Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Blaðsíða 5
jDagurÁCímirut Þriðjudagur 10. september 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Hafa komist yfir hugmyndina mína og notað sér hana s g er mjög súr“, sagði hug- vitsmaðurinn Jónas Gunnarsson - og að von- um. Því fyrir hreina tilviljun hefur hann nú komist að því að ein af mörgum hugmyndum hans, glæný tegund af rakvél, er nú komin í framleiðslu og sölu í Þýskalandi. „Peir virðast hafa komist yflr hugmyndina mína og notfært sér hana“. Af biturri reynslu sagðist Jónas vilja vara hugvitsmenn við því að senda hugmyndir sínar frá sér, nema að þeir hafi á hreinu að þeir standi rétt að málum. „Ég kynnti hugmynd að tveggjablaða rakvél með batt- eríi, sem hitar blöðin þannig að þau eiga auðveldara með að skera skegghár. Ég var búinn að kynna iðnfræðingi þetta hér heima og síðan sendi ég hug- myndina út. Eg hef ekki fengið neitt svar þaðan. En nú hef ég rekið mig á að rakvélin er kom- in á markað í Þýskalandi hjá þekktu fyrirtæki á þessum markaði“. Jónas sagðist fyrir tilviljun hafa fundið umbúðir utan af þessari nýju þýsku rakvél, þar sem bæði lýsing í texta og mynd sýni að um sömu hugmynd og hans sé að ræða. Rakvélina sjálfa hefur honum hins vegar ekki tekist að finna í verslunum hér í Reykjavík, þannig að lík- lega sé hún enn ekki komin á markað hér. „Það er mjög áhættusamt að senda hugmynd út í heim nema hafa eitthvað í höndunum, kannski patent, eða frumskráða hugmynd hjá Landssambandi hugvitsmanna. Landssamband- ið vildi að vísu ekki frumskrá þessa hugmynd - fannst hún hálfpartinn út í hött. En hún virðist ekki meira út í hött en það, að hún er nú komin í framleiðslu í dag“, sagði Jónas. Hann segist stöðugt með ein- hverjar hugmyndir í höfðinu. Og að dunda við teikningar hafi verið áhugamál allt frá barns- aldri. „Ég fór í tækniteiknun í Fjölbraut, en tókst þó ekki að ljúka því námi af sérstökum ástæðum". Bílar og allt sem þeim til- heyrir eru þó líklega allra mesta áhugamál Jónasar. „Ég hef t.d. fengið tvær viðurkenn- ingar frá þýskum bílaverk- smiðjum fyrir hönnun, þ.e. fyrir tillögur að bíl sem þóttu góðar, þótt þær hafi ekki enn verið notaðar. Svona viðurkenningar hvetja mann til að halda áfram. Ég á líka tugi bréfa frá öðrum bílaframleiðendum sem líst vel á hugmyndir mínar, m.a. vegna jeppa sem þótti mjög fallegur. Meðal annars hef ég fengið bréf frá frönskum verksmiðjum sem segja að ég þurfi bara að fá einkaleyfi og þá mundi þeir skoða betur hugmyndir mínar að nýrri tegund af bílurn". Að afla einkaleyfa er hins vegar þrautin þyngri, og varla á færi einstaklinga. Því slíkt kostar gríðarlegan tíma, fé og fyrir- höfn. Bílana segist Jónas teikna í þrívídd og af það mikilli ná- kvæmni, að flestir haldi að um tölvuteikningar sé að ræða. „Ég hef verið að hanna fjór- hjólastýri, með stýrisdempurum sem rétta hjólin eftir beygju. Það er tvöfalt kerfi á stýris- stöngunum. Stýrinu er annað hvort ýtt fram ef framhjólunum PERFEKT RASIERT KEIN ARGER MEHR MIT STUMPFEN KLINGEN FOR EINE PERFEKTE NASS- RASUR SO SCHNELL WIE MIT EINEM ELEKTRO-RASIERER! KLINGENWECHSF.L: 1. Dic Klingcn-Haltcrung in tlic scitlichc Fuhaings- Nut dcs KJingen-Spcndcrs einschicbcn und dic Klingc hcraushcbcn (sichc Skíaac 1) 2. Gcbrauchtc Klingcn iu umgckehrtcr Wcisc in dcn Spcndcr zurúckgcbcn. GEBRAUCHSANWEISUNG: a) Zum Einschaltcn dcn Pfcil mit dcm Drchknopf auf O stcllcn b) Zum öfínen dcs