Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Blaðsíða 8
8 - Miðvikudagur 17. september 1997 40agur-®tmimt PJÓÐMÁL JDagur-Œmttrat Útgáfufélag; Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Stefán Jón Hafstein Elías Snæland Jónsson Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað ‘ Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Samviskan hittir forstjórann í fyrsta lagi Landsvirkjun ætlar að ljá ímynd sinni inntak með nýju embætti umhverfisstjóra. Talsmenn stofnunarinnar segja að Landsvirkjun sé einkar hliðholl náttúru- og umhvefisvernd, það sé inntakið í stefnu hennar, og áfram verði haldið á sömu braut og hingað til. Um- hverfisstjóri boði ekki stenfubreytingu. Er nema von að gagnrýnendur segi: Ha! Augnablik. Sama stefna? Þá er nýr umhverfisstjóri aðeins til þess ráðinn að ljá stórvirkri árásarstefnu vinalega ímynd. \ öðru lagi Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, fær vissulega að njóta vafans um sinn með þennan nýja starfsmann. Sveitarfélög sem anga af karlrembufýlu hafa ráðið jafnréttisfulltrúa til að breyta bæði ímynd sinni og inntaki. Þeir hafa fengið nokkru áorkað, svo jákvætt dæmi sé tekið úr opin- berri stjórnun um það sem hægt er að ná fram inn- anhúss. Umhverfisstjóri Landsvirkjunar á sem sagt að vera samviska hennar. Og heyra beint undir for- stjóra. Spennandi samræður eru í uppsiglingu. í þriðja lagi Dagur-Tíminn ætlar að taka sér það bessaleyfi að beina spurningu til hins nýja umhverfisstjóra. Halldór Jónatansson forstjóri er vinsamlegast beðinn að biðja Þorstein upplýsingafuhtrúa að leggja ljósrit af þessum leiðara inn á auða skrifborðið sem bíður hans. Hvað finnst umhverfisstjóranum um þau áform að sökkva hluta Laxárdals undir miðlunarlón til að afla fáeinna snautlegra megavatta? Megavatta sem væri einfaldara og ódýrara að afla með því að kenna orkusóunarþjóð- inni að spara bara rafmagnið? Dagur-Tíminn er þess albúinn að birta samtalið sem á sér stað þegar sam- viskan hittir forstjórann. Stefán Jón Hafstein. \_____________________________________________________) Munt þú koma til með að sakna Jóns Við- ars sem leikhúsgagnrýnanda í Dagsljósi? Pálmi Gestsson leikari Já og nei. Hann var mat- ur fyrir okkur Spaug- stofumenn, karakter og gott skemmtiefni. Hins vegar sakna ég hans ekki sem gagnrýnanda. Hann hefur unnið leiklist meira ógagn en gagn. Ég held að Jón Viðar hafi ekki verið hæfur til að fjalla faglega um leiklist. Menntun í þessu i'ræðum kemur lif- andi leiklist ekki svo mikið við, sbr. að sprenglærður fiskifræðingur er ekki endilega góður sjómaður. Ragnar Arnalds leikritaskáld Auðvitað var upp og of- an hvort maður var sammála Jóni, en samtals- formið sem einkenndi gagnrýni hans var ágæt nýbreytni. Ég skil vel að hann sætti sig illa við að fulltrúar leikhúsanna svari gagnrýninni og geri orð hans jafnóðum að engu. Mér finnst mestu skipta að gagnrýnin sé uppbyggileg og fræðandi. Ég tel ekki óeðlilegt að oft sé skipt um gagnrýnendur og fleiri séu látnir spreyta sig. ♦ ♦ Gísli Rúnar Jónsson leikari. Veistu það, að ég er svo næmgeðja að ég hef ekki treyst mér til að horfa á leiklistargagnrýni í 10 ár. En það er nú svo með Jón einsog fiesta aðra leiklist- argagnrýnendur; hann er einsog geldingur í kvenna- búri; hann er þarna á hverju kvöldi, hann sér það gert á hverju kvöldi, hann veil hvernig á að gera það, en getur ekki gert það sjálfur. Bessi Bjarnason leikari Sajgtiwífi^. Já, svo sannarlega. Hann er litríkur og skemmtilegur og áhuga- verður. Auðvitað vill eng- inn fá slæma krítík, en Jón Viðar hafði líka oftar rétt- ar fyrir sér heldur en hitt í gagnrýni sinni. Kúkur í Öxará? „Víkverji var afar undrandi að sjá að skólp er enn leitt í Öxará. Rétt fyrir neðan Þingvallabæinn er stór og áberandi skólpleiðsla og frá henni rennur skólp sem litar ána.... Að það skuli ekki vera búið að laga þetta árið 1997 er stórfurðulegt.“ - Víkverji í Morgunblaðinu. Friðland hundeltra? „Væri ekki skynsamlegt að gera ís- land að raunverulegum griðastað hundeltra frægðarmanna?" - Þórunn Sigurðardóttir í DV. Lífrœnt rœktaðar konur eiga ekki séns „Hvaða kona hefur hlotið mesta umíjöllun í heimspressunni undan- farin ár? Um hvaða konu var fjallað á síðum Morgunblaðsins nær daglega á tímabili? Enga aðra en Pamelu Anderson. Og hvað hef- ur hún unnið sér til frægðar ná- kvæmlega?....Hún er aðal kyn- bomban í dag. Þetta er konan sem flesta karla dreymir um. Hún er með litað Ijóst hár, silikonbætt brjóst og varir og tveim rifbeinum fátækari en ílestar. Þessar lífrænt ræktuðu eiga ekki sóns.