Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Blaðsíða 7
1®agur-'2Imrám Laugardagur 5. apríl 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Sértrú Til annars heims íyrir fimm dollara Applewhite og Bonnie Lu Tinsdale Nettles, trúsystir hans sem látin er fyrir nokkrum árum. Baksvið Dagur Þorleifsson 39 manneskjur (21 kona og 18 karlmenn) í trúarhópi sem nefndist Hlið himinsins sviptu sig nýlega lífl í glæsiliúsi í Rancho Santa Fe, auðmannaútborg skammt frá San Diego í Suður- Kaliforníu. Flest þetta fólk var miðaldra eða aldrað, aðeins fimm undir fertugu og sá elsti 72 ára. Það svipti sig lífi með eitri, er blandað hafði verið í epla- mauk og vodka. Flest líkanna lágu í rúmum eða á dýnum, eins og fólkið hefði lagst til svefns. Allt var það klætt nákvæmlega eins svörtum fötum og snoðklippt. Hjá hverju líki var lítil ferðataska með hinu og þessu sem sá látni hafði átt, allir höfðu á sér fimm dollara seðil og nokkra 25 senta peninga. Allir voru í nýjum hlaupaskóm, svört- um. Heimsendaspár og Hale-Bopp Hópurinn, sem um skeið hafði búið í áminnstu húsi, var vel að sér í tölvutækni og vann fyrir sér með starfsemi á þeim vettvangi. Þar að auki höfðu safnaðarmeð- limir lagt allar eigur sínar, sem í sumum tilvikum voru talsverðar, í sameiginlegan sjóð hópsins. Þetta voru dagfarsprúðar mann- eskjur, að sögn kunnugra. Mikið hefur verið um heims- endaspár af tilefni komandi ár- þúsundamóta, og þar að auki kom halastjarna, kölluð Hale- Bopp eftir þeim sem uppgötvuðu hana, í nálægð við jörðu nýlega. Margir hafa trúað því að hala- stjörnur væru fyrir stórtíðindum. Fjöldasjálfsvíg á vegum trúar- hópa undanfarið eru talin tengd þessu. Fólkið í Hhði himinsins mun hafa álitið að heimsendis væri skammt að bíða, og að eftir að það hefði yfirgefið sína jarð- nesku Iíkama færi það um borð í geimfar, er biði þess í hléi við Hale-Bopp-stjörnuna. Geimfarið flytti það síðan til Sviðsins fyrir ofan hið mannlega, sem væri ein- hvers staðar úti í geimnum, trú- lega á einhverri stjörnu. Þaðan taldi fólkið sig hafa komið upp- haflega og sest að í líkömum manna, en nú hefði það lokið er- indum sínum á plánetunni Jörð og færi aftur til upphafs síns. Misheppnaðar tilraunir hópsins til þess að afla sér fylgis með áróðri á veraldarvefnum kunna að hafa aukið honum lífsleiða. „Sá höndli þetta, er höndlað getur“ í Hliði himinsins var algert bann við áfengi, eiturnautnaefnum og kynlífi. Það síðasttalda er rakið til þess að Marshall Herff Applewhite, 66 ára og foringi hópsins, var samkynhneigður og lenti í vandræðum út af því á 8. áratugnum. Til þess að undir- strika það að kynferði skipti engu máli í hópnum klæddust karlar og konur í honum eins og létu klippa sig eins. Applewhite og fleiri karlmenn þar á bæ létu vana sig. í því og afneitun á kyn- h'fi og kynhneigðum yfirleitt studdist hópurinn við Matteusar guðspjall 19:12.: „... til eru þeir geldingar, sem hafa gelt sjálfa sig vegna himnaríkis. Sá höndh þetta, er höndlað getur.