Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Qupperneq 9
4-
jOagur-ÍEmttrat
Laugardagur 28. júní 1997 - 9
RITSTJÓRNARSPJALL
Birgir
Guðmundsson
skrifar
Hver stal kökunni úr krús-
inn í gær“, er nafn á vin-
sælum krakkaleik sem
flestir hafa eflaust einhvern
tíma tekið þátt í. í stuttu máli
gengur leikurinn út á að þátt-
takendum eru gefin númer, en
síðan segja allir þessa þulu í
kór um leið og þeir klappa sam-
an lófum og skella sér á lær:
„Hver stal kökunni úr krúsinni í
gær? Númer X stal kökunni úr
krúsinni í gær.“ Þá segir X: „Ha,
ég?!“ Þá svara allir í kór: „ Já,
þú!“ Þá segir X: „Ekki satt!“ Og
allir hinir spyrja: „Hver þá?“ Þá
svarar X: „Númer Y stal kö-
kunni úr krúsinni í gær!“ Síðan
hváir Y og segir „ha ég“, og
leikurinn heldur svona áfram út
í hið óendanlega eða þar til ein-
hver fullorðinn gefst hreinlega
upp á að leika hann áfram
vegna þess hve endurtekningin
verður leiðigjörn.
Það er í rauninni frekar ein-
kennilegt hversu leiðinlegur
fullorðnu fólki þykir þessi leik-
ur, því hann er að mörgu leyti
mjög svipaður því þjóðfélagi og
þeim alþjóðasamskiptum sem
tíðkast á allt of mörgum svið-
um. Enginn vill sitja uppi með
ásökun af einu eða neinu tagi
og því vísar hver á annan. Eng-
inn ber ábyrgðina, það er alltaf
einhver annar.
Hnattræn hugsun
Þetta á ekki hvað síst við á
þeim sviðum þar sem þörf er á
hnattrænni hugsun, eins og í
umhverfismálunum. Það er
ekki lengra síðan en nú í vik-
unni að menn viðurkenndu í
löngum röðum, þar á meðal
Guðmundur Bjarnason, íslenski
umhverfisráðherrann, að mark-
miðin frá Ríó hefðu hvergi
nærri náðst og væru mörg hver
nánast jafn fjarlæg og þau voru
fyrir fimm árum. Þjóðir heims-
ins hafa sterka tilhneigingu til
að segja „ha ég - ekki satt“,
þegar kemur að því að sporna
við mengandi starfsemi í hnatt-
rænu samhengi.
Afgreitt fyrir þinglok
En það er ekki bara í stóru
málunum sem menn lenda inni
á þessari braut. Ólík sjónarmið
og skoðanir togast víða á þar
sem „ha ég - ekki satt“ heyrist
tónað háum tónum þegar kem-
ur að því að skera úr um hver
hafi hafi rangt fyrir sér í
ákveðnum, kannski flóknum
málum. Þá velkjast málin áfram
án niðurstöðu og oftar en ekki
magnast vandinn eftir því sem
lengra líður og ekkert er gert.
Það verður t.d. fróðlegt að
fylgjast með því hvort bæn og
blessun á staðfestri sambúð
samkynhneigðra verði eitthvað
auðveldari viðfangs á næstu
prestastefnu eftir að ágreining-
ur hefur náð að gerjast og
magnast meðal manna í heilt
ár. Menn þekkja það úr störfum
Alþingis hvernig viðkvæm og
erfið mál sem menn hafa heilan
vetur til að vinna og jafna
ágreining í rúlla nánast ómelt í
gegnum þingið nokkrum nótt-
um fyrir jól eða sumarfrí.
Lars Emil og Thule
Lars Emil Johannsen kom
Grænlendingum heldur betur
inn í heimsumræðuna með því
að lýsa sig reiðubúinn til að
geyma aftengd kjarnavopn í ör-
uggum byrgjum sem komið yrði
upp í Thule í norðurhluta
Grænlands vesturstrandarmeg-
in. Johannsen sagðist leggja
þetta til í þágu heimsfriðar, en
áður hafði Rand-stofnunin
bandaríska komið með tillögur
um að Thule yrði slíkur kjarna-
vopna-öskuhaugur, og fengið
vægast sagt dræmar undirtektir
bæði hjá dönskum (öðrum en
Uffe Elleman Jensen) og græn-
lenskum stjórnmálamönnum.
Nú hins vegar hefur orðið alger
stefnubreyting hjá grænslensku
landstjórninni eða í það
minnsta hjá formanni hennar,
Lars Emil Johannsen, sem þyl-
ur ákveðinn fyrir munni sér „já
ég - alveg satt“.
Breytt afstaða
Það er ekki gott að ráða í
ástæður þessarar stefnubreyt-
ingar hjá Lars Emil og raunar
fleirum, en málið ber hins veg-
ar að með talsvert öðrum hætti
en það gerði í vetur. Frum-
kvæðið kemur nú frá Grænlandi
og útfærslan er sett í hnattrænt
samhengi. Staðreyndir málsins
eru í raun nokkuð einfaldar.
