Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 1
:r\j
;o
;o
;o
;o
|Dagur-®ítmmt
Laugardagur
14. september 1996
79. og 80. árgangur
175. tölublað
Verð ílausasölu
200 kr.
HELGARUTGAFA
Sjónvarp
Heilsugæslustöðvar
Sj ónvarpsveðrið
flutt tfl 19.50
Allar breytingar valda
jafnan einhverjum óróa.
En segja má að þá fyrst
sé fyrirtæki orðið steingelt ef
menn þora aldrei að breyta
neinu af ótta við að einhver
muni taka það illa upp“, svar-
aði Pétur Guðíinnsson fram-
kvæmdastjóri Sjónvarps, spurð-
ur hvort menn væru þar ekkert
smeykir við það að áformaður
flutningur veðurfréttatíma fram
fyrir fréttatíma Sjónvarps kall-
aði á hávaðasöm viðbrögð
„þjóðarsálarinnar". Ákveðið
hefur verið að með vetrardag-
skrá frá 1. október færist aðal
veðurfréttatími sjónvarps til
klukkan 19.50. „Við teljum að
það sé visst hagræði af þessu og
þess vegna ætla menn að láta
slag standa“.
Spurður um markmiðið með
þessari breytingu bendir Pétur
á að það hafi oft reynst þröngt
um dagskrána milli kvöldfrétta-
tímanna tveggja. Með þessu sé
meiningin að ná fram góðri
samfellu milli frétta og Dags-
ljóss, sem verði nú jafnframt
fyrirferðarminna, eða rúmlega
hálftími eftir fréttatíma ijóra
daga í viku. Á miðvikudögum
verði fréttastofan aftur á móti
með kastljós að loknum frétt-
um.
Með þessum breytta veður-
fréttatíma segir Pétur þær nú fá
gott tóm, en oft hafi einmitt
verið talsverð pressa á þeim
eftir fréttatíma. „Með þessari
breytingu væntum við að
áhugamenn um verðurfréttir
fái þær á sama tíma allt árið
um kring, ítarlegar og góðar
eins og þær hafa raunar alltaf
verið. Síðan verði bara stutt spá
í lok fréttatíma“.
Friðrik Vagn Guðjónsson, heilsugæslulæknir á Akureyri, var mættur til vinnu á Heilsugæslustöðinni í gærmorgun
eftir sex vikna kjaradeilu. Líkt og hjá kollegum hans um allt land biðu hans ærin verkefni. Mynd: Jón Hrói.
Sjá frétt á bls. 3
Akureyri s í W&k Þjóðarbúid
Engar biðraðir
eftir ÚA-bréfunum
Mskvinnslan á
s
g hugsa nú að mark-
aðurinn sé ekkert svo
hungraður í þau bréf
sem verða í sölu, alla vega
verða tæplega neinar bið-
raðir. Það er nýbúið að vera
hlutafjárútboö þar sem selt
var fyrir 700 milljónir, þann-
ig að markaðurinn er nokk-
uð mettaður," sagði Andri
Teitsson forstöðumaður
Verðbréfamarkaðar íslands-
banka á Akureyri í samtali
við Dag-Tímann í gær.
„Það þarf ekki marga til
að kaupa í sjálfu sér. Eg sé
fyrir mér að almenningur á
Ákureyri og ekki síst starfs-
menn ÚA muni kaupa bréf,
en þau kaup munu ekki
vega þungt upp í þessar
stóru tölur. Meðalstór fyrir-
tæki eins og verðbréfasjóðir
og lífeyrissjóðir hafa keypt í
útboðinu, væntanlega eins
og þá lystir. Sá hópur er ef
til vill þurrausinn í bili.
Þetta stendur og fellur
með því hvað stóru kaup-
endurnir gera, sölufyrirtæk-
in og blokkirnar, SH, VÍS og
ÍS. Hafi þau ekki áhuga á
bréfunum gæti orðið erfitt
að selja þau.
„Ég held það verði áhugi
meðal starfsmanna og Ak-
ureyringa
almennt, en
eins og ég
segi, þá eru
það ekki
þær upp-
hæðir sem
þarf til að
klára dæm-
ið,“ sagði
Andri.
Anclri Teitsson
forstöðum. VÍB, Akureyri
Ég hugsa að
markaðurinn sé
ekkert hungraður
í þau bréf sem
verða í sölu.
heljarþröm?
Verkalýðsforingjar segja
að lýsing atvinnurek-
enda á slæmri stöðu
fiskvinnslunnar dragi ekki úr
kröfum um kjarabætur. Við-
brögð þeirra við ræðu Arnar
Sigurmundssonar á aðalfundi
Samtaka fiskvinnslustöðva um
að fiskvinnslan geti ekki tekið
á sig hækkun launakostnaðar
eru þau að greinilegt sé að at-
vinnurekendur séu farnir að
búa sig undir gerð kjarasamn-
inga. Þeim hafi ekki í neinu
förlast í áróðurstækninni. Grét-
ar Þorsteinsson, forseti Alþýðu-
sambands íslands, segir að það
sé deginum ljósara að á vinnu-
markaðnum verði að eiga sér
stað umtalsverð kaupmáttar-
aukning í næstu kjarasamning-
um en hann sé ekki tilbúinn nú
að úttala sig á þessari stundu
um einstakar atvinnugreinar.
Á ASÍ-þinginu í vor var rætt
um að tækifæri gæfist til að
ræða við viðsemjendur í ein-
stökum atvinnugreinum og það
kynni einnig að vera rök fyrir
því gagnvart einstökum fyrir-
tækjum. Orð Arnars um að
frysting botnfisks mundi í
auknu mæli færast út á sjó og
landvinnsla drægist saman ef
launahækkanir yrðu umtals-
verðar hefðu einhvern tíma
flokkast undir hótanir, en við
hljótum að gera þær kröfur til
atvinnulífsins að það geti staðið
undir þokkalegum kjörum og
borgað starfsfólki mannsæm-
andi laun, í samræmi við það
sem gerist í nágrannalöndun-
um,“ sagði Grétar Þorsteinsson.
„Þeim er greinilega ekkert
að förlast í áróðursherferðinni.
Þessi orð á aðalfundi Samtaka
fiskvinnslustöðva um bága
stöðu botnfiskvinnslunnar dreg-
ur ekki úr okkur kjarkinn og
þegar horft er á þau laun sem
borguð eru fyrir sams konar
vinnu í nágrannalöndunum, þá
hlýtur eitthvað að vera að í
rekstri þessara fyr-
irtækja. Þau hljóta
að þurfa að taka til
í sínum ranni. Það
hefur enginn tjáð
mér að það sé
launakostnaðurinn
sem sé að sliga
fiskvinnsluna á Is-
landi. Ef liðlega
20% af rekstrar-
kostnaðinum er launaþátturinn,
hvað er þá hitt? Er ekki hægt
að spara þar líka?,“ sagði Björn
Snæbjörnsson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Einingar í Eyja-
firði. GG
Sjávarútvegurinn skuldar
107 milljarða - Sjá bls. 7
Grétar Þorsteinsson
forseti ASÍ
„Öll rök hníga að umtalsverðri
kaupmáttaraukningu í nœstu
kjarasamningum. “