Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 4
16 - Föstudagur 15. ágúst 1997 iOctgur-'CÍImThm UIVIBUÐALAUST Lélegur bissníss í háskólanum lllugi Jökulsson skrifar Maður blygðast sín stundum dáh'tið fyrir það hvað íslendingar geta verið skelfilega vitlausir. Látum nú vera þó hér séu ekki spekingar og hugsuðir á heims- mælikvarða á hverju strái; við því er vart að búast vegna þess hversu fá við erum, og látum þá höfðatöluregluna frægu sigla sinn sjó í bili. En úr því að hér leynist ekki undir hverjum steini merkilegur hugsuður í hverri grein, þá hljótum við að draga dám af því sem fram fer í öðrum löndum, og er auðvitað ekkert nema gott eitt um það að segja. Hitt er verra hversu aftarlega á merinni við virð- umst endilega vilja skipa okkur. Auðvitað eru til þó svið þar sem við stöndum framarlega í flokki, en oftar erum við að minnsta kosti áratug ef ekki Háskóli íslands, tekur hann upp skólagjöld, námsstyrki eða verður alltaf gamli Lánasjóðurinn? meira á eftir öðrum þjóðum í nágrenni við okkur. Þessa verð- ur vart á ótal sviðum stjórn- mála, efnahagsmála, félags- mála ýmiss konar, nú síðast dómsmála, og svo mætti lengi telja. Nýjasta sviðið þar sem við ætlum að hjakka í gömlu fari stöðnunar og úrelts hugsunar- háttar virðast svo ætla að verða menntamálin. Styrkir í stað lána Hingað kom um daginn dansk- ur sórfræðingur í menntamál- um og flutti erindi einhvers staðar. Ég sá viðtal við þennan mann í sjónvarpinu og verð að biðja hlustendur innilega vel- virðingar á því að ég man hvorki nafn mannsins né starfs- heiti; ég veit því ekki hvort hann var að tala á vegum ein- hvers málstaðar eða ekki. En það kemur ekki að sök, því að það sem eftirtektarverðast var í máli mannsins var bláköld staðreynd og kom skoðunum mannsins ekkert við. Hann upplýsti sem sé það sem óg verð að viðurkenna að ég vissi ekki fyrir að Danir eru nú á fá- um árinn búnir að leggja á hill- una allt námslánakerfi sitt og í staðinn halda þeir úti kerfi námsstyrkja á háskólastigi. Nemendur fá með öðrum orð- um borgað fyrir að vera í há- skólanámi. Að því er mér heyrðist gera Danir ráð fyrir að námsstyrkir frá hinu opinbera eigi að dekka helminginn af kostnaði námsmanna meðan á námi stendur, en hinn helming- inn eiga þeir að sjá um að út- vega sjálfir með vinnu með skólanum - eða kannski banka- lánum ef þeim sýnist svo og treysta sér til að borga þau. Rétt er kannski að árétta að þessa námsstyrki fá ekki aðeins afburðanemendur eða neitt af því tagi, heldur einfaldlega allir sem leggja stund á framhalds- nám af einhverju tagi; mér skildist kerfið væri ekki ein- skorðað við háskóla heldur næði til allra framhaldsskóla. Skólagjöld? Rök Dana fyrir því að taka upp þetta námsstyrkjakerfi hljóm- uðu ósköp einfaldlega þannig að almennt framhaldsnám væri einhver arðvænlegasta íjárfest- ing ríkisins sem hægt væri að hugsa sér og færi mikiivægi þess sífeht vaxandi á tímum aukinnar sérhæfingar og tækni. Danski maðurinn sem ég man ekki hvað heitir sagði ennfrem- ur eitthvað á þá leið að það sem yhi Dönum mestum áhyggjum í menntamálum væri ekki kostn- aður við menntakerfið eða þessa námsstyrki, heldur hefðu þeir þvert á móti þyngstar áhyggjur af þeim hluta ungs fólks sem ekki færi í neins kon- ar framhaldsnám; þetta fólk gæti ekki gert sér vonir um al- mennileg störf í framtíðinni og sennilega myndi fara svo að stór hluti þess yrði beinhnis eða væri fögur