Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Qupperneq 4
Hyjólliir Ágústsson í Hvanuni
Eyjólfur Ágústsson bóndi í
Hvammi á Landi var
fæddur í Hvammi 9. janú-
ar 1918. Hann lést á Hellu 30.
mars sl. Foreldrar hans voru
Ágúst Kristinn Eyjólfsson bóndi
og kennari í Hvammi og kona
hans Sigurlaug Eyjólfsdóttir,
húsfreyja. Systkini Eyjólfs eru
Þórður verslunarmaður í
Reykjavík, f. 5. mars 1920, d.
14. maí 1990. Eyjólfur Karl
arkitekt í Svíþjóð, f. 1.9. 1922.
Guðbjörg verslunarmaður í
Bandaríkjunum f. 5. des. 1924.
Sæmundur verslunarmaður á
Hellu, f. 5. apríl 1930.
Kona Eyjólfs er Guðrún Sig-
ríður Kristinsdóttir, húsmóðir í
Hvammi, dóttir hjónanna Krist-
ins Guðnasonar hreppstjóra í
Skarði og Sigríðar Einarsdóttur
ljósmóður.
Börn Eyjólfs og Guðrúnar
Sigríðar eru: Kristinn bifreiðar-
stjóri á Hellu, f. 24. febrúar
1942, d. 13. nóvember 1996.
Kona hans er Anna Magnús-
dóttir tónlistarkennari á Hellu.
Katrín póstfulltrúi í Reykjavík,
f. 19. sept. 1943. M. Már Jóns-
son, pípulagningameistari í
Reykjavík. Ágúst Sigurvin mál-
arameistari í Svíþjóð, f. 5. júní
1945, d. 7. desember 1996. M.
Ástríður Erla Stefánsdóttir
saumakona í Svíþjóð. Ævar
Pálmi lögregluþjónn í Reykja-
vík, f. 21. ágúst 1946. M. Kol-
brún Sveinsdóttir verslunar-
maður í Reykajvík, f. 10. júlí
1948. Knútur strætisvagnastjóri
í Reykjavík, f. 7. janúar 1949.
M. Edda Halldórsdóttir, f. 11.
júní 1967. Selma Huld sjúkraUði
í Brussel, f. 25. júb' 1961. M. Jó-
hann Guðmundsson skrifstofu-
stjóri í Briissel, f. 19. júní 1958.
Eyjólfur var bóndi í Hvammi
í 40 ár, sat í sýslunefnd Rangár-
vaUasýslu og jarðanefnd, var
leiðsögumaður inní Veiðivötn og
á Landmannaafrétt, refaskytta
Land- og Holtamanna og bað-
stjóri sveitar sinnar.
„Nú lítum við á fjöllin." Hann
stóð á tröppunum í Hvammi, hár
og þrekinn, sambland af alþjóð-
legum sjarmör og norrænum
kóngi. Þetta var uppáhalds
frændi hennar mömmu, - „jafn
góður eins og hann var fallegur,"
- hún kunni að orða mannlýsing-
arnar gamla konan. Hekla hafði
gosið í Skjólkvíum og réttað var
inní Sölvahrauni.
Við ókum upp Landsveitina
fógru með hátignina Heklu á
aðra hönd og Gull-Ilreppana á
hina. Landmannaafréttur kom í
ljós, þar sem ég næsta átatug átti
eftir að þramma fjöllin í nafni
Eyjólfs. Fyrir hann voru fjöllin
sem aldingarður. Þangað fór féð
á vorin og dragvænt sótt í rétt-
irnar á haustin. Þarna voru öll
veiðivötnin, sem gáfu fjölskyldu
okkar björgina um aldir, -
sprikklandi urriði og bleikja úr
djúpbláma bergvatnanna.
Þarna voru líka óbrigðul jök-
ulvötn, sem möluðu þjóðinni gull
í virkjunum, og svo fagrir unaðs-
reitir, að fmuntíu þúsund manns
koma í Landmannalaugarnar á
hveiju ári. Svo voru líka átökin
við óbyggðirnar. Eyjólfur var
refaskytta sveitarinnar og lá oft
úti marga sólahringa í fjöllunum
til þess að hafa hemil á lágfótu.
Stundum brá líka til beggja vona
með smalamennskuna. Jökulgilið
geymir himinháa hryggi, sem
smalarnir fara uppá fjöllin, og
sagnir eru um Eyjólf, þar sem
hann vó upp féð á smalastafnum
einum úr sjálfheldu.
Eyjólfur var maður víðáttunn-
ar og óbyggðanna. Mikill veiði-
maður, sem átti jafnan villibráð
inni í bæ af afrétti sínum, sem og
hreindýr af örævum Austfjarða.
