Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Qupperneq 9
Ííaijur-Œmttmt
Laugardagur 5. apríl 1997 - 9
RITSTJORNARSPJALL
Hetjur um héruð
Stefán Jón Hafstein
skrifar
Fyrir viku sat ég heima hjá vinafólki mínu í kvöld-
heimsókn; eftir ljúfa máltíð, létt spjall og klapp á
köttinn varð ekki undan því komist að horfa á
Spaugstofuna. Ég er einn af þeim sem er búinn að út-
skrifa þá félaga af minni húmordeild fyrir all löngu. Ég
lét mig hafa það í vináttuskyni við gestgjafana að horfa
- og til að koníakið yrði ríflegar skammtað ef hlegið
væri hátt í ranni. Þessi vinur minn brást ekki: alltaf hef
ég dáðst að því hvað hann hefur
gaman af aulahúmor, og við hlegið
oft saman: hann af meintum brönd- ?______________
urum og ég að honum fyrir að
hlægja að þeim. Nú var hiegið dátt
á ýmsum forsendum.
úr. Eins og ég treysti fólki til að vinna úr Spaugstofu-
þættinum, eins og ég treysti fólki til að vinna úr því
þegar vegið er að mínum starfsheiðri.
Ábyrgð
Almennt er ég þeirrar skoðunar að fólk eigi að tjá sig á
eigin ábyrgð og í eigin nafni, en stundum geti kringum-
stæður réttlætt nafnleynd. Nafnleynd höfundar eða
heimildarmanns. Við þær kringumstæður verður ein-
hver að áfiyrgjast sannleiksgildi eða réttmæti þess sem
fram er borið. Svo maður taki nærtækt dæmi: ritstjóri
Dags-Tímans er ábyrgur fyrir því sem birt er án nafns
eða heimildar í blaðinu. Tjáningarfrelsið felur nefni-
lega ekki í sér réttinn til að ljúga. Hvers vegna að rekja
þetta hér? Vegna þess að eigendur Dags-Tímans hafa
stefnt fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins fyrir að skaða
blaðið með röngum
fréttaflutn-
ingi.
—iuirifi
Týnd er æra - töpuð sál
fa:nr >töðugt
nK«i «|J i tí„, hnrf,, (!,„,»
ha^, ÍMjrtuvÖm luts
Saksóknari
Tilefni þessarar glöðu kvöldstvmd-
ar er nú til rannsóknar hjá RLR,
og hvorki meira né minna en guð-
last í húfí. Orð frá miðöldum.
Biskup kvartaði við útvarpsstjóra
sem nú verður að ræða málið á
þeim vettvangi sem „harmaði"
grínið með menntamálaráðherra
á dögunum - sjálfu útvarpsráði.
Það ágæta ráð á nú við vanda að
etja: ætlar það að harma grín um
menntamálaráðherra, en ekki um
Jesú Krist?! Hversu miklu dýpri verður harm
urinn? Og á meðan rannsakar RLR hvort
grínið hafi verið guðlast. Guðfræðingurinn
Hörður Jóhannesson! Nei, svona mál leys-
um við í opinni umræðu.
Ó Kræst Hinrik!
Hinrik okkar Bjarnason tilkynnti
gær að „umdeild" mynd yrði ekki á
dagskrá í kvöld. Síðasta freisting
Hinriks áður en hann fór heim
úr vinnuni varð honum að falli.
Kannski sá góðgjarni dag-
skrárstjóri sem samdi „eg sá
mömmu kyssa jólasvein" geti
hjálpað Herði á RLR að meta guð-
lastið. Aumingja Hörður, bara að sr.
Þórir hefði aldrei hitt Hallvarð í sundi!
Og meðan Hinrik, Hörður og Hallvarður spá í
guðlastið hefur hver nokkuð að iðja í sínu horni:
Dagur-Tíminn og Mogginn. Fyrst Mogginn.
Mogginn tilkynnti í vikunni að hann ætlaði ekki leng-
ur að birta auglýsingamyndir af listdönsurum sem
skemmta á stöðum, sem kenndir hafa verið við klám á
Alþingi og plebbamenningu af óstofnuðum samtökum
kvenna sem telja sér misboðið. Eftir smá havarí í haust
virðist ljóst að dillibossarnir eigi sér vernd í lögum,
ákæruvaldið hefur ekki aðhafst þrátt fyrir rannsókn.
Tjáningarfrelsi þessara listamanna er verndað þótt
Mogginn telji myndir af þeim fyrir neðan sína virðingu.
