Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Blaðsíða 6
6 - Miðvikudagur 17. september 1997
40itgur-®tmmrt
Horft til framtíðar
■fís&yrr j, --1.
Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingabankans, NIB, og fyrrum viðskipta- og iðnaðarráðherra
segir í viðtali við Dag-Tímann að íslensk fyrirtæki muni njóta góðs af starfsemi bankans i framtíðinni. Hann telur
bjart framundan þótt miklar breytingar í atvinnu- og efnahagslífi fari í hönd.
Að stjórna fyrirtæki
og að starfa að lands-
málum á það sameig-
inlegt að góður ár-
angur næst aðeins
með samstarfi, segir
Jón Sigurðsson, aðal-
bankastjóri Norræna
fjárfestingabankans í
Helsinki. Guðlaugur
Tryggvi Karlsson
ræddi við hann
í Helsinki.
Ytri aðstæður voru okkur
íslendingum að mörgu
leyti andstæðar, þau ár
sem ég sat í ríkisstjórn. Ég
nefni minnkandi þorskafla og
verðfall á álmörkuðum. Ytri að-
stæður eru aftur á móti núver-
andi ríkisstjórn mjög hagstæð-
ar. Þrátt fyrir andbyr fengum
við mörgu áorkað í minni tíð í
stjórnarráðinu, sérstaklega juk-
um við frelsi í utanríkisviðskipt-
um og á lánsíjármarkaðinum -
og samkeppni yfirleitt í hag-
kerfinu - og treystum stoðir rík-
isíjármálanna. Á þessum árum
var innleidd markaðsverð-
myndun fyrir vexti og gengi. í
byrjun voru þetta ekki vin-
sældamál. En þegar til lengdar
lætur bæta þau lífskjörin fyrir
alla. Þessar breytingar í frjáls-
ræðisátt ásamt ábyrgri flsk-
veiðistjórn lögðu grundvöllin
fyrir hjöðnun verðbólgu og hag-
vöxt. Nú njótum við ávaxtanna
af þessu erfiði.
Allir vildu Lilju kveðið
hafa
Áætlanir um virkjanir, upp-
byggingu stóriðju og sölu ork-
unnar voru tilbúnar, þegar bat-
inn kom og eftirspurn eftir áh
og öðrum málmum jókst á
heimsmarkaði. Ég er mjög
ánægður að sjá framkvæmd
þeirra mála ganga upp hjá nú-
verandi ríkisstjórn. Ekki síst er
ánægjulegt að ýmsir þeir sem
voru áður alfarið á móti þessu
framkvæmdum styðja þær nú.
Svipuðu máh gegnir um breyt-
ingu ríkisbanka í hlutafélög og
sameiningu íjárfestingarlána-
sjóða atvinnuveganna í einum
íjárfestingabanka. Vonandi
fylgir löggjöf um aukið sjálf-
stæði Seðlabankans í kjölfarið.
Einstaklingar í ríkisstjórn-
inni hafa auðvitað mismunandi
aðstæður th þess að meta hlut-
ina rétt, og halda vel á málum.
Ég treysti t.d. mínum gömlu
vinum og samstarfsmönnum,
Halldóri Ásgrímssyni utanríkis-
ráðherra og Friðriki Sophussyni
fjármálaráðherra, vel í þeim
efnum.
Mikið fjármagn
Ég á góðar minningar frá þeim
tíma sem ég var formaður
bankastjórnar Seðlabankans.
Það var því erfið ákvörðun að
taka boðinu að taka við stjórn
NIB 1994. En það var í senn
ögrandi tækifæri og skylda að
taka við því starfi. Hér hjá NIB í
Helsinki er ánægjulegt að starfa
og mörg spennandi verkefni.
Rúmlega hundrað manns vinna
hér, einvala lið, enda kröfur tU
okkar miklar því við berum
ábyrgð á miklum ijármunum.
Lánastarfsemi okkar hefur
aukist stöðugt síðustu þrjú tU
íjögur ár. Á síðasta ári einu
komum við t.d. að 70 meiri
háttar framkvæmdum hór á
Norðurlöndum, sem námu 6%
af heildaríjárfestingu á svæð-
inu. Alþjóðalán okkar hafa
einnig aukist að mun. Niður-
staða efnahagsreiknings bank-
ans er nú um 10 mihjarðar ecu,
eða 780 milljarðar íslenskra
króna. Hagnaður af rekstri
bankans hefur farið vaxandi.
Fjórir meginstraumar
Fjórir straumar eru greinilega
sterkastir á alþjóðamörkuðum.
í fyrsta lagi er greinUega
áframhaldandi alþjóðavæðing í
atvinnurekstri og í fjármálum.
Fyrirtækin stækka á alþjóða-
vísu. Þetta kallar á aðlögun
íj ármálastofnana.
í öðru lagi skiptir Evrópu-
samruninn Norðurlönd miklu
máh. Þar er áætlunin um mynt-
bandalag Evrópu þungamiðjan
fyrir lánastofnanir, í framtíðinni
munu landamærin skipta stöð-
ugt minna máli.
í þriðja lagi er augljóst, að
fyrrum miðstýrð ríki með áætl-
unarbúskap, verða í framtíðinni
hluti af hinu opna kerfi heims-
viðskipta. Hversu vel tekst tU í
þessu fer m.a. eftir því, hvernig
lánastofnanir bregðast við íjár-
festingaþörf hjá þessum þjóð-
um.
