Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 5. apríl 1997
PJÓÐMÁL
JDagur-SRmirat
llagur-'ðlítimm
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 563 1600
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639
Sjóðir og útflutningspopp
í fyrsta lagi
Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður fagnar því í fréttaviðtali
Dags-Tímans í gær að íslendingar hafl loksins náð höfðinu
upp úr sfldartunnunni og líti víðsýnni augum á möguieika
sína í heiminum. Tilefnið er að starfshópur á vegum iðnað-
ar- og menntamálaráðherra hefur skilað af sér skýrslu sem
mælir með opinberum stuðningi við sókn íslenskrar dægur-
tóniistar á erlendum mörkuðum. Spurningin snýst í raun
um að gera íslenska dægurtónlist að útflutningsvöru - út-
flutningslistiðnaði - sem gerði hvort tveggja í senn að
styðja við listsköpun og skapa landinu gjaideyristekjur. Hér
er á ferðinni gott mál svo framarlega sem tryggt er að tón-
listin só í raun og sann íslensk og að stuðningurinn gagnist
til að auðga og styrkja íslenska menningu.
V
Ríkisstjórnin hefur tekið bærilega í tillögur þessa starfs-
hóps og hyggst skoða þær frekar, sem bendir til að hún sé
komin með höfuðið upp úr sfldartunninni (hvað svo sem
segja má um áltunnuna). Eitt af því sem hópurinn leggur til
er að mismunur listgreina verði viðurkenndur þegar kem-
ur að innheimtu virðisaukaskatts, en hljómplötur bera
rúman 24% skatt, bækur 14% og ýmis önnur menningar-
starfsemi engan. Er lagt til að mismunurinn milli skattpró-
sentu bóka og hljómplatna verði settur í sjóð sem styðji við
útílutning tónlistar. Millifærslur af þessu tagi kunna að eiga
rétt á sér, einkum á sviðum þar sem menningarlegir og
viðskiptalegir hagsmunir skarast með afgerandi hætti. Hins
vegar verður þessi leið ævinlega vandasöm og beinlínis
kailar á deilur og óeiningu um hvernig skammta eigi úr
sjóðnum.
í þriðja lagi
En starfshópur ráðherranna kemur fram með fleiri tillögur.
Ein þeirra gengur út á að samræma skattlagningu skap-
andi listgreina með sérstöku lægra skattþrepi, t.d. 6%.
I'etta er sú leið sem menn eru að fara í Evrópu í vaxandi
mæli, enda er hún lang einfoldust og um leið sanngjörnust.
Millifærsiurnar og milliliðirnir sem hætt er við að verði
búnir til í kringum sérstakan útflutningssjóð myndu þá
ekki verða áhyggjuefni og hinn menningarlegi ávinningur
er augljós, ekki síst þagar haft er í huga að ríkisstjórnin
virðist ekki ætla að finna kjark til að afnema hinn illræmda
bókaskatt. Sérstakt skattþrep fyrir skapandi íslenska
menningu gæti verið stórt spor í rétta átt.
Birgir Guðmundsson.
J
Er eðlilegt að óflárráða börn
geti fengið hraðbankakort til umráða,
án samþykkis foreidra?
Sigurveig
Jónsdóttir
upplýsingafulltrúi
íslandsbanka hf.
Ungmenni hafa rétt til
að ráða yfir eigin
peningum og því fylg-
ir að geta lagt þá inn í
banka og tekið út, án af-
skipta annarra, - nema um
óvenjuháar upphæðir sé
að ræða. Með breyttri
tækni hefur það breyst að
nú geta börn fengið hrað-
bankakort 12 ára í stað
þess að hafa sparisjóðsbók
undir höndum. Ef taka á
þann rétt af börnum þarf
breytt lögræðislög.
