Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 5
Jlagur-Œtmmn Fimmtudagur 29. ágúst 1996 - 21 „Þetta er stórkostlegt," sagði Þórey Aðalsteinsdóttir framkvæmda- stjóri Leikfélags Akureyrar þegar fulltrúar Dags-Tímans mættu í hið fagra leikhús bæjarins í gær. Þórey og Trausti Ólafsson leikhús- stjóri undirbúa nú áttugasta afmælisleikár LA. „Gjöíin er í tilefni fyrsta tölublaðs Dags-Tímans og 80 ára af- mælis LA,“ sagði Stefán Jón Hafstein ritstjóri þegar hann og Hörð- ur Blöndal framkvæmdastjóri DT mættu með blómvönd. „Eftir 20 ár verður mikið um dýrðir, Dagur-Tíminn orðinn nógu gamall til að kaupa kampavín handa 100 ára afmælisbarninu!" Styrkurinn er í formi þjónustu við leikfélagið og er jafnvirði 600 þúsunda á ári næstU tVÖ árin. DT-mynd: GS Kelduhverfi „...þá væri það Stefán Jón“ „Ég er ekki búinn að fá reisupassann enn. Þeir geta ekki rekið mig, - nær eina skemmtiefnið þeirra á fréttastofunni. Ég óskaði samt eftir því að þulirnir læsu pistlana mína því mér finnst leiðinlegt að hlusta á sjálfan mig,“ sagði Haraldur Þórarinsson, alltaf kallaður Mannsi, fréttaritari ríkisút- varpsins frá Kvistási í Kelduhverfi áður en blaðamaður spurði hvernig f honum litist á Dag-Tímann. „Það er nú svo skrýtið að rétt áður en þú bankaðir þá var ég að spyrja gesti mína hvernig þeim litist á nýja blaðið. Ég fékk reyndar dræm svör en sagðist þá alveg viss um að ef einhver íslend- ingur gæti komið á laggirnar blaði sem keppt gæti við Morgunblaðið þá væri það Stefán Jón. Hann er mátulega frekur eins og pabbi hans sagði og ég hef trú á að blaðið spjari sig helst undir hans stjórn, að öllum öðrum ólöstuðum." Ætlarðu að kaupa blaðið? „Ég kaupi ekk- ert blað í dag, ég móðgaðist einu sinni við þá hjá, Degi og Tímann er ég löngu hættur að kaupa, en hann I: keypti ég í 30 ' Ég hélt ég væri orðinn stórríkur að eiga þennan blaðabunka en enginn vildi gefa krónu fyrir þetta.“ Hvernig blöð voru Dagur og Tíminn? „Dagur hefur unnið mikið á með vin- sældir og þá í öllum flokkum. Harður sjálfstæðismaður í Mývatnssveit sagði einu sinni við mig að hann vissi ekki hvernig færi ef ekki væri fyrir Dag. Já, blaðinu tókst að þvo af sér framsóknar- stimpilinn. Ritstjóri Tímans, Jón Helga- son, gisti aftur á móti einu sinni hérna og þá ákvað ég að spyrja fyrir hvað blað- ið væri svona lélegt. Svarið var gott og sló mig alveg út af laginu en hann sagði: „Þú getur ekki gert þér í hugarlund hvað er erfitt að finna blaðamenn sem hafa víðari sjóndeildarhring en suður til Keflavíkur og upp á Ártúnsbrekku." Hvað hefur breyst í þinni íjölmiðlatíð? „Ég hef verið fréttaritari í áratugi eða svo lengi sem elstu menn muna - en ekki lengur. Það hefur allt breyst og ég skil reyndar ekki hvernig þessi ijöldi rása og stöðva getur gengið til lengdar. Ég hef reyndar einnig gagnrýnt fréttastofu út- varpsins og þá helst fyrir hvað það er lít- ill léttleiki yfir fréttunum. Sjálfur hef ég reynt eftir bestu getu að ná í léttar fréttir og stundum tekist vel en Jón Örn Marin- ósson var snillingur í að sjá spaugilegu hliðarnar á því fréttnæma og það mættu fleiri líkjast honum. Það er eins með fréttir og gamla sveitasímann, fólkið þekkir sínar hringingar og tekur eftir því sem því þykir gaman að og það er miklu frekar létta efnið og spaugið," sagði fréttaritarinn, sem sagðist ætla að kíkja á fyrstu blöð Dags-Tímans áður en hann svaraði því hvort hann myndi kaupa pappírinn. mgh tíi hamingju, Akureyri! Mannlífið á Akureyri er íjöl- skrúðugt, eins og sjá mátti glögglega á ferð ljósmynd- ara Dags-Tímans um bæinn í gær. í dag er afmlisdagur Akureyrarbæjar og því sendir blaðið hamingjuóskir til bæjarins og þeirra sem hann byggja. Stórfljót heimsins eru gjarnan átakalínur í styrjöldum. Svæði Knattspyrnufélags Akureyrar er sunnan Glerár og aðeins KA menn eiga þar lífvænlega daga. Utan árinnar er kjörland Þórs- ara. Þessir ungu menn í Glerár- þorpi eru efalítið framtíðarhetj- ur Þórsara á knattspyrnuvellin- um og enginn verður betri markmaður en Sindri Snær Rúnarsson. Yfir markinu eru, frá vinstri talið, Kristján Páll Hannesson, Steinar Logi Rún- arsson, Sigurvin Bjarnason, Gunnar Fanndal Gunnarsson, Jóhann Helgi Hannesson og Einar Sigþórsson. uynd,r -jhf. Við slippkantinn á Akureyri liggur Siglufjarðartogarinn Sunna SI og er í klössun frá toppi til táar - ef svo má að orði komast. Mikið er að gera í slippnum og um 30 manns koma að þessu einstaka verk- efni, bæði vélvirkjar, plötusmið- ir og verkamenn. Á þessari mynd eru frá vinstri talið; Magnús Rúnar Árnason, Jame Morales, Bogdan Zalewski, Björn Sveinsson, Jasse Kalle og Guðjón Þóroddsson. Ilópur manna sem mætir í sundlaugarnar árla morguns hvers dags kvaddi í gær með til- þrifum Sigurð Guðmunsson, forstöðumann Sundlaugarinnar, sem nú er á förum í Mosfellsbæ þar sem hann tekur við starfi íþróttafulltrúa. Og Sigurður var kvaddur með stæl - og hent út í laugina.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.