Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Blaðsíða 7
jD;tgur-®mrám Föstudagur 6. september 1996 -19 MENNING O G LISTIR Margrét Vilhjálms- dóttir hefur vakið at- hygli leikhúsunnenda fyrir frísklegan leik síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum fyrir rúmum tveimur árum. Hún er ein af 7 nýj- um leikurum sem fengu fastráðningu hjá Pjóðleikhús- inu í vetur en var á lausum samningi í fyrra og lék þá í báðum stóru leikhúsunum í ; borginni. Fram •^**^**' kom í samtali Dags-Tímans við Margréti að Þjóðleikhúsið er auðvitað hin fyrirheitna lending ungra leikara en stefna leikhússins og starfsmenn skipti einnig máli. Væn hlutverk Það héngu vænir bitar á spýt- unni fyrir Margréti að þessu sinni því hún klófesti tvö stór hlutverk, þ.á.m. Maggie the Cat í Köttur á heitu blikkþaki eftir bandaríska skáldið Tennessee Williams, sem margar helstu leikkonur heims hafa spreytt sig á, svo sem Elizabeth Taylor og Jessica Lange. „Margslungið hlutverk,“ sagði Margrét myrkum rómi í gær og hló við. „Annars er saklausrar stúlku sem tæld er til ásta af bróður sínum en verkið er eftir John Ford, sam- tímamann Shakespeares. „Þetta er fullt af drama, morðum, blóði og forboðnum ástum. Það eru systkini sem verða ástfang- in. Þarna er því framið siíja- spell en þau eru í rauninni það fallegasta í þessu verki því um- hverfi þeirra er frekar svart, þar er mikil spilhng og ógeð. En þetta verður mikill skandall og endar allt með hörmungum og morðum." Klofin prímadonna? - Verður fólk ekki klofið af því að flakka á milli karaktera eins og Línu Langsokks og katts- lyngrar suðurríkjakonu eins og Maggie? „Það kemur allavega í veg fyrir að maður festist í einhverju." - Siglirðu kannski hraðbyri í að verða prímadonna í íslensku leikhúslífi? „Eigum við ekki bara að segja það. Nei, ætli það.“ lóa lega erfitt að 'f útskýra hlutverk- ið í stuttu máli. Maggie er rúmlega tvítug kona, klár og hnyttin. Hún giftist inn í ijölskyldu ríkra bóm- ullarbænda en er sjálf af lægri stéttum. Þetta er fjölskyldudrama sem gerist í Suðurríkjunum um átök ungra hjóna sem hafa lent í ýmsum hremmingum, vinur eiginmannsins er nýlátinn og dauði hans er hugsanlega Maggie að kenna.“ Þótt persóna Maggie kunni í fyrstu að svipa til femme fatale kvennanna úr leiklistarsögunni er svo alls ekki samkvæmt Margréti. „Alls ekki, þetta er siðavönd og gift kona sem vill bjarga hjóna- bandi sínu.“ - Hvaða önnur príma- hlutverk færðu í vetur? „í verkinu Það er leitt hún skyldi N.r: ■ vera skækja og annað er leyndar- mál og er ekki hægt að láta uppi að svo stöddu... neihh... F annst þér þetta ekki smart?“ sagði Margrét og var svo sprungin úr hlátri. Ástfangin systkini Áður en Mar- grét tekst á við kjaft- fora nöfnu sína í Suð- urríkjum 6. áratug- arins set- ur hún sig sem sagt inn í hlutverk Dansað til framtíðar nefn- ist dansátak Dansráðs ís- lands og Sambands ís- lenskra áhugadansara og er markmiðið að hvetja íslendinga til að læra og stunda dans sér til skemmtunar. Macarena- dansinn, sem var valinn dans ársins, hefur víða slegið í gegn eins og menn sáu þegar iðandi fundarmenn á flokksþingi demókrata og glaðbeittir gestir á Ólympíuleikunum dilluðu sér í takt við Macarena-sláttinn á sjónvarpsskjánum fyrir skemmstu. Fyrst dansinn getur kveikt í stífpressuðum demó- krötum er eins víst að hann kitli iljar og lófa stirðustu íslendinga auk þess sem dans ársins er einatt valinn með það í huga að ekki taki nema 10-12 mínútur að kenna meðaljóninum dans- inn. Því verður Macarena áber- andi í dansátakinu sem stendur fram á sunnudag. Dansinn var saminn við lag eftir tvo spánska náunga og er nafnið tekið úr laginu en það var upphaílega samið um stúlk- una Macarena sem er að tál- draga karlmann. „Flytjendur lagsins byrjuðu að taka þessar hreyfingar á tónleikum. En hreyfingar eru ekki nýjar held- ur úr dansi eftir breska konu, Peggy Spencer, frá diskótíma- bilinu,“ upplýsti Kara Arn- grímsdóttir, danskennari, í samtali við Dag-Tímann. Aðstöðuleysi á börunum Aðpurð hví þurfi að efna til dansátaks segir Kara að svo virðist sem fólk skorti kjarkinn Hópur barna úr dansskólum Reykjavíkur dansar af hjartans lyst við spænska smellinn Macarena. .Jtynd: Pjetur þegar á dansgólfið er komið. „Það er m.a. vegna aðstöðu- leysisins á skemmtistöðunum. Staðirnir byggja á vínsölu og fólk sem dansar mikið drekkur minna og eyðir náttúrulega minna á barnum." í tilefni átaksins verða dans- sýningar á sjúkrastofnunum og elliheimilum á Reykjavíkur- svæðinu. Kara segir kveikjuna að þessum heimsóknum vera að hópur nemenda frá henni hafi heimsótt eina ömmu á sjúkrahús í vetur. „Þá kom í ljós að sjúklingarnir fá enga dægra- styttingu. Þau voru svo þakklát að við ákváðum bara að lífga aðeins upp á tilveru þessa fólks.“ Öll börn fædd árið 1989 og hafa aldrei farið í dansskóla geta nú, þökk sé átakinu, skráð sig í dansskóla á Reykjavíkur- svæðinu og fengið frítt dans- námskeið til jóla, þ.e. meðan pláss leyfir. Innritun dansskól- anna stendur nú yfir. Dagskrá Danssýning í Kringlunni í dag kl. 17. Unglingadansleikur (13-16 ára) kl. 17-19 í Perlunni á morgun, föstud. Rarnadansleikur (12 ára og yngri) kl. 16-18 í Perlunni á laugard. Almennur dansleikur fyrir fullorðna í Perlunni á laugar- dagskvöld kl. 21-02. Skrúðganga frá Hlemmi kl. 15, gengið niður Laugaveg, endað á Ingólfstorgi þar sem al- menningur verður hrifinn í dansinn, Ómar Ragnarsson og fleiri skemmta. lóa VERKTAKI HJA BANDARISKU ALRIKISLOGREGLUNNI Diskóið gengur aftur í Macarena Margrét lent í Þjóðleikhúsinu

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.