Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 24. maí 1997 íDagur-'QItmmn lwIF C^C* IwAiWID Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. Spurt er um mannskaða í Keflavík, sem varð um jólin 1935 og olli miklu manntjóni. Hvað er hér átt við? 2. Spurt er um húsið Staðarstað í Reykjavtk, Sóleyjargötu 1, þar sem skrifstofa forseta íslands er nú. Hver byggði húsið, hver var sonur hans og hvaða forseti lýðveldisins bjó þar, eftir að hann lét af embætti? 3. Myndin efst á síðunni er af Viðeyjar- stofu, sem byggð er 1752 til 1755. Hver stóð að byggingu hennar og hver er maðurinn sem síðustu 27 ár hefur ann- ast ferjusiglingar milli Viðeyjar og Sundahafnar? 4. Kirkjuból heitir bær í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þaðan var skáldið sem um er bókin Skáldið sem sólin kyssti. Hvaða skáld naut þessarar gæfu? 5. Hæsta mannvirki á íslandi er á Snæ- fellsnesi. Hvert er það? 6. Innarlega við Arnarfjörð vestra er jörðin Gljúfurá. Á hvern hátt hafði hún þýðingu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar? 7. Óvenjulegt framboð ungs fólks kom fram á sjónarsviðið á ísafirði í bæjar- stjórnarkosningum þar fyrir ári. Hvað hét framboðið og hve marga fulltrúa fékk það kjörna í bæjarstjórn? 8. Hver er fréttaritari Útvarpsins á Blönduósi. 9. Þeir Indriði Pálsson, fv. forstjóri, Stefán Friðbjarnarson, blaðamaður, Ól- afur Ragnarsson, bókaútgefandi, og Jón Sæmundur Sigurjónsson, trygg- ingafræðingur, eru allir frá sama staðnum á Norðurlandi vestra. Hvaðan eru þeir? 10. í Þingvallastræti 4 á Akureyri bjó lengi atkvæðamikill maður í bæjarlíf- inu, sem síðar var valinn heiðursborg- ari. Nafni hans og barnabarn, bjó í húsinu um skeið, en dvelst nú í Bret- landi og fæst þar m.a. við tónlist. Hverjir eru mennirnir? 11. Rætur samvinnuhreyfingarinnar á íslandi liggja í Þingeyjarsýslum. Þrjú kaupfélög í sýslunni hafa hins vegar orðið gjaldþrota á síðustu tíu árum. Hver eru þau? 12. Aðalsteinn Jónsson hefur í áratugi verið stærsti atvinnurekandi á Eski- firði. Hvernig stendur á viðurnefninu Alli ríki? 13. í Hvalsnesskriðum í Lóni var tekið upp atriði í kvikmynd, sem gerð var eftir einni bóka Halldórs Laxness. Stendur leikmyndin þarna enn. Hver er bókin sem kvikmyndað var eftir? 14. Hvar í Rangárvallasýslu eru bæirn- ir Önundarhorn, Ysta-Bæli, Stóra-Borg, Hlíð, Selkot og Seljavellir? 15. Um síðustu helgi var efnt til hátíðar á Eyrarbakka, á tímamótum í sögu byggðarlagsins. Hver voru þau? 16. Myndin neðst á síðunni er af einu sæluhúsa Ferðafélags íslands. Það stendur skammt frá leiðinni yfir Kjöl, og er hús þetta þekkt fyrir reimleika. Hvar er það? PS. í þættinum í síðustu viku var ranglega sagt að það Vörðufell væri fjallið í landi Kiðjabergs í Grímsnesi. Það er réttilega Hestijall, sem er að stærstum hluta í landi Hests og Gíslastaða, en að nokkru Kiðjabergs og Vatnsness. Böðvari Páls- syni, oddvita Grímsnesinga, þakka ég ábendinguna. -sbs. isaujpyAH I '9t •sddajgu>|>|T;q -jiuXg qæuijB bjb 001 -tba jsuuipv gj uinnqljtíjXg-jnisnv Jipun f | UU!8qjUSJp'BJT!<J £1 'uinuiuuBui jg|/Cj utíqis injoq jjigujru ns t;>(u 1![{v uin jt;c( lyiqTíj go uuBdduq qia (BJQia ddn QBpipqs jt;a uinuBjjiAQpfq j z l •jT>j/C;)SQjT>q[T;AS go ‘ugui/Ca -guiq-jnQjOM ‘uguisauguBq ST![;)jdm;>i -jj •jnQnuiqjj -jBguiuuoui go uuddod ‘uossnugujy uuuui -u.