Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 9
jDítgur-CÍIímtrm
Laugardagur 12. apríl 1997 - 9
Um verðandi gagns-
leysi karlmanna
Þessa dagana snýst aðal
brandarinn, einkum hjá
meðvituðum konum, um
það að karlmenn séu á barmi
þess að verða úreltir og óþarfir.
Búið sé að einangra boðefnið
sem framkalli kynferðislega
fullnægingu hjá konum og þess
skammt að bíða að efnið komi í
pilluformi á almennan markað.
Þá sé ljóst að einræktun eða til-
raunaglasarækun mannfólks
geti leyst hefðbundna kynæxlun
af hólmi og því sé fátt eitt orðið
eftir af hinum merkilegri verk-
efnum karlmannsins.
Þessi húmor mun hafa byrj-
að í hinu breska Times um síð-
ustu helgi og hefur síðan gengið
aftur og aftur alla vikuna.
Kynbundinn húmor
Það er athyglisvert við þessa
fyndni um væntanlegt gagns-
leysi karlmannsins, að konur
virðast kunna miklu betur að
meta hana en karlar. Raunar
hef ég tekið eftir því að konum,
sem alla jafna telja sig sérstak-
ar „kvenréttindakonur“, finnst
þetta af einhverjum ástæðum
alveg sérstaklega fyndið og
hlæja manna hæst og lengst að
þessari snautlegu framtíð karl-
kynsins.
Kannski kunna karlar ekki
að meta fyndnina vegna þess að
hún snertir það sem þeir eru
upp til hópa hvað viðkvæmastir
fyrir - karlmennskuna. Það er
óneitanlega talsvert gengisfall
að hugsa til þess að ein lítil
pilla geti leyst af hólmi karl-
mannlega elskuga.
Kynbundin kirkja
Það er sjálfsagt tilviljun að það
ber upp á sama tíma að konur
hlæja köldum hlátri yfir gráum
örlögum karlkynsins við þessa
endurhönnun sköpunarverksins
og að konur eru farnar að
safna liði með Auði Eir í bisk-
upskjöri. Dagur-Tíminn sagði
frá því í vikunni að verið væri
að hrinda af stað hreyfingu
kvenna til stuðnings sr. Auði og
að hreyfingin væri á kvennapól-
itískum forsendum. Helst var
að skilja að það væri að koma
fram enhvers konar kvenna-
framboð í biskupsslagnum, en
sr. Auður hefur jú öðlast frægð
meðal þjóðarinnar fyrir að gera
lítið úr karlmennsku sjálfs
Skaparans og tala jafnan um
„hana Guð“. En það að kvenna-
framboð komi upp innan kirkj-
unnar er e.t.v. eðlilegt framhald
þess að hið veraldlega Kvenna-
framboð hefur lent í talsverðum
andbyr að undanförnu. Hafa
prestarnir ekki einmitt verið að
segja okkur að þjóðkirkjan sé
sáluhjálparinn, sem er alltaf til
staðar þegar eitthvað bjátar á?
Það er því ekki óeðlilegt að
kvennapólitíkin leiti þangað,
eins erfiður og tilvistarvandi
Kvennalistans hefur verið upp á
síðkastið.
Kynbundin stjórnmál
Kvennalistakonur eru þessa
dagana og hafa raunar verið
undanfarin misseri, að reyna
að gera upp við sig hvort það sé
rétta leiðin að fjarlægja „karl-
mennskuna" úr stjórnmálunum
og hafa kvennaflokkinn
„ómengaðan“. Kvennalista-
konur hafa raunar náð tals-
verðum árangri við að ná „ofur-
karlmennsku" eða karlrembu
út úr stjónmálaumræðunni á
undanförnum árum, en aðrir
flokkar og önnur stjórnmálaöfl
eru löngu búin að taka í aðalat-
riðum upp hin stærri mál
kvennabaráttunnar. Ástæða
heilabrota Kvennalistans um
sjálfan sig er að hluta til hug-
myndafræðileg, en hún er ekki
síður einfaldlega praktísk:
flokkurinn skyrskotar ekki
Hafa prestarnir
ekki einmitt verið
að segja okkur að
þjóðkirkjan sé
sáluhjáiparinn,
sem er alltaf til
staðar þegar eitt-
hvað bjátar á?