Bragi
Guðbrandsson
forslööumaöur
Barnaverndarstofu
Að sumu leyti er já-
kvætt, frá uppeldis-
legu sjónarmiði, að
ungmenni taki ábyrgð á
eigin peningum. Sjálfræðis-
aldur er 16 ár og þá mega
einstaklingar t.d. gera
vinnusamninga. Fjárráða
ert þú 18 ára og samkvæmt
gildandi lögum mátt þú þá
ráðstafa þínu sjálfsafiafó.
Málið er því ekki jafn ein-
falt og það virðist vera.
♦
♦
Valgerður
Magnúsdóttir
félagsmálasljóri
á Akuregri
Mér finnst það orka
tvímælis. Fað hlýtur
að vera hlutverk
foreldra að sjá til þess að
engar verulegar upphæðir
séu inni á reikningum sem
ófjárráða börn og ungling-
ar hafa til umráða.
Jónina
Bjartmarz
lögfr. og form.
Heimilis og skóla
S
Oíjárráöa börn geta
ráðstafað sjálfsaflafé.
Ég geri hins vegar
fyrirvara þegar börnum
eru gefnir peningar til
skynsamlegrar ráðstöfun-
ar; að gefendum sé ljóst
hve auðvelt er fyrir börn
að nálgast peningana t.d. í
gegnum hraðbanka. l’ar
þurfa foreldrar að gera
börnum ljósa þörfina á
ábyrgri vörslu kortsins, þó
ábyrgðar þeirra sé okki
krafist.
s mm
Niðurlæging
bœndastéttarinnar
„Niðurlæging bændastóttarinn-
ar er afleiðing af ástarævintýri
þjóðarinnar við draug úr fortíð-
inni. Við búum ekki í bænda-
samfólagi og höfum ekki gert
alla öldina. Það er ekki seinna
vænna að draga af því réttar
ályktanir áður en ný öld gengur
í garð og gera bónda að þeim
bústólpa sem hann einu sinni
var.“
Birgir Hermannsson í Alþýðublaðinu
Fjölmiðlgetnaður
„Þetta er spennandi og ögrandi
verkefni sem er fram undan.
Mér finnst þetta eins og að vera
að eignast þrjú lítil börn.“
Pórarinn Jón Magnússon í DV, en hann stefnir
að útgáfu þriggja nýrra tímarita.
Útbrunnir grínarar
„Spaugstofuþættirnir eru út-
brunnir, á því eiga forstöðu-
menn Sjónvarpsins að vera
búnir að átta sig á.“
Jón Árnason í DV, en honum var ekki skemmt
yflr nýjasta þætti Spaugstofumanna.
Hin andlega íslenska leti
„Auðvitað breytir litlu, þótt
sumir nenni ekki að láta sig
varða þjóðarhag. Andieg leti er
aftur á móti of algeng með
þjóðinni, sem er umhugsunar-
efni.“
Gunnlaugur Þórðarson segir löndum sínum til
í Mogga í umræðu um sjávarútveg.
Þúsund ára dagarnir
Merkileg er lífsreynslan að eyða
páskahelginni í borg sem dregur
lífsandann þrátt fyrir páskahald.
Hafnarborgin Riga við Eystrasalt er 800
ára gömul Hansaborg og hér eru við-
skipti svo snar þáttur í lífi manna að
hvergi er slegið af þjónustu við fólk um
bænadagana. Verslanir sem opnar eru
um helgar og næturlangt loka ekki dyr-
um sölubúða sinna um páska. Samt
verður ekki séð að helgi páskanna sé
minni í Riga en í Reykjavík við sundin og
menn gæta sín hér á guðspjöllunum.
Auk þess fara Rigubúar með gaman-
mál og leiki fyrir börnin sín á torgum
um páskana eins og Reykvíkingar gera á
þjóðhátíð og sumardaginn fyrsta. Fólk
er því í hátíðarskapi af ánægju en ekki
bara af skyldurækni. Dreifir sér um alla
borgina og kirkjusókn eykst fyrir bragð-
ið.
