Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.08.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.08.1997, Page 1
jnagur-CEtmtmt ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 9. ágúst 1997 - 80. og 81. árgangur -147. tölublað Endalokin á Grænlandi ístendmgum útrýmt í bardaga Hver urðu örlög norrænna manna á Grænlandi um mið- bik 16. aldar er ráðgáta, sem margir freistast til að ráða, en lausnirnar eru oftast get- gátur einar. Margt bendir til að versn- andi tíðarfar og mannfækkun hafl valdið því að mjög dró úr þrótti byggðanna og að lokum hafi slegið í brýnur milli nor- rænna manna, sem illa gekk að læra að lifa á landsins gæðum, og Inúíta, sem voru fyrir löngu búnir að aðlaga lífshætti sína að náttúrufari heimskautslanda. Norrænir menn hlutu að lúta í lægra haldi fyrir óblíðri náttúru og fyrir ná- grönnum sínum að norðan þegar í odda skarst á milli þeirra. Um þau viðskipti eru til brotakenndar heimildir, sem varðveist hafa meðal Inú- íta og einnig eru til gamlar íslenskar sagnir sem benda til hver urðu endalok landnáms íslenskra manna á Grænlandi. Líklegt er að síðustu landnemarnir hafi dáið um 1550, en spurnir voru af fólki af íslensku bergi brotið á dögum Ögmundar biskups Pálssonar, sem gegndi embætti Skálholtsbiskups á árun- um 1520-1540. En undir lok aldarinnar þegar Evrópumenn komu næst til Græn- lands, hittu þeir enga norræna menn fyr- ir, en aftur á móti Inúíta, sem tekið höfðu sér bólfestu á þeim slóðum sem íslend- ingarnir námu land. Var þá lokið nær fimm alda búsetu Evrópumanna í land- inu og liðu meira en tvær aldir þar til Danir tóku að ílytjast til Grænlands til að kristna Inúíta og versla við þá. í íslandingaþáttum er birt grein um endalok norrænnar byggðar á Græn- landi, sem óvíst er um hvaða heimildir eru fyrir, en frásögnin var færð í letur fyrir rúmum 150 árum. Grænlenski mynd- listarmaðurinn Aron, sem uppi var á fyrra helmingi 19. aldar teiknaði og málaði margar myndir af þjóðlífi og túlkaði sagnir í verkum sín- um. Meðal annars teiknaði hann bar- dagamyndir milli norrænna manna og Inuita og koma þær vel og heim saman við íslenskar frá- sagnir af síðustu við- skiptum norrænna manna og inn- fæddra, þar sem síð- ustu afkomendur ís- lensku iandnemanna féllu fyrir vopnum. Á þessari mynd sést hvar bogaskyttur reyna að hæfa mann á húðkeip, sem rær út þröngan fjörð, sem vel gæti verið Veiðifjörður, sem aetið er nánar um.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.