Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Qupperneq 10
PJÓÐMÁL
10 - Laugardagur 12. apríl 1997
jDagur-Œmtmn
Vaxandi umferðartafir á þjóðvegumim
í Reykjavík og nágrannabæjum
Halldór Eyjólfsson
áhugamaður um samgöngu-
og umhverfismál skrifar
Stöðugt versnar aðgengi til
höfuðborgarinnar, sérstak-
lega í gegnum nágrannabæ-
ina, er þá helst að nefna: Hafnar-
svæðin, Reykjarvíkurflugvöll, Bif-
reiðastöð íslands, Bændahöllina,
Þjóðminjasafnið, Háskóla íslands
og fl. Það er staðreynd að Sunn-
lendingar, Reyknesingar, Kjalnes-
ingar og Kjósverjar sækja dag-
lega vinnu og skóla til höfuðstað-
arins (með tilkomu Hvalfjarð-
arganga munu Borgflrðingar
geta gert hið sama). Nú í dag tek-
ur oft á tíðum jafnlangan tíma að
aka frá Selfossi að Baldurshaga
(Rauðavatn) og þaðan vestur að
Bændahöll. Þessar sívaxandi taflr
á þjóðvegum þurfa að minnka
með einhverju móti, svo sem að
fækka innáakstri og auka vega-
girðingar þar sem seinlegast er
að komast áfram.
Þjóðvegir í þéttbýli
Norðan Rauðavatns var lagt í
umtalsverðan kostnað 1993 og
1994 með því að sprengja skurð í
gegnum dálitla hæð og byggja
vegbrú þar yfir, þarna er umtals-
verð hætta á snjóþyngslum, sem
ævinlega er verið að forðast. Síð-
an var lagður vegur norður á
Vesturlandsveg sunnan Grafar,
en í því gili sem er á milli Grafar
og vegamóta Vesturlandsvegar
og Suðurlandsvegar eru náttúru-
legar aðstæður til vegbrúargerð-
ar mjög góðar, (jarðgöng
gangandi, hjólandi, akandi) ekki
varð af þessari augljósu
samgöngubót í Grafarvog nú.
Næsta vegbrú er ca. 1 km vestar
Endurfundir Holtabúa!
Þeir sem bjuggu í
Stangarholti - Stórholti - Meðalholti -
Einholti - Þverholti - Skipholti - Nóa-
túni og á Háteigsvegi
á árunum 1940-1960 ætla aö hittast og rifja upp gömul kynni.
Staður og stund:
Gullhamrar, lönaöarmannafélagshúsinu, Hallveigarstíg 1,
Reykjavík, iaugardaginn 3. maí kl. 21-03.
Til skemmtunar:
Viö sjálf og dagskrá í höndum Holtakrakkanna Friðriks Þórs Friö-
rikssonar, Jódísar Siguröardóttur og Ómars Ragnarssonar.
Sniglabandið leikur fyrir dansi.
Veislustjóri: Einar Hólm Ólafsson.
Miöaverö: 1500 krónur.
Miðasala hefst 15. apríl hjá Kaupmanninum á horninu („Benna-
búð“), Stórholti 16. Opið frá 10 til 23.
Undirbúningurinn hefur veriö stórskemmtilegur.
Hittumst öll 3. maí og endurlifum æskubrekin!
Undirbúningsnefndin.
ÚTBOÐ
Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjar-
sjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboðum í
gatnagerð og lagnir í áfanga V í Giljahverfi.
Tilboðið nær til gerðar 490 lengdarmetra af götum
og 70 lengdarmetra af stígum ásamt tilheyrandi
holræsalögnum og jarðvinnu fyrir vatnslagnir.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt úr götum 4300 rúmm.
Lagnaskurðir 560 m
Lengd fráveitulagna 950 m
Fylling 5.500 rúmm.
Skiladagur verksíns er 27. júní 1997.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með
þriðjudeginum 15. apríl 1997 á 4.000 kr.
Opnun tilboða fer fram á sama stað föstudaginn 2.
maí kl. 11.
Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.
og var byggð í sumar, Hálsabraut
er undir. Svo er hið gríðarlega
mannvirki Höfðabakkabrú og
breikkun vegarins beggja vegna.
Þetta eru umtalsverðar
samgöngubætur, en hvað kostar
kílómeter í svona vegalagningu?
