Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 12
Fylling:
4 bollar jarðarber
(skorin í þykkar sneiðar)
2 bollar rabarbari
(skorinn í bita)
'A bolli sykur
1 msk. maíssterkja
Z tsk. kanill
% tsk. engifer
% tsk. múskat
Baka:
lVi bolli hveiti
’A bolli + 1 msk. sykur
l'A tsk. lyftiduft
'A tsk. natron
'A tsk. salt
'A tsk. kanill
'A tsk. engifer
‘A tsk. múskat
2 msk. kalt smjör, skorið í bita
1 bolli súrmjólk
Fylling: Blandið öllu saman í
djúpt bökuform og látið standa
í 20 mínútur.
Bakan: Stillið ofn á 200°C.
Blandið saman hveiti, / bolla
sykri, lyftidufti, natron, salti,
kanil, engiferi og múskati. Not-
ið gaffla og fingurnar til að
blanda smjörbitunum saman
við þurrefnin. Hrærið súrmjólk-
inni saman við með gaffli.
Notið skeið til að setja deig
yfir fyllingu. Sáldrið 1 msk. af
sykri yfir og bakið í 40-50 mín-
útur eða þar til gullinbrúnt.
Ath! Ef efsta lagið brúnast
áður en bakan er orðin heit í
gegn er ráð að setja álpappír
yfir.
Berið bökuna fram volga.
áIVlatarkrókur
Matkrákan að þessu sinni
er úr Keflavík og heitir
Steinunn Guðbrands-
dóttir. Steinunn er tæplega 45
ára og vinnur hjá várnarliðinu.
Lesendum Dags-Tímans býður
hún uppskriftir að rækjurétti,
súrsætum pottrétti og ís.
Rækjuréttinn segir hún góðan
sem forrétt og heima hjá henni
hafi skapast sú hefð að hafa
hann alltaf í forrétt á gamlárs-
kvöld. Um eftirréttinn segir
Steinunn: „Þetta er eldgömul ís-
uppskrift sem mamma hefur
verið með síðan ég var krakki.“
Steinunn skorar á systur
sína, Ásdísi Guðbrandsdóttur, í
Matarkrók að viku liðinni.
Rœkjuréttur
400 g rœkjur
300 g majones
1 msk. County Mix (frá Knorr)
2 tsk. karrý
hvítlaukduft (má sleppa)
1 grœn paprika
1 rauð paprika
2 bollar soðin hrísgrjón
Sinnepsósa:
2 msk. hunang
250 g majones
sósulitur
salt og pipar
4 msk. sinnep
dill
Sker niður paprikur og rækjur.
Blanda öllu saman. Læt hrís-
grjónin aðeins kólna áður en ég
set þau saman við. Síðan er
sósan búin til með því að
blanda majonesi, hunangi,
sinnepi, sósulit og kryddi sam-
an. Gott að láta réttinn standa í
klukkutíma áður en hann er
borinn fram.
Berið fram með ristuðu
brauði.
Súrsœtur poppréttur
2 kg lambalœri (má nota annað
kjöt)
50 g smjörlíki
3-4 tsk- karrý
2 laukar (smátt saxaðir)
'A krukka Mango Chutney
‘A krukka Sweet Relish
1 lítil dós sveppir + safi (má
sleppa)
1 dós uxahalasúpa
Sker lambalærið í bita (muna
að skera fitu frá). Einnig hægt
að kaupa gúllas. Bræðið smjör-
líki og setjið karrýið útí. Steikið
laukinn. Setjið kjötið á pönnuna
og brúnið. Færið yfir í pott og
bætið sveppum, Mango Chutn-
ey, Sweet Relish og uxahala-
súpu. Bætið vatni útí ef blandan
er of þykk. Sjóðið í klukkutíma.
Má gjarnan krauma lengur (2-3
tíma). Þennan rétt er tilvalið að
útbúa daginn áður og þá þarf
ekkert að gera daginn sem á að
borða hann annað en setja í
pott og láta malla í 2-3 tíma.
Gott með hrísgrjónum, hrá-
salati og snittubrauði.
Vanilluís
'A l rjómi
5 egg
8 msk. sykur
3 tsk. vanilludropar
Skiljið að hvítur og rauður.
Hrærið rauður með sykri þar til
komin er þétt froða. Setjið van-
illudropa útí. Þeytið eggjahvítur
varlega. Þeytið rjóma. Setjið
rjómann út í eggjarauður og að
síðustu er eggjahvítum blandað
varlega saman við. Stundum
settir súkkulaðispænir útí til til-
breytingar. Sett í form og fryst.