Hann elskaði hka að skemmta
sér með glöðu fólki, en það gékk
aldrei útyfir starfið. Fjörugastur
allra á mannfögnuðum og gat
endalaust rætt pólitík. Mikill
Sjálfstæðismaður, en alltaf opinn
fyrir skoðunum annarra.
Öllum þótti vænt um hann,
löðuðust að honum, og hann var
sjálfkjörinn foringi, enda lék
honum allt í hendi, sem hann
kom nálægt. Hann var fróðleiks-
brunnur og hefði ábyggilega orð-
ið doktor í sinni fræðigrein hefði
hann fengið að læra. Svo stóðu
jafnan fínustu bílar sinnar teg-
undar á hlaðinu í Hvammi og
jafnvel flugvélar stundum notað-
ar við bústörfin.
Eyjólfur var algjör lífsnautna-
bóndi. Hann elskaði að vera inn-
an um skepnurnar og hafði eitt-
hvað sérstakt samband við þær.
Margir höfðu á orði, sem komu f
Hvamm, að aðkoman og stað-
setningin væri eins og á stórum
herragarði. Endur og gæsir
vöppuðu spekingslegar á hlað-
inu, innan um hunda og ketti,
kálfa og jafnvel yrðlinga. Yfir bú-
skapnum í Hvammi var sérstak-
ur ljómi. Grasið spratt á réttum
tíma og heyskapurinn gékk alltaf
eins og í sögu enda tileinkaði
Eyjólfur sér allar nýtanlegar ný-
ungar fram undir áttrætt, sem
ungur bóndi væri. Hann lagði
sjálfur hitaveitu heim til sín og
jafnvel traktorarnir voru í ein-
hverju sérstökum stuði í
Hvammi. Svo er þessi yndislegi
Langur laugardagur frá kl. 11.00-18.00
Nýr Galant - Nýr Galant
Frumsýnum nýja Galantinn laugardaginn 12. apríl
í sýningarsal okkar að Tryggvabraut 10
REYNSLUAKSTUR
Aðeins opið á laugardag
Einnig aðrar gerðir frá Mitshubishi, VW, Audi og Kia
HEKLA
Höldur ehf.
Tryggvabraut 10 • Sími 461 3000 • Akureyri
skrúðgarður sunnan við húsið,
birkiskógur og aspir með grasflöt
og heitum potti fyrir þá, sem
virkilega vilja láta Iíða úr sér eða
bara spjalla og endanlega leysa
heimsmálin.
Það, sem magnaði sérstaklega
upp yndislegan andblæ Hvamms-
heimilisins, var hversu vel
kvæntur Eyjólfur var. Guðrún
Sigríður, - Dúna, eiginkona hans,
var frá Skarði á Landi, sem hefur
verið í þjóðbraut á íslandi frá
landnámi. Foreldrar hennar,
Kristinn hreppstjóri og Sigríður
ljósmóðir, voru einstakir höfð-
ingjar og öðlingar. Þetta svipmót
æskuheimilisins einkenndi allt
hennar líf í Hvammi. Ilversu oft
hittu gestir og gangandi ekki
Eyjólf úti á hlaði eða úti á túni
með þau orð á vör, að fara nú
inní bæ og heilsa uppá konuna,
fá kaflfi, hann kæmi rétt bráðum
inn.
Eyjólfur heitir í höfuðið á afa
sínum Eyjólfi Guðmundssyni,
oddvita Landmanna í hálfa öld
og sýslunefndarmanni Rangæ-
inga jafn lengi. Eyvi var Uka
sýslunefndarmaður, í anda afa
síns, og dáði hann mjög. Eyjólfur
eldri lifði afar viðburðarríka ævi.
Fæddur í Hvammi, en foreldrar
hans skildu, þegar hann var ung-
ur að árum. Móðir hans var frá
Gunnarsholti, þar sem hann ólst
upp að hluta hjá móðurbróður
sínum. Faðir hans var frá Eyði-
Sandvík í Sandvíkurhrepp, en bjó
seinna að Sólheimum í Gríms-
nesi, þar sem hann stundaði iðn
sína, en hann var orðlagður
smiður.
Eyjólfur eldri var vitni að því
á unglingsárum að Gunnarsholt-
ið fauk upp og iðagrænir Rang-
árvellirnir voru að breytast í
sandauðn. Hann réði sig til sjó-
róðra í Eyrarbakka, þaðan sem
hann hafði áður róið og hugðist
gleyma landbúnaðinum. Árið
1882 fær hann bréf frá móður
sinni í Hvammi, þar sem hún
grátbænir hann að koma heim,
húsin séu hrunin og jörðin að
flúka upp. Hann sinnir þessu
kalli, þau tjalda yfir heimilisfólk-
ið um sumarið og endurreisnin
hefst.