Bauciic-Fachcs den Pfcil auf V stcllcn und den DrchkAopf abzichcn. Dann dic Mignon l.SVolt Batteric mitdcin PluvPol nach obcn cinsctzcn. Gcbráuchtc Battcn'cn bíttc Ucm Fachhandel zuriickgcbcn/nicht in dcn Múll wcrfcn! :ichcn: V OFFEN: 11 Facíi geschlossen + AUS: O c AN Ref. No.868’1 Raincr Dittmar KG D-5239 Alpenrod/West Germany Postfach er stýrt, en aftur ef stýra á öll- um hjólunum. Þetta Iíst þrem bandarískum bflaframleiðend- um mjög vel á“, segir hugvits- maðurinn Jónas Gunnarsson, sem greinilega er ekkert á því Mynd: ÞÖK að gefast upp þótt á ýmsu gangi með fjárhagslegan afrakstur allra þessara heilabrota. hh Hundrað ár frá síðasta Suðurlandsskj álft a Kristinn Á Friðfinnsson skrifar Náttúra íslands í öllum sínum andstæðum er óútreiknanleg, tiltektar- söm, kraftmikil og lifandi og kemur okkur sífellt á óvart. Oft- ar en ekki hefur maðurinn beð- ið lægri hlut í viðureign sinni við eldinn í iðrum hennar, skjálftann á yfirborði hennar, skriðuföll og snjóflóð í hlíðum hennar, vatnsílauminn um skorninga hennar og háskann í veðurham hennar. En hún hef- ur líka mótað persónugerð okk- ar íslendinga, skapað sér verð- uga meðreið í blíðu og stríðu. Náttúra landsins og þjóðin tengjast því tryggðaböndum. Þjóðin reynir að skilja betur þau öfl er skapa hegðan hennar ef verða mætti til þess, að hún linaði tök sín og drottinvald með tíð og tíma. Samt virðist hún lúta flóknari lögmálum en svo, að höndluð verði. Því lær- um við með tímanum að lifa við ógn óstöðugleika og tilviljana. Því eru þessi orð hér rituð, að um þessar mundir eru hðin eitt hundrað ár frá síðustu Suð- urlandsskjálftum. Suðurlands- skjálftar virðast þó raunar söguleg regla fremur en tilvilj- anakennt undur síðustu ár- hundruða. Síðast dundu þeir yf- ir 1896 og þar áður 1784. Áður höfðu miklir skjálftar gert hér vart við sig með reglulegu milli- bili. Bæði 1784 og 1896 höfðu þeir gjörtækar afleiðingar í för með sér. 1784 leiddu þeir t.d. til þess - ásamt aðsteðjandi far- sóttum - að skóla- og biskups- setur í Skálholti fluttist til Reykjavíkur. Skjálftarnir 1896 höfðu margar hörmungar í för með sér, en leiddu þó einnig til framfara í húsagerð. í báðum tilvikum breyttu skjálftarnir gangi menningarsögu þjóðar- innar. Ekki eru allir Sunnlendingar eins. Flóamenn hafa til að mynda orð á sér fyrir að taka framgangi mála með æðruleysi og hógværð. Þeir eru sagðir varast að fullyrða um of og spara afdráttarlaus orð. Þeir telja að veröldin sé ekki svört eða hvít. Svipmót sitt og menn- ingu hafa þeir þegið af sam- skiptum sínum við náttúruna. f Flóanum sér langt til suðurs, en í aðrar áttir er fögur íjallasýn. Flóinn er því friðarreitur með frjósama jörð og friðsæl býli. Flóamenn vita þó mæta vel að fyrr en síðar mun náttúran skjálfa eins og fyrrum. Bætt byggingarlist, meiri þekking á hegðun Suðurlandsskjálfta og fræðslustarf mun vonandi hjálpa til við að bjóða öflum náttúrunnar birginn. Við sem búum á Suðurlandi fögnum framtaki vaskra liðs- manna Slysavarnafélagsdeilda á Suðurlandi, sem hafa ákveðið að gangast fyrir forvarnarstarfl vegna Suðurlandsskjálfta. Það er samdóma álit þeirra, er um mál þessi hafa fjallað, að mikil- vægt sé að forðast hræðsluáróð- ur, en efla raunsæja meðvitund Sunnlendinga um möguleika á jarðskjálftavá innan fárra miss- era og skynsamlegar forvarnir og viðbrögð við þessum fæðing- arhríðum í ólgandi náttúru.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.