Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 6. september 1996
©agur-CQntmn
Bréfleiðis...
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 88,602 Akureyri
Skólaþjónusta Eyþings -
störf sáUræðinga
Skólaþjónusta Eyþings tók formlega til starfa fyrir rúm-
um mánuði síðan. Samkvæmt Lögum um grunnskóla
nr. 66/1995 er henni ætlað margvíslegt hlutverk. Fyrst
er talin almenn og greinabundin kennsluráðgjöf svo og
námsráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Samkvæmt stofnsamningi
er henni ennfremur ætlað að sinna þróunar- og nýbreytni-
starfi, endur- og símenntun kennara, skýrslugerð og upp-
lýsingagjöf fyrir sveitarfélög og loks úrvinnslu á vinnu-
skýrslum kennara. Frá 1. janúar 1997 á stofnunin enn-
fremur að sinna sérfæðiráðgjöf við leikskóla í umdæminu.
Helga Dögg Sverrisdóttir lýsir áhyggjum sínum í Degi
Tímanum 4. sept. yfir því að Skólaþjónustan skuli ekki hafa
á að skipa sálfræðingi. Hún vekur um leið athygh á ný-
stofnuðu félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og telur að
einfalt sé fyrir Skólaþjónustuna að ganga til samninga við
félagið. Vegna greinar Helgu telur Skólaþjónustan sér bæði
rétt og skylt að gera örlitla grein fyrir hvernig málum
hennar er háttað um þessar mundir.
Stofnunin hefur nú á að skipa sex starfsmönnum í fimm
og hálfu stöðugildi en alls er um níu stöðugildi að ræða.
Þrír starfsmanna eru kennslufræðingar, með framhalds-
menntun í skólaþróun, kennaraþróun og skólastjórnun.
Tveir starfsmanna eru með tveggja ára framhaldsmenntun
í sérkennslu með áherslu á alvarlega fötlun, lestrarerfið-
leika og almenna námserfiðleika. Einn starfsmanna er
kennari og landfræðingur og loks má telja vel menntaðan
ritara.
Það er rétt hjá Helgu að þrátt fyrir að margoft hafi verið
auglýst eftir sálfræðingum til starfa hefur ekki enn tekist
að ráða í stöður þeirra. Sérfræðiþjónusta skóla þarf að
hafa meðal starfsmanna sinna góða sálfræðinga, annars
vegar til þess að vinna fyrirbyggjandi starf með skólafólki
og hins vegar til þess að veita liðsinni í málum barna sem
geta búið við erfiðleika af margvíslegu tagi.
Nú er það svo að enn sem komið er hefur engin beiðni
um sálfræðiþjónustu borist til Skólaþjónustunnar frá skól-
um á Norðurlandi eystra. Þegar slíkar beiðnir berast munu
þær fá sömu afgreiðslu og aðrar beiðnir, þ.e. að Skólaþjón-
ustan mun leita allra leiða til þess að útvega þá sérfræði-
ráðgjöf sem völ er á. Helga bendir á félagið Reyni sem
hentugan viðskiptaaðila fyrir Skólaþjónustuna. Víst er að
þeir sálfræðingar sem hafa stofnað félagið búa yfir mikilli
reynslu af skólatengdri sálfræðiráðgjöf. Það er því hugsan-
legt að Skólaþjónustan muni leita eftir Uðsinni þeirra eða
starfsbræðra þeirra í umdæminu þegar þar að kemur.
Skólaþjónustan býr við það eins og önnur fyrirtæki að
henni er settur ákveðinn íjárhagsrammi. Verði gengið til
samninga við sálfræðinga hjá félaginu Reyni mun einn
mannmánuður kosta mun meira en hjá sálfræðingi sem
ráðinn yrði í fullt starf að Skólaþjónustunni sem sérfræð-
ingur. Skólaþjónusta Eyþings hefur að vísu aldrei fengið
bréf frá félaginu Reyni en samkvæmt bréfi frá einum þeirra
sem standa að félaginu hefur hann boðist til að selja þjón-
ustu sína á verktakataxta. f því bréfi segir m.a. Taxti sál-
fræðinganna er kr. 3.500.- pr. tíma. Miðað er við unnar 45
mín. af hverjum klukkutíma, enda er ekki greitt sérstak-
lega fyrir kaffi- og matartíma.
