Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Page 6
6 - Laugardagur 28. júní 1997 Jkgur-‘9Itmmn Samgöngubylting EmkabíLlinn sigrar enn í samkeppni við flug og rútu Jón Birgir Pétursson skrifar Engu skal spáð um fram- vindu fargjaldabyltingar- innar sem íslandsflug efndi til í gær. En vitað er að flugrekstur er dýr. Ekki aðeins eru tækin hundruða milljóna fjárfestingar, heldur er launa- kostnaður gífurlegur. Flugstjóri hjá Flugleiðum sem flýgur 400 flugtíma á ári, sem mun nálægt því að vera meðalflugtími áhafna, er að fá 17.500 krónur í greiðslu fyrir hvern floginn tíma! Launin hjá hinu nýja Flugfélagi íslands verða hin sömu. Fljúgi þessi flugstjóri að morgni til Egilsstaða og þaðan til Reykjavíkur - en eftir hádegi til Færeyja, er væntanlega kom- inn heim til sín um líkt leyti og aðrir launþegar landsins. Hann hefur á vinnudegi sínum unnið sér inn fyrir á annað hundrað r þúsund krónur, verkamanns- , laun á einum degi. Aðstoðarflugmaður kostar ■ sitt, en er hvergi nærri foringja sínum í vinstra sætinu í laun- um. , Flugfreyjan sem selur fólki , kaffi og prinspóló er líka dýr og verðleggur sig á annan hátt en stelpur sem afgreiða sömu vöru í sjoppum, laun hennar geta verið á bilinu 2,5 til 3 milljónir á ári. Varahlutir og allar rekstrar- vörur í flugrekstri eru kostnað- arsamur Uður. Og ekki má gleyma viðhaldsvinnu og eftir- liti, sem er geysidýr liður í rekstri flugfélaga, enda reglur mjög strangar. Vitað er að starfsfólks ís- landsflugs sættir sig við laun sem eru til muna lægri en þau sem Flugfélag íslands mun verða að greiða. Flugleiðir hafa hvað eftir annað látið í minni pokann gagnvart launþegum sínum, sem hafa alþjóðlegt launakerfi , meðan aðrir hópar njóta ekki , aiþjóðlegrar viðmiðunar. r r Mikið ánægjuefni fyrir neytendur i „Aukin samkeppni leiðir hér til Iægri fargjalda og það er okkur auðvitað mikið ánægjuefni. Þetta hefur verið afar óeðlilegt, ( þegar það hefur verið dýrara I að fljúga til dæmis til Þórshafn- r ar á Langanesi, nærri tuttugu j þúsund krónur, en að fara í [ íjögurra td flmm daga ferð að I hausti til London, þar sem inni- falið hefur verið lúxushótel og ' morgunverður,“ sagði Þuríður I Jónsdóttir, lögfræðingur og [ skrifstofustjóri Neytendasam- [ takanna. „Nú vonum við að þetta verði tU frambúðar, en ekki tilboðs- 1 verð í byrjun. Ástandið hefur verið sérstakt. Mörg mál vegna Ódýrt innanlandsgjald i fiugi mun auka ferðalöngun landsmanna og líkur á „skreppitúrum" fara vaxandi. fargjalda Flugleiða á ýmsum leiðum hafa borist Neytenda- samtökunum. Fólk skilur ekki hvers vegna íslendingar eiga að borga miklu meira í fargjöld en útlendingar," sagði Þuríður Jónsdóttir. Rútubíllinn, einkabíll- inn og flugvélin eru komin í enn harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr á innan- landsmarkaði. Far- gjaldasprenging ís- iandsflugs í gær end- urómar um allan samgöngugeirann. ís- landsflug lætur sér fátt um finnast, þegar keppinauturinn kvart- ar yfir stórfelldum taprekstri á innan- landsfluginu. Flugið nýtur forréttinda „Við höfum nú lengi verið í bullandi samkeppni við flugið. Núna er nánast verið að lækka verðið niður að rútuverðunum. Á því er afskaplega einföld skýring. Menn vilja komast