Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Blaðsíða 11
Jkgur-®mrám
Miðvikudagur 17. september 1997 -11
H E S T A R
Heiðursverðlaunahestar
með áberantH galla
■
Galdur frá Laugarvatni er sonur Stíganda og stendur vel í matinu eins og fleiri Laugarvatnshross.
HESTA- y'' /
MÓT
Kári Arnórsson
á er lokið keppnis- og sýn-
ingarmótum þessa árs og
því ástæða til að líta yfir
farinn veg. Pað sem hæst ber í
mótahaldinu er fjórðungsmótið
á Kaldármelum og heimsmeist-
aramótið í Noregi. Fjórðungs-
mótið var stekara hvað hrossin
snerti en búist hafði verið við.
Par voru fleiri og betri kynbóta-
hross en fréttir höfðu gefið til
kynna. Tveir stóðhestar hlutu
þar heiðursverðlaun fyrir af-
kvæmi og einnig tvær hryssur
auk margra hryssna sem hlutu
1. verðlaun.
Útkoman á heimsmeistara-
mótinu var betri en áður hefur
verið og greinilegt að íslenskir
knapar eru orðnir betur þjálf-
aðir í íþróttakeppni og einnig
að nú er lögð meiri áhersla á að
velja hesta sem hreina keppnis-
hesta fremur en gæðinga, í
þeirri merkingu sem hingað til
hefur verið í það lögð. Það sem
þar gildir er að hesturinn sé
sterkur í einni grein og fyrst og
fremst þjálfaður þannig. Þetta
eru viðhorf og aðferðir sem
giida í íþróttamennsku almennt
og því eðlilegt að það færist yfir
á hest og knapa.
Þarf að endurskoða
reglur um mat til
verðlauna?
Það Qölgar stöðugt þeim hross-
um sem komast í 1. verðlaun og
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Þetta ætti að gefa til kynna örar
framfarir í ræktuninni. Mér
finnst hins vegar vera kominn
tími til að endurskoða þær regl-
ur sem fylgt er við valið til þess-
ara verðlauna.
Hestur sem hlýtur heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi hlýtur
að gefa afkvæmi sem eru nær
gallalaus. En svo er ekki. Það
eru mjög fáir hestar sem hlotið
hafa þessi verðlaun sem eru yf-
ir 100 stig í kynbótamati fyrir
alla eiginleika. Eins og menn
vita þá er 100 meðaltals eink-
unn og því verður að gera þá
kröfu til hestanna að þeir hafi
yfir 100 fyrir það sem dæmt er.
En máhð er nokkuð snúið því
sumir af þeim hestum sem
þessi verðlaun hafa hlotið gefa
mjög góð reiðhross þó einhverj-
ir eiginleikar séu slakir. Nefna
má nokkur dæmi. Hrafn frá
Holtsmúla einn fremsti kyn-
bótahestm-inn sem uppi hefur
verið er með 93 fyrir fótagerð.
Dóttursonur hans Hervar frá
Sauðárkróki er með 62 fyrir
fótagerð. Fyrir höfuð er Hervar
með 96. Sörli frá Sauðárkróki
er með 91 fyrir fótagerð og 96
fyrir samræmi. Gáski frá Hofs-
stöðum er með 89 fyrir bak og
lend og 79 fyrir hófa. Angi frá
Laugarvatni er með 93 fyrir
geðslag, Þokki frá Garði með 97
fyrir fótagerð, Stígur frá Kjart-
ansstöðum með 93 fyrir fóta-
gerð og 96 og réttleika, Ófeigur
frá Flugumýri með 93 fyrir höf-
uð og 74 fyrir réttleika, Þáttur
frá Kirkjubæ með 88 fyrir vilja,
Náttfari frá Ytra-Dalsgerði með
94 fyrir samræmi og 82 fyrir
hófa, Kjarval með 94 fyrir fóta-
gerð.
Þeir tveir hestar sem hlutu
heiðursverðlaun á Kaldármel-
um standa hins vegar nokkuð
vel að vígi, þó einkum Stígandi
frá Sauðárkróki sem er alls
staðar vel yfir meðallagi.
Mat á eiginleikum
Allt eru þetta heiðursverð-
launahestar og gæðingafeður.
Spurningar vakna því um hvort
mat á þeim eiginleikum sem
hér hefur verið minnst á sé rétt.
Hvað með fótagerðina? Seimur
frá Víðivöllum fremri Hervars-
sonur er með 62 fyrir fótagerð
en virðist engu að síður þola
verulegt álag án þess að fætur
gefi sig. Þó hann sé tekinn sem
dæmi þá má nefna fleiri hesta
eins og fram kemur síðar í
þessari grein.