Það er því ekki
óeðlilegt að
kvennapólitíkin
leiti þangað, eins
erfiður og tilvist-
arvandi Kvenna-
listans hefur verið
upp á síðkastið.
lengur til hugmynda kjósenda
um hvernig samskipti kynjanna
eiga að vera. Almenningur sér
þessi samskipti ekki sem kyn-
bundin átök um völd og stöðu
heldur miklu frekar sem úr-
lausnarefni beggja kynja.
Ókynbundin pólitík
Sjónarmið sveigjanlegrar íjöl-
skyldustefnu eru einfaldlega að
leysa af hólmi sértækar og að-
greindar kvenfrelsishugmyndir,
sem segja að baráttan gangi
betur upp ef hún er ótrufluð af
testósterón hormónum karl-
dýrsins. Staða kvenna breytist
ekki nema með breyttri stöðu
karla og barna og jafnvel eldri
borgara í samfélaginu. Þetta er
allt í einum og sama pakkan-
um. Það er í þessu Ijósi sem
skoða verður hnignun Kvenna-
listans og erfiðleika, hans tími
er einfaldlega að verða liðinn í
óbreyttri mynd. Áherslan á fjöl-
skyldustefnu er ekki sérstakt
kvennamál, og hafi reynslu-
heimur kvenna einhvern tíma
verið forsenda þess að skilja
mikilvægi málsins þá er hann
það ekki lengur. Kvennalistinn
hlýtur því á næstu misserum
annað hvort að opna dyrnar
fyrir körlum eða einfaldlega
hætta og ganga til Uðs við aðra
flokka.
Ókynbundnir flokkar
En aðskilnaðarstefna á grund-
velli kynja er hins vegar ekki
einskorðuð við Kvennalistann.
Gömlu flokkarnir eru margir
með sérstök kvennafélög innan
sinna vébanda sem eru ekki
síður tímaskekkjur heldur en
sérstakt kvennaframboð. í raun
hafa kvennafélögin í flokkunum
oft ekki tekið mikinn þátt í pól-
itísku starfi heldur séð um
kökubakstur og basara. Þetta
hefur þó eitthvað breyst á
seinni árum og hjá þeim flokk-
um sem á annað borð þykjast
ætla að boða heildstæða Qöl-
skyldustefnu ættu forsendurnar
fyrir tilvist sérstakra kvenfélaga
í flokkunum að vera löngu
brostnar.
Ókynbundið almætti
Sannleikurinn er einfaldlega sá
Áherslan á fjöl-
skyldustefnu er
ekki sérstakt
kvennamál, og
hafi reynsluheim-
ur kvenna ein-
hvern tíma verið
forsenda þess að
skilja mikilvægi
málsins þá er
hann það ekki
lengur.
að hlutirnir ganga miklu betur
fyrir sig og eru margfalt eftir-
sóknarverðari ef kynin starfa í
aðalatriðum saman. Konur
vinna ekkert við það eitt að
fjarlægja karlmennsku úr fé-
lagsskap sínum ekki frekar en
að það er h'tils virði fyrir karla
að hunsa konur og sjónarmið
þeirra. Guð almáttugur væri
frekar takmarkaður ef hann
væri bara karl eða bara kona.
Fullkomleiki hans felst auðvitað
í því að hann er bæði.
Eins er það með meint fyrir-
sjáanlegt gagnsleysi karl-
mannsins, sem landsmenn hafa
verið að skemmta sér yfir í vik-
unni. Þegar betur er að gáð er
þetta ekkert sérstaklega góður
brandari því auðvitað vita allar
konur að einhver fullnægin-
garpilla getur aldrei leyst hinn
karlmannlega elskuhuga af
hólmi. Hún á heldur ekki að
gera það. Það gildir því það
sama um þetta og annað í sam-
skiptum kynjanna - aðskilnað-
arstefnan er á útleið. Það þarf
nefnilega tvo í tangó.