Eyjólfur eldri byrjaði að hlaða
garða fyrir sandfokið og varð að
athlægi um allt land fyrir, en ekki
lengi, því sandurinn datt niður
skjólmegin og plönturnar gátu
dafnað. Hann er upphafsmaður
Sandgræðslunnar á Islandi, sem
núna heitir Landgræðslan, með
höfuðstöðvar einmitt í Gunnars-
holti. Hann byggði upp bæinn í
Hvammi, sem stendur enn og
þoldi landskjálftana 1896. Hann
beitti sér, ásamt Gesti á Hæli,
fyrir samningum sunnlensku
sveitafélaganna við vin sinn Ein-
ar Benediktsson og Titanfélagið,
að vatnsréttindi Þjórsártungna-
svæðisins yrðu seld félaginu með
stórvirkjanir í huga. Einar var
með breskt og norskt fjármagn
og fengu sveitarfélögin stórfé fyr-
ir. Þegar Titanfélagið fór svo á
hausinn, runnu öll þessi vatns-
réttindi frítt til íslensku þjóðar-
innar og er sú eign grundvöllur-
inn að Landsvirkjun ásamt virkj-
ununum í Soginu.
Eyjólfur eldri beitti sér líka
fyrir viðlagasjóði sveitarinnar,
sem styrkti bændur til sjálfbjarg-
ar, sem voru að flosna upp og
gékk svo vel að engir þurftu
styrk úr kreppulánasjóði íslenska
ríkisins í Landsveit. Hann stofn-
aði fóðurfélag bændanna, rjóma-
bú og búnaðarfélagsdeild og
styrkti Guðmund skólaskáld frá
Hrólfstaðaheldi til náms.
Þessar hugsjónir bjargarlaus
fólks í örvasa sveit, sem braut af
sér ok örlaganna, komst til
bjargálna og þáði að lokum frels-
ið sjálft þjóð sinni til handa
drakk Eyjólfur yngri í sig með
móðurmjólkinni. Ein helsta frels-
ishetja íslendinga, Björn í fsa-
fold, faðir Sveins, fyrsta forseta
lýðveldisins, gaf afa hans og fóst-
bróður sínum, Eyjólfi oddvita,
heiðursnafnbótina Landshöfð-
ingi. Þeim titli þótti Eyva mínum
í Hvammi vænt um, ekki síður en
Fálkaorðu gamla mannsins og
Dannebrog og hafði ekkert á
móti því að bera Landshöfðingja-
titilinn með réttu sjálfur.
Eyjólfur var við fyrstu sýn
lukkunnar pamfíll í lifínu. Átti
yndislega foreldra, Ágúst Krist-
inn bónda og kennara í Hvammi
og Sigurlaugu Eyjólfsdóttur hús-
freyju í Hvammi og seinna versl-
unarkonu hjá Sláturfélagi Suður-
lands í Reykjavík. Honum auðn-
aðist að lifa tuttugu ár með afa
sínum Landshöfðingjanum, sem
hann dáði mjög og tók síðan við
glæsilegri kostajörð, Hvammi, að
föður sínum látnum. Hann eign-
aðist yndislega konu og sex gull-
falleg börn og fjölda barnabarna.
Allt var eins og best var á kosið,
ekki síst fyrir frændgarðinn, sem
átti endalaust skjól heima hjá
honum og Dúnu.
Margt braut þó á Eyjólfi, sem
hann bar aldrei á torg. Fyrir
hann var lífið fyrst og fremst
spurning um að standa sig og sjá
sínum farboða. Það gerði hann
svo sannarlega, en drottinn ræð-
ur lífi okkar. Enginn má sköpum
renna. Við getum aðeins beðið
um það að fá að skilja, - þótt við
alltaf lútum hinum heilaga vilja.
Harmar af missi tveggja ynd-
islegra sona og heilsubrestur
varð höfðingjanum, glæsimenn-
inu og vini svo margra, Eyva í
Hammi, að fjörtjóni. Þessir at-
burðir allir í vetur eru svo óvæg-
ir, hörmulegir, óvæntir og þung-
bærir, að fólkið er sem lostið nið-
ur, má sig ekki hræra og biður
guð almáttugan um miskunn.
Eins og átt hefði sér stað sjóslys,
sem heggur niður heilt byggðar-
lag eða snjóflóð, landskjálftar
eða eldgos með glóandi hraun-
straum, sem steypist yfir heimil-
ið.
Við biðjum algóðan guð um
styrk fyrir Dúnu, börnin og
barnabörnin, sem líka höfðu
áður svo mikið misst. Kærleikans
guð gefi þeim von, trú og styrk
og leggi Eyjólf minn í Hvammi
sér að hjarta.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson