Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.09.1997, Page 1
FÖStudagur 19. september 1997 - 80. og 81. árgangur -176. tölublað
Jörmundur Ingi Hansen: Gerir tilkall til jarðar við Þingvallavatn undir sig og ásatrúarsöfnuðinn. Tilkall sitt til afnotaréttar byggir hann á fjárnámi heildsölu sinnar Þrígrips ehf. Mynd: bg
Allsherjargoði vlll Arnarfellsjörðina
Jörmunudur Ingi
Hansen, allsherjar-
goði Ásatrúarfé-
lagsins, reynir nú
að ná samkomulagi
við landbúnaðar-
ráðuneytið og Þing-
vallanefnd um af-
notarétt sinn að
jörðinni Arnarfell.
Jörmunur Ingi telur sig per-
sónulega eiga tilkall til
jarðarinnar, sem liggur að
norðausturströnd Þingvalla-
vatns, og hyggst halda þar veg-
lega ásatrúarhátíð árið 2000 -
vikuna áður en kristnir menn
halda upp á 1000 ára afmæh
kristnitökunnar.
Jörmundur Ingi er korninn
vel áleiðis með undirbúninginn
vegna hátíðar ásatrúarmanna -
búinn að ganga frá öllum mál-
um nema afnotaréttinum að
jörðinni. Hann er nýkominn frá
Englandi og fer eftir tæpar tvær
vikur til Bandaríkjanna í þessu
skyni.
Hann hefur gert samning við
Flugleiðir um flugsæti fyrir
1.000 útlendinga; 400 frá Am-
eríku og 600 frá Evrópu. Þess
fyrir utan reiknar hann með
góðri þátttöku íslendinga og því
ljóst að ásatrúarmenn verða
með eitthvað á annað þúsund
manns á hátíð á Þingvöllum
fimmtudaginn í tíundu viku
sumars árið 2000 eða 10 dög-
um fyrir kristnitökuhátíðina.
Eftirlíking af þingstað
til forna
En Jörmundur Ingi hefur fleira
í huga en hátíð á jörðinni einn
tiltekinn dag. Á jörðinni við
vatnið er nes og þar vill Jör-
mundur Ingi setja upp „þing-
stað“, þ.e. eftirlíkingu af þing-
búðum með öllu tilheyrandi.
Þar myndu erlendir og innlcnd-
ir ferðamenn geta skoðað sig
um og kynnst því hvernig þing-
hald var til forna og lífið í
kringum það.
Jörmundur bendir á annan
kost við þetta fyrirkomulag;
átroðningur á þinghelginni
sjálfri myndi minnka.
Arnarfell er ríkisjörð en var
erfðaábúðarland í nafni Matthí-
asar Einarssonar. Þar hefur þó
enginn setið allar götur frá
1947. í tengslum við nýtt skipu-
lag á svæðinu ritaði landbúnað-
arráðuneytið fyrir nokkru þeim
sem það taldi að kynnu að eiga
tilkall til þessa réttar, þremur
sonum og systur Matthíasar.
Þar var þessum rétti til afnota
af jörðinni sagt upp miðað við
árslok 1992.
Þá kom hins vegar í ljós að á
skemmu á jörðinni, í eigu þessa
fólks, hvíldi Ijárnám. Er það
upp á 12-13 milljónir króna að
sögn Jörmundar, en fyrirtæki
hans Þrígrip ehf, heildsala, er
kröfuhafinn. Þetta fjárnátn er í
forgrunni þegar Jörmundur
gerir tilkall til jarðarinnar.
Þingvallanefnd vill
jörðina undir þjóð-
garðinn
Landbúnaðarráðuneytið reyndi
að rjúfa réttindasambandið
með því meðal annars að fá
íjárnáminu aflótt og um tíma
var það afmáð úr skrám sýslu-
manns. Ástæða þessara að-
gerða var að Þingvallanefnd,
undir formennsku Björns
Bjarnasonar menntamálaráð-
herra (hann er enn formaður),
vildi fá jörðina til sín vanda-
málalaust. Bæði er að horn á
jörðinni fellur undir þjóðgarð-
inn og svo eru uppi óskir í
nefndinni um stækkun þjóð-
garðsins, sem þá næði yfir Árn-
arfellsjörðina.
Hitt er annað mál að land-
búnaðarráðuneytið og Þing-
vallanefnd virðast ekki sam-
mála um að nefndin fái jörðina
að óbreyttu í sína umsjá.
Fjárnáminu var nýlega aflétt,
en Jörmundur Ingi sagði að því
hefði verið þinglýst snarlega
aftur. „Það týndist bréf, sem
síðan fannst aftur,“ segir Jör-
mundur.
Jörmundur vill sam-
komulag við yfirvöldin
Það flækir síðan þetta mál enn
að Þrígrip ehf hefur verið tekið
til gjaldþrotaskipta að kröfu
tollstjóra! „Það er rétt, ég var í
Litháen, og einhver mistök áttu
sér stað hjá tollstjóra. Það var
gefin út stefna með hárri kröfu
vegna skuldar, sem síðan kom í
ljós að var fyrnd. Þá lækkaði
upphæðin og það segir sína
sögu að nú er aðeins gerð krafa
um kostnaðinn vegna gjald-
þrotameðferðarinnar. Hitt er
verra að eftir að stefnan var
gefin út var henni breytt með
bláum tússpenna og þegar ég
benti tollstjóra á þetta harmaði
hann vinnubrögðin. Þetta mál
er nú komið til Umboðsmanns
Alþingis,“ segir Jörmundur Ingi
og greinilega í nógu að snúast
hjá honum.
Jörmundur Ingi vill taka það
fram að hann líti ekki svo á að
hann standi í ágreiningi við
landbúnaðarráðuneytið eða
Þingvallanefnd. „Ég er í góðu
sambandi við landbúnaðar-
ráðuneytið og samband mitt við
formann Þingvallanefndar,
Björn Bjarnason, er ágætt. Ég
er t.d. sammála því að landið
þarna sé innan þjóðgarðs og vil
að sátt náist um niðurstöðuna,“
segir Jörmundur Ingi, sem í
vikunni arkar til landbúnaðar-
ráðuneytisins á fund um inálið.
„Ég verð að klára þetta mál
fljótt. Ég er að fara til Banda-
ríkjanna eftir hálfan mánuð og
þá vil ég að niðurstaða sé kom-
in.“ fþg