Skrýtið að sama blað telji sér sóma af berbrjósta út-
lendum leikkonum og tískusýningarstúlkum í getnaðar-
legum stellingum. Mogginn tekur sér það tjáningar-
frelsi að hampa íturvöxnum dillibossum í eigin þágu
(skemmta lesenduin, selja blaðið) en bannar öðrum að
selja líka þjónustu á síðum blaðsins. Gott og vel. Menn
hafa frelsi til að vera ósamkvæmir sjálfum sér.
Tjáningarfrelsi.
Ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi að fá að segja nán-
ast hvað sem er um hvern sem er. Undir nafni. Við
búum í þannig þjóðfélagi að umræða er tiltölulega opin
og frjáls til að túlka og verja skoðanir. Skoðanir, hug-
myndir, listsköpun. Ég er meira að segja á því að
Spaugstofan eigi að fá að vaða uppi með sinn aula-
húmor. Og biskup á að láta vanþóknun sína í ljós ef
honum svo býður við að horfa. Með kyngi orða sinna,
ef vill. Mér finnst líka að ef einhver vill dilla sínum
bera bossa fyrir annan, þá eigi að horfa á það mildum
augum. Sama á við þegar einhver vill lýsa kynhneigð
sinni, trú eða trúleysi, pólitík eða jafnvel bara embætt-
isfærslu opinbers starfsmanns. Þegar fyrrum ritstjóri
Alþýðublaðsins kallaði Harald Johannessen fangelsis-
málastjóra glæpamannaframleiðanda eða eitthvað
álíka, þá fannst mér það ekki vera dómstólamál. Mér
fannst það mál sem almenningsálitið ætti að geta unnið
Infantílismi
tm*.
•Wow «VK tbai. K<u rt
rwú Wnu M* UngM
W «drj
eða trúgjarn nafnlaus blaðamaður lét plata sig til að
skrifa í einhverjum miður frómum tilgangi. Er ástæða
til að sveipa þessi mistök helgiljóma og líkja við meist-
arastykki frjálsra fjölmiðla af því að vinkona og starfs-
félagi lendir óvart í klandri út af þeim?
Einfalt mál
Dagur-Tíminn lenti í svipuðu máli. í slúðurdálki okkar
var sagt að RÚV væri að græða helling á því að leyfa
fólki að velja laugardagsmyndina símleiðis. Þetta var
rangt og til þess fallið að spilla trausti áhorfenda á Ijöl-
miðlinum. Bæði siðferðistrausti og viðskiptatrausti.
Við báðumst afsökunar og leiðréttum. Við eigum ef-
laust eftir að lenda í svipuðu aftur - óviljandi, en af gá-
leysi - og munum leitast við að bæta fyrir og biðjast for-
láts. A miðvikudaginn fékk ég umboð útgáfustjóra
Dags-Tímans og bauð Guðrúnu Kristjánsdóttur að gera
það sama og allir ærlegir ritstjórar verða að gera: hún
fengi pláss í Degi-Tímanum til að segja fréttina tilhæfu-
lausa og „afsakið". Útgáfustjóri blaðsins hafði sam-
þykkt að draga þar með stefnuna til baka. Málið búið.
Guðrún þarf sem sagt ekki að gera annað en það
sem er sjálfsagt þegar mál klúðrast, eins og
kemur fyrir á bestu bæjum. Einfalt.
Hún tók sér umhugsunarfrest, en
boðið stendur.
Samsæri?
Hvers vegna þessi litla ijöð-
ur er orðin að fimm hænum
er sérkapítuli. Langt er um
liðið, málið lítið í raun... o.s.frv.
Þetta hefði þurft að útkljá fyrr.
Er þetta samsæri eigenda fjölmið-
ils til að þagga niður í hugrökkum
blaðamönnum og ritstjórum? Hug-
rökkum blaðamönnum? Ég skal
hvenær sem er verja Guðrúnu
Kristánsdóttur þegar hún sýnir hug-
rekki. En nafnlausa lygara sem láta
glepjast til að nota sig á ég ekkert erindi
við. Ég held að hún sé ekki ein af þeim.
Hefur ekki hvarflað að nein-
um að hér lét vinur vor nafn-
laus á HP nota sig fyrir við-
skiptahagsmuni þeirra sem
vildu að Degi-Tímanum mis-
tækist? Er það blaða-
mennska til að berjast fyrir?
Er þetta stíllinn?
í haust birtist klausa í slúðurdálki Helgarpóstsins um
mikla erfiðleika í rekstri Dags-Tímans, setuverkföll
starfsmanna og að blaðið stefndi rakleiðis í gjaldþrot.