Hugsanlega má deila um einhver smáatriði ef farið er í
samanburð við kostnað Skólþjónustu af fastráðningu en í
grófum dráttum virðist mismunurinn geta verið íjórfaldur.
Skólaþjónustan hefur ekki þá Qármuni úr að spila að hún
geti gengið til fastra samninga á þeim nótum.
Hugsanlega má deila um einhver smáatriði ef gerður er
samanburður á kostnaði Skólaþjónustunnar af fastráðningu
sálfræðinga annars vegar og verktakasamningi við þá hins
vegar. í grófum dráttum virðist mismunurinn geta verið
íjórfaldur þannig að verktakasamningur kostaði ekki undir
kr. 600.000 á mánuði fyrir einn starfsmann. Skólaþjónust-
an hefur ekki úr þeim íjármunum að spila að hún geti
gengið til fastra samninga á þeim nótum.
Það er ásetningur Skólaþjónustu Eyþings að hafa á að
skipa fjölhæfu og menntuðu starfsliði. Vonandi ber framtíð-
in það í sér að við getum auk sálfræðinga ráðið til okkar
starfsstéttir eins og talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, námsráð-
gjafa og jafnvel fleiri.
Þegar sérfræðiþjónusta er veitt liggur það oft í hlutarins
eðli að sérfræðingar, starfslið skóla og foreldrar þurfa að
leggjast á eitt til þess að koma málum í höfn.
Skólaþjónustan vill fullvissa Helgu Dögg og aðra foreldra
um einlægan vilja til að veita börnum þeirra og starfsliði
skóla alla þá aðstoð sem unnt er.
F. h. Skólaþjónustu Eyþings,
Jón Baldvin Hannesson forstöðumaður.
ísland - ruslakista fyrir gallaðar vörur
Bifreiðaeigendur í
Matador með Matador
Þann 14. ágúst sl. vísaði ég lögreglunni á ólöglega
Matador hjólbarða undir tengivagni vöruflutningabíls
á Akureyri. Runólfur Oddsson innflytjandi hjólbarð-
anna brást við þessu atviki og umíjöllun um það, með svip-
uðum hætti og svindlarinn sém sagði: Aðrir svindla meira
en ég.
Ólögleg reglugerð?
Runólfur lýsir þeirri skoðun sinni í Degi þann 27. ágúst sl.,
að íslenska reglugerðin um búnað ökutækja mismuni er-
lendum og íslenskum framleiðendum og stangist því á við
EES samninginn og fullyrðir jafnframt að gallaðir hjólbarð-
ar eins og þeir sem hann hafði á boðstólum, séu seldir um
alla Evrópu.
Aðrir selja lélegri vöru en ég
í tilraun til að bera í bætifláka fyrir sína gölluðu vöru, full-
yrðir Runólfur að víða á þjóðvegum landsins séu leifar af
tættum sóluðum vörubflahjólbörðum og að slfldr vörubfla-
hjólbarðar séu notaðir undir framöxla rútubfla. Við þessari
alvarlegu vísbendingu verðum við neytendur, fólksflutninga-
fyrirtækin og yfirvöld að bregðast, en einn glæpur upphefur
ekki annan, og sú staðreynd stendur óhögguð, að allstaðar
þar sem Evrópustaðallinn gildir, er bannað að nota gallaða
vöru eins og umrædda Matador hjólbarða undir bfl eða
tengivagn eins og þann sem stöðvaður var á Akureyri.
í leit að ólöglegum Matador hjólbörðum
Runólfur reyndi símleiðis að fá mig til að draga í land með
fullyrðingar mínar um að hjólbarðarnir væru ólöglegir, m.a.
með því að upplýsa mig um að fyrirtæki í eigu Eimskipafé-
lags fslands hf. notaði gallaða Matador hjólbarða undir
vöruflutningabfla sína, og að stjórnarmenn þar á bæ séu
ekkert hrifnir af þessu framtaki mínu.