Hvað hestana varðar er
fengið hafa 1. verðlaun fyrir af-
kvæmi þá er Orri alls staðar
yfir 100. Piltur frá Sperðh
stendur illa að vígi hvað hófa
snertir, er með 80 stig og fóta-
gerðin 96. Feykir frá Hafsteins-
stöðum er með 89 fyrir höfuð
og 96 fyrir fótagerð. Otur frá
Sauðárkróki er með 85 fyrir
bak og lend og 76 fyrir fóta-
gerð, Glaður frá Sauðárkróki
með 72 fyrir fótagerð og 94 fyr-
ir brokk og Kraflar frá Miðsitju
með 78 stig fyrir fótagerð. Þeir
hestar sem fengið hafa ein-
stakhngsdóm en eiga færri en
15 dæmd afkvæmi eru nokkrir
yfir 100 í öhum þáttum. Þar má
nefna Páfa frá Kirkjubæ,
Nökkva frá Geldingaholti, Óð
frá Brún, Baldur frá Bakka,
Ham frá Laugarvatni, Bassi frá
Bakka, Galdur frá Laugarvatni,
Topp frá Eyjólfsstöðum og fleiri.
Inni í kynbótamati þessara
hesta eru fá afkvæmi og því
ekki séð hvernig einstakir
þættir erfast frá þeim.
Einkunn fyrir fótagerð
Það er íhugunarefni að stóð-
hestar skuh geta fengið heið-
ursverðlaim fyrir afkvæmi þó
svo að sýnt sé að frá þeim erfist
verulegir byggingagahar miðað
við þann dómskala sem notaður
er. Það er einnig athyglivert að
mest er þetta áberandi í fóta-
gerð og réttleika og er sú um-
ræða ekki ný af náhnni.
í nýlegri rannsókn á spatti
hefur komið í ljós að þessi sjúk-
dómur er arfgengur. Fróðlegt
væri að vita hvort afkvæmi
þeirra hesta sem erfa frá sér lé-
lega fótagerð hafi innbyggðan
veikleika fyrir spatti.
Hestar þeir sem hvað best
stóðu sig á heimsmeistaramót-
inu í Noregi og lentu í því mikla
álagi sem töltkeppnin þar var
eru afkomendur hesta sem hafa
fengið slæman dóm fyrir fætur.
Þyrill frá Vatnsleysu sem náði
hæstu einkunn fyrir töltið er
sonur Þyts frá Enni sem er son-
ur Gusts frá Sauðárkróki, en
Gustur er með 85 fyrir fótagerð
og 95 fyrir réttleika. Þytur frá
Krossum sem vann silfrið í fjór-
gangi er sonur Glaðs frá Stóra-
Hofi sem er sonur Sörla frá
Sauðárkróki sem var með 91
fyrir fótagerð og 99 fyrir rétt-
leika. Boði frá Gerðum sem
vann gulhð í íjórgangi er sonur
Ófeigs frá Flugumýri sem er
með 77 fyrir réttleika. Gordon
frá Stóru-Ásgeirsá, gullhafi í
samanlögðum greinum er son-
ur Elds frá Stóra-Hofi sem er
með 91 stig fyrir fótagerð.
Sköpulag þessara hesta virðist
ekki draga úr hæfni þeirra eða
getu.
Samspil byggingar og
hæfileika
Það er hægt að hafa langt mál
um þetta efni en það sem hér
hefur verið nefnt bendir til þess
að nauðsynlegt sé að heija víð-
tækar rannsóknir á samspih
byggingar og hæfileika. Jafn-
framt er ástæða th að taka th
endurskoðunar matið sem ligg-
ur th grundvallar heiðursverð-
launum og 1. verðlaunum.
Heiðursverðlaunahestar og 1.
verðlaunahestar eiga að vera
gripir sem mjög æskUegt er að
nota tU undaneldis. Þeir mega
því ekki bera með sér erfða-
galla sem festast í kyninu.
Þó hér hafi verið skrifað um
stóðhestana þá er ástandið ahs
ekki betra hvað hryssur varðar.
Sem dæmi má nefna að báðar
hryssurnar sem hlutu heiðurs-
verðlaun á Kaldármelum eru
með slaka einkunn fyrir fóta-
gerð.
Rétt er að taka það fram að
meðan eldra kerfið var notað th
að meta hross tU verðlauna þá
var sama sagan uppi hvað
varðar það að hross gátu fengið
þessi verðlaun þó einstaka
einkunnir væru slakar og um-
sagnir bentu tU ahs annars en
slíks ágætis sem þessi verðlaun
eiga að segja til um. Árið 1986
fengu Ófeigur frá Hvanneyri og
Náttfari frá Ytra-Dalsgerði
heiðursverðlaun.
Þeir fengu þessa umsögn:
„Báðir hafa reynst vel en hvor-
ugur er afbragð til kynbóta."
Getur umsögn af þessi tagi átt
við um heiðursverðlaunahesta?
Hrossasmölun
Hrossasmölun í Saurbæjarfjallskiladeild
Eyjafjarðarsveitar fer fram föstudaginn 19.
september nk.
Réttað verður í Borgarrétt laugardaginn 20.
september kl. 13.
Óskilahross verði komin í Borgarrétt fyrir kl. 13.
Fjallskilastjóri.
Þytur frá Krossum sem vann silfur í fjórgangi og brons í tölti er kominn af
hestum sem fá slakar fótaeinkunnir. Mynd,r ej
Heiðursverðlaunahesturinn Stígandi frá Sauðárkróki er sonur Þáttar frá
Kirkjubæ og móðirin sonardóttir Sörla frá Sauðárkróki.