Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-'3Imttrat
Miðvikudagur 17. september 1997 - 3
F R E T T I R
Akureyri
D-listinn reynir við Kristján Þór
Það stefnir í verulega
endurnýjun á fram-
boðslistum flokkanna
fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar á Akur-
eyri næsta vor.
Forysta framsóknarmanna
hefur undanfarið rætt við
bæjarfulltrúa og efstu menn
á listanum við síðustu kosningar
um og á fulltrúaráðsfundi 25.
september nk. fara línur að skýr-
ast í því hverjir hyggjast gefa
kost á sér og hvernig staðið verð-
ur að framboðsmálum. Fram-
sóknarmenn eiga fimm bæjar-
fulltrúa, og reikna má fastlega
með að Jakob Björnsson muni
áfram leiða listann. Þórarinn E.
Sveinsson, forseti bæjarstjórnar,
hefur hug á starfi forstjóra Osta-
og smjörsölunnar í Reykjavík
þegar hún losnar á næstu miss-
erum, Guðmimdur Stefánsson er
fluttur til Reykjavíkm' og skiptar
skoðanir meðal framsóknar-
manna um störf Ástu Sigurðar-
dóttur. Sigfríður Porsteinsdóttir
nýtur aðeins stuðnings þröngs
hóps og Oddur Halldórsson er
nýliði. Meirihluti framsóknar-
manna og alþýðuflokksmanna
hefur verið gagnrýndur fyrir
seinagang við afgreiðslu máia, og
pólitísk mistök. Þar ber hæst
ákvörðun um að ganga til samn-
inga við SH en semja ekki um
flutning ÍS til Akureyrar.
Því hefur verið leitað í sumar
að nýjum nöfnum til að hressa
upp á ímyndina, og þar hefur
nafn Elsu Friðfinnsdóttur, lekt-
ors við heilbrigðisdeild Háskól-
ans á Akureyri, oft komið upp.
íhaldið með Kristján
Þór í broddi fylkingar?
Sjálfstæðismenn eiga þrjá fufi-
trúa, Sigurð J. Sigurðsson, Val-
gerði Hrólfsdóttur og Þórarinn
B. Jónsson. AUt þetta fólk viU
sitja áfram á Ustanum, helst er
að slegist verði um sæti Þórar-
ins, sumir sjálfstæðismenn vUja
hann burt, telja að hann hafi
kostað D-Ustann einn mann þeg-
ar hann felldi Jón Kr. Sólnes út
af Ustanum fyrir síðustu kosn-
ingar.
Stuðningur er við að bjóða
fram póUtískt bæjarstjóraefni, og
þar ber nafn Kristjáns Þórs JúU-
ussonar, bæjarstjóra á ísafirði,
hæst. Einnig hafa verið nefnd
nöfn Björns Magnússonar, for-
stöðumanns Fasteignamats rík-
isins, og ýmissa manna í at-
vinnuh'finu en nöfn þeirra hafa
ekki fengist staðfest. UngUðar
innan flokksins knýja einnig fast
á. Aðalfundur fuUtrúaráðs verð-
ur 29. september nk.
Búast má við að verulegar breytingar verði á framboðslistum flokkanna á Akureyri í kosningunum á næsta ári.
Hér stinga þau saman nefjum Sigríður Stefánsdóttir, vill halda áfram í bæjarstjórn, og Þröstur Ásmundsson, sem
vill gjarnan verða aðalmaður. Mynd: GS
Vinstra framboð?
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag,
Gróska, KvennaUsti og Þjóðvaki
hafa sýnt áhuga á því að bjóða
fram sameiginlegan Usta. Við-
ræður milli þeirra eru að hefjast
að nýju. Það hefur gert umræð-
urnar erfiðar að Alþýðuflokkur
er í meirihluta en Alþýðubanda-
lag í minnihluta bæjarstjórnar.
Af þeim ástæðum hefur GísU
Bragi Hjartarson (A) að mestu
haldið sig til hlés, en hann mun
ætla að hætta. Þrátt fyrir það
hafa ýmsir x hópi krata sagt að
alþýðubandalagsmenn séu h'tt
samningsfúsir. Alþýðubandalag-
ið á tvo menn, Sigríði Stefáns-
dóttur, sem hefur fuUan hug á að
halda áfram, en Heimir
Ingimarsson er sagður vilja
hætta. Þar banka ýmsir á dyr,
hvað fastast Þröstur Ásmunds-
son, varabæjarfuUtrúi, sem hef-
ur mikinn áhuga á sameiningu
vinstri maima. GG
Höfði
í gær voru kynnt úrslit í samkeppni um hönnun húsgagna í Höfða,
móttökuhús Reykjavíkuborgar. Hlutskörpust í samkeppninni varð
Þórdís Zoéga húsgagna- og innanhúsarkitekt sem hér sýnir borg-
arstjóra og Hildi Kjartansdóttur formanni dómnefndar tillögur
sínar. Mynó: E.ÓI.
