Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 3
Pigur-mmrám Föstudagur 15. ágúst 1997 -15 LIFIÐ I LANDINU Ævin tý rakl úbbiir ógiítra Prófessorar, lög- frœðingar, skrif- stofufólk, nemar, iðnaðarmenn, blaðamenn, Ijós- myndarar, heildsal- ar og forstjórar fara reglulega saman í œvintýraferðir „já- kvœðra og ógiftra einstaklinga “. Eðalklúbburinn, ævintýra- klúbbur ógiftra, varð til fyrir um 2 árum, segir talsmaður klúbbsins, Pétur Melsteð, hárskeri og útgefandi tímaritsins Hár og fegurð. Sex úr klúbbnum tóku sig saman um áramótin fyrir tveimur árum og héldu upp á áramótin i bráðskemmtilegri ferð á Búðir. Eftir Hvítárstökkið var haldið í sundlaug þar sem hópurinn hélt baðfata- keppni. Sú með svörtu hárkolluna vann með glans. Paramarkaður og - samfélag Það vita þeir sem hafa reynt að ekki er auðvelt að ílnna sér ferðafélaga þegar vinahópurinn samanstendur af fjölskyldufólki - nema þú. Pétur og nokkrir vinir hans voru í þessum spor- um og ákváðu einfaldlega að stofna klúbb til að koma form- legum böndum á útivistferðir um landið - og skilyrðið er að vera ógiftur. Til að byrja með komust nýir meðlimir ekki að nema í gegnum meðmæli ein- hvers sem fyrir var í klúbbnum en nú hefur Eðalklúbburinn ákveðið að opna sig fyrir nýjum félögum. „Ég hugsa það þurfi að vera svona 300 í klúbbnum til þess að geta haft eitthvað í gangi um hverja helgi. Það er svona miðað við að einstakling- urinn sé í jafnvægi, sé bara eins og venjulegt fólk,“ segir Pétur. „Þjóðfélagið er byggt meira upp fyrir hjón,“ segir Pétur og tekur sem dæmi hve miklu dýrara er fyrir einstaklinga að fara í utanlandsferðir en hjón. „Það er nú bara þannig í þjóðfélag- inu að það eru ekki allir giftir.“ Stefnan er að halda kynning- arkvöld einu sinni í mánuði en þeir sem ekki eru reiðubúnir að láta strax vaða geta fyrst farið inn á internetið og skoðað verð- launaða heimasíðu Hárs og feg- urðar (http://www.vortex.is/fas- hion) þar sem eru að finna upp- lýsingar um klúbbinn og mynd- ir úr íjölmörgum ferðum þeirra. Makaleysi skilyrði Markmið klúbbsins að lifa lífinu lifandi NÚNA. Ferðast og skemmta sér saman. „Þegar þú ert í hjónabandi þá ertu með göðan félaga til að ferðast með. Það er alltaf skemmtilegra að fara í góðum félagsskap í ævin- týraferðir.“ Skilyrði fyrir inngöngu er að vera ógiftur en hjón geta fengið að koma sem gestir í ferðalög- in. „Svo hefur talsvert af fólki parast út úr þessu en þau geta áfram verið gestir klúbbsins en það verður ekki eins virkt á eft- ir,“ segir Pétur en leggur þunga áherslu á að klúbburinn sé ekki hjónabandsmiðlun heldur kunningjahópur fólks sem gam- an hefur af að ferðast og njóta lífsins. Upp að fossum yfir jökla Eðalklúbburinn fer í ferðalög um allar trissur, löng og stutt. Hóparnir sem fara eru misstór- ir, allt frá 2-40 þátttakendum, enda segir Pétur ekki skipta öllu hversu margir koma. Farið hefur verið upp að Glymi í Hvalfirði, bæði að sumar- og vetrarlagi til að skoða fossinn í klakaböndum, upp á Keili í sumarbústaðaferðir, gengið á Heklu, Esju, Skjaldbreiður, Vík- artindsstrandið skoðað, jökul- hlaupið á Skeiðarársandi skoð- að og svo mætti lengi telja þótt félagsskapurinn sé ekki gamall. „Það er ekki síður gaman að fara út í náttúruna á veturna. Það býður upp á ný sjónarhorn á tilverunni.“ Félagar sitja heldur ekki að- gerðarlausir með hendur í kjöltu á milli ferða. Farið er á sérstakar vínkynningar, pöbba- rölt, veitingastaði, sveitaball, í bíó, keilu o.s.frv. 22-85 ára Flestir virkir félagar í hópnum oru á aldrinum 28-45 ára en 25 ára aldurstakmarkið getur ver- ið sveigjaniegt. „Það komu ung- ir krakkar, 22ja ára, sem sótt- ust eftir að komast inn og við leyfðum það,“ sagði Pétur enda kom í ljós að það voru ævin- týraferðirnar sem heilluðu ung- mennin, ferðir sem þau ættu ekki svo auðveldlega kost á annars. „Það skemmtilegasta við klúbbinn er að maður kynnist fólki úr öllum stéttum sem maður myndi ekki kynnast öðruvísi. Fólk fer í þetta með því hugarfari að úr verði kunn- ingskapur og ævintýraferðir og þá kynnist maðm- á öðrum grundvelli." ióa 30-40 manns mættu í Hvítárferð Eðalklúbbsins og um 70% þátttakenda þorðu að fara Hvitárstökkið að sögn Péturs. En stökk Pétur? Hann var snöggur til svars: „Ja, ég var í því að mynda, það varð einhver að gera það.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.