Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Blaðsíða 1
Jagur-CEtmtmx Verið viðbúin vinningi! Föstudagur 6. september 1996 - 79. og 80. árgangur -169. tölublað veriu viðbúin MjT vinnmgi! ftMm) Mynd GS FTARDRATTUR HEFST í SVEITUM Réttir hefjast á landinu í dag. Stemmningin í kringum fjárdráttinn þyk- ir æði sérstök, neftóbakshornin ganga, sopið er af fleygum og sinfónía kindajarmurs og mis- vel sunginna ættjarðarlaga bergmálar í fjöllunum. Telja jafnvel sumir að við þessar kringumstæður náist hinn eini sanni tónn. En það er ekki bara réttar- stemmningin sem er einstæð, undanfari þeirra, göngurnar, hafa ekki síður yfir sér róman- tískan blæ í hugum margra. Þrátt fyrir nútíma tækni hafa göngur ekki breyst mikið frá fyrri tíð, bændur og búalið not- ast enn öðru fremur við reið- hesta og tvo jafnfljóta, en jepp- ar og fjarskiptabúnaður hafa þó aukið öryggi fólks svo um mun- ar. Dagur-Tíminn sló á þráðinn til Starra í Garði í Mývatnssveit en hann er nýhættur að ganga til fjalla eftir margra áratuga gangnareynslu. Starri staðfestir að stemmningin í göngunum hafi x raun lítið breyst fyrir utan aðbúnað en þó séu göngur ekki lengur sú karlmannsraun sem þær hafi verið. Rifjar hann upp af því tilefni 10 daga samfellda göngu sína, ýmist á skíðum eða fótgangandi, árið 1959 eftir óveður. Þá varð hann þreyttast- ur á ævinni. Starra finnst gamall hús- gangur lýsa öllu sem segja þarf í sambandi við göngur: Kveður í runni, kvakar í mó, kvikur þrastarsöngur eins mig fýsir alltafþó aftur að fara í göngur. „En það er um réttir að segja, að þótt sumir kunni að líta á þær sem einhverja upp- skeruhátíð þá leit ég aldrei yfir lambahópinn að hausti út frá því að hann ætti að deyja. Ég gat aldrei'reiknað hann til fjár og hugsað mér lömbin sem gott búsílag. Hitt var mér meira virði að sjá lömbin koma af fjalli og þá fegurð sem því fylg- ir,“ segir Starri. Fyrir þá sem fýsir að skoða hvernig löglegur fjárdráttur gengur fyrir sig til sveita um helgina þá er réttað í Fossrétt á Síðu, V-Skaftafellssýslu í dag. Á morgun verður réttað á Hrúta- tungurétt í Hrútafirði; Miðfjarð- arrétt í Miðfirði; Skaftárrétt í Skaftárhreppi og Skarðarétt í Gönguskörðum, Skagafirði. Á sunnudag verður svo réttað í Hraunsrétt í Aðaldal og Reynis- staðarétt í Staðahreppi, Skaga- firði. -B „ÆTLA AÐ REYNA NÝjU HIARTALOK- URNAR" A: J jLs uglýstur hefur verið einn viðamesti dansleikur einni tíma. Á dansleikn- Mynd GVA um koma fram margir af þekkt- ustu tónlistarmönnum landsins og margar gamlar hljómsveitir verða endurvaktar. Dansleikur- inn er haldinn til styrktar Rún- ari Jxilíussyni tónlistarmanni en hann gekkst í vor undir viða- mikla hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartalokur. Hug- myndina að styrktardansleikn- um eiga Ólafur Laufdal og Gunnar Þórðarson og er hug- myndin ekki nema rúmlega vikugömul. Rúnar hefur ekki geta unrnð neitt frá því í vor. „Ég er einn af þeim sem hef hugsað þannig að ekkert kæmi fyrir mig, þess vegna var ég hvorki tryggður né viðbúinn því fjárhagslega tjóni að eitthvað þessu líkt myndi henda. Það er ótrúlegt að fá allt „rokklandsliðið" til að spila fyrir sig því þarna er um að ræða hljómsveitir og tónlist- arfólk sem selur sig verulega dýrt.“ Meðal hljómsveita sem munu koma fram á dansleikn- um eru Trúbrot, Hljómar, Lónlí Blú Bojs og Brimkló en einnig koma fram tónlistarmenn eins og Bubbi, Pálmi Gunnarsson og Björgvin Halldórsson. Veikindi Riínars lýstu sér á þann hátt að honum fannst hann vera óeðlilega móður. „Galli í hjartalokum lýsir sér þannig að það kemst vökvi í lungun og inn á vefi sem orsak- ar mikla mæði og hjartað bregst við með því að stækka. Ég var sendur í aðgerð, sem gekk mjög vel, og í dag er ég í endurhæfingu á Reykjalundi, þannig að þetta fer vonandi að koma. Ég er allur að braggast og stefni að því, og vona, að ég komist í fyrra form.“ Dansleikurinn verður hald- inn annað kvöld á Hótel íslandi og leggst hann vel í Rúnar. „Ég ætla að taka nokkur lög sem spanna ferilinn og tel mig hafa fulla heilsu til þess. Það þýðir ekkert annað en að prófa nýju lokurnar." hbg

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.