Vinnumiðlanir
Um 240 störf
á lausu
Atvinnuleysi hið
minnsta í þrjú ár og bú-
ist við frekari fækkun í
september.
Nær 240 laus störf voru
skráð hjá vinnumiðlun-
um í ágústlok, íjórfalt
fleiri en næstu mánuði á undan.
Atvinnulausum fækkaði lxTca
langt umfram venju milli júh' og
ágúst, í 3,2% af mannafla sem
er lægsta hlutfail í þrjú ár.
„Meðal skýringa eru vaxandi
eftirspurn seinni hluta ágúst
eftir starfsfólki m.a. í fisk-
vinnslu, skólastarf, bæjarvinnu,
framkvæmdir, kjötvinnslu,
verslun og þjónustu ekki síst
vegna fækkunar skólafólks á
vinumarkaði samfara aukinni
eftirspurn," segir í yfirliti
Vinnumálastofnunar, sem býst
við að atvinnulausum muni enn
fækka núna í september.
Atvinnuloysi meðal kvenna
mældist rúm 5% eða næstum
þrisvar sinnum meira en hjá
körlunum. - HEI
Lífeyrissjóðir
Standa ekki allir
við skuldbindingar
Almennt er afkoma og
ávöxtun eigna lífeyris-
sjóða góð. Nokkrir sjóð-
ir eiga þó ekki fyrir
skuldbindingum sínum.
Staða h'feyrissjóða er misjöfn
eins og fram kemur í árs-
reikiúngum þeirra og upp-
lýsingum um ijárhagsstöðu sem
bankaeftirlit Seðlabanka íslands
hefur gefið út. Þar kemur fram
að nokkrir sjóðir verða að grípa
til róttækra aðgerða til að
standa félagsmönnum sínum
skil á h'feyrisgreiðslum. Nokkrir
þeirra eru í þeirri stöðu að þeir
fá ekki iðgjöld lengur þannig að
sá tekjustofn er ekki lengur fyrir
hendi.
Að sögn Ragnars Hafliðason-
ar, aðstoðarforstöðumanns
bankaeftirhtsins, voru lífeyris-
sjóðirnir settir undir eftirlitið ár-
ið 1991 meðal annars til þess að
eftirlitið gæti gert athugasemdir
og komið í veg fyrir að sjóðir
tæmdust og hluti sjóðfélaga
fengi ekki greitt úr þeim. Ragn-
ar sagði að ýmsar skýringar
væru á bágri stöðu sumra sjóða.
Sumir væru of litlir og áhættu-
dreifing útgreiðslna h'til, auk
þess sem sumir þeirra hefðu
rýrnað verulega í óðaverðbólgu
fyrri ára. Almennt séð hefði
ávöxtun sjóðanna verið góð frá
1991 þegar bankaeftirlitið hóf
eftirht með þeim. HH
Samhjálp
Sækja í frían mat
Aðsóknin á kaffistofuna
hefur aukist vegna
þess að fleiri vita af
okkur, segir Óli Ágústs-
son, forstöðumaður
Samhjálpar
Hvítasunnumanna.
s
g veit ekki hvort skjólstæð-
ingum okkar er að flölga en
aðsóknin til okkar hefur
aukist vegna þess að fleiri vita af
okkur. Á síðasta ári voru skráðar
18.000-19.000 komur á kaffistof-
una okkar,“ segir Óli Ágústsson,
Óli Ágústsson, forstöðumaður
Samhjálpar Hvítasunnumanna.
Mynó: E.ÓI.
forstöðumaður Samhjálpar Hvíta-
sunnumanna.
Á fundi félagsmálaráðs í lok sl.
mánaðar var lagt fram bréf frá
forstöðumanni Samhjálpar þar
sem farið var fram á íjárstuðning
vegna breytinga á kaffistofu safn-
aðarins. Samþykkt var að vísa
máhnu til umsagnar félagsmála-
stjóra og til gerðar íjárhagsáætl-
unar fyrir komandi ár.
„Þetta hefur verið svona síg-
andi ólukka þessi þróun hjá okk-
ur, en engin bomba,“ segir Óli.
Hann segir þá sem þiggja ókeypis
mat hjá Samhjálp séu mest neð-
anmálsfólk sem gistir einnig í
gistiskýli Samhjálpar að Þing-
holtsstræti. -grh