| qo>CBf .regoA suiq go ‘upfjssgBi0jdni;>( ‘uossuuBUiuq qoqBf Jiocj nj8 ujjacj ot IQjijnigiS bjj jjiitj njo jBguiuuouupf) j[puj0M '6 'uosbisjh jnuiuo '8 'UJOfjSJB -fæq j BUJofq uuam oaj qqpj úuijsiiquog 'L '6i8l I!1 SF81 flæs uuuq pjB jbc} ua ‘jgaingom siguicjiv Ifl Qoqmiuj mof iQjag muiQjqf v QipiBqjuugig 'RJosjoj ‘jvuossQjn -g{S suof ngio j Qioqs mn jt;a Tunjnfg) g 'JIpq Tujam ozf ‘mnipqsnjnH p Qujsum qia jjt; ja jqh 'S uossjBAQqa jnpunmQno f 'jRSuqSisnl'joj jst; -uub uossumAS uuiajsjBH g° njojsjTflXaQiA nguigg/Cq qt; qojs ijaSoj uossnuSTqjj nnqs 'g 'ZS61 ‘sjnSæpjRupp fij 0861 mæquia'jT; jpi uireq qb jpja ‘ujpfpig upfjsujf ofq nuisnq j sireq jnuos jt;a ‘suisipioaq/Ci pasjoj ijsj/Cj ‘uossujofa uiqoAS 'QBJsjbqbjs Qisnq !Qgg/Cq uigs upfjsju uossuof ujofa jt;a Qi;t[ g jsnpuuajq og So qijji suubui 6 iQBjso>( mas ‘suuBfæq isnqnmoquiBS i qjba mas uuBcj Bunjq mn jjnds ja jan 't :JOA§ Fluguveiðar að sumri (20) Flugur íyrir byrjendur Stefán Jón Hafstein skrifar Félagi og starfsbróðir hringdi í mig í fyrra- sumar. Var að fara í veiðitúr. Langaði að kasta flugu. Hafði fengið tilsögn í að kasta svo hann taldi sig reiðubúinn að prófa. Var búinn að fá lánaða stöng. Mér leist vel á þetta fram- tak. Ekki fara í fluguveiði án þess að læra undir- stöðuatriði kastsins. Það er mikilvægast af öllu til að komast vel af stað. Þegar ég byrjaði sjálfur fyrir al- vöru hjálparlaust keypti ég bækling í Veiðimanninum, fór með stöng og hjól upp að Elliðavatni og æfði mig. Ég vil ekki kalla þau ár sem ég varði við þessa iðju glötuð, en þau hefðu nýst mun betur ef ég hefði farið á kastnámskeið eða fengið leiðsögn - aðra en af bækl- ingnum. Svo það tók mig nokkurn tíma að venja mig af undirstöðuvillum loksins þegar ég lærði að kasta, og kannski verð ég aldrei góð- ur kastari af því að ég lærði ekki almennilega í byrjun. En vinur minn var sem sagt kominn með und- irstöðuatriðin á hreint. Og kunni að festa hjólið á stöngina. (Ég veiddi heilan dag með manneskju sem setti hjólið á öfugt og skildi ekkert í þessum ósköpum!) Og vinur minn var búinn að fá rétta tauma, og þá létti mér, því öðru sinni veiddi ég heila tvo daga með manneskju sem var með svo lélegan taum að hann hefði aldrei haldið fiski ef hann hefði glæpst til að setja í einn.) Og stöng fékk hann lánaða, sem er gáfulegt, því maður þarf að kynnast stönginni sem maður ætlar að veiða með í framtíðinni - áður en mað- ur kaupir hana. (En það er ekki jafn gáfulegt að fá lán- aða stöng þegar maður brýtur hana fyrir öðrum - eins og ég gerði í fyrsta al- vöru túrnum mínum. En frá því sagði ég vini mínum ekki). En nú vantaði hann flugur. Hvort ég vildi ekki vera svo vænn að mæla með einhverjum flugum sem hann gæti keypt og haft með sér á silungsveið- ar! Innkaupalista! Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða vera upp með mér. En ég ákvað að láta eins og ekkert væri og láta vin minn ekki finna það á mér að hann hafði spurt mig um innstu rök tilver- unnar. Ræskti mig. Spurði varfærnislega: „Þú ert að biðja mig um að mæla með flugum?“ Þegar stórt er spurt. En ég ákvað að blása vini mínum tiltrú í brjóst og láta alls ekki á mér finna að þessari spurningu væri einfaldlega ekki hægt að svara, því maður ætti aldrei nóg af flugum - og aldrei réttu fluguna. Ég lét vera að útskýra að flugur í stærðum og gerðum væru fleiri en stjörnurnar á himihvolfinu. Svo í stað þess að segja honum að hann væri að heíja ferð án enda, sagði ég honum einfaldlega að hinkra, náði mér í kaffi- sopa, settist niður og bað hann að skrifa innkaupa- lista. Innkaupalisti fyrir byrj- endur sem eru á leið í sil- ungsveiði en vita ekki al- mennilega hvað þeir eiga að hafa með sér. Grunn- safn: 1) Zulu. Svört Zulu er frá- bær fluga sem nú virðist ganga í endurnýjun tiltrúar í mínum félagahópi. Gott er að eiga stærðir 10, 12 og 14 og ég vil hafa hana tví- krækju. Sérviska. Þegar ég veit ekkert hvað ég á að gera set ég Zulu undir. Og stundum veit ég alveg hvað ég á að gera: og set Zulu undir! Ég þekki mann sem veiðir bara á eina flugu, á enga aðra - Zulu! 2) Peter Ross. Ilrein snilld. Sú besta í hópi teal-flugna (urtandarvængjur). Númer 12 er bráðdrepandi hvar sem hún fer, númer 10 er líka góð. Með Peter Ross ertu alveg örugg(ur) um að þú sért að gera eitthvað rétt. Biðjið líka um púpu- afbrigðið af þessari flugu, og þá númer 14. 