Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Side 7
ÍOagur-ÍEmmm Laugardagur 28. júní 1997 - 7
IU i ■ . ■ j F R É T T I R mm- ... mtm
F=======^^=====
■. ITSM
Raflínur í Mosfellsdal
hverfa ofan í jörðina
Raflínur, sem farið hafa I
taugarnar á náttúru-
verndarfólki, munu á
næstu árum hverfa úr Mos-
fellsdal. Bæjarstjóri hefur
undirritað samkomuiag við
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
um legu Nesjavallalínu gegn-
um Mosfellsbæ. Bæjarstjóri
segir að hér sé um að ræða
tímamótasamning.
„Það hefur náðst samkomu-
lag um legu línunnar um bæ-
inn. Hún mun koma niður í
Mosfellsdalinn og fer í jörðu við
svokallaðar Bringur og liggur
þaðan í kapli meðfram Þing-
vallaveginum og síðan Vestur-
landsveginum gegnum bæinn,“
sagði Jóhann Sigurjönsson,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í sam-
tali við Dag-Tímann.
Jóhann sagði að svo heppi-
lega vildi til að línulögnin við
Vesturlandsveg passaði vel við
tilflutning vegarins um bæinn,
en þær framkvæmdir heíjast í
haust og halda áfram næsta
sumar. Óþarfa jarðrask ætti því
ekki að verða vegna Nesjavalla-
línu.
í Mosfellsdal eru fleiri rafhn-
ur. Þar er Sogslína eitt á staur-
um, en hún verður tekin niður
og sett í jörðu. Sama er að
segja um Akraneshnuna, sem
þarna liggur. Má því segja að
talsverð hreinsun verði á daln-
um og hún góð fyrir augað.
Markvisst verður unnið að því
að koma rafmagni í jörð í bæn-
um á næstu árum.
„Sogslína eitt hefur gengið
beint í gegnum sveitarfélagið og
verið skipulagslegt vandamál. í
samkomulaginu skuldbindur
Rafmagnsveitan sig til að taka
línur niður og setja í jörðu á
svæðum sem bærinn tekur til
skipulags. Það þýðir að þegar á
að framkvæma verða línurnar
grafnar í jörð. Nú getum við
hætt að skipuleggja kringum
línurnar, eins og gert hefur ver-
ið,“ sagði Jóhann Sigurjónsson.
-JBP
Katrín Eymundsdóttir.
Húsavík
Forseti bæjar-
stjórnar hættir
Afundi bæjarstjórnar
Húsavíkur sl. fimmtudag
tilkynnti Katrín Ey-
mundsdóttir, annar bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins og for-
seti bæjarstjórnar, að hún væri
hætt störfum sem bæjarfulltrúi.
Persónulegar ástæður lægju að
baki þessari ákvörðun en alls
ekki pólitískar.
Katrín hefur gegnt starfi
bæjarfulltrúa með hléum í
Qölda ára við mjög góðan orð-
stír og er sjónvarsviptir af
henni í bæjarmálapólitík á
Húsavík.
Þriðji maður á D-lista, Ása
Jónsdóttir, hafði fengið leyfi
sem 1. varamaður í bæjarstjórn
út kjörtímabilið, þannig að 4.
maður listans, Friðrik Sigurðs-
son, tekur sæti Katrínar í bæj-
arstjórn og verður forseti bæj-
arstjórnar. 1. varamaður D-
listans nú er því Arnar Sigurðs-
son. js
Kirkjusókn
Guðhræðsla í Garðabæ
Igögnum frá nýliðinni presta-
stefnu kemur í ljós að fæstar
urðu guðsþjónustur í fyrra í
Árnesprestakalli í Húnavatns-
prófastsdæmi eða aðeins 7 alls.
Hríseyingar fengu litlu stærri
skammt, þar var messað átta
sinnum í fyrra. Á hinn bóginn
eru menn iðnastir við messu-
hald í Víðistaðaprestakalli í
Kjalarnesi (Garðabær). Þar
voru alls 306 guðsþjónustur í
fyrra. Stór-Reykjavíkursvæðið
sker sig eðlilega nokkuð úr í
þessum tölum en sem dæmi um
mikinn fjölda guðsþjónusta í
dreifbýlinu má nefna Skálholts-
prestakall, þar sem 122 messur
voru í fyrra. Þá var messað 127
sinnum í Eyrarbakkaprestakalli
sem er athyglisvert og 150
sinnum í fsaíjarðarprestakalli.
Á Akureyri urðu guðsþjónustur
126 í Glerárprestakalli og 111 í
Akureyrarprestakalli. BÞ
Fræðilegur möguleild
á heimsmeistarasæti
Þrátt fyrir stórsigur á Frökkum í gær eru horfurnar ekki
góðar á að íslenska landsliðinu í opnum flokki takist að
spila sig upp í 5. sætið á Evrópumótinu í bridge sem lýkur í
Montecatini, ftalíu, í dag. Þó eru líkurnar einhverjar en allt
snýst um 5. sætið, þar sem 5 efstu Evrópuþjóðirnar fara á
heimsmeistaramótið í Túnis í haust. Þegar Dagur-Tíminn
fór í prentun stóð yfir viðureign íslendinga og Tyrkja, en
fyrr um daginn höfðu íslendingar tapað fyrir Eistum, 14-16,
en unnu svo sem fyrr segir góðan sigur á Frökkum, 24-6.
