Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 2
Laugardagur 12. apríl 1997-11 jDagur-Ctmmtt Freyja Jónsdóttir skrifar Þann 17. maí 1830 kaupir Jón Árnason bæ Gríms Árnasonar sem nefndur var Ofanleiti og var þar sem Ingólfsstræti 7, 7 a og 7 b eru nú. Bærinn Ofanleiti var seldur á uppboði eftir að Grímur drukknaði ásamt ileiri mönnum veturinn 1830. Jón Árnason var jafnan kallaður Jón í Ofanleiti. Seinni kona hans var Guðrún Vigfúsdóttir og kom eignin í hennar hlut þegar Jón lést árið 1849. Árið 1875 fer Ofanleiti á uppboði sem haldið var eftir lát Guðrúnar Vigfúsdóttur. Þá kaupir eignina Jón Guðmunds- son, en hann lést 1878. Þegar Ofanleiti var selt eftir lát hans kaupa eignina Guðmundur Sig- urðsson verslunarmaður og Magnús Magnússon steinsmið- ur. Pcir rifu torfbæinn 1896 og byggðu þar húsið sem enn stendur. Jón Árnason í Ofanleiti var Reykvíkingur, kjarkmaður og valinkunnur sómamaður. Hann stundaði sjóróðra eins og títt var um menn á þessum tímum. Veturinn 1844 var Jón á skipi sem réri frá Vogunum. Þann 20. mars var veðurútlit fremur ískyggilegt og um morguninn var hik á mönnum að fara á flot. Það var þó úr að flestir eða allir bátar sem gerðir voru út frá Vogum réru, en seinna en venjulega. Undir kvöld skall á með ofsaveðri af suðaustri og var þungt að sækja á móti rok- inu til lands. Jón Árnason og menn hans voru með þeim síð- ustu sem snéru til lands. Er þeir komu í Vogavík heyrðu Jón og menn hans hróp að baki sér utan úr sortanum og snéru við. Komu þeir að fljótlega að bát á hvolfi sem komin var að því að sökkva. Á kili bátsins héngu tveir menn og var þeim báðum bjargað. Fyrir þetta björgunarafrek Jóns og hans manna voru veitt heiðursverðlaun. Nokkrum árum áður hafði Jón bjargað tveimur mönnum úr sjávar- háska undan Álftanesi. Sagt er að Jón hafi ekki verið margorð- ur um afrek sín frekar en ann- að sem hann lét gott af sér leiða. Fyrri kona hans var Guð- björg Jónsdóttir, hún þótti mikil myndar- og dugnaðarkona. Mannmargt var í heimili þeirra hjóna Jóns og Guðbjargar, og sagt var að frúin hafi ekki talið eftir sér að taka sjúklinga á heimilið og hjúkra þeim þar. Jón og Guðbjörg eignuðust nokkur börn og mun sauma- konan Gróa vera þekktust þeirra. Guðbjörg Jónsdóttir lést 1846. Seinni kona Jóns Árnasonar var Guðrún Vigfúsdóttir frá Vigfúsarkoti, hún þótti mikilhæf kona. Árið 1896 Var torfbærinn rif- inn og byggt á lóðinni timbur- hús sem enn stendur. Þetta er parhús, sennilega það fyrsta í Reykjavík. Magnús Magnússon steinsmiður átti suðurendann en Guðmundur Sigurðsson norðurenda hússins. Fyrsta brunavirðingin var gerð í ágúst 1896 og er húsið eins á öllu húsinu þó ekki sé getið um það í brunavirðingu. Sama herbergjaskipan er í báð- um hlutum hússins og tveir skápar á aðalhæðinni. Kjallara er lýst eins og á númer 7. I febrúar 1950 er búið að dýpka kjallara á 7 a, hann er steinsteyptur og múraður í hólf og gólf. Kjallarinn var notaður undir iðnaðarstarfsemi og forn- bókasölu. Þar var hitaveita, rafmagn og sími. Einnig hafði verið komið fyrir baðherbergi með steypibaði og handlaug. Árið 1926 byggði Magnús S. sonur Magnúsar steinsmiðs sér hús á lóðinni. Það var hlaðið úr múrsteini, múrsléttað með mænisþaki klæddu bárujárni, einlyft með risi og kjallara. Múrsteinana steypti Magnús sjálfur með syni sínum. Magnús var prentari og vann lengi í Gutenberg og var auk þess rúma tvo áratugi sýningarstjóri í Gamla Bíói. Magnús bjó í hús- inu til dauðadags en eftir það afkomendur hans. 1988 fer húsið úr ættinni þegar Róbert Glad og Hrafnhildur Hafberg kaupa það af dánarbúi Guðrún- ar Magnúsdóttur en hún var dóttir Magnúsar S. Magnús- sonsr prentara. Róbert og Hrafnhildur eru að gera húsið upp af miklum myndarskap og nýta sér leyfi sem var fyrir hendi frá byggingu hússins um að það mætti vera tveggja hæða. Ingólfsstræti 7 a eiga þau Ei- ríkur Ágúst Guðjónsson og Oddný Kristjánsdóttir en þau keyptu það af aíkomendum Magnúsar steinsmiðs uppúr 1980. Númer 7 er í eigu Félags starfsfólks í veitingahúsum. Búið er að skipta um glugga í öllu húsinu og færa í sitt upp- runalega horf og einnig er búið að klæða það allt að utan. Við- gerð innan húss er langt komin. Fyrir nokkrum