Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA
Dómstólar
Læknir ver sig sjálííir
Við mættum fyrir dómara
fyrir nokkrum vikum síð-
an, lögmaður Jóhanns G.
Bergþórssonar og ég. Dómarinn
spimði hvort hægt væri að finna
sættir milli okkar. Við tókum vel
í þetta, en ég sagði að ef annar
flötrn- væri á þessu en hingað
til, þá mundi ég skoða það. En
ég ætla ekki að biðjast opinber-
lega afsökunar á ummælum
mínum,“ sagði Gunnar Ingi
Gimnarsson, heilsugæslulæknir
og fyrrverandi formaður Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur, í
samtali við Dag-Túnann í gær.
„Ég heyrði nú ekkert í lög-
manninum eftir þetta og við
hittumst núna 1. april aftur hjá
dómaranum. Þar var ákveðið
að taka málið til flutnings í
september," sagði Gunnar Ingi.
Jóhann Gunnar Bergþórs-
son, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði,
stefndi lækninum vegna DV-við-
tals á síðasta sumri. Þar lét
Gunnar Ingi þá skoðun sína í
ljós að honum hefði frá upphafi
þótt fráleitt að Alþýðuflokkur-
inn gengi til samstarfs við Jó-
hann G. Bergþórsson.
„Ég hef fylgst með honum
gegnum árin og komist að
þeirri niðurstöðu að allar þær
fjölskyldur sem hann hefur skil-
ið eftir í botnlausu gjaldþroti
hér og þar um landið og sá
máti sem hann virðist upplifa
það sem hann hefur valdið ger-
ir það að verkum að ég set stórt
spurningarmerki við það hvort
þessi maður skynji siðferði yfir-
leitt," voru ummæli Gunnars
Inga í stóru helgarviðtali. Jó-
hann Gunnar stefndi Gxmnari
óðfluga fyrir þessi ummæli.
„Ég var þarna að hugsa um
heildarhagsmuni flokksins. Ég
bakka ekki með þessa skoðun
mína og hef mikil gögn til að
byggja mál mitt á, en það mun
ég reka sjálfur fyrir dómstól-
um,“ sagði Gunnar Ingi Gunn-
arsson í gær. -JBP
Fréttir og þjóðmál
Endurbætur á Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu standa nú yfir og hefur skrifstofa forsætisráðuneytisins verið
flutt í gamla Sambandshúsið við Sölvhólsgötu, þar sem menntamálaráðuneytið er nú til húsa. Sjálfur forsætis-
ráðherrann verður þó ekki þar, heldur mun Davíð Oddsson hreiðra um sig í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu,
þar til endurbótum lýkur. Mynd: S
Fjölmiðlar
Siglingakeppni
Elín Hirst ráðin á DV
Elín Hirst.
Mynd: ÞÖK
Elín Hirst, fyrrverandi
fréttastjóri á Stöð 2, hefur
ráðið sig tímabundið sem
ráðgjafa hjá Frjálsri fjölmiðlun
hf. Elín tekur formlega til starfa
á ritstjórn DV á mánudag og
mun sinna skrifum og frétta-
stjórn næstu þrjá mánuði sam-
hliða ráðgjöf.
„Ég ætla ekki að setjast nið-
ur og skrifa skýrslur heldur
ætla ég að hella mér í hringiðu
mála - fara að grafa skurði með
hinu fólkinu,“ segir Elín Hirst.
-GHS
Verðlagsmál
Hvatt til hörku
Stjórn Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði hvetur
launafólk til að sniðganga
vörur frá fyrirtækjum sem
hækka í verði án þess að gildar
forsendur liggi þar að baki.
Jafnframt mótmælir félagið
harðlega nýlegum verðhækkun-
um á brauði.
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segir mjög mikilvægt að
neytendur veiti seljendum vöru
og þjónustu aðhald í verðlags-
málum. Tilgangurinn með því
sé m.a. að tryggja að virk sam-
keppni skili sér til neytenda. Þá
sé aðhald í þessum efnum ekki
síður nauðsynlegt þegar öll
álagning er frjáls. Af þeim sök-
um sé öll upplýsingamiðlun til
neytenda afar brýn svo þeir geti
haft sem best yfirlit yfir mark-
aðinn og þær hræringar sem
þar kunna að eiga sér stað í
verðlagsmálum. -grh
Beggja skauta byr
í ferðaþjónustu
ísland komið á kortið
í alþjóðlegri skútu-
siglingakeppni.
s
fysta skipti fer fram í sum-
ar alþjóðleg siglingakeppni
á skútum til íslands þar
sem siglt verður frá Plymouth,
Englandi til Reykjavíkur. Fimm-
tíu skútur fá leyfi til að taka
þátt í keppninni en aðsókn er
mun meiri, og hafa þegar á
annað hundað aðilar lýst áhuga
sínum á þátttöku.
Jón Skaptason hefur umsjón
með þessu verkefni innanlands
og segir hann þetta mjög
spennandi tækifæri fyrir íslend-
inga. Ekki bara áhugamenn um
siglingar heldur sé þetta dýr-
mæt landkynning og muni skila
töluverðum tekjum í heildina.
„Það verða tveir á hverri skútu
en auk þess koma ÍJölskyldur
Töluverðar vonir eru bundnar við
alþjóðlega siglingakeppni þar sem
ísland verður viðkomustaður í
fyrsta skipti.
margra. Einnig verða brögð að
því að menn sigli aðra leið og
fái síðan nýja aðila til að ná í
skúturnar. Það stendur líka til
að skipuleggja golfmót fyrir
þessa aðila, auk þess sem Qöl-
miðlar koma til landsins og
sýna þessu áhuga,“ segir Jón.
Það er klúbburinn Royal
Western Yacht Club sem stend-
ur að keppninni og verður
keppt í þremur flokkum. Engir
íslendingar verða með, enda er
aðeins ein íslensk skúta nógu
stór til að taka þátt. Lagt verð-
ur af stað 7. júní og er áætluð
landtaka í Reykjavík á þjóðhá-
tíðardaginn, 17. júní. Sú tíma-
setning er ekki tilviljun að sögn
Jóns Skaptasonar. „Þetta verð-
ur töluverð þrekraun en ef vel
tekst til verður þessi keppni
haldin annað hvert ár,“ segir
Jón Skaptason, formaður sigl-
ingaklúbbsins Brokeyjar.
Ágúst Ágústsson hjá Reykja-
víkurhöfn hefur umsjón með
verkefninu fyrir hönd hafnar-
innar. „Þessi mikli fjöldi kemur
til með að nánast fylla höfnina
og verður það nánast í fyrsta
skipti sem höfnin fær tekjur af
skútum,“ sagði Ágúst. BÞ
íslendingaþættír
fylgja
blaðinu í
dag
Bæirnir
berjast
Lífið í landinu
B BUkCKSiDECKER
Handverkfæri
SINDRIk
IUIIH.I1IIIIIIMMIIMII
-sterkur í verki