Samkvæmt stöðumati Jakobs Kristinssonar, bridgespilara
og framkvæmdastjóra BSÍ, voru Frakkar í gær helstu and-
stæðingar íslendinga í baráttunni um 5. sætið þrátt fyrir að
færri stig skildu ísland og Danmörk að. Danir eiga nefnilega
afar „létta" andstæðinga í dag. Staða efstu liða þegar þrjár
umferðir voru eftir var þannig að ítalir voru efstir með
613,5 stig, Pólverjar höfðu 599,5, Noregur 591, Frakkar
voru í 4. sæti með 579, þá Danir með 571 og ísland var í 6.
sæti með 563,5. Ilolland var í 7. sæti með 556 stig. ísland
leikur í dag við Ungverja og Tékka og dagskipun Björns Ey-
steinssonar landsliðsþjálfara hlýtur að vera um 40 stig af 50
mögulegum. Tékkar eru neðarlega í mótinu en Ungverjar í
miðjunni.
Skellurinn gegn Líbanon í fyrradag, 7-23, reynist e.t.v.
dýrkeyptur og það er ekki í fyrsta skipti sem Líbanir skjóta
ísland í kaf á viðkvæmu augnabliki. Samkvæmt upplýsing-
um Dags-Tímans var mikill heppnisstimpill á sigri Líbana,
m.a. fóru þeir í tvær mjög vondar slemmur sem unnust.
Annað var alslemma þar sem ás vantaði, en eftir óheppilegt
útspil vannst spihð.
Þess má geta að fyrir leikinn gegn Líbanon stóðu Jón
Baldursson-Sævar Þorbjörnsson sig best af íslensku pörun-
um skv. íjölsveitaútreikningi. Voru í 6. sæti en Guðmundur
Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson voru í 16. sæti. Aðal-
steinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson hafa ekki verið
að spila sinn besta bridge í mótinu, sem er e.t.v. eðlilegt þar
sem samhæfing þeirra er minni en hinna paranna tveggja.
Kvennakeppninni lauk í gær og áttu íslensku konurnar
mjög góðan endasprett eftir slakt gengi í mótinu. Þær luku
mótinu með 21-9 sigri á Frökkum sem voru í öðru sæti fyrir
lokaumferðina! BÞ
Fjölmiðiar
HP-upplýsingar
verði rannsakaðar
Jón Ólafsson segist
ekki una því lengur að
hann og fyrirtæki
hans séu sökuð um stór-
fellda glæpastarfsemi.
Jón Ólafsson, stjórnarfor-
maður Stöðvar 2 og forstjóri
Skífunnar, óskaði í fyrradag
eftir að rMssaksóknari láti
fara fram opinbera rannsókn
á sakargiftum á hendur sér
og fyrirtæki sínu, sem birtar
hafa verið í þrem blaðagrein-
um í Helgarpóstinum.
Jón Ólafsson sagði í gær
að hann útilokaði ekki að
fara í mál við ritstjóra Helg-
arpóstsins. Það yrði ákveðið
síðar. Jón Ólafsson sagðist
óhræddur við rannsókn á sér og fyrirtæki sínu. Hann hafi
ekkert að fela.
Páll Vilhjálmsson, ritstjóri HP, sagði í gær að blað sitt
hefði aðeins sagt frá vinnu sem unnin var í lögreglurann-
sókn, sem blaðið hefði góðar heimildir fyrir. Þar hefði nafn
Jóns komið upp í rannsókninni og lögreglan kannað hugs-
anlega aðild að stóra fíkniefnamálinu.
„Við höfum ekki haft uppi neinar sakargiftir á hendur
Jóni Ólafssyni, aðeins skýrt frá staðreyndum,“ sagði Páll
Vilhjálmsson í gær.
í yfirlýsingu Jóns Ólafssonar segir hann að hann pers-
ónulega og fyrirtæki hans hafi æ ofan í æ verið bendluð við
stórfellda glæpastarfsemi í HP. Þessu vilji hann ekki una
lengur. Fjölskylda sín, kona og ung börn, hafi orðið illilega
fyrir barðinu á þessum skrifum í Helgarpóstinum.
„Meiðyrðamál er kannski algengasta leiðin í málum af
þessu tagi og kemur til álita, þó að ég sjái ekki mikinn til-
gang í því að fá æruna dæmda af þeim sem enga hefur,“
segir Jón Ólafsson. -JBP
Páll Vilhjálmsson: - höfum ekki
sakað Jón um neitt.