Það er til fullt af kjarnavopnum
í heiminum sem enginn veit al-
mennilega hvað á að gera við.
Af þessum vopnum stafar gríð-
arleg hætta ef ekkert er að gert
og sú hætta steðjar ekki síst að
norðrinu - Barentshafi - vegna
óhugnanlega mikils og niður-
nýdds kjarnavopnabúrs á Kóla-
skaga. Hitt er Ijóst að aðstæður
í Thule eru þannig að fá svæði
á jörðinni bjóða upp á hentugri
geymslustaði fyrir þessi vopn
vegna hita- og rakastigs. Til
þessa hefur hefur staðan með
kjarnavopnin verið sú að allir
þátttakendur hins alþjóðlega
samfélags hafa að bragði svar-
að „ha ég - ekki satt“ þegar
kemur að spurningunni um
hvort þeir séu ekki einmitt rétti
aðilinn til að geyma kjarna-
vopnin sem búið er að semja
um að taka úr notkun. Einmitt
þess vegna er það stórveldun-
um svo verðmætt að finna ein-
hvern til að geyma þennan ógn-
vænlega úrgang. Einmitt þess
vegna er það mannkyninu svo
verðmætt að finna einhvern
sem er tilbúinn að geyma þenn-
an ógnvænlega úrgang á þann
hátt að sæmilega öruggt sé.
Grænlenskt sjálfstæði
Grænlendingum bjóðast skilst
manni þetta 50 milljarðar á ári
ef þeir settu upp kjarnavopna-
öskuhauga í Thule. Það er
nægjanlega há upphæð fyrir þá
til að sleppa landfestum við
Danmörku og gerast sjálfstæðir.
Slíkt kitlar augljóslega, enda
hefur Jónatan Mozfeldt, einn
aðalkeppinautur Lars Emils í
Siumutflokknum, ekki tekið
þessum öskuhaugahugmyndum
íjarri.
Auðvitað fylgdi þessu fórn-
arkostnaður fyrir Grænlend-
inga. Grundvöllur efnahagslífs-
ins þar er sala á sjávarafurðum
frá Royal Greenland sem
grundvallast á hreinleika-
ímyndinni. Fyrir slíkt fyrirtæki
gæti það auðvitað reynst erfitt
ef Grænland yrði í hugum
manna ælubakki kjarnorku-
sjúks heims, en einhvern veg-
inn kæmi ekki á óvart þótt nóg
framboð yrði af markaðsmönn-
um sem myndu treysta sér til
að selja grænlenskar afurðir
þrátt fyrir það.
Brýnar áhyggjur
íslendingar hafa eðlilega
áhyggur af þeim hugmyndum
sem nú bærast í hugum græn-
lenskra forystumanna. Enda
eigum við að hafa áhyggjur
vegna þess að það eru talsverð-
ar líkur á að Thule verði fram-
tíðarheimili afdankaðra kjarna-
vopna. Rétt eins og leikurinn
um kökuna f krúsinni er svo
einhæfur og leiðigjarn að menn
endast ekki til að leika hann
mjög lengi, þá er þulan um
hver eigi að geyma aftengdu
kjarnavopnin ekki þess eðlis að
hægt sé að þylja hana til eilífð-
arnóns - allra síst þegar ein-
hver hefur sagt „já ég“ og gefið
merki um að hann sé tilbúinn
að taka við þeim.
Krefst undirbúnings
Leysi kjarnorku-norðrið af
hólmi ímyndina um hið hreina
norður, getur það skipt veru-
legu efnahagslegu máli fyrir
okkur hér á Islandi. Þess vegna
hljótum við ekki einungis að
hafna kjarnavopnaöskuhaugum
á fslandi heldur mótmæla harð-
lega að þeir verði settir upp á
Grænlandi. Líkurnar eru ein-
faldlega svo miklar og þrýsting-
ur stórvelda og umheimsins
það kröftugur á að kjarnavopn-
in endi í Thule, að íslendingar
þurfa strax að fara að huga að
viðbrögðum við þeirri niður-
stöðu og að reyna að hafa áhrif
á hvernig þessi þróun öll yrði.
Hér er ekki á ferðinni mál sem
hægt er að afgreiða „í andar-
teppustfl" nokkrum nóttum fyr-
ir jól. Þetta er mál sem krefst
undirbúnings og rannsókna
sem markaðsmenn, líffræðing-
ar, jöklafræðingar, jarðfræðing-
ar, haffræðingar, siglingaverk-
fræðingar og fleiri og fleiri hafa
unnið í hendurnar á samninga-
og stjórnmálamönnum landsins
þegar þeir verja hagsmuni okk-
ar.
Við getum einfaldlega ekki
leyft okkur að vera svo upptek-
in við að segja „ha ég - ekki
satt“ eða „ha Grænland - ekki
satt“, að við gleymum að undir-
búa okkur fyrir, að leikunum
ljúki einmitt þegar stendur upp
á númerið sem Grænlendingar
fengu.