Fjórði meginstraumurinn er
svo einkavæðing ýmissa opin-
berra þjónustufyrirtækja og rík-
isrekinna iðnaðarfyrirtækja um
aUan heim. Dæmi eru orkugeir-
inn, lánakerfið, fjarskiptafyrir-
tæki og vegagerð. íslendingar
verða að velja sér framtíðar-
stefnu með tilliti til þessara
meginstrauma.
Samstarf norrænna
fyrirtækja
Tuttugu ára reynsla af starfi
Norræna fjárfestingabankans
segir okkur að aukið samstarf
norrænna fyrirtækja hafi sjálf-
stæð áhrif til þess að efla at-
vinnu og hagvöxt á Norðurlönd-
um. Það er því áfram mikilvægt
verkefni bankans að stuðla að
samstarfi norrænna fyrirtækja
og fjárfestingu yfir landamæri á
miUi Norðurlanda. Það er
greinUegt að norræn fyrirtæki
leggja mikla áherslu á samstarf
um þessar mundir, þótt norræn
samvinna sé ef til vUl ekki í há-
tísku hjá stjórnmálamönnum.
Annað mikilvægt verkefni er
að taka þátt í uppbyggingu á
nágrannasvæðum Norðurlanda
í austri. í þessu sambandi má
nefna lán okkar síðustu sjö árin
til 130 framkvæmda upp á
1.200 milljónir ecu tU umhverf-
isbóta á Eystrasaltssvæðinu.
Glöggt dæmi um gagnlegar
umhverfisfjárfestingar má sjá í
PóUandi. NIB tók þátt í að fjár-
magna endurnýjun á pólsku
orkuveri, Turov, sem er kola-
kynt og staðsett í Bogatenia við
landamæri Póllands og Þýska-
lands. Endurnýjun tækjabúnað-
ar og uppsetning mengunar-
varna hefur orðið tU þess að
magn brennisteinsmengandi
Einstaklingar í ríkis-
stjórninni hafa auð-
vitað mismunandi að-
stæður tii þess að
meta hlutina rétt, og
halda vel á málum.
Ég treysti t.d. mínum
gömlu vinum og sam-
starfsmönnum, Hall-
dóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra og
Friðriki Sophussyni
fjármáiaráðherra, vel
í þeim efnum.
efna sem orkuverið spýr út í
andrúmsloftið hefur minnkað
um 100 þúsund tonn á ári. Til
samanburðar má nefna að
þetta er svipað heildarmagn
brennisteinsmengandi efna og
það sem fer út í andrúmsloftið í
Svíþjóð aUri á heUu ári, 12
sinnum það sem fer út í and-
rúmsloftið á íslandi á ári og um
4% af því magni sem fer út í
andrúmsloftið í Póllandi.
Fjármögnun utan
Norðurlanda
Um fimmtungur útlána bank-
ans er utan Norðurlanda.
Meirihluti þessara lána er til
verkefna í Asíu og Austur- og
Mið-Evrópu. í vaxandi mæh fel-
ur þetta í sér lán til einkafyrir-
tækja, en áður voru flest slík
lán til opinberra aðUa eða með
þeirra ábyrgð. Þetta er mikil
breyting og vandasöm.
Evró og NIB
Evrópusamruninn og stofnun
Evrópska myntbandalagsins er
afdrifarík þróun sem felur í sér
áskorun fyrir NIB, því áhrif
myntbandalagsins verða mikil á
íjármagnsmörkuðum. Við hjá
NIB teljum okkur allvel í stakk
búin til að takast á við breyttar
aðstæður á lánamarkaði í kjöl-
far stofnunar myntbandalags-
ins. Með stöðugri þrjóun í lána-
starfsemi og íjáröflun, að sjálf-
sögðu með tilliti til þarfa og
óska ijárfestanna, verður NIB
vel samkeppnishæfur innan
EMU. Samhliða munum við
treysta böndin við bankakerfi
Norðurlandanna enn betur.
Bestu lánskjör
Norræni íjárfestingabankinn
stendur traustum fótum og er
vei undir það búinn að veröldin
breytist í kringum okkur. NIB
getur boðið viðskiptavinum sín-
um langtímalán á hagstæðum
markaðskjörum sem helgast af
sterkri stöðu bankans á al-
þjóðalánamarkaði, en NIB er
eina norræna lánastofnunin
sem hefur hæstu lánshæfisein-
kunn AAA/Aaa frá Standard &
Poors og Moody’s, en það eru
helstu matsstofnanir á þessu
sviði.
Norræni Ijárfestingabankinn
er lýsandi dæmi um góðan ár-
angur af norrænu samstarfi. ís-
lendingar hafa haft ótvíræðan
hag af þátttöku sinni í NIB sem
nú er mikilvægasti erlendi lán-
veitandi íslands. Hagstæð efna-
hagsþróun á íslandi á síðustu
árum vekur athygli víða um
lönd og við hjá NIB erum stolt
af því að eiga þar nokkurn hlut
að máli við íjármögnun góðra
fyrirtækja og framkvæmda.
Þegar horft er til framtíðar eru
tækifærin til framfara mörg.
Nýjar atvinnugreinar sem
byggjast á þekkingu og upplýs-
ingatækni vaxa fram við hhð
þeirra sem hafa verið undir-
stöður hagsældar á íslandi.
Þeim þarf að búa góð vaxtar-
skilyrði, segir Jón Sigurðsson,
bankastjóri NIB, að lokum.