Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Side 8
8 - Föstudaaur 23. maí 1997 o wrkrv ». » »' on T • ••n| PJÓÐMÁL JDagur^tmtmt iDttgur- Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aöstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Óbærileg átök í fyrsta lagi Dagur-Tíminn greinir í gær frá því að krítarkortaúttekt- ir verkfallsmanna á Vestfjörðum séu nú að nálgast jóla- og áramótahæðir. Ef ekki hefði komið til útborgunar or- lofs þann 15. maí sl. væri ástandið á mörgum verkfalls- heimilum orðið skelfllegt. Verkfallsmenn þurfa að draga fram lífið á vikulegum 12 þúsund króna verk- fallsbótum, sem duga skammt, sérstaklega þar sem báðar fyrirvinnur heimilisins eru í verkfalli. 1‘essar hversdagslegu staðreyndir minna á að verkfallsvopnið er tvíeggjað og getur reynst stórhættulegt þeim sem á heldur ef ekki er skynsamlega farið með það. Herkostn- aður verkafólks getur einfaldlega orðið óbærilegur. í gær bárust fréttir frá íshúsfélagi Ísíirðinga og Gunn- vöru hf. þar sem því er beinlínis hótað að leggja af landvinnslu þessara fyrirtækja í núverandi mynd. Ástæðan sem gefln er, er að verkfall Verkalýðsfélagsins Baldurs hafl nánast veitt lasburða rekstrargrundvelli náðarhöggið. Jafnvel þó menn kjósi að skilja þessa hót- un sem innlegg í þann sálfræðihernað sem verkfallinu fylgir, verður ekki hjá því komist að staldra við og spyrja hvort verkfallsmenn muni hafa einhverja vinnu að byggja á þegar átökunum ioksins linnir. Petta sýnir líka að herkostnaður atvinnurekenda vegna þessa verk- falls er að verða þeim óbærilegur. í þriðja lagi l‘að er langt frá því að vera léttleiki yfir óbærilegri verkfallstilverunni. Verkfallsátökin eru að harðna og eiga enn eftir að harðna. Það mun hins vegar enginn hagnast á lengra verkfalli. Nær öruggt er að verkfalls- menn munu ekki hafa fjárhagslegan ávinning af verk- failinu næstu misserin, þegar allt er gert upp. Atvinnu- rekendur eru að stórtapa og kasta miklum fjármunum á glæ. Verkfallið á Vestijörðum hefur ratað í blindgötu og reikar þar fram og aftur. I‘að er kominn tími til að beygja af, gefa eftir og reyna með miklu virkari og ákveðnari hætti að semja. I'egar er ljóst að enginn mun sleppa heiil úr þessari orrustu, en fyrir vestan snýst spurningin í raun um það að sleppa lifandi. Birgir Guömundsson V_______________________________________________/ d SpuHninq dag^utó Er eðlilegt að félagsmenn í Hlíf og Dagsbrún fari í samúðarverkfall til að knýja fram meiri kauphækkanir til handa Vestfírðingum, en þeir sjálfir sömdu um? Þórarinn V. Þórarinsson form. VSÍ Það er svo algjör- lega fráleitt að Hlíf og Dagsbrún geti endurvakið verk- föll nú, til að knýja VSÍ til meiri hækkana á sömu kauptöxtum og þeir sjálfir sömdu um 24. mars. sl., þó Vest- firðingar fari fram á meira. Halldór Grönvold skrifstofustjóri ASÍ Lykilatriðið í mál- inu er ekki það sem kemur fram í spurningu þinni. Það sem málið snýst um er réttur launafólks til þess að leggja niður vinnu og sýna með þeim hætti félögum sínum sem eiga í deil- um við atvinnurekend- ur stuðning sinn og samstöðu. ♦ Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar Þessi spurning er fáránleg. Þetta snýst um að sýna félagslega samstöðu þegar eitt stéttarfélag á í vandræðum. Við höf- um vitað síðan í haust að Vestfirðingar væru með aðrar áherslur í launakröfum en við og á það erum við í sjálfu sér ekki að leggja neitt mat, heldur erum við að sýna samstöðu með þeim. Sighvatur Björgvinsson þingmaður Vestfirðinga Málið snýst ekki um það. Það snýst um að fé- lagsmenn í Dagsbrún og Hlíf vinni ekki verk sem að Vestfirðingar í verkfalli ættu að vera að vinna undir venju- legum kringumstæð- um. Verkfall nær aldrei tilgangi sínum, ef verk- efnin eru flutt yfir í aðra landshluta. Sameinaðir gegn Búdda „Þannig hefur Búdda loksins komið því til leiðar að tveir helstu fyrir- menn hinnar íslensku þjóðar hafa náð saman og standa þétt saman...“ - Dagfari tekur Búddamálið fyrir á sinn hátt í DV í gær og rifjar upp fyrri við- skipti forseta og forsætisráðherra. Mogginn út úr skápnum „Morgunblaðið er komið út úr skápnum og tekur afstöðu gegn verkafólki, ef marka má leiðara þess í gær. Um leið er hnýtt í vinnu- veitendur á Vestfjörðum og sagt að þeir séu ónytjungar og sett fyrir- tækin á vonarvör og að þeir geti ekki einu sinni greitt þau laun sem samið var um í verkamannasam- bandssamningunum.“ - Pétur Sigurðsson, leiðtogi verka- manna á ísafirði, í Alþýðublaðinu í gær. Vont kaffi er bara betra! „Svar forsvarsmanns stofnunarinn- ar var hins vegar á þá leið að það gerði ekkert til þótt kafflð væri vont. Það færi þá bara minna af því.“ - Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri ' Samtaka iðnaðarins, er ekki par ánægð- ur með útboðsgögn Ríkiskaupa í opin- berum innkaupum í Mbl. í gær. j Hvað varð um skeyti forsetans? „Hann (Hörður Magnússon í Ev- eresthlíðum) sagði skeyti forseta íslands ekki hafa borist og bað um að það yrði sent aftur.“ - DV greinir frá þvf að heillaóskir Ólafs Ragnars forseta hafa ekki hitt á tindinn, heldur farið eitthvað út í himingeiminn. FYRIRSÖGN DAGSINS: Burst - DV sló upp leiknum gegn Júggum sem varð til þess að stór hluti þjóðarinnar fór á fætur fyrir fyrsta hanagal. Smám saman eru augu einstakra manna að opnast fyrir því hve and- stætt samfélag vort er ijölskyldum og þeim lífsmáta sem við þær er kennd- ur. Ótal dæmi eru um hvernig fjöl- skyldufólki er mismunað í skatta- og velferðarkerfi og margoft er sýnt fram á að það borgar sig fyrir fólk að slíta hjónabandi til að fá aukna hlutdeild í velferðinni, svokölluðu. Það eru samt lítilsverð smáatriði miðað við það los á fjölskyldulífi sem víða sér merki. Viðurkenndur lífsstíll er sá, að hjón hafa engan tíma til að sinna hvert öðru og börnin eru afskipt af fjöl- skyldunni, en þeim mun meiri kröfur gerðar til stofnana, sem teknar eru við hlutverki foreldra. Þær uppeldisstofnanir eru af margs konar toga og má til dæmis benda á kjánalegar skrípasýningar, sem sjón- vörpin matbúa fyrir börnin alla laugar- dags- og sunnudagsmorgna, til að létta því fargi af foreldrunum að vakna til að sinna afkvæmum sínum. Fjölskyldan svikin Nú á dögum er fátt séríslenskt nema Ég er mfn veðráttan. Fjölskyldumynstur dregur, sem annað, dám af því „sem best gerist í útlöndum“, og erum við í fæstu eftirbátar, nema helst í því að skila bærilega mennt- uðum ungmennum út úr skólakerfunum. Nýverið birtist greinaflokkur í tímaritinu Time undir fyrirsögninni Foreldrar svíkja börnin sín. Þetta lítur sakleysislega út og er varla eftirtektarvert nema maður fari að velta fyrir sér hvers konar fólk það er sem svíkur krakkana sína og hvað annað eru slíkir foreldrar tilbúnir að svíkja? Löggjafinn vinnur ötullega og markvisst að því að útrýma fjöl- skyldunni úr samfé- laginu. Skatta- og velferðarreglur eru yfirleitt andsnúnar fjölskyldulífi. Sambýli og hjónaband er í flestum greinum lagt að jöfnu og er í raun svipaður losarabragur á því öllu saman. En til að tolla í tísku eru hjóna- bönd samkynhneigðra löghelguð og fer vel á því í samfélagi sem er allt annað en íjölskylduvænt. Annars er oft eins og að löggjafar- einkaeign samkundunni sé ekki sjálfrátt þegar þar er fjallaö um réttindi og skyldur borgar- anna. Til dæmis var um daginn rifist há- stöfum um hækkun lögræðisaldurs. Þá mótmæltu sömu þingmenn harðlega að hækka lögræðisaldurinn í 18 ár, og höfðu áður samþykkt lög um að ungling- um innan 18 ára væri óheimilt að kaupa tóbak. Er einhver glóra í svona fólki? Stofnanir taka við Ef til vill er enginn eftirsjá að íjölskyld- unni. Barneignir utan fjölskyldutengsla og tíðir hjónaskilnað- ir og annar losara- bragur sýnir að hjónabandið er ekk- ert sérlega eftn-sókn- arvert. Það hamlar frelsi fólks til að leika og lifa eins og því sýnist. Skyldur við maka, börn og lánadrottna eru íþyngj- andi. Gagnkvæmar skyldur foreldra og barna eru að hverfa úr þjóðfélagsmynd- inni. Stofnanir, oftast opinberar, taka við því gamla hlutverki Ijölskyldunnar að annast þá sem aðstoðar þarfnast. Á ég að gæta bróður míns?, spurði gæinn hér um árið, og hver man eða kemur við hverju Jesú svaraði? Enda skiptir það ekki máli, því stofnanir hafa tekið við gæslu bræðra, systra, maka, barna og foreldra. Þeim eru að vísu nokkuð mislagðar hendur við umönnun- ina, en það var fjölskyldunum líka á meðan þær voru og hétu. Þar sem samfélagið er á góðri leið með að afneita hefðbundnu ijölskyldu- mynstri þar sem gagnkynhneigð pör ganga að eigast og heita hvert öðru trúnaði og eignast börn og buru, er rétt- ast að hætta öllu tali um hornsteina þjóðfélagsins og álíka bulli. Það er hvort sem er marklaust. Nær væri að miða samfélagsgerðina við einhleypinga í orði og verki. Skóla- kerfin, vinnumarkaðurinn, velferðar- og heilbrigðiskerfin og öll mannréttindin eru miðuð við sjálfstæða einstaklinga, en ekki fólk sem er þrúgað af skyldum og hefðum kristinna siðvenja. Sjálfstæðið felst í því að eiga sig sjálf- ur og láta svo stofnanir félagshyggjunn- ar annast sig þegar og ef eitthvað ber út af. Fjölskyldan er úrelt og ber að viður- kenna það. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.