Á íslandi hefur hefðbundið páskahald
verið með öðru sniði frá því pistilhöf-
undur man fyrst eftir sér. Helgi stóru
bænadaganna er með þeim stórmerkj-
um að fólk má ekki gera sér dagamun á
torgum eða vertshúsum. Landsmenn eru
taldir best geymdir heima hjá sér í
meinlæti. Einstæðingum og ferðafólki
eru allar bjargir bannaðar eins og útlög-
um á skógargöngu. Hin síðari ár hefur
rofað heldur til og nú er fólki heimilt að
kaupa sér að borða um páska með skil-
málum.
En hvaðan er þessi opinbera forsjá og
umhyggja komin í lög landsins og reglu-
gerðir? Hún er komin frá
þjóðkirkjunni og er það
miður. A sínum tíma voru
bænadagarnir úrskurðaðir
alvarlegs eðlis og ekkert
veraldar vafstur mátti tefja
fólk frá kirkjusókn á messutnna. Breytt-
ur tíðarandi bítur ekki á þessa óvígu
löggjöf um helgidaga og menn eru
áfram teknir fastir fyrir að selja náunga
sínum beina á messutíma. Ef ekki væri
fyrir blessuð páskaeggin hefði æska
landsins risið upp gegn páskunum fyrir
mörgum áratugum.
Árið 2000 fagna íslendingar þúsund
ára kaþólsku í landinu og svona fimm
hundruð ára Lúterskirkju. Og litið um
öxl er eins og orð skáldsins standi
óhögguð frá öldinni sem leið að þúsund
ár geti orðið að einum degi. Engan skal
því undra að páskarnir sóu orðnir mesta
ferðahelgi ársins. Alvaran og depurðin í
þúsund ára dögunum hefur loks stökkt
landsmönnum á flótta. Fólk á faraldsfæti
um helgina var í rauninni að flýja páska
kirkjunnar í annan landsfjórðung.
Vel má spyrja hverjum þessi dapur-
leiki sé þóknanlegur? Vinir
og vandamenn þjóðkirkj-
unnar taka nærri sér að
kirkjan þeirra skuli ennþá
vilja reka fólk til messu
frekar en laða. Tími guðs-
óttans er liðinn í þjóðfélaginu og fólki
þykir vænt um Jesúbarnið en óttast það
ekki. Iifshlaup frelsarans ber heldur
ekki með sér að hæfileg glaðværð hafl
verið honum á móti skapi.
En þjóðkirkjan er líka á öðrum og áð-
ur óþekktum tímamótum. Samningur ís-
lendinga um Evrópumarkað gerir ráð
fyrir að trúfélög sitji við sama borð í
landinu. Aðskilnaður ríkis og kirkju
kemur því frá Brússel. En er þjóðkirkjan
í stakk búin til að mæta þeirri sam-
keppni sem biður hennar á næsta leiti?
Og er kirkjan nógu hreyfanleg til að
ganga inn í nýja öld?
Stórar kirkjur með fasta messutíma
eru arfur gamals tíma og gamallar
kirkju. Þúsund ára öldin er að renna sitt
skeið á enda og ný öld heldur í garð með
margmiðlun og Interneti. Þjóðkirkjan á
að stíga út úr kirkjuhúsum og nálgast
fólkið sitt á heimavelli. Kirkjan á að
fagna öllu lífsmarki í þjóðfélaginu um
páska og nota tækifærið til að boða gott
orð þar sem fólkið hennar kýs að koma
saman á hverjum tíma. Þjóðkirkjan á
líka að nýta sér tölvur og margmiðlun
jafnt sem Internet út í æsar. Það er lif-
andi kirkja. Eða er Eiríkur Sigurbjörns-
son, sjónvarpsstjóri Omega, eini ljósvík-
ingur trúarinnar?
Kristur var settur utan garðs í þjóðfé-
lagi sínu vegna hugmyndafræði sem
heldur ennþá velli eftir 2000 ára sig-
urgöngu. íslendingar eru hins vegar á
góðri leið að gera Krist útlægan úr þjóð-
félagi sínu 2000 árum seinna vegna þús-
und ára misskilnings á helgi páskanna.
CLótyevt
Mafmeó