Ekkert veit ég um þau góðu sambönd sem Runólfur telur
sig hafa við eigendur viðkomandi fluttningafyrirtækis, né
heldur gremju þeirra í minn garð. En það mun væntanlega
koma í ljós þegar þessir ólöglegu hjólbarðar finnast, hvern-
ig allt er í pottinn búið og hvort fyrirtækið hafi vísvitandi
verið að brjóta lög.
Staðreyndir málsins:
Matador hjólbarðarnir sem lögreglan skoðaði á Akureyri,
voru ólöglegir hvað sem innflytjandinn Runólfur Oddsson
segir. Runólfur hefur sjálfur upplýst að fleiri slfldr Matador
hjólbarðar frá sér séu í umferð. Það verða yfirvöld sem
munu skera úr um hvor sé sekur um ólöglegt athæfi, selj-
andinn eða kaupandinn.
Vilhjálmur Ingi
"I 1 erðaskrifstofur hér á landi hafa nýverið
auglýst útsölur á ákveðnum ferðum sem
JL boðið hefur verið uppá í sumar og ekki
' hafa selst. Ekki er unnt að panta þær nema
mæta á staðinn og því ætti flestum að vera það ljóst að ferð-
irnar eru ekki á boðstólnum fyrir Jón og Gunnu sem búa
ekki á suð-vesturhorninu. Hvað er verið að hugsa?
T^að má skjóta því að í Meinhorninu að mjög
4P3P I Jerfitt getur verið að ná í framkvæmda-
JL stjóra stórfyrirtækja, þingmenn og ýmsa
' „málsmetandi“ menn í þjóðfélaginu. Þeir ættu
að vera meira á skrifstofunum sínum.
T^að er ótrúlega hvimleitt þegar farið er í
I 3 matvöruverslanir og vörurnar eru ekki
Zr ÆT verðmerktar. Þetta er sérstaklega áber-
andi í matvöruverslun KEA í Byggðavegi á Akur-
eyri. Þar eru oft á tíðum flennistórar auglýsingar um tilboð
á vörum en svo vantar verðmerkingarnar á þær sjálfar.
Einnig kemur það stundum fyrir að verðið sem gefið er upp
á vörum er ekki það sama og er slegið inn í kassann. Þessu
þarf að kippa í liðinn.
Heilbrigð sál
Haustið er sá tími þegar
íbúar landsins byrja á
hefðbundnu tómstunda-
og íþróttastarfi sem
gjarnan fylgir skamm-
deginu. Ýmsir klúbbar
og félagasamtök vakna
úr sumardvala og er
bridgebreyfingin þar á
meðal. Uppáhaldstóm-
stundagaman undirrit-
aðs er einmitt bridge en
mikil vakning hefur átt
sér stað innan hreyfing-
arinnar síðustu ár sem
má öðru fremur þakka
glæsilegri heimsmeist-
artign íslendinga árið
1991.
Heilbrigð sái...
Oft er bridgespilurum
legið á hálsi fyrir að
eyða frístundunum í
spil. Þegar maður reyn-
ir að útskýra kosti þess-
arar hugaríþróttar
heyrist gjarnan: „Held-
urðu að það væri ekki
nær að hreyfa sig eitt-
hvað, spila fótbolta til
dæmis.“ Það hefur því
hlaðist upp hjá undirrit-
uðum ákveðin sektar-
kennd þegar bridge er
annars vegar, Heilbrigð
sál í hraustum líkama
og seiseijá.
Mesta happið
Eða þannig hugsaði ég
uns ég var svo heppinn
að lenda í bílslysi í sum-
ar. Sér kapítuli reyndar
að stúlkukindin sem
keyrði mig í klessu sá
sérstaka ástæðu til að
taka fram í lögreglu-
skýrslu: „Þetta er í
fyrsta sinn sem ég keyri
á“ (hún var búin að
vera með bflprófið í 3
mánuði) en þetta er nú
útúrdúr. Hvað um það,
að skýrslutöku lokinni
lá leiðin á slysó og eftir
þá heimsókn hef ég
ekki fundið fyrir bridge-
móralnum. Biðstofan
var nefnilega full af
„heilbrigðum sálum í
hraustum líkömum",
nema að líkamarnir
voru sundurtættir,
snúnir, marnir og blóð-
ugir. Eitt áttu allir
þeirra sameiginlegt:
Fótboltaskó!
Umsjón: Björn Þorláksson.