árum var ætlun borgaryfirvalda að þessi hús yrðu látin víkja fyrir nýjum byggingum. En eigendum hús- anna tókst með hjálp sagnfræð- inga og húsafriðunarmanna að koma í veg fyrir að skaðinn skeði. Mikil saga er til um Of- anleiti, en ekki er hæt að gera henni full skil í blaðagrein, hér hefur aðeins verið tæpt á því helsta. Heimildir frá Árbæjarsafni, Borgar- skjalasafni og Þjóðskjalasafni. Ingólfsstræti 7, 7 A og 7 B. mundsdóttir ekkja, 62 ára fædd í Kálfastrandarsókn og Margrét Kristjana Marisdóttir vinnu- kona, 35 ára fædd í Staðarhóls- sókn. Guðmundur Sigurðsson var lengi verslunarmaður hjá Smith í Hafnarstræti. Árið 1913 eru þrjú heimili í Ingólfstræti 7 og 7 a. Þá búa á númer 7 Guðmundur Sigurðs- son og kona hans Ragnheiður Árnadóttir ásamt dætrum sín- um Elínu og Láru sem var fædd 27. júlí 1891. í Ingólfsstræti 7 a, áttu heima; Magnús Magnús- son og kona hans Magnhildur Magnúsdóttir, þar áttu einnig heima Sigríður Ólafsdóttir lausakona, fædd 16. maí 1878 að Bessastöðum Miðfirði. Á öðru heimili á 7 a, bjuggu; Snorri Ólafsson, fæddur 24. janúar 1850 á Neðravatni í Grímsnesi, Guðrún Jónsdóttir kona hans, fædd 12. maí 1845 á Fremri - Hálsi í Kjós og upp- eldisdóttir þeirra Guðríður Jós- efsdóttir, fædd 9. apríl 1896 í Reykjavík. í mati frá 1942 er sami her- bergjafjöldi í Ingólfsstræti 7 og í fyrstu virðingu sem gerð var, þrjú íbúðarherbergi, eldhús, gangur og tveir skápar á aðal- hæðinni, allt þiljað innan, strigalagt, veggfóðrað og mál- að. í rishæð, tvö herbergi og gangur, allt með sama frágangi eins og á aðalhæðinni. Kjallari er undir öllu húsinu, með timb- urgólfum, hólfaður sundur í geymslur. Inngönguskúr er byggður eins og húsið. Þvotta- hús, úr steinsteypu, með járn- þaki á borðasúð, með pappa í milli. Inn á veggjum er binding- ur klæddur panel að innan. Steinsteypugólf er í skúrnum. Hinn hluti hússins Ingólfs- stræti 7 a, var virtur 1944. (Þar segir að húsið sé með brotaþaki úr bindingi klætt utan plægðum borðum, pappa , listum og járni á veggjum og þaki. í binding er stoppað með marhálmi. Þak er virt í tvennu lagi. Lýsing á eign Magnúsar er þannig: Húsið er byggt úr bindingi, klætt utan borðum og pappa í milli á þrjá vegu. Norðurgafl er milliveggur sem skiptir húsinu í tvennt. Þak er á súð með pappa og klætt járni. Kjallari er undir öllu hús- inu. Niðri eru þrjú herbergi og eldhús all með tvöföldum loft- um og máluð. Einn ofn og ein ráku dætur Guðmundar Sig- urðssonar þvottahús. Árið 1928 var inngöngudyrum á göflum hússins lokað og inngönguskúr byggður austan við húsið. í oktober 1946 fékk þáver- andi eigandi norðurenda hús- ins, Lára Guðmundsdóttir, leyfi til að setja kvist á húsið og 1950 var kjallari dýpkaður í suðurenda. Samkvæmt íbúaskrá frá eldavél er á hæðinni. Uppi eru tvö herbergi, þiljuð og máluð, þar er ein eldavél sem staðsett er á ganginum. Grunnflötur suðurenda er 9 x 12 álnir. Síðan var virtur norðurendi hiíssins, hluti Guðmundar Sig- urðssonar: Þar segir að sá hluti. sé einnig byggður úr bindingi, klæddur með borðum og með járni og pappa. Þakið járni á súð með pappa í milli. Niðri í húsinu eru þrjú herbergi, þiljuð og máluð og með tvöföldum loftum. Þar er einn ofn og ein eldavél. Uppi eru tvö herbergi þiljuð og máluð með einföldum loftum. Grunnflötur hússins er 9x12 álnir. Inngönguskúrar voru byggð- ir 1918 við gafla hússins. Árið 1922 var byggð geymsla eða þvottaskúr baka til við nyrðri enda hússins og þar 1890 eiga heima í Ingólfsstræti 7 a, Magnús Magnússon hús- bóndi og steinsmiður, 46 ára fæddur í Stórólfshvolssókn, Magnhildur Magnúsdóttir kona hans, 42 ára fædd í Reynivalla- sókn; börn þeirra, Halldóra Guðrún, 12 ára, Magnús, 11 ára og Þórður ( vantar aldur ), öll fædd í Reykjavík. Einnig var á heimilinu Jón Guðmundsson vinnumaður, 46 ára fæddur í Garðasókn á Álftanesi. Á númer 7 áttu heima; Guð- mundur Sigurðsson húsbóndi og verslunarmaður, 36 ára fæddur í Kálfastrandarsókn, Ragnheiður Árnadóttir kona hans, 41 árs fædd í Njarðvíkur- sókn, börn þeirra sem öll eru fædd í Kálfatjarnarsókn; Ragn- heiður Björg, 15 ára, Sigurður, 11 ára og Elín, 3 ára. Einnig voru á heimilinu; Elín Guð-

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.