Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Page 1
Fréttir og þjóðmál íslendingaþættir Akureyri Tækjaóð- ir bjart- sýnis- menn s Islendingar eru bjartsýnir og tækjaóðir, taka öruggt starf fram yfir góð laun, hafa dregið úr fituneyslu og vilja herða refsingar við skattalaga- brotum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýjustu neyslu- og lífsstflskönnun Gallups. Á 70% íslenskra heimila er til örbylgjuofn og er þetta hlut- fall óvíða í heiminum hærra. Fleiri heimili eiga myndbands- tæki eða nærri 83% og um það bil íjóröungur landsmanna á myndbandsupptökuvél. Athygli vekur einnig að á rxf- lega þriðjungi íslenskra heim- ila, eða 35,6%, eru 2 bílar. Um helmingur á einn bfl, en aðeins 7,4% aðspurðra segja engan bfl á heimilinu. Það er kannski engin furða þótt treglega hafi gengið að íjöiga strætisvagna- farþegum. Á þremur af hverjum fjórum heinúlum er til reiðhjól, en væntanlega er þar í flestum til- fellum um að ræða krakkahjól. Meira um tœkjaóða íslendinga á bls. 6. Akureyrarbær verðlaunar Islandsflug fyrir lágu fargjöldin. I gær afhenti Sigfús Sigfússon frá Islandsflugi Jakob Björnssyni, bæjarstjóra, 100 flugfarmiða á nýju, lágu fargjöldunum. Bæjarstjórinn stæðilegi ferðast nú fyrir aðeins 6.900 krónur þegar hann rekur erindi suður. Fleiri sáu sér leik á borði; hinir stæðilegu Samherjabræður keyptu líka 100 miða til að reka erindi sín. Myn&. g: Hafnarfjörður Ingvar klýfuor flokkinn! Flest bendir til að nýr meirihluti Alþýðu- flokks og Alþýðu- bandalags fæðist andvana. Alger ldofmngur virðist vera kominn upp á milli bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Skiptast þar í tvær fylldngar annars veg- ar Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri og með honum þeir Árni Hjör- leifsson og Ómar Smári Ár- mannsson og svo hins vegar Tryggvi Harðarson og Valgerður Guðmundsdóttir. Ágreiningur er um núverandi meirihlutasam- starf með klofiúngsbroti Jóhanns G. Bergþórssonar úr Sjálfstæðis- flokknum en Ingvari, Árna og Ómari Smára er mjög í mun um að halda samstarfinu áfram. í kjallaragrein í DV í fyrradag gagnrýndi Ómar Smári Guð- mund Árna fyrir hans fram- göngu í málinu og taldi hana til vansa. í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld talaði Árni Hjörleifs svo um fimmmannaklíku sem stæði á bakvið uppnámið í nafni sameiningar A-flokkanna. Tryggvi og Valgerður sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja skoðun sína á meiri- hlutasamstarfinu. Magnús Jón og Ingvar kljást. í yfirlýsingunni er lýst yfir óánægju með núverandi meiri- hluta og að þau telji að mynda eigi nýjan með Alþýðubandalagi vegna framtíðarhagsmuna jafn- aðarmanna á íslandi. Þrátt fyrir óánægju sína með meirihluta- samstarfið taka Tryggvi og Val- gerður fram að því verði ekki slitið nema að nýr meirihluti liggi fyrir. „Við gefum í raun frest fram í september en þá kemur bæjarstjórn saman en það á eftir að íjalla um málið í flokknum og því ómögulegt að segja hvað gerist,“ sagði Tryggvi Harðarsson í gær. Magnús Jón: Kratar svari! Ljóst er að mikillar óánægju og óþolinmæði er farið að gæta innan Alþýðubandalagsins með seinagang Alþýðuflokksins. Magnús Jón Árnason, oddviti Alþýðubandalags, segir liggja ljóst fyrir að Alþýðubandalag fari ekki í neinar viðræður á meðan meirihluti liggur fyrir. „Hvort að meirihlutinn er fall- inn, það er hlutur sem Alþýðu- flokkurinn verður að svara og það er mál til komið að Alþýðu- flokkurinn svari því hvaða bæj- arfulltrúar eru talsmenn hans.“ Það má því ljóst vera að slitni ekki upp úr meirihlutan- um nú á næstu dögum þá muni hann halda fram að næstu kosningum. Áreiðanlegar heim- ildir segja að Alþýðubandalagið muni ekki bíða fram í septem- ber til að mynda nýjan meiri- hluta. Alþýðuflokksmaður í Hafnarfirði segir mikinn vilja fyrir því í Alþýðuflokknum að slíta samstarfinu en Ingvar standi harður gegn því: „Hann klýfur flokkinn frekar en að slíta meirihlutanum." rm Bls. 9 Er Sighvatur Blair? Lífið í landinu lllugi um Hæstarétt •BUCK&DECKER! Handverkfæri SINDRI^ -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.