“ - Ásta Svavars í Veru. Áfram utanveltu „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að notkun ensku í norrænu sam- starfi er neyðarúrræði og rýr lausn á vandamálinu.... Enska í norrænu samstarfi mun aldrei fá Dani, Norðmenn og Svía ofan af því að tala saman á móðurmáli sínu utan fundartima. Svo standa íslending- ar og Finnar utanveltu með sína ensku eftir sem áður.“ - Borgþór S. Kjærnested í Mbl. Lausgirtar í „Babeland“ Ekkert gengur né rekur að koma því inn í hausinn á Ameríkönum að Snorri Þorfinnsson sé fyrsti hvíti Kaninn. Samt er búið að stinga upp á því á æðstu stöðum, að opinbera trú- lofun hans og indíánastúlkunnar Poca- hontas til að auka frægð og mikilleik ís- lenska kynstofnsins fyrir vestan haf. Hins vegar berast fréttir að vestan um að þarlendir karlar séu á höttunum eftir íslenskum stúlkum, sem eru svo svaka- lega sætar, að í blöðum og sjónvörpum Ameríkana er farið að kalla ísland „Babeland“, sem, útleggst á máli Snorr- anna, Fögrumeyjaland. Á nútímamáli; „Krúttland". Það er útbreidd skoðun í kjördæmun- um, að íslenskar stúlkur séu öðrum kvenverum sætari og það er mikill bú- hnykkur fyrir þjóðarstoitið þegar út- lendir karlar kveða upp úr um hvað þær séu girnilegar og eigulegar. Markaðssetning í lagi f þessu blaði er stundum verið að segja frá eriendri eftirspurn eftir peningi á fæti og í gær voru lesendur fræddir um útlendan auðmann sem er í færum við íslenskan agent að skaffa sér íslenska fegurðardís. Sá leggur talsvert fé af mörkum til að krækja sér í íslenska stelpu. Markaðssetningin fyrir svona bisniss sýnist í sæmilegu lagi. Stúlkurnar eru auglýstar vítt og breitt og er íjölmiðla- fólk yfir sig hrifið þegar útlendingar lýsa yfir ánægju sinni vegna góðra kynna við fegurðardísir norðurhjarans. Fyrir nokkrum dögum var hér á ferð poppgrúppa, sem naut allrar at- hygli sjónvarpa og blaða. Holdugur gít- arleikari sagðist einu sinni hafa kom- ið hingað áður og stansað stutt. En nógu lengi samt til að njóta lausgirtra stúlkna og hélt maður- inn kröftuglega um hreðjar sér þegar hann útlistaði hvernig hann ætlaði nú að svalla í íslenska stelpugerinu, sem hann taldi heimsþekkt fyrir kynþokka og örlæti. Söngkona hópsins hugði einnig gott til glóðarinnar að njóta nú skyndikynna við stúlkurnar og gæti jafn- vel farið svo að hún mundi velja sér ís- lenska stráka til kynmaka. Hér er aðeins minnst á splunkunýtt dæmi um góða markaðssetningu gegn- um fréttafólk, en hliðstæð dæmi eru óteljandi. Til að mynda umfjöllunin heima og erlendis um blíðuhót stelpn- anna þegar handboltamenn komu víðs vegar að til að heyja heimsmeistara- keppni. Þá taldi franska pressan frammistöðu stúlkn- anna á síðkvöldum frásagnarverðari en boltaliðsins, sem vann keppnina. Billegt ágæti Nú er verið að markaðssetja ísland sem ódýrt merkjavöruland. Vandaður og dýr varningur er billegri hér en í öðr- um löndum. Þetta á að trekkja ferða- menn til landins og efla verslunina. Þeg- ar amerískir íjölmiðlar eru að auglýsa „Babeland" er svipuð hugsun að baki. Fallegar stúlkur og billegar eiga að gera Frón eftirsóknarverðara heim að sækja og það sýnist vera staðföst trú efnaðra Ameríkana, að hér sé hægt að kaupa sér eigulegt kvonfang gegnum miðlara. Óiíklegt er að nokkurs staðar sé að finna óvéfengjanlegt yfirlit um lauslæti fallegra stúlkna, eða misfallegra, á ís- landi, eða hvort þær eru yfirleitt neitt fallegri eða eftirsóknarverðari í „Babe- land“ en í öðrum ríkjum. Kjaftavaðall- inn um fallegu og eftirgefanlegu stúlk- urnar á íslandi, sem vekur svo einlægt og heimskulegt stolt á heimaslóð, er sennilegast runninn undan riíjum ófull- nægðrar karlrembu, sem alltaf sýnist grasið grænna hinu megin í dalnum. Ef „íslensk fegurð" er orðin arðgæf útflutningsvara, eins og látið er að liggja í Degi- Tímanum í gær, rétt eins og kyn- ræktuð hross, er tími til kominn að end- urmeta trúarbrögðin um markaðssetn- ingu og afstöðuna til þjóðarstoltsins. Dellumakeríið um Snorra og Poca- hontas er saklaust grín miðað við þann mansalshugsunarhátt sem birtist í öllu japlinu um fegurðina og „Babeland", sem bandarískir íjölmiðlungar niður- lægja okkur með, og nesjamennskunni þykir bara flott. OÓ Oddwt

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.