Tæpitungulaust var þetta lygafrétt. Að því er mig varð-
aði skaðaði hún vinnufrið á blaðinu, starfsmannamóral
og samskipti við nokkra utanaðkomandi aðila sem van-
treystu okkur. Ekki það sem vantaði á nýju blaði, en við
tókumst á við þetta eins og annað. Eigendur Dags-
Tímans ákváðu að stefna Helgarpóstinum fyrir að spilla
viðskiptatrausti á nýja blaðinu. Nú hefur sú stefna loks-
ins ratað til Guðrúnar Kristjánsdóttur, sem var ritstjóri
og ábyrgðarmaður fyrir þessu slúðri, hún komin í ann-
að starf og blaðið í hendur annars fólks. Ekki gaman.
Nokkrir félagar okkar í blaðamannastétt telja alvarlega
vegið að tjáningarfrelsi í landinu vegna þessa. í fyrsta
lagi vegna þess að maður eigi ekki að taka mark á
slúðri í Helgarpóstinum. Því get ég verið sammála þótt
aðrir séu það ekki, m.a. þeir starfsfélaga okkar sem
kallað hafa mig í viðtöl og krafist skýringa á málum
sem þar hafa verið reifuð. í öðru lagi vegna þess að
klausan hafi ekki valdið skaða. Það er álitamál; ég er
löngu búinn að klastra yfir þessi mál innanhúss og
utan, en hafði annað við tímann að gera, og eigendur
blaðsins meta það fyrir sig hvort þetta mál hafi bakað
þeim vandræði - sem þeir augljóslega gera. í þriðja
lagi virðast menn telja að hér sé um eitthvert heilagt
prinsippmál að ræða fyrir frjálsa blaðamennsku.Menn
nefna „rannsóknarblaðamennsku“ sem fyrirmynd,
draga upp dæmi af hetjum í blaðamannastétt og skrifa
langa leiðara um samfélagslegt gildi frjálsrar íjölmiöl-
unar - ekki há eff.
Allt út af meinfýsinni slúðurklausu sem óvandaður
Fleiri hetjur
Þegar Guðrún ritstýrði Helg-
arpóstinum í millibUsá-
standi lá fyrir að nýir eig-
endur tækju við innan
skamms. Þeir ritstýra nú sjálfir
blaði með sama nafni og eiga mikið undir því að
vel gangi. Skömmu síðar byrjuðu vopnabræður þeirra
gamlir að reka Vikublaðið, sem hóf söluherferð. Bæði
þessi blöð hafa markaðssett sig útá baráttuna gegn
íjölmiðlum sem Jón títtnefndur Ólafsson á hlut í. Á síð-
um þessara blaða hefur Dagur-Tíminn endalaust verið
spyrtur við allt það versta sem þessi maður á að standa
fyrir. Allt af því að fyrirtæki sem hann á ca 20-30%
hlut í, á sjálft. 35% hlut í fyrirtæki sem á 51% hlut í
Degi-Tímanum. Þar með hafa ritstjórar þessara
tveggja blaða og aðrir sem um ljaUa talið sig þess um-
komna að vega gróflega að trausti á Degi-Tímanum,
starfsmönnum þess almennt, og persónulega að starfs-
heiðri ritstjórans, sem á að vera handbendi eigenda.
Þessi málflutningur tengist auðvitað á engan hátt við-
skiptahagsmunum blaðanna og eigenda þeirra? Tján-
ingarfrelsið felur í sér réttinn til að velja verðuga and-
stæðinga. Því klúðra menn með ýmsum hætti.
Enn eitt klúðrið
Ef fræknir blaðamenn ætla að halda því fram að hér sé
tekist á um grundvallaratriði eins og tjáningarfrelsi er
verið að blekkja almenning. Þetta mál hefur ekkert
með tjáningarfrelsi að gera.Ekki frekar en þáttur
Spaugstofunnar hafði neitt með Guð almáttugan að
gera. Ekki frekar en diUibossarnir hafa neitt með klám
eða list að gera. Gagnvart blaðamönnum snýst þetta
um að láta ekki misnota sig eða vera kærulausir. Éf nú
á að nota þetta mál til að komast í slag fyrir ímyndaða
heilaga jómfrú er ekki einasta verið að leiða Ilelgar-
pósts ritstjórann ólánsama tU slátrunar fyrir tóman
barnaskap, heldur blekkja fólk. Af hverju ekki segja
bara hlutina eins og þeir eru: Stóru strákarnir eru
komnir í bófahasar og litlu krflin á íjöliniðlunum láta
eins og íífl.