Næst er Breiðhöfðavegbrú austan
ESSO olíustöðvarinnar, hana
verður að lengja töluvert þegar
vegurinn niður Ártúnsbrekku
breikkar. Þá munu Efliðaárbrýrn-
ar vera of þröngar ásamt Sæ-
brautarvegbrú, 5 vegbrýr eru á
þessum stutta kafla. Því læðist sá
grunur að manni að ekki séu
önnur vegstæði í nágrenninu
könnuð, svo sem frá Súðavogi
þvert í Sævarhöfða norðarlega,
inn Grafarvog og á Vesturlands-
veg nálægt hitaveitustöð.
Aðal umferðaræðar úr borg-
inni fara um Ártúnsbrekku en
þar myndast oft umferðarhnútar
líkt og gerðist á Þingvallahátíð-
inni 1994. Úrbóta er þörf.
Miklabraut
Breikkun Miklubrautar ásamt
lengingum afreina og aðreina
eru umferðinni mjög til bóta og
auka öryggi þeirra sem koma úr
hbðargötum. En fækka þarf inná-
keyrslum á þessum aðalvegi sem
liggja milli bæjarfélaga og ibúð-
arhverfa, Einnig þyrfti að minnka
tafir af gangbrautum með und-
irgöngum fyrir gangandi og hjól-
andi vegfarendur.
Þegar kemur að Miklatorgi
(Hringbraut-Snorrabraut-Mikla-
braut- Bústaðavegur) nánar til-
tekið að gatnamótum Eskihlíðar,
væri hagkvæmast að framlengja
Miklubrautina niður og undir Bú-
staðavegsbrú og áfram beint á
væntanlega Flugvallarbraut,
sunnan Læknagarðs. Þessi breyt-
ing mun létta verulega á um-
ferðaþunga Hringbrautar og
Miklatorgs. Frá Rauðarárstfg og
á móts við Eskihlíð þrengist gat-
an vegna húsa sem skaga út í
aksturslínuna og er algeng sjón
víða í þéttbýlum þótt þjóðvegir
hafi rétt til 20m lands utan veg-
kants. Þessi þrengsli neyða hús-
eigendur til að leggja bílum sín-
um á miðja götu, upp á graseyju,
svo ömurlegt sem það nú er.
(Það er ólík gerð vega í íbúð-
arhverfum eða milli héraða,
þungaflutningar.)
Þjóðveginn í Mosfells-
bæ verður að færa
Hagkvæmustu lagfæringar þar til
aldamóta sýnast vera að færa
Vesturlandsveg ca. 0,5 km sunn-
an Leirvogsár niður í botn Leir-
vogs mótsvið hesthúsahverfi
Mosfelbnga, síðan vestur fjöru-
borð vogsins að Korpuósi, þaðan
beint upp á Vesturlandsveg sunn-
an Korpu-tengivirkis. Með þess-
ari breytingu færist umferðar-
þunginn úr miðbæ Mosfellinga og
klýfur bæinn ekki eftir endilöngu
eins og nú lítur út fyrir að verði.
Geta bæjarbúar þá skipulagt sín
hringtorg, hjóla- og göngustíga
að vild. Kjalnesingar þurfa að
skipuleggja gegnumakstur í sínu
byggðarlagi innan fárra ára, svo
ekki hljótist óþægindi af þegar
umferðaþunginn eykst.
(Verður ríkissjóðm- að kosta
verslunargötur og torg í sumum
bæjar- og sveitarfélögum, mið-
bæjartorg Mosfellsbæjar mun
kosta allt að 200 milljónir ef af
verður.?)
Vegur af Kjalarnesi til
Reykjavíkur árið 2010
Kollaíjörð yrði þá trúlega að
brúa nálægt rafh'nustæðinu,
Verkfræðingastóð
þjóðarinnar heldur
uppteknum hætti og
staðsetur byggingar
og götur áður en
landsvæði er frátekið
undir aðalvegi, síðan
er farið að hugsa fyrir
þungaflutningsum-
ferð í gegnum versl-
ana- og íbúðahverfi.
ásamt vegalagningu suður Álfs-
nesið að Gunnunesi en þar kæmi
brú yfir í Geldinganes, en suð-
vestan í því er talin ákjósanleg
hafskipa/hafnaraðstaða á kom-
andi öld. Úr Geldinganesi myndi
vegurinn Uggja um Eiðið beint að
Gufuneshöfða en þar útaf myndi
Kleppsvíkin brúuð. Er þá aðkoma
af Vestur- og Norðurlandi inn til
höfuðstaðarins mun betri.
