Alþýðublaðið - 07.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ ÍSLANDS fer faéðan beint til Kaupmannakafnar kringum miðjan júut og tekur bæði farþega og flutning þangað. fer héðan 14. júní austur og norður kringum land, og kemur hingað aftur rétt fyrir konungskomuna, 6immivininstofan á £angaveg 22 annast allar gummiviðgerðir á skóhlifum og gummistígvélum, bitreiðadekkum og slöngum o. fl. — I. Kjartansson, Hjólhestar gljábrendir 02 nikkel- húðaðir í Fálkanum. Komid og gerið hin hagfeidu kaup i „Von“. Nýkomið smjör, kæfa, skyr, egg, riklingur, harð- fiskur, saltkjöt, melís, epli, app- elsínur, farísgrjón, kaffi, export, hveiti or. 1, rúgmjöl, haframjöl, sagogrjón, jarðeplamjöl, þurkaðir ávextir, niðursoðnir ávextir beztir i borginni. — Eitthvað fyrir aila. Sími 448. — Virðingarfyllst. — Guunap S. Siguiðss. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ölafur Priðriksson. Frentsmiajan Gutenberu. Jack Lottdon: ÆÐntýri. hefði þe'r ekki hepnast, ef þú hefðir ekki brotið í bága við æfingarreglurnar þínar." „Hvað áttu við?" „Með þvl að tala um þær. Jóhanna klappaði höndunum saman af kæti. Tudor kveikti í öðrum vindlingi, og Sheldon setti hljóðan- „Þama fór hann laglega með þig," sagði Jóhanna glaðlega. „Þvl geldur þú honum ekki 1 sömu mynt?" „Eg veit svei mér ekki hverju eg á að svara," mælti Sheldon. „Eg veit bara að eg hefi á réttu að standa, og það er mér nægilegt." „Pú hefðir getað svarað því," sagði hún. „að þegar barngóður maður er innan um börn, verður hann að taia eins og þau svo hann skiljist, og það hafi verið þess vegna að þú braust reglur þínar. Þú hefðir á eng- an anuan hátt getað fengið okkur krakkana til að skilja Þig-“ „Þú hefir svikið þegar orustan stóð sem hæst, ung- frú Lackland, og ert gengin í lið með óvinunum," mælti Tudor ásakandi. En hún hlustaði ekki lengur á. Hún starði þvert yfir garðinn út á hafið. Þeir litu 1 sömu áttina og sáu grænt ljós og segl á skipi. „Skyldi Martha vera komin aftur," mælti Tudor. „Nei, hliðarljósin eru of lágt," svaraði Jóhanna, rAuk þess hafa þeir árar úti. Heyrið þið ekki? Eins stóru skipi og Martha mundi ekki róið þannig." „Martha hefir líka tuttugu og fimm hesta olíuhreyfi- vél," bætti Tudor við. „Það var hæfilegt skip handa okkur," mælti Jóhanna hugsandi við Sheldon. nEg held eg reyni að útvega skonnortu með hreyfivél. Ef til vill gæti eg fengið not- aða vél.“ „Þá yrðum við að kosta vélastjóra," kvað hann. „En það mundi borga sig með fljótari ferðum," full- yrti Jóhanna; „ög það mundi eins gott og að vátryggja skipið. Eg veit hvað eg syng; sjálf hefi eg legið hjálp- arvana milli skerjanna. Auk þess gæti eg, ef þú værir ekki svona spéhræddur, stýrt skipinu og sparað þannig meira en vélamannskaupið." Hann svaraði henni ekki, eg hún fór að athuga hann. Hann horfði út yfir hafið, og í ljósbjarmanum sá hún andlitsdrætti hans — skarpa, alvarlega, drættirnir kring- um munninn voru því nær beinir, en herkjulegri, og varirnar þynnri en varir Tudors. í fyrsta sinn áttaði hún sig á því, í hverju styrkur hans var fólginn, ró hans og stilling. Hún leit snögglega á Tudor, er stóð við hina hlið hennar. Hann var fríðari í andliti og lað- aði fyr að sér. En henni féll ekki við munn hans. Hann virtist skapaður til kossa, og hún fyrirleit þá. Hún komst ekki að þessari niðurstöðu með ihugun, hún fann það einhvernveginn á sér. Hún var sem snöggvast í vafa um þennan mann. Kannske var dómur Sheldons réttur......Hún vissi það ekki, og hún kærði sig Iftið um það; því skipin og hafið, og það sem skeði á hafinu þótti henni skemtilegra að hugsa um, en karl- menn; og á næsta augDbliki starði hún gegnum myrkrið á seglin og græna ljósið sem sveif nær og nær; og eyrun hlustuðu nákvæmlega eftir áraslögunum. Hún sá i huganum kolsvarta skrokka ræðaranna, sem réru fram og aftur á þóftunum, og einhversstaðar í skutnum stóð drottinn þeirra og stýrði í höfn upp að þokuklæddri ströndinni; og kinnar hans voru snortnar fyrsta and- varanum af landi. Hann teigði fram höfuðið, íhugandi, hugsandi, mælandi íjarlægðina með augunum, og við og við mældi hann dýpið með blysökku, svo hann héldi rétta leið. Þetta þekti hún, því hún unni því, og hún var eins gagnkunnug því, og nokkur sjómaður gat verið. Tvisvar heyrði hún sökkunni varpað í sjóinn, og hlustað með athygli efiir hrópinu, sem hlaut að koma á eftir. Einu sinni heyrði hún mannsrödd, sem skipaði .. rösklega fyrir, og gleðistraumur fór um hana. Það var skipun til stýrimannsins um að þverleggja stýrið. Hún tók eftir stefnubreytingunni, og vissi að hún var gerð til þess að nota landræmuna, og hún beið þess að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.