3) Watson’s Fancy. Góð sil- ungafluga, en ekki kaupa hana! Kaupið púpuna! Svínvirkar, ekki síst með kúluhaus. Með Peter Ross fluguna, og Watson’s fancy púpuna ertu Atli húnakon- ungur veiðivatnanna. 4) Peacock! Svo einföld, svo brilljant. Púpa sem slær öllu við oftar og lengur en menn átta sig á. Fyrsta lífið á mína stöng á þessu vori kom þegar ég setti Peacock undir. Virkar eins og allar þær flugur sem áður eru taldar á bæði urriða og bleikju. Bleikjan er sérlega veik fyrir henni. 5) Nú vandast málið. Kannski þarftu ekki fleiri flugur? Tæpast. Og þó. Ekki myndi ég vilja fara í veiðitúr án Pheasant tail púpunnar. Biðjið um Sawy- er’s Pheasant ta.il, ef heppnin er með er af- greiðslumaðurinn með á nótunum. Stærðir 10,12, og 14 eru stórfenglegar í hvaða flugnabox sem er. 6) Nú erum við komin út í sérviskur. Og þó. Fyrr- greindar púpur og flugur eru smáflugur. Þú þarft straumflugur. Black Ghost er númer eitt á meðal þeirra, og ætti kannski að vera ofar á lista. Láttu ekki plata þig til að kaupa stærra en númer 6. Fín stærð. Og svo virkar hún á lax líka ef heppnin er með! Góð fyrir straumþungar eða vatnsmiklar ár og vötn. Satt að segja alveg dásam- leg. Biddu um hana með frumskógarhanakinn. 7) Staumfluga númer tvö verður að vera dökk. Því þrátt fyrir nafnið er Black Ghost ljós. Svartur nobbler er slíkur fjöldamorðingi að í raun ætti að banna hann. Þú kaupir þér tvo: númer 6 og annan númer 10! Hafðu hann með augum! 8) Þurrflugulaus viltu ekki vera. Black Gnat kemur fyrst og þú notar hana jafnvel þótt fiskurinn sé ekki að taka uppi. Stærðir 12 og 14 eru ósköp góðar. Black Gnat gerir það sama fyrir þig og Zulu: þér líður vel með hana á færinu, en það á nú við um Peter Ross líka. 9) Nú ertu orðin(n) vel birg(ur) og flugurnar orðn- ar fleiri en þú getur notað á einum degi. Skynsamlegt væri að kaupa ekki fleiri. En vegna þess að þú býst fastlega við að fara aftur í veiðitúr og það er alltaf gott að geta valið, þá bætir þú við tveimur flugum: flugunni sem maðurinn í búðinni segir að allir noti þar sem þú ert að fara, eða, Teal and black. Hún er náskyld Peter Ross og það er ekki verra að eiga púpuafbrigðið af henni líkh. Jafnvel örsmátt, núm- er 14 eða 16. 10) Engin ástæða er til að íjölga flugum í boxinu. En af því að 10 er falleg tala bætum við einni við. Ertu að fara í væna bleikju eða sjóbirting í straumvatni? Þá er það rauð straum- fluga: Dentist eða appel- sínurauður nobbler. Er það urriði í staumvatni? Þá er það straumfluga með gul- um væng: Þingeyingur eða Micky Finn. Ertu að fara í lítið stöðuvatn? Þá tekur þú killer púpuna (hljómar vel!). Sparnaðarboxið: Kauptu 1-5 og bættu við númer 6. Þú ert í góðum málum með tvær stærðir af hverri, samtals 12 flugur. Þetta er nánast ósigrandi her, flotinn ógurlegi, og þú ert fullsæmd(ur) af því að bjóða fiskum að skoða, og öðrum veiðimönnum að líta í boxið - því valið lýsir fádæma innsæi og snilld. Og ef einhver spyr: Og hvar fékkstu nú þennan lista? Þá svarar þú hinn snjall og vel birgi byrjandi sem átt í vændum góða veiði: „Þetta er valið samkvæmt upplýs- ingum frá virtum fræði- manni.“ Ps. Reyndar verð ég að viður- kenna að ég myndi ekki vilja sleppa tveimur flugum Marcs Petitjeans af þessum iista, en þar sem þær fást ekki í búð- um á íslandi þá verður þetta að duga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.