Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Page 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Page 4
4 - Laugardagur 5. apríl 1997 Pagm-®mTOm INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 105 Reykjavík Sími 552 5800 - Myndsendir 562 2616 Útboð F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lagningu aðalæðar við Strandveg frá Hallsvegi að Borgarvegi. Lengdarmetrar 1.400m - 600o Duc. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 16. apríl 1997, kl. 14:00 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjórans í Reykjavík, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur og Pósts og Síma h.f. er óskað eftir til- boðum í verkið: Endurn. gangstétta og veitukerfa 3. áf. 1997, Melar o.fl. Endurn. skal gangstéttir, dreifi- kerfi hitaveitu og annast jarðvinnu fyrir aðrar veitu- stofnanir í Melum, Frakkastíg, milli Hlemms og Borg- artúns og við Miklubraut. Helstu magntölur: Lengd hitaveitulagna alls 5.000 m Skurðlengd 4. 000 m Steyptar stéttar 1.750 m2 Malbikun 1.400 m2 Hellulögn 1.200 m2 Þökulögn 750 m2 Útboðsgögn. fást á skrifst. vorri frá miðvikud. 9. apríl 1997, gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 22. apríl 1997 kl. 14:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í að byggja 180 fermetra viðbyggingu við leikskólann Grænuborg, Eiríksgötu 2, ásamt tengingu við eldra hús og frágangi lóðar. Verkinu á að vera lokið 26. september 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðju- deginum 8. apríl 1997. Opnun tilboða: miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 15:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við leikskólann Ás- borg. Helstu magntölur eru um: Hellulagnir 350 m2 Gróðurbeð 100 m2 Malbikun 250 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriðjudaginn 29. apríl 1997, kl. 14:00 á sama stað. Veðurathugunar- menn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstak- linga, hjón eða einhleypinga, til veðurathug- ana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntan- lega hefst í lok júlímánaðar 1997. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglis- gáfu, nákvæmni og samviskusemi. Laun eru sam- kvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 26. apríl n.k. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn Tækni- og athuganasviðs Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 560 0600. HM í handbolta <95 „Landkynningm“ fór gjörsamlega í vaskinn Raunverulegir frétta menn voru fáir og umfjöliun erlendra fjölmiðla var lítil og eingöngu um hand- bolta, ekki fagurt land eða fagrar meyjar. Vbnir ráðamanna í ferða- málum um stóraukningu ferðamanna á íslandi í kjölfar alþjóðlegrar íjölmiðla- umræðu um HM í handbolta á íslandi vorið 1995 brugðust gjörsamlega, segir í grein eftir norska blaðamanninn Frank Brandsás í blaði norrænu ráð- herranefndarinnar, Politik í Norden. Blaðamaðurinn segir að meiningin hafl verið að koma bæði Reykjavík og íslandi end- anlega inn á heimskortið með voldugri ijölmiðlaumræðu í kringum HM í handbolta. Þetta brást illilega. í ljós kom að fregnritarar handboltans hafa ekki minnsta áhuga á að skrifa fréttir sem að gagni koma fyrir túrismann. Vitað er að bæjarstjórnir og ferðamálaapparöt vörðu miklu fé í uppákomur og kokteila fyrir útlenda blaðamenn, - án árang- urs. Varla birtist stafkrókur né svo mikið sem leifturmynd af gjósandi hverum eða hinum fögru íslensku stúlkum, bara handbolta, og það í afar naum- um skömmtum. Brandsás kafar ofan í ferða- mannatölur á íslandi fyrir og eftir HM á íslandi. Þar kemur í ljós að aukning varð á ferða- mönnum, - en þeir komu alls ekki frá löndum sem sáu hand- boltann í sjónvarpstækjum sín- um eða blöðum. Aukningin var í Bretlandi og í Bandaríkjunum, þar sem almenningur hefur engan áhuga á þessum leik. Blaðamaðurinn kannaði tölu þeirra fréttaritara sem hingað komu. Talan 570 „fréttamenn" er auðvitað fjarri öllum sanni. Brandsás reiknast til að af þessum Qölda hafi um 200 ís- lendingar verið á blaðamanna- skírteinum, en af hinum 370 er- lendu haíl stærstur parturinn verið tækni- og hjálparmenn við sjónvarp. Örfáir franskir blaðamenn voru hér, enda þótt Frakkland stæði að lokum uppi sem heimsmeistari. I kjölfarið jókst ferðamannaíjöldi frá landinu úr 7.170 í 7.414. Aukning franskra ferðamanna varð reyndar miklu meiri fyrir HM en eftir! Magnús Bohlin, doktor í heimspeki við háskólann í Döl- unum, einn fremsti sérfræðing- ur Norðurlanda í rannsóknum á ferðamálum sagði í samtali við blaðamanninn: „Bull! Það eru bara stórvið- burðir sem fá fólk til að hugsa ákveðið rnn stað eða land.“ Og Jóhannes Reykdal, tækni- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, kunnur fyrir fjöhniðlastörf sín fyrir Almannavarnir, hitti nagl- ann á höfuðið í úttektinni: „Það eru bara náttúruham- farir eins og snjóflóð og eldgos sem megna að einhverju leyti að koma landi og stöðum á heimskortið, atburðir sem fólk man eftir.“ En eftir stendur sú staðreynd að „kynningin" sem HM á ís- landi átti að verða, misheppn- aðist að öllu leyti. Handbolta- hausar íjölmiðlanna skrifa ekki um annað en handbolta. Svo einfalt er það. -JBP Fatasöfnun Kúrdískir flóttamenn sem nutu góðs af góðum gjöfum frá íslandi fyrir 4 árum. Mynd Hjálparstofnun kirkjunnar. Kíkift í fataskápinn! Fatasöfnun fer fram á Ijór- um stöðum á landinu dag- ana 10. til 12. apríl á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Páll Stefánsson ijölmiðlafull- trúi sagði Degi-Tímanum í gær að stöðugt bærust óskir um að- stoð til stofnunarinnar. Hreinn fatnaður og góðir skór eru vel þegnir meðal hrjáðra íbúa fyrrum Júgóslavíu, Tjetjeníu og Angóla. Þangað verður fatnaðurinn sendur á næstunni. Söfnun mun fara fram í Reykjavík, á Akureyri, Ísaílrði og Egilsstöðum. Um helgina ætti fólk að kíkja í fataskápa sína. Þar er venjulega mikið af fatnaði sem fólk mun ekki nýta sér, en er heill og gagnast vel hrjáðu fólki á þessum svæðum. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.