“ Auk Biblíunnar skiptu fljúg- andi furðuhlutir, geimverur og Fyrsta fjöldasjálfsvíg í tengslum við Alnetið, segja fjölmiðlar. En flest við kaliforníska söfnuðinn Hlið him- insins kemur kunnug- lega fyrir sjónir. geimferðir miklu í trúarlífi hóps- ins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana eru 45% Bandaríkjamanna sannfærðir um að fljúgandi furðuhlutir hafi komið til jarðarinnar. (Og næst- um fjórðungur þeirra heldur að Rússland sé í NATO.) Maðurinn hefur haft trúar- brögð alla sína tíð. Með hliðsjón af því er þess að vænta að trúar- brögðin haldi velli áfram, hvað sem á gengur, en taki á sig ýms- ar myndir eftir heimshlutum, löndum og tímaskeiðum. Sumra fræðimanna mál er að það mesta í sálarlífi og hugsun mannsins hafi „prógrammerast" inn í hann í ævaforneskju, með þeim afleið- ingum að í hugsun hans, skynj- un, tilfinningum og breytni sé flest stöðugt að endurtaka sig, öld eftir öld, árþúsund eftir ár- þúsund, með einhverjum blæ- brigðamun eftir menningu og tímaskeiðum. Helskór fyrr og nú Ýmislegt við Hlið himinsins getur virst renna stoðum undir þær kenningar. Svörtu nýkeyptu skórnir minna á helskóna sem látnum mönnum voru bundir í norrænni heiðni. Með fimm doll- ara seðlunum mun hafa átt að borga farið með geimskipinu. Látnir Forn-Grikkir borguðu Karoni ferjukarli skilding fyrir að flytja sig til Hadesarheims. Með- limir í Hliði himinsins létu far- angur í töskur, eins og fyrir hvert annað ferðalag. í svipuðum til- gangi var fé og munir lagt í haug eða borið á bál með mönnum til forna. Hugmyndir um annað líf á öðrum hnöttum þekktust þegar í fornöld og voru í uppgangi á mótunarskeiði kristninnar. Þá voru þjóðræn gildi á und- anhaldi í alþjóðleika Rómaveldis. Við það fannst ófáum að þeir væru óhugnanlega einir í heimin- um og gerðust svartsýnir á hann. Það varð til eflingar trúflokkum, sem höfðu trúarhugmyndir úr ýmsum stað og beindu athyglinni að öðru lífi, frelsun og sælu í því. Þ. á m. var kristnin. Píslarvottar hennar dóu fagnandi, sannfærðir um að eilíf sæla yrði hlutskipti þeirra er guðsríki gengi í garð að fullu. Einnig nú eru tímar sjálfs- ímynda á hverfanda hveli og al- þjóðleika, ekki síst í þeim „bræðslupotti" sem ýmsum þykir vel við eiga að kalla Bandaríkin. Kannski er svo hvergi fremur en í Suður-Kaliforníu. Jafnframt fara sögur af almennri öryggis- leysiskennd og kvíða þar vestra. andaðist á FSA föstudaginn 28. mars. Hún var kvödd frá Höfðakapellu 3. aprfl í kyrrþey að hennar ósk. Haraldur Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. daginn 1. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Ingólfur Kristjánsson, Karitas Kristjánsdóttir, Karl Kristjánsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Freyja F. Sigurðardóttir. innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð fyrir einstaka umönnun og hlýju. Freygerður Bergsdóttir, Sigrún Finnsdóttir, Daníel Þórðarson, Guðmundur Finnsson, Gréta Stefánsdóttir, Bergur Finnsson, Sumarrós Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, KARL JÓNATANSSON, Nípá, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur fimmtudaginn 3. apríl. Sólveig Bjarnadóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Neðri-Rauðalæk, Glæsibæjarhreppi, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 29. mars, verður jarðsungin frá Bægisárkirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Steingrímur Pétursson, Guðbjörn Pétursson, Hulda Kristjánsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ORÐ DAGSINS 462 1840 K___-_________r

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.