Dagur - Tíminn - 04.09.1996, Blaðsíða 1
f" V
Míðvikudagur 4. september 1996 - 79. og 80. árgangur - 167. tölublað
Islendingar utan í sérstakar haustterðir
Um 30% allra
utanferða síðustu
3 mánuði ársins
Hjá Flugleiðum er áætlað að um 20.000 ís-
lendingar bregði sér í svokallaðar haust-
ferðir til útlanda að þessu sinni sam-
kvæmt upplýsingum Einars Sigurðssonar hjá
Flugleiðum. Þetta er nokkur íjölgun frá síðasta
ári, en þá ijölgaði haustferðum um mörg þúsund
frá árinu áður. Mánuðina október-desember í
fyrra komu um 50J)úsund íslendingar heim úr úr
slíkum haustferðum, eða um 30% af öllum utan-
förum ársins.
Sú breyting hefur nefnilega átt sér stað síð-
ustu tvö ár, að haustið er orðið langvinsælasti
árstíminn til utanferða. Á árum áður fóru flestir
til útlanda á sumrin en framan af þessum áratug
hefur um ijórðungur allra utanlandsferða verið á
síðasta ijórðungi þess, tímabilinu október- des-
ember. Síðustu tvö árin hefur þetta hlutfall snar-
hækkað, eða um 30%, sem áður segir. Þessi hlut-
fallslega aukning svarar til þess að 9 þúsund
fleiri íslendinga hafi valið haustið til ferðalaga á
síðasta ári heldur en tveim árum áður. Og reikn-
að er með að haustferðum eigi enn eftir að fjölga.
-HEI
Dags-Timamyndir: Að ofan BG - að neðan LA
Akureyringar taka vel við sér!
Náunginn hér að ofan kann að komast í kynni við
Norðlendinga á næstunni. Meira en 800 sæti eru
bókuð frá Akureyri til Bretlands. Norðlendingar taka
sérlega vel við sér á þessu hausti og vegur
knattspyrnuáhugi þungt: stutt á alla helstu stórvelli
enska boltans og eins vita menn af landsleik íra og
íslendinga í nóvember.
i
1
1
1
i
\
|
i
<
1
i
I
I
J
1
1
1
1
I
\
1
1
1