Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.09.1997, Page 6
18 - Föstudagur 19. september 1997
iDagin-Smmm
Leikfélag
Akureyrar
4 TROMP Á
HENDI
Hart í bak
^ Á ferð með frú Daisy
^ Söngvaseiður
^ Markúsarguðspjall
Kortasalan er hafin
♦ Hart í bak
eftir Jökul Jakobsson.
Leikritið sem skipaði Jökli á
bekk
með fremstu leikskáldum okkar.
Hnyttinn texti - hjartnæm saga.
Aðalhlutverk:
Sigurður Hallmarsson,
Guðbjörg Thoroddsen,
Halldór Gylfason og
Marta Nordal.
Lýsing: Jóhann Bjami Pálmason
Leikmynd: HalJmundur Kristinsson
og Eyvindur Eriendsson
Leikstjóm: EyvindurEriendsson
PrumsýningáRenniverkstceðinu 10. okt.
462 1400 Kortasalan er hafin 462 1400
♦ Á ferð með frú Daisy
eftir Alfred Uhry
Kynni auðugrar ekkju og óbrotins
alþýðumanns.
Hjörtum mannanna svipar saman
í Atlanta og á Akureyri.
Titilhiutverk:
Sigurveig Jónsdóttir
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Lýsing: Ingvar Bjömsson
Leikmynd og búningan
Hlín Gunnarsdóttir
Leikstjóm: Ásdís Skúladóttir
Fnimsýning á Retiniverkstœðinu 27.des.
462 1400 Kortasalan er hafin 462 1400
^ Söngvaseiður
eftir Rodgers og Hammerstein
annan
Ástin og tónlistin takast á við
ofurvald nasismans.
Hrífandi tónlist - heillandi
frásögn.
Aðalhlutverk:
Þóra Einarsdóttir
Þýðing: Flosi ólafsson
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir
Tónlistarstjóm: Hákon Leifsson
Hljómsvei tarstjóm:
Guðmundur Óli Gunnarsson
Leikstjóm: Auður Bjarnadóttir
Frumsýning t Samkomuhúsinu 6. tnars.
462 1400 Kortasalan er hafin 462 1400
4 Markúsarguðspjall
Víðkunnasta saga hins vestræna
heims.
Frumflutningur á íslensku
leiksviði.
Leikari:
Aðalsteinn Bergdal
Lýsing: Ingvar Bjiimsson
Leikmynd og búningan Manfred Lemke
Leikstjóm: Trausti Ólafsson_____
Frumsýningá Renniverkstœðinu 5. apríl.
462 1400 Kortasalan er hafin 462 1400
Leikfélag Akureyrar
Áskriftarkortasala í Bókvali
dagan^20. - 3|)Jsept. ^
LÍF FIÖR
Já, ég hló
Aður en ég (jalla um þá
mynd, sem ég sá í vik-
unni sem er að h'ða,
langar mig að tala aðeins um
einn sjónvarpsmyndailokk sem
er í Ríkissjónvarpinu á sunnu-
dagskvöldum, Ghettysburg.
Áhugi minn beinist að hár-
ALLT UM ARGENTÍNU
WWW.ISLANOIA.IS/ARGENTINA/
greiðslu leikara þeirra þátta.
Ég einfaldlega verð að koma
þessu á framfæri. Skegg leikar-
anna er svo ótrúlega illa útfært
að ég horfði á heilan þátt bara
út af þessum hárlufsum sem
voru settar á andht leikaranna.
Ég grenjaði úr hlátri.
Já, það skiptir máli hvernig
hlutirnir eru útfærðir. Það
sannaðist í myndinni sem ég sá
í Borgarbíói á Akureyri þessa
vikuna. Rowan Atkinson sem
Mr. Bean þarf ekki mikla hjálp
við förðun og aukabúnað á and-
Ut sitt því allt ruglið er til stað-
ar. Já, og ég hló þessi ósköp. Ég
hélt satt best að segja að Mr.
Bean væri þrjátíu mín. maður.
Að ekki væri hægt að horfa
mikið lengur á hans ótrúlega
andlit. En öðru nær, dæmið
gekk nokkuð vel upp. En það er
nú oft þannig að smitandi hlát-
ur einhvers bíógests hjálpar
stundum til og svo var það nú.
Einhver ágætur gestur í salnum
(hann var alla vega ekki
frammi í anddyri) hló þessum
ótrúlega hlátri að það skemmdi
ekki fyrir minni skemmtun.
Pakka þér. Nú, Rowan Atkinson
hefur þennan ótrúlega hæfi-
leika til að gera sig að frekar
óaðlaðandi karlmanni. Eða er
það ekki stelpur. Það gæti verið
að þessi ágæta hárgreiðslu-
kona, sem ég vitnaði í um dag-
inn í sambandi við Clooney-
greiðsluna, ætti nú von á ung-
um mönnum sem bæðu um Mr.
Bean-greiðslu.
Myndin hafði söguþráð sem
ekki verður tíundaður hér frek-
ar en fyrri daginn. Myndin er
hin ágætasta skemmtun og ætla
ég að gefa henn tvær og hálfa
stjörnu. Rowan Atkinson fær
mína ágætustu einkunn fyrir
leik sinn. Aðrir leikarar voru
þokkalegir. En ég er ekki frá því
að fólk þyrfti að vera í ágætu
skapi þegar það fer á Mr. Bean
því húmorinn er ah sérstæður.
