Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Page 1
rrvov IV..
O V-
|Dagur'®tmmn
Laugardagur 12. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 59. tölublað
söndum ári
með ólíkindum hve
hefur tekist með
strandaði
austur á söndum. Lítill vafi
ieikur á að hægt hafi verið að
í veg fyrir strandið, en aðstoð var
þegin að forða því. Síðan hefur
gengið á öllum ósköpunum að bjarga
farmi og skipi af strandstað og skal sú
ekki rakin hér.
En Suðurströndin er hættuleg skipum og þar hafa
margir skipsskaðar orðið og hefur gengið misjafnlega
að bjarga fólki, farmi og skipum í gegnum tíðina.
En á svipuðum slóðum var árið 1944 ein stærsta
björgun sem sögur fara af hér á landi. En þá strand-
aði belgíska skipið Persier við Kötlutanga. Það skip
var 8200 smálestir.
Um björgunina sagði í Morgunblaðinu: Er hér um
eina stærstu björgun að ræða sem um getur hér við
land, og geysimikið verðmæti í senn í skipinu sjálfu
og vörum þeim sem úr því hefur verið bjargað.
Rætt var við Pálma Loftsson, forstjóra Skipaút-
gerðar ríkisins, en hún hafði forystu um björgunina.
Sagðist honum svo frá: Það er nú liðið hátt á þriðja
mánuð síðan björgunartilraunir hófust við skipið.
Með kvöldflóðinu í fyrradag tókst svo að ná því út.
Margt manna hefur unnið að björguninni, bæði Skaft-
fellingar og hluti hinnar belgísku skipshafnar. Hefur
verið unnið með hinum mesta röskleika. Við allmikla
örðuleika hefur verið að etja.
Bifreiðar þær sem bjargað varð, 100 talsins varð
að flytja alllanga leið, 20 kílómetra, frá strandstað
upp að Hafursey, því allt verpist fljótlega sandi niður
við sjóinn.
Járninu sem í skipinu var, varð að fleygja í sjóinn
til þess að létta skipið.
Akkeri skipsins höfðu verið látin falla er það
strandaði og urðu þau undir því og brotnaði undan
þeim gat á skipið.
Sjór kom því í skipið og varð að nota sterkar dæl-
ur við björgunina. Var notuð dæla sem getur dælt
800 tonnum á klukkustund.
Þegar tekið hafði verið til við björgun skipsins fyrir
alvöru varð að vinna látlaust að henni. Síðustu dag-
ana var unnið dag og nótt.
Kafarar voru fengnir frá Reykjavík til að þétta skip-
ið. Ægir var rúma viku eystra og hafði Guðmundur
Guðjónsson yfirstýrimaður verkstjórn á hendi við alla
björgunina.
Vélar skipsins voru í lagi og var því vélarafl þess
notað. Smám saman eftir að skipið hafði verið þétt
tókst svo að mjaka því fram úr sandinum þar til það
að lokum komst á flot.
Má það heita hið mesta þrekvirki, hve hér hefur
vel til tekist.
Skipið liggur nú í Vestmannaeyjahöfn og kemur
hingað á morgun ef veður leyfir.
Er það talsvert skemmt, stýri þess brotið og fleira.
En hægt mun að gera við það hér þannig að það
komist til viðgerðar lengra áleiðis.
Ueruleg björgunarlaun
Var fyrirfram um það samið að ef björgun tækist
ekki yrðu engin björgunarlaun greidd, þó þannig að
helmingur kostnaðar yrði greiddur.
En nú hefur svo giftusamlega til tekist sem raun er
á orðin og má því vænta þess að um veruleg björg-
unarlaun geti orðið að ræða.
Annað strand um svipað leyti
Tíminn skýrði einnig frá strandi og björgun
belgiska skipsins, en frásögn Morgunblaðisins er öllu
skilmerkari og var því valin til endurbirtingar hér. En
Tíminn skrifaði einnig um annað skip sem strandaði
á Meðalfellsfjöru um svipað leyti. Það hét Barra
Head og var 800 lestir að stærð. í Tímanum stóð:
Hitt skipið, Barra Head var 800 smálestir og
strandaði á Meðallandsfjöru litlu fyrir nýár. Voru ítrek-
aðar tilraunir gerðar til að ná skipinu á flot, bæði af
innlendum mönnum og erlendum, er til slíkra verka
voru taldir kunna, en þær mistókust og torvelduðu til
muna björgunina. Tóku þá Kirkjubæjarklausturs-
bræður og frændi þeirra, Sigfús bóndi á Geirlandi, að
sér að bjarga skipinu.
Aðfararnótt þess 15. maí tókst Skaftfellingum að
ná skipinu á flot. Höfði þeir grafið akkeri fram í sand-
inn og bundið við það festar og drógu skipið þannig
fram.
Voru þeir á sjötta klukkutíma að koma því fram,
enda varð það að fara gegnum margar sandeyrar.
Var skipinu síðan siglt til Vestmannaeyja og þaðan til
Reykjavíkur eftir nokkra töf í Eyjum.