inn á markaðinn, og þeim er gert það auðvelt á ýmsan hátt,“ sagði Gunnar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar íslands, í gær. Hann sagði að eftir sem áður væri einkabíllinn helsti keppinautur sérleyfíshaf- anna. „Samkeppnisstaðan er allt önnur varðandi tollalega með- ferð á okkar tækjum og flugvél- um. Þessi mismunun gerir flug- inu auðvelt að lækka fargjöldin. Það er kannski allt í lagi með toll og vörugjald. Fólksflutning- ar eru ekki innan VASK- kerfis- ins. Þar af leiðandi leggjum við engan útskatt á. Og að öllu venjulegu eigum við ekki að fá að draga neinn innskatt frá. En hvað gerist í flugrekstri? Ef þú kaupir nýja flugvél og kaupir ákveðnar rekstrarvörur, þá leggur flugið að sjálfsögðu eng- an útskatt á, en það fær að draga frá 24,5% innskatt. Það er erfitt að keppa við þetta,“ sagði Gunnar. Rútubílaeigendur hafa að sjálfsögðu bankað upp á í íjár- málaráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti og viljað leiðréttingu mála. Nú munu þeir banka enn á ný á dyr ráðherranna og knýja á um eðlilegt viðskipta- umhverfi. Ný rúta kostar á bilinu 25-30 milljónir króna. íslandsflug og Flugfélag íslands eru með snöggtum dýrari farkosti, en af- köstin eru líka margföld. Tollur sem greiddur er af rútubíl er frá 5-20%. Flugfélögin fá til viðbótar stórkostlega fyrirgreiðslu hins opinbera sem heldur uppi og byggir dýra flugvelli, flugstöðv- ar, flugumferðarstjórn og fleira. „Við höfum nú lengi verið í bullandi sam- keppni við flugið. Núna er nánast verið að lækka verðið niður að rútuverðunum. Á því er afskaplega ein- föld skýring. Menn vilja komast inn á markaðinn, og þeim er gert það auðvelt á ýmsan hátt,“ sagði Gunnar Sveinsson. Einkabíllinn hagstæðastur Hvaða kosti á ferðalangur sem er að fara norður í land í veð- urblíðuna þar? Flug? Rútubíll? Einkabíll? • Flugið, velji ferðamaðurinn íslandsflug, kostar 6.900 krónur fram og til baka. • Rútubfll frá Norðurleið kostar hann 3.850 krónur aðra leið, - fram og til baka kostar það 6.930, - þrjátíu krónum meira en að skutlast með ís- landsflugi. Fargjöld fengust í vetur fyrir 3.850 krónur - á vegum verkalýðsfélaganna, 50% afsláttur, takmörkuð sæti í hverri ferð. • Einkabfll af venjulegri gerð, 8 lítra eyðsla á hverja 100 kfló- metra, eyðir trúlega 70 lítr- um á 434 kflómetra langri leið frá Reykjavík til Akureyr- ar og til baka. Lítrinn af bensíni kostar ca. 77.50 þannig að norðurferðin kost- ar nærri 5.500 krónur, auk minni háttar kostnaðar til viðbótar. En vel að merkja. í einka- bflnum sitja fleiri en bflstjórinn. Þar eru makinn og börn. Einka- bfllnum stjórna ferðalangar sjálfir og haga ferð sinni ná- kvæmlega eftir eigin geðþótta. Sá sem kemur norður með rútu eða flugi, stendur eins og illa gerður hlutur á endastöðinni og verður að reiða sig á rándýra bflaleigubfla, leigubfla, eða postulana tvo. Einkabfllinn á því leikinn eins og sjá má. Hins vegar mun ódýrt innan- landsgjald í flugi verða til þess að menn munu fara skreppi- túra út á land, án þess að blikka auga. Slík fargjöld munu leiða til mun meiri hreyfings á íslendingum sem vilja heim- sækja íslendinga. Vissum átt- hagafjötrum hefur verið aflótt.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.