Nautnir kynjanna Því hefur verið haldið fram að konur fengju ekki full- nægingu og það talið ókvenlegt að sýna einhver geð- brigði eða viðbrögð sem bentu til þess að þær gætu notið kyn- lífs. Þannig var ein helsta kyn- lífsregla kvenna á Viktoríutím- anum í Englandi sögð hafa ver- ið sú að leggjast á bakið og hugsa um England. Það er ekki gott að segja til um hvað var or- sök og hvað afleiðing í þessu samhengi. Var kynlífið ömur- legt vegna þess að konan ein- beitti sér að öllum kröftum að því að fylla vitund sína með þjóðsöng, krúnu og heilu heimsveldi? Eða var það að hugsa um England og drynjandi fallbyssur þess kannski mun betri hugmynd en það að fylgjast með uppburðarlitlum, fumkenndum herramanni sem eflaust var enn hálfklæddur og með hugann við að halda eingl- yrninu á sínum stað? Grísk goðafræði gefur tvírætt svar við spurningunni hvort konan eða karlmaðurinn njóti kynlífs betur. Tíreseus eyddi hluta lífs síns sem karlmaður og hinum sem kona og þekkti þannig ástarlífið frá báðum hliðum. Þegar Seifur og Hera spurðu hann hvort konan eða karlmaðurinn nyti kynlífs betur svaraði hann því að það væri konan. Það er hins vegar spurning hvort við getum tekið svarið gilt því Hera varð æf af reiði og blindaði Tíreseus á staðnum. Leikfélag Sauöárkróks frumsýnir: Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Benediktssonar í Bifröst miðvikudaginn 2. apríl kl. 20.30 2. sýning föstud. 4. apríl kl. 21 3. sýning þriðjud. 8. apríl kl. 20.30 4. og síðasta sýning mið- vikud. 9. apríl kl. 20.30 Gestaleikari: Gunnar Eyjólfsson Leikstjórar: Gunnar Eyjólfsson og Einar Þorbergsson Miðapantanir í síma 453 6762 sýningar- dagana.kl. 10-12 fyrir hádegi Leikfélag Sauðárkróks / °Pinn as fyrirlestur - menntun fyrir framtíðina - Föstudaginn 4. apríl mun kennaradeild og end- urmenntunardeild Háskólans á Akureyri standa fyrir opnum fyrirlestri þar sem Sr. Sunita Gandhi segir frá stofnun sem nefnist Global Concepts eða Alheimshugtök. Þessi stofnun er vettvangur fyrir uppalendur sem vilja stuðla að velferð barna á þeim grundvelli að eftirtalin fjögur atriði séu lykilþættir í heildarmenntun þeirra: 1. Altæk gildi (Universal Values) 2. Ágæti (Excellence) 3. Alheimsskilningur (Global Understanding) 4. Þjónusta í þágu mannkyns (Service til Humanity) Hugmyndafræði þessari er einkum ætlað að stuðla að siðferðilegum skilningi á því að jarðar- búar lifa allir í sama heiminum og að við berum sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Dr. Gandhi ætlar að kynna bæði meginhugmyndir og aðalaðferðir Global Concepts. Til þess að út- skýra mál sitt mun hún segja frá City Montessori Schools á Indlandi, en þar hefur lengi verið unn- ið í anda þessara kenningar og ræða um sam- starf foreldra við uppeldis- og menntastofnanir. Dr. Gandhi er stofnandi Global Concepts. Hún starfar hjá Alþjóðabankanum og sinnir verkefn- um á hans vegum í ýmsum löndum. Fyrirlesturinn sem fluttur er á ensku mun verða í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg og hefst kl. 14. Allir eru hjartanlega velkomnir. BELTIN yUMFERÐAR RÁÐ Einingarfélagar íEyjafirði Almennir félagsfundir verða haldnir á félagssvæðinu á eftirtöldum stöðum: Miðvikudaginn 2. apríl í Hrísey, í Brekku kl. 20. Fimmtudaginn 3. apríl á Grenivík, í Gamla skólanum kl. 20. Laugardaginn 5. apríl á Dalvík, í Safnaðarheimilinu kl. 16. Sunnudaginn 6. apríl í Ólafsfirði, í Sandhóli kl. 15, á Akureyri, í Alþýðuhúsinu 4. hæð kl. 20. Fundarefni: 1. Kynning á nýjum kjarasamningum. 2. Önnur mál. Björn Snæbjörnsson, Matthildur Sigurjónsdóttir og Hilmir Helgason kynna nýgerða kjarasamninga. Félagar, mætið á fundina, allir sem einn. Stjórnin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.