og eftirsóknarverð framtíðarmynd. Ekki er öll vit- leysan eins. Auðvitað er í sjálfu sér hægt að segja að vel geti fólk sparað fyrir vitlausari hlut- um en menntun barna sinna, en samt sem áður mun skóla- gjaldakerfi enda með því að börn hinna efnaminni munu síður fara í skóla; það segir sig einfaldlega sjálft. Jafnrétti til náms, sem við höfum stært okk- ur af að sé einn af hornsteinum þjóðfélagsins, verður ekki leng- ur fyrir hendi, og það verða ekki endilega þeir hæfileika- mestu sem fara í skólanám. Af því mim svo menntakerfið og þjóðfélagið bera mikinn skaða þegar fram í sækir. Það er kannski til of mikils mælst að íslendingar fari að hugleiða íausu markaðs- íslendinQar fari að námsstyrki í hyggju sem fór ö J stað námslána; að segja til sín í hugleiða ndmS- mér skildist á útlöndum fyrir , y y manninum í einum og hálf- Styrkl l Stað HamS- sjónvarpinu að um áratug, en 1 ' 2 Danir hefðu tek- er nú víða farið tana. ið þetta kerfi að endurskoða upp fyrir aðeins töluvert, að háskólamennirnir skömmu síðan og því má ekki eru orðnir auðsveipir sem lömb vænta þess að þessi hugmynd óbeinbnis á framfæri ríkisins meginhluta ævi sinnar. Mér sýndist þetta vera hinn vænsti maður sem áreiðanlega vill öll- um vel og að unga fólkið í Dan- mörku læri sem allra mest, sér til gagns og skemmtunar, en þungamiðjan í máli hans var þó sú að hér væri einfaldlega um góðan bissniss að ræða - ríkið og samfélagið allt græddu þeg- ar til lengri tíma væri htið mjög á því að almenn menntun efld- ist og dafnaði í Danaveldi. Á sama tíma eru háskóla- menn á íslandi að búa sig undir að fara að taka upp skólagjöld. Það er búið að svelta mennta- kerfið svo undanfarin ár og við skulum segja áratugi og það er búið að reka svo linnulítinn áróður síðustu misseri fyrir þeirri skeija- Það er kannski til ofmikils mœlst að og eru sjálfir farnir að reka áróður fyrir skólagjöldum. Þeir eru búnir að gefast upp á því hlutverki sínu að sýna ríkis- valdinu fram á það hvað menntun er arðbær fjárfesting og ætla nú sjálfviljugir að fara að blóðmjólka kúna sem eru nemendur. Yrði kostnaðurinn foreldranna? Það er auðvitað deginum ljós- ara og þarf varla að nefna það að hvað sem líður einhverju snakki um að skólagjöld muni ekki hafa nein veruleg áhrif á sókn nemenda í framhaldsnám, þá mun að sjálfsögðu fara svo. Einhver háskólamaður lét ein- hvers staðar svo um mælt að þegar og ef hér yrðu tekin upp skólagjöld myndi það bara hafa þær afleiðingar að foreldrar færu snemma að leggja fó fyrir til að kosta nám barna sinna og var á honum að skilja að þetta skjóti upp kollinum hér fyrr en eftir svona tíu fimmtán ár í fyrsta lagi. Og þrátt fyrir alla markaðsvæðingu í þjóðfélaginu hér virðist stjórnmálamönnum enn ómögulegt að líta á dýra útgjaldahði eins og menntamál sem góðan bissniss. En það er að minnsta kosti hægt að ætlast tU þess að háskólamenn, sem maður vonar í lengstu lög að séu bæði víðsýnir og hugdjarfir, séu þá ekki svo lítilsigldir og staðnaðir, og þægir skammsýn- um yfirvöldum, að þeir sjái eng- in önnur ráð tU þess að efla hag háskólans og menntunar í land- inu almennt en að taka upp skólagjöld sem munu bæði verða til að auka misrétti í sam- félaginu og líka verða sjálfu menntakerfinu til skaða þegar til lengdar lætur. Þetta er altso lélegur bissniss. Pistill Illuga var lesinn í morgunútvarpi Rásar 2 í gær.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.