Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 5
®aa,u£-CÍ!mii}tn JFjtfuntudagur 15.,maí 1997 -5 Alþingi Alþingi samþykkti hækkun sjálfræðisaldurs í gær. Davíð Oddson, forsætisráðherra, greiddi atkvæði gegn tillög- unni. Svipt sjálfræði Alþingi samþykkti í gær að hækka sjálf- ræðisaldurinn í 18 ár. Tillaga um að hækka sjálf- ræðisaldur ungmenna úr 16 árum í 18 ár var sam- þykkt á alþingi í gær, við 2. um- ræðu um frumvarp til lögræðis- laga. Mjög var um þetta deilt á Alþingi í gær og riðluðust flokk- ar nokkuð í atkvæðagreiðsl- unni, en tillagan samþykkt með 37 atkvæðum gegn 20. Þing- menn Kvennalista og jafnaðar- manna greiddu allir atkvæði með. Tveir þingmenn Fram- sóknar voru andvígir og einn þingmaður Alþýðubandalags- ins. Margir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins greiddu atkvæði gegn því að hækka sjálfræðis- aldurinn, þar á meðal allir ráð- herrar flokksins nema Þor- steinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, þar á meðal Davíð Odd- son, forsætisráðherra. Sjaldan hafa jafnmargir ráðherrar orð- ið undir í atkvæðagreiðslu á Al- þingi. Ný lögræðislög taka gildi um næstu áramót. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða halda þeir sjálfræði sínu sem það hafa þegar fengið samkvæmt eldri lögum. Þetta þýðir að unglingur sem verður 16 ára á gamlárs- dag 1997 öðlast þá sjálfræði og heldur því. Unglingur sem verð- ur 16 ára 1. janúar 1998 verð- ur hins vegar ekki sjálfráða fyrr en 2 árum síðar eða 1. janúar árið 2000. -vj Kennarar Kraumar á kennurum Eiríkur Jónsson. ✓ samið er við framhalds- skólakennara og skamm- tímasamningur grunn- skólakennara við sveitarfélög rennur út síðsumars. „Það má eitthvað mikið gerast ef haustið verður ekki heitt,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands íslands. Innan raða grunnskólakenn- ara hafa heyrst þær raddir að gera eigi kröfu um að lægstu laun verði ekki undir 150 þús- und krónum á mánuði. For- maður KÍ segir að þótt ýmsar tölur hafi verið nefndar, hafl ný kröfugerð ekki verið rædd eða lögð fram. Kennarar halda því enn við þá kröfu að byrjunarlaun verði ekki und- ir 110 þúsund krónum á mán- uði. Eiríkur segir þá kröfu mið- aða við óbreyttan vinnutíma kennara. -grh Krafa um að lægstu laun verði 150 þúsund krónur á mánuði? Borgarleikhús Leikhúsgestum fækkar Töluvert færri leikhúsgestir hafa komið í Borgarleik- húsið í ár en oft áður. Samkvæmt heimildum Dags- Tímans hefur áhorfendum fækkað úr 53 þúsundum í 21 þúsund. Skiptar skoðanir eru um ástæður þessa innan leikhúss- ins. Sumir vilja kenna verkefna- valinu um eða að söludeildin hafl ekki staðið sig nógu vel í kynningu verk- anna. Sigurður Karls- son, stjórnarfor- maður Borgarleik- hússins, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið í gær. Ekki náðist í Þórhildi Þorleifs- dóttur, leikhús- stjóra. -grh Hvít jörð í 4. viku sumars Eldri borgurum í Ólafsfirði var í gær nóg boðið af öllum þeim snjó sem kyngt hefur niður þar. Þeir brugðu sér því til Akureyrar dag- stund til þess að komast úr snjónum og var myndin tekin er þeir voru að bregða sér af bæ. í gær var vinnuhjúaskildagi, en það hefur trauðla tengst ferðalagi eldri borgaranna í Ólafsfirði. GG/mynd: JHF Klám sent úr fangelsi Roy Shannon, sem dæmdur hefur verið kynferðisafbrotamað- ur á Akureyri og er nú byrjaður að afplána dóm sinn, hefur sent fjölmiðlum bréf og óskað eftir að fá send til sín í fangels- ið alla umfjöllun sem viðkomandi miðill hefur birt um mál hans. Hann óskaði eftir að fá umfjöllunina á tölvutæku formi ef hægt væri, og sendi með diskling undir efnið í því skyni. Á diski þeim sem Svæðisútvarpið á Akureyri fékk var að flnna innan um persónulegar upplýsingar frá Roy barnaklámsögu. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Ásgeirssyni, aðstoðaryfir- lögregluþjóni á Akureyri, var hér um mistök að ræða, Roy hafi sent út bréfin með sínu leyfi en fyrir mistök hafi þessi saga leynst á eintnn diskinum. Ólafur sagði að Roy hefði tölvu hjá sér í klefanum, en menn hafi talið að búið væri að gera upptæka alla diska hans sem innihéldu klám sem og tölvu hans. Hann hefur ekki aðgang að Internetinu í fangelsinu. Verðlag Verðmunur minnkar! Verðmunur milli landsbyggðar- og lágvöruverðsverslana í þétt- býli hefur minnkað. Þetta kemur fram í verðkönnun Neytenda- samtakanna. Bónus í Holtagörðum er með lægst vöruverð í land- inu, en KEA Nettó á Akureyri er næst, með sjö prósent hærra verð. Frá því í nóvember hefur verð í lágvöruverðsverslunum - eða stór- mörkuðum - að jafnaði hækkað um 5.2%, en þar sem áður var hæst verð, í minni verslunum á landsbyggðinni, hefur verð færst niður um 2,5% að jafnaði. Meðalverð allra vöruflokka hefur lækkað um 1.1%. Kannað var verð í 54 verslunum og skráðir 154 vöru- flokkar. Listi yfir verslanir er birtur hér, byrjað er á Bónus Holta- görðum og núllstillt þar, enda verð lægst; sýna súluritin hve miklu hærra verð er annars staðar. Bónus Holtagörðum KEA Nettó KASK0 Reykjanesbæ Fjarðarkaup Hafnarfirði Skagfirðingabúð Samkaup Reykjanesbæ KEA Hrísalundi Samkaup Hafnarfirði Hagkaup Akureyri 10- 11 Engihjalla KÞ Þingey Húsavík Hagkaup Kringlunni Samkaup (safirði Hagkaup Reykjanesbæ Kjar-Val Selfossi Nótatún JL-húsi Hringbraut Kaupgarður Mjódd Valberg Ólafsfirði KÁ Hellu KÁ Hvolsvelli KÁ Strandvegi Vestm.eyj. KÁ Goðahrauni Vestm.eyj. KÁ Selfossi KS Varmahlíð KÞ Matbær Húsavík Kaupf. Héraðsbúa Egilsst. Vöruval ísafirði KEA Ólafsfirði Kjörbúðin Kaupangi Hlíðarkaup Sauðárkr. 11- 11 Þverbrekku Kópav. Vísir Blönduósi Vöruval Vestmannaeyjum KEA Byggðavegi KEA Dalvík KÞ Mývatni Urð Raufarhöfn Hagabúðin Hjarðarhaga KASK Höfn Verslunin Nesjum Hornaf. K.H. Blönduósi Breiðholtskjör Arnarbakka Lónið Þórshöfn Lykill Fellabæ Egilsstöðum 10-10 Höfn Bakki Kópaskeri Verslunin Ásbyrgi MaWörub. Sauðárkr. Kaupf. Steingrímsfjarðar Kaupfélag Súðavíkur Búðin okkar Suðureyri Hornabær Hornafirði Félagskaup Flateyri ..— ----... —, 23% 23% —1 23% ' - ■ ~I 23% ~—i 25% ..K.....'... t 26% 1 ■ ----------1 26% - 1 ~~~126% ■ ■......1 27% ::1':.......... 1 28% 1111 : ....1 28% — .. ...:. 1 ;i 28% ..:...:........1 28% ..... I 29% y -.................1 29% -:: .....1 31% .... - 11 1 31% m 31% 3 31% 32% ■ : ■i; - .K - - '! !■ ■ i 33% .................. I 34% . - i • - ——— n 35% 36% ---1 37% wi 37% ■ ' zm 38% E3 38% -—1 39% 40% I 40% 41% I 41% ZJ .....". ■ ..■' '- ■.-.1 42% □ 44% ................. .-:■■ .;........' - - . - ■ .:- I 44% 46% B........■ i 1 '"■' 1 47% ■............ ■ ■■ .......... j 47% 47% ] 47% i 48% ZZ3 3 50%

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.