Farið á hana. Góða skemmtun.
Já, ég hló.
Kórsöngur í Hallgrímskirkju
Adventsangeme er um 100 manna blandaður kór frá
Noregi, sem heldur tónleika í Hallgrímskirkju á sunnu-
dag klukkan 17.00. Aðgangur er ókeypis og efnisskráin
er að mestu leyti trúarlegs eðlis.
Swing, jazz og blues hátíð
„Swing, jazz og blues" hátíð Fógetans í tilefni af af-
mæli Jacks Daniel er haldin um helgina. Hápunktur
hátíðarinnar verður í kvöld, en þá koma fram fjórar
söngkonur Telma Ágústsdóttir, Margrét Sigurðardótt-
ir, Hera Björk Þórhallsdóttir og stórstjarnan Andrea
Gylfadóttir og Blúsmenn hennar. Halldór Bragason
„Vinur Dóra“ verður einnig meðal gesta kvöldsins.
Á laugardagskvöldið skemmtir blússveit Blues Ex-
press og hátíðinni lýkur svo á sunnudagskvöld með
tónleikum Kuran Swing.
Tónleikar í Hafnarborg
Píanóleikararnir Steinunn Birna Ragnarsdóttir og
Porsteinn Gauti Sigurðsson halda tónleika sunnu-
daginn 21. september klukkan 20.00 í Hafnar-
borg. Leikin verða verk fyrir tvö píanó eftir Claude
Debussy, Darius Milhaud og Jóhannes Brahms.
Skoskursagnaþulur
Á laugardagskvöldið klukkan 21.00 fær Kaffileikhúsið í
Hlaðvarpanum til sín góðan gest. Það er skoski
sagnaþulurinn David Campbell, sem er einn fárra
manna sem fæst eingöngu við iðkun sagnalistar.
Hann hefur komið fram víða um heim en kemur nú í
fyrsta sinn til íslands. Hann er eftirsóttur kraftur
á listahátíðum, enda er dagskrá hans viðamikil
og fjölbreytt, spannar allt frá einföldustu ævintýr-
um og drykkjusöngvum til veigameiri bók-
mennta.
Auk Campbell koma fram þær Rósa Kristín
Baldursdóttir söngkona og Wilma Young fiðlu-
leikari.
Þ J OÐLEIKHU SIÐ
Stóra sviðið kl. 20
ÞRJÁR SYSTUR
Anton Tsjekhof
Frumsýning föstud. 19/9
kl. 20.00 Örfá sæti laus.
2. sýn. laugard. 20/9
nokkur sæti laus.
3. sýn. sunnud. 21/9
nokkur sæti laus.
4. sýn. fimmtud. 25/9
nokkur sæti laus.
5. sýn. sunnud. 28/9
nokkur sæti laus.
FIÐLARINN Á ÞAKINU
Bock/Stein/Harnick
Föstud. 26/9, nokkur sæti laus.
laugard. 27/9 nokkur sæti laus.
Litla sviðið kl. 20.30
LISTAVERKIÐ
Yasmina Reza
Föstud. 26/9, laugard. 27/9
Sala áskriftakorta
stendur yfir.
Innifalið í áskriftarkorti eru
6 sýningar.
5 sýningar á Stóra sviðinu:
ÞRJÁR SYSTUR
GRANDAVEGUR 7
HAMLET - ÓSKASTJARNAN
KRÍTARHRINGURINN
í KÁKASUS
1 eftirtalinna sýninga
að eigin vali:
LISTAVERKIÐ
KRABBASVALIRNAR
POPPKORN
VORKVÖLD MEÐ
KRÓKÓDÍLUM
GAMANSAMI
HARMLEIKURINN
KAFFI
MEIRIGAURAGANGUR
Almennt verð áskriftarkorta
kr. 8.220,-
Eldri borgarar og öryrkjar
kr. 6.600,-
Miðasalan er opin alia daga í
september frá
JDb*gur-®Tmtrm
mælir með...
...að fólk æfi sig um helgina í að hafa ofan af
fyrir litlu börnunum með skipulegum hætti.
Verkfall leikskólakennara er að bresta á og
þá er gott fyrir vinnuþræla og foreldra að
standa ekki ráðalausir með börnin í fanginu.
Ef ekkert annað kemur upp í hugann er
kannski rétt að foreldrar kynni sér alla mögu-
lega staði þar sem hægt verður að skilja orm-
ana eftir meðan bráðnauðsynlegri vinnu-
skyldu er sinnt.
...að ættartengslin verði
rækt, þ.e. þau sem hafa
verið vanrækt alltof lengi.
Hvernig væri að heim-
sækja gamla frænku
og/eða frænda, já einmitt
þau sem gáfu þér svo
góðar gjafir forðum?
Myntuhlaupi. Þetta græna hlaup, sem Bretar
eru svo hrifnir af með lambakjötinu, er nú til í
íslenskri útgáfu, heldur ljósara að lit. Þetta er
alveg frábært með osti og kexi.