Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 4
4 - Föstudagur 27. júní 1997
Akureyri
Bæjarmála
punktar
• Páll Alfreðsson hefur sótt
um breytingu á gildandi
skipulagi þannig að byggja
megi 5-7 hæða íbúðarhús með
bflageymslu á svæði á mótum
Akurgerðis og Mýrarvegar.
ilugniyndinl er að þar verði
íbúðir fyrir eldri borgara.
• Skólanefnd liefur samþykkt
að veita 40 þúsund króna styrk
vegna ferðar nemenda 8.
bekkjar Síðuskóla til Danmerk-
ur í september. Þá verður El-
ínu S. Jónsdóttur, Glerárskóla,
veittur 18.000 króna styrkur
vegna námskeiðs á vegum
Greiningarstöðvar ríkisins,
Lundarskóli fær 100.000 krón-
ur vegna fjölþjóðlegs verkefnis
um víkinga og Olga Ellen Ein-
arsdóttir sænskukennari fær
35.000 krónur í styrk til að
sækja námskeið í Svíþjóð.
• Samtökin Heimili og skóli
hafa skrifað skólanefnd bréf
þar sem vakin er athygli á
stöðu vélritunarkennslu og
þeim möguleikum sem nýtt ís-
lensk kennslutæki, ritþjálfinn,
veitir. Keypt hefur verið hálft
bekkjarsett af nýjustu útgáfu
ritþjálfa og verður það notað
til áframhaldandi tilrauna-
kennslu í skólum bæjarins
næsta vetur.
• Stefán Yngvason, yfirlæknir
endurhæfingardeildar FSA,
hefur sent íþrótta- og tóm-
stundaráði bréf þar sem fram
kemur að aðgengi að tóm-
stundamiðstöðinni Punktinum
er ekki gott fyrir fólk sem á
erfitt með að hreyfa sig. For-
stöðukona Punktsins ásamt
íþrótta- og tómstundafulltrúa
eru að leita leiða til að úr ræt-
ist.
Reykjavík
Starfsþj álfun og
skiptiverkefni
Frá útskrift í Lýðskólanum, en skólinn fær nú 3ja m. kr. stuðning.
Tillögur um úrbætur
vegna bótalausra
ungmenna fela m.a.
í sér starfsþjálfun
hjá Hinu Húsinu.
Svokölluð skipti-
verkefni skila árangri
fyrir langtíma-
atvinnulausa.
fundi borgarstjórnar
þann 19. desember sl.
var samþykkt að gera
sérstakt átak í atvinnumálum
langtímaatvinnulausra og at-
vinnulausra ungmenna án
bótaréttar. Félagsmálastofnun
og Vinnumiðlun Reykjavíkur-
borgar ásamt Hinu Húsinu, sem
heyrir undir íþrótta- og tóm-
stundaráð, var falið að gera til-
lögur um verkefnið, en til þess
voru veittar 18 milljónir króna.
Þessir aðilar hafa nú skilað frá
sér tillögum um úrbætur.
Rætt við alla
í janúar sl. voru atvinnulaus
ungmenni á aldrinum 16-25
ára um 100 talsins en eru nú
rúmlega 130. Ákveðið var að
veita 730 þúsund króna til sér-
stakrar þarfagreiningar en í því
felst að rætt er við alla bóta-
lausa einstaklinga og mun sú
vinna vera vel á veg komin. Þá
er jafnframt lagt til að Lýðskól-
inn verði styrktur um 3 milljón-
ir króna en mjög góð reynsla
hefur verið af starfsemi Lýð-
skólans fyrir ungt fólk, sem átt
hefur í félagslegum erfiðleikum.
í þarfagreiningunni hefur kom-
ið fram að mikill áhugi er á
starfsnámi Hins hússins og er
lagt til að 15 bótalausum ung-
mennum gefist kostur á slíku
starfsnámi. Reiknað er með að
5 milljónir fari í það.
Fleiri konur
atvinnulausar lengi
Skráðir langtímaatvinnulausir í
Reykjavík voru í maí sl. tæplega
1200 og þar af eru konur nær
tvöfalt fleiri en karlar. Með
langtímaatvinnuleysi er átt við
að einstaklingar hafi verið sam-
fellt á skrá í sex mánuði eða
lengur.