Áhugavert væri að koma járn-
braut (rafknúinni) út í Viðey frá
Gufunesi að Viðeyjarstofu og
spara þar með rekstur á Viðeyj-
arferju og flotbryggjum. Þarna
voru litlir vöruvagnar á teinum
knúnir af handafli fyrr á öldinni,
ef til vill eru teinarnir ennþá not-
hæfir. Óráðlegt er að leggja bfl-
veg í eyjuna en göngu- og reið-
hjólastíga vantar þar. Banna þarf
umferð gæludýra þar.
Reyknesingar í bið-
röðum á Hafnarfjarð-
arvegi
Það er krókótt og eftir því taf-
samt að aka í gegnum Hafnar-
Qörð, Garðabæ, Kópavog og
Reykjavík ætli maður t.d. að
Raunvísindastofnun Háskólans
eða í flugafgreiðslu innaniands
sem er einstaklega illa staðsett
miðað við hlutverk sitt, (í her-
námsskála) við Þorragötu í
Skerjafirði. Sýnist því tímabært
að stöðin fái aðra staðsetningu
og aðgengilegri t.d. austan N,S
brautar en sunnan A,V brautar,
þar er autt og ónotað svæði. Aug-
ljóst óhagræði er af núverandi
fyrirkomuiagi Loftleiða á utan-
og innanlands afgreiðsium. Veru-
legar úrbætur í aðkomu um-
ferðastöðva lofts og láðs má gera
með eftirtalinni vegalagningu: Af
Hafnaríjarðarvegi við Fossvogs-
læk niður að sjávarmáb, sunnan
ESSO stöðvariimar eftir sjávar-
málinu norður á sjávarbakkann
eftir honum neðan kirkjugarðs-
ins, vestur að Hb'ðarvegi norður
hann að Flugvallarbraut móts við
skrifstofur Loftleiða og eftir
henni að vesturhorni Valsvallar,
þá í sveig að Læknagarði með
tengingu við Miklatorg undir Bú-
staðavegsbrú (framlenging
Miklubrautar). Sunnan Lækna-
garðs og Umferðarmiðstöðvar-
innar en sveigt norður að Hring-
braut vestan stöðvarinnar, svo
vestur með henni (með graseyju
á milh) að Sæmundargötu áfram
að Jarðfræðihúsi Háskólans,
meðfram suðurhlið þess að Suð-
urgötu en þar þarf undirgöng
fyrir gangandi og hjólandi fólk.
Ásamt 3 akreinum smærri bfla
(ca. 2.30 m lofthæð), 2 akreinar í
austrn og 1 akrein í vestur, er þá
komið að Hótel Sögu og Þjóðar-
bókhlöðu (vegarheiti Flugvallar-
braut). Eitthvað þarf að lagfæra
vegamótin í Engidal líklega með
því að færa þau ca. 100 m norður
á Hafnarijarðarveg, þannig að
Álftanesvegur komi á Reykjavík-
urveg. Þarna kemur möguleiki á
vegbrú í framtíðinni.
Ofanbyggðavegur
(öryggisvegur)
Áf Reykjanesbraut sunnan
Straums, á Suðurlandsveg við
Geitháls. Frá Straumi um Kap-
elluhraun, sunnan Hamraness,
beint að Hvaleyrarvatni, norðan
þess og þvert yfir Smyrlabúðar-
hraun á nýgerðan veg austan
Hjalla, eftir honum neðan Heið-
merkur að Jaðri, austan við hann
en vestan dælustöðva vatnsveit-
unnar, svo beint á Veg I við Geit-
háls, en austan athafnarsvæðis
nýju vatnsverksmiðjunnar. Öfl-
uga girðingu þarf að reisa beggja
vegna vegarins frá Jaðri að Suð-
urá, mannheld verður hún að
vera og í alla staði vönduð.
Öryggisvegur af
Vesturlandsvegi
Sunnan Úlfarsárbrúar upp með
ánni, norðan Reynisvatnsáss suð-
ur með honum að Langavatni,
vestan þess en austan Stóra-
skyggnis, síðan beint að Veg I við
Geitháls. Bót væri að brúa Úlf-
arsá mótsvið Fellsmúla.