Það úrræði sem talið er að
skilað hafi bestum árangri fyrir
langtímaatvinnulausa á undan-
förnum árum er svokallað
„skiptiverkefni starfsmanna-
halds.“ En þetta var t.d. gert
þegar tólf skrifstofukonur hjá
Reykjavíkurborg fóru á 10
vikna endurmenntunarnám-
skeið og til að leysa þær af,
voru ráðnar 12 langtímaat-
vinnulausar konur. Þetta hefur
verið gert 4 sinnum. I’ lauslegri
athugun hjá Vinnumiðlun
Reykjavikurborgar í lok maí
kom í ljós að 75% af þeim at-
vinnulausu konum sem tóku
þátt í verkefninu voru ekki
lengur á atvinnuleysisskrá.
Konur taki meirapróf
í tillögum umsagnaraðila er
gert ráð fyrir því að skiptiverk-
efnið verði útfært fyrir aðra
starfshópa. Þannig er íhugað að
slíkt verði gert með næturverði
hjá Reykjavíkurborg sem og á
öðrum sviðum starfsmanna-
halds Reykjavíkurborgar.
Reiknað er með að rúmlega 7
milljónir fari í þessi skiptiverk-
efni. Þá er jafnframt lagt til að
veittir verði styrkir til sex
kvenna til þess að taka meira-
próf á bifreið en töluverð eftir-
spurn hefur verið eftir bflstjór-
um með meirapróf og SVR hef-
ur lagt áherslu á að Ijölga kon-
um í bílstjórastöðum hjá fyrir-
tækinu.
rm
Sl AfiO
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. júlí 1997 er 25. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 25 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 582,30
Vaxtamiði með 10.000 kr. skírteini = kr. 1.164,60
Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini = kr. 11.646,00
Hinn 10. júlí 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.205,30
Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1997 til 10. júlí 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1997.
Reykjavík, 27. júní 1997
SEÐLABANKIÍSLANDS
Laugarás
Heilsugæsla - líka
fyrir Norðmenn!
Nýbygging heilsugæslustöðv-
arinnar í Laugarási í Bisk-
upstungum var vígð á dögunum.
Nýbyggingin, sem er rúmir 500
fermetrar að flatarmáli, kemur í
stað 117 fermetra húsnæðis.
Húsnæði stöðvarinnar í Laugar-
ási hefur lengi
staðið starfseminni
fyrir þrifum, enda
lítið og óhentugt til
þeirrar víðtæku
þjónustu sem þar á
sér stað. Því hefur
stjórn og starfsfólk
stöðvarinnar unnið
í mörg ár að undir-
búningi að bygg-
ingu nýrrar heilsu-
gæslustöðvar.
Fremstan meðal jafningja í því
má telja Jón Eiríksson í Vorsabæ
á Skeiðum, fyrrverandi stjórnar-
formann og framkvæmdastjóra
stöðvarinnar. Byggingameistar-
ar nýju heilsugæslustöðvarinnar
eru þeir Þröstur Jónsson og Gísli
R. Magnússon á Flúðum í
Hrunamannahreppi.
„Hér hafa allir jafnan aðgang,
jafnvel Norðmenn, aðeins spurn-
ing um hærri þjónustugjöld, eða
eigum við að segja: „nákvæmari"
reikninga, þó að ég sé nú alfarið
á móti þjónustugjöldum," sagði
Ólafur Ólafsson landlæknir m.a.
í ávarpi sínu. Hann ræddi eink-
um stöðu heilsugæslunnar á ís-
landi miðað við nágrannalöndin
en lýsti einnig skoðunum til
lausnar á starfsmannaskorti
heilsugæslunnar á landsbyggð-
inni. Meðal annarra er til máls
tóku voru Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra, en fyrsta
embættisverk hennar var að
taka fyrstu skóflustunguna fyrir
tveimur árum. Einnig Jón Eiríks-
son í Vorsabæ, sem sagði 100
ára sögu heilsugæslunnar í hér-
aðinu, Loftur Þorsteinsson, odd-
viti Ilrunamannahrepps, sem
greindi frá gjöfum sem bárust,
og sr. Rúnar Egilsson sóknar-
prestur í Mosfellsprestakalli,
sem flutti blessunarorð.
- SB/-Árnessýslu.
Ólafur Ólafsson
landlæknir
Nú hafa allir jafnan